Dagur


Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 1

Dagur - 13.02.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, föstudagur 13. febrúar 1987 30. tölublað „Ég er Quði þakklátur fyriraðeigaslíka höfðingja í sókninni 6-7 „Það vantar titla til Akureyrai*' 4 íþróttamaður Morðurlands 1986 Hitaveita Akureyrar: 277 milljónir i vexti og afborganir á árinu Fjárhagsáætlun Hitaveitu Akureyrar var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Gert er ráð fyrir að tekjur Hitaveitunnar verði rúmlega 265 milljónir króna á þessu ári. Þá verða tekin erlend lán að upphæð 77,5 milljónir króna til greiðslu eldri lána og alls fara rúmlega 277 milljónir króna í vexti og afborganir af lánum veitunnar - 26 milljónir í iántökugjöld! á þessu ári. í forsendum fjárhagsáætlunar- innar er gert ráð fyrir sambæri- legu sölumagni og á síðasta ári. Pá er reiknað með tveimur gjaldskrárhækkunum á árinu; 13,6% hækkun sem gildi tók þann 15. janúar sl. og 6% hækk- un þann 1. júlí nk. Gert er ráð fyrir að verðlag milli ára hækki um 20%, raforka hækki um 15% á árinu og að meðaltalsvextir af erlendum lánum verði ýmist 6% eða 7% eftir því hvort um er að ræða lán í svissneskum frönkum eða Bandaríkjadollurum. Af 265 milljóna króna tekjum Hitaveitu Akureyrar fara rúm- lega 56 milljónir króna í rekstur og 9 milljónir í framkvæmdir. Afgangurinn,- um 200 milljónir króna, auk nýrra lána að upphæð 77,5 milljónir, fara í afborganir eins og fyrr segir. Þar af nema vextir og afborganir af innlend- um lánum 6 milljónum króna en afgangurinn fer til vaxta og afborgana af erlendum lánum. Það kostar sitt að bera svo þungan skuldabagga sem Hita- veitan gerir. Því til sönnunar má geta þess að Hitaveita Akureyrar greiðir hvorki meira né minna en 26 milljónir króna í lántöku- kostnað á árinu, svo sem stimpil- gjöld og fleira. BB.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.