Dagur - 13.02.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 13. febrúar 1987
Lifandi ord
„Mikill er drottinn og mjög
vegsamlegur, mikilleikur
hans er órannsakanlegur
Sálm. 145,3.
Við sjáum í Biblíunni,
hvernig þjónar Guðs kom-
ust í snertingu við Guð og
voru gagnteknir af mikil-
leika hans. Davíð tignar
Drottin sem skapara og lýsir
mikilleika hans í sköpunar-
verkinu. En í sömu andrá og
hann talar um mikilleika
Guðs, minnir hann á smæð
mannsins. „Þegar ég horfi á
himininn, verk handa
þinna, tunglið og stjörn-
urnar, er þú hefir skapað,
hvað er þá maðurinn þess,
að þú minnist hans?“ Sálm.
8.4-5.
Hvarvetna í sköpuninni
má sjá mikilleikann, fjöl-
breytileikann og fegurðina.
Viskan sem að baki býr, er
vissulega órannsakanleg.
Pví er hollt að spyrja sjálfan
sig: Hef ég komist í snert-
ingu við mikilleika Guðs?
Kem ég auga á vegsemd
hans? Er Drottinn Guð mik-
ill í huga mínum? Eða er ég
haldinn blindleika hvað
dýrð Guðs varðar?
Drottinn var mikill í
hjörtum þeirra manna og
kvenna sem Ritningin grein-
ir frá. Þess vegna var guðs-
óttinn og lotningin fyrir
Guði, sá þáttur, sem mótaði
og helgaði líf þeirra. Jafnvel
í þungum raunum er hægt
að skynja mikilleika Guðs.
Eftir sára þjáningu sagði
Job: „Ég þekkti þig af
afspurn, en nú hefir auga
mitt litið þig.“ Job. 42,5.
Brýnast er þó, að sjá
mikilleika Guðs í elsku hans
til mannanna. í hjálpræðis-
verki Krists kemur gleggst í
ljós, hve mikill Guð er í
kærleika og hve fús hann er
að fyrirgefa.
Ó, syng þú um dýrd Guðs
á himnanna hæð;
syngið nýjan söng,
hvert hjarta, hver tunga,
hver taug og hver æð.
Öll veröldin vegsami Drottin.
Grattan
pöntunarlisti
Vor- og sumarlisti
1987 kominn
Glæsilegri en nokkru
sinni fyrr.
Verð kr. 250.00, + póstkrafa
ATH: Aðeins 500 listar
verða seldir fyrir Norðurland
Umboð Akureyri sími 96-23126
Kjördæmisráð Norðurlands eystra:
Fundur um framboðs-
listann á laugardag
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra boðar til fundar laugardaginn
14. febrúar klukkan 15.00 í Strandgötu 9, Akur-
eyri. Á fundinum verður fjallað um framboðslista
flokksins í kjördæminu vegna væntanlegra
alþingiskosninga.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Kjördæmisráðsins.
Firmakeppni
í knattspyrnu innanhúss
Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku
í firmakeppni innanhúss 1987.
Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri
og í nágrenni. Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast
um lið í keppnina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki
í lið. Með þátttökutilkynningum skal fylgja nafnalisti
yfir þá leikmenn er þátt taka og er óheimilt að breyta
þeim lista eftir að keppni er hafin.
Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem voru á launa-
skrá fyrirtækis 1. febrúar sl.
Bent skal sérstaklega á að leikið verður samkvæmt
nýjum reglum, er samþykktar voru á síðasta K.S.Í.
þingi.
Þátttökulistum, ásamt þátttökugjaldi, kr. 4.000 fyrir 1
lið, kr. 7.000 fyrir 2 lið og kr. 2.000 fyrir hvert lið
umfram 2, skal skila til Sveins Björnssonar Plastiðj-
unni Bjargi eða Davíðs Jóhannssonar N.T. umboð-
inu, fyrir 23. febrúar 1987.
K.R.A.
- Verslunin
jhútiog
/ lann
Sunnuhlíð 12, sími 22484.
Erum að taka upp mikið
af nýjum vörum.
Meðal annars:
Peysur - Blússur - Hliðartöskur -
Þunna náttsloppa og mikið af
skartgripum.
Frá tónleikum Kammerhljómsveitar Akureyrar fyrr í vetur.
Kammertónleikar
í Akureyrarkirkju
Þriðju tónleikar Kammer-
hljómsveitar Akureyrar verða
haldnir í Akureyrarkirkju nk.
sunnudag og hefjast þeir kl.
17.
Einar Jóhannesson klartinettu-
leikari flytur ásamt hljómsveit-
inni tónverkið „Inngangur, stef
og tilbrigði fyrir klarinett og
hljómsveit" eftir Rossini. Auk
þess leikur hljómsveitin „Tvö
ljóðræn lög“ eftir Grieg og
„Kveðjusinfóníuna“ eftir Haydn.
Konsertmeistari hljómsveitarinn-
ar er Lilja Hjaltadóttir og stjórn-
andi Roar Kvam.
Einar Jóhannesson stundaði
nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík og var Gunnar Egils-
son kennari hans. Hann braut-
skráðist þaðan 1969 og hélt þá til
framhaldsnáms við Royal Coll-
ege of Music í London. Þaðan
tók hann lokapróf 1974 og stund-
aði eftir það kennslu í London
auk þess. sem hann starfaði í
hljómsveitum í Englandi og á N,-
írlandi. Einar hefur undanfarin
ár starfað í Sinfóníuhljómsveit
íslands og oft komið fram sem
einleikari bæði hér heima og er-
lendis.
Æskulýðsmót í
Þelamerkurskóla
Nú um þessa helgi fer fram
æskulýðsmót á vegum ÆSK
(Æskulýðssambands kirkjunnar í
Hólastifti). Mót þessi hafa verið
haldin í 10 ár, fyrst í Stóru-
tjarnaskóla en síðustu árin í Þela-
merkurskóla og er þetta fjórða
mótið sem þar er haldið. Ein-
kunnarorð þessa móts nú eru:
VIÐ ERUM EITT í KRISTI.
Þátttakendur eru vfða að af
Norðurlandi og er lágmarksaldur
14 ár.
Mótið verður sett á föstudags-
kvöld og því lýkur með guðs-
þjónustu í Möðruvallaklausturs-
kirkju á sunnudag kl. 11. Við-
fangsefni þau sem unglingarnir
glíma við eru bæði líkarnlegs og
andlegs eðlis. íþróttir, göngu-
ferðir og leikir verða ofarlega á
baugi, en þess á milli verður unn-
ið með efni mótsins, hvernig við
getum tekið höndum saman og
sameinað hina sundruðu hjörð
mannkynsins, - sameinað hana
undir merki Krists. Rætt verður
Stefán.
Pétur.
Auður.
Bjarni.
VIÐ HÖLDUM FUNDI
Laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00
í samkomuhúsinu Grund, Svarfaðardai.
Kaffiveitingar
Sunnudaginn 15. febrúar ki. 21.00
í Barnaskóla Bárðdæla.
Kaffiveitingar
FUÖL.MENNUM
Sérframboð í Norðurlandskjördæmi eystra.
um sundrun fjölskyldulífsins í
nútíma samfélagi og samskipti
ungs fólks bæði í líkamlegu og
andlegu tilliti.
í guðsþjónustunni á sunnudag
munu unglingarnir leiða sönginn,
lesa upp og flytja orð Guðs á
frjálsan og líflegan hátt. Sr. Svav-
ar A. Jónsson prestur í Ólafsfirði
flytur hugleiðingu. Þessi guðs-
þjónusta er ætluð allri fjölskyld-
unni, jafnt þeim yngstu sem
elstu.
Æskulýðsfélag Möðru-
vallaklaustursprestakalls annast
undirbúning mótsins og sér
sóknarpresturinn sr. Pétur Þór-
arinsson um mótsstjórn ásamt sr.
Jóni Helga Þórarinssyni form.
ÆSK og Pétri Þorsteinssyni
æskulýðsfulltrúa.
íþróttir
helgarinnar
Tveir leikir fara fram í kvöld í
bikarkeppni Blaksambands
íslands, báðir í íþróttahúsi
Glerárskóla. KI. 20 leika KA
og Óðinn í karlaflokki og strax
á eftir hefst leikur KA og Eik-
ar í kvennaflokki.
Tindastóll og Þór leika á Sauð-
árkróki í kvöld kl. 20 í 1. deild
íslandsmótsins í körfuknattleik.
Kl. 18 í kvöld hefst í íþrótta-
höllinni á Akureyri, opið ungl-
ingamót í badminton og því verð-
ur fram haldið kl. 10 í fyrramálið.
Það verður ýmislegt að gerast
hjá skíðafólki um helgina. Á
Siglufirði fer fram bikarmót í
alpagreinum í flokki 13-14 ára.
Akureyrarmótið í svigi og stór-
svigi fer fram í Hlíðarfjalli og
hefst keppni kl. 11 bæði laugar-
dag og sunnudag. Þórsmótið í
skíðagöngu fer fram í Hlíðarfjalli
á laugardag og hefst kl. 13.
Keppt verður í öllum aldurs-
flokkum. Loks má geta þess að
12 ára krakkar úr SRA ætla að
heimsækja jafnaldra sína á Dal-
vík á iaugardaginn og etja við þá
kappi á skíðum.