Dagur - 13.02.1987, Side 6

Dagur - 13.02.1987, Side 6
6 - DAGUR - 13. febrúar 1987 þegar þú fékkst það verkefni að teikna þessa kirkju? „Nei, fyrst voru menn með aðra lóð í huga og það hafði eng- inn gert sér grein fyrir þessu í neinum smáatriðum. Hugmyndir að kirkjunni þróuðust í samvinnu við sóknarnefnd og byggingar- nefnd. Ég ákvað að taka þetta verk að mér rétt fyrir jólin 1982 en hafði ekki tíma til að fara í verkið fyrr en haustið 1983. Teikningarnar voru gerðar þenn- an vetur og voru tilbúnar í maí 1984 og þá var byrjað að byggja. Ég átti oft erfitt með þetta því framkvæmdir gengu svo fljótt fyrir sig hjá verktökunum og byggingarnefndinni. “ - Hvaða sjónarmið hafðirðu aðallega í huga þegar þú skipu- lagðir kirkjuna? „Ég hafði raunar aðeins eitt sjónarmið í huga og það var að gera gott hús sem væri nýtilegt fyrir alla þá starfsemi sem hér átti að fara fram. Það var ákveðið að setja kjallara undir kirkjuna og það var lengi vel ekki á hreinu hvað ætti að fara þar fram og er það ekki heldur í dag. Ég fór þannig í þetta að kjallarinn var glerjaður og hann verður sem sagt notaóur undir einhverja starfsemi, ég fór þarna tiltekinn milliveg í skipulagningunni.“ - Er þessi kirkja nýtískuleg í útliti? „Ég býst við því að fólk segi það. Fólk hugsar oft um hina hefðbundnu íslensku kirkju með turni og öðru sem því finnst til- heyra kirkju. Það var t.d. sagt við mig á einum byggingarnefndar- fundi að ég skyldi reyna að hafa þetta dálítið kirkjulegt. Það er erfitt að segja til um það hvað er kirkjulegt og hvað ekki.“ - Ertu ánægður með árangur- inn af verkinu, er þetta það sem þú sást fyrir þér þegar þú teikn- aðir kirkjuna? „Já, ég held að það þýði ekki annað en að segja það. Annars voru teikningar teknar í notkun um leið og þær voru tilbúnar, stundum óþægilega snemma, en ég varð að taka því. Miðað við hraðann á verkinu þá er ég ánægður en ég neita því ekki að betra hefði verið að hafa meiri tíma.“ - Er þessi bygging í einhverj- um ákveðnum stíl? „Nei, það er varla hægt að segja það. Þetta er teiknað fyrst og fremst með notagildi í huga.“ - Er öðruvísi tilfinning að teikna kirkju en önnur hús? „Já, mér finnst það miklu alvarlegra mál. Þetta er jú hálf- opinber bygging og þessum hlut- um verður ekki breytt eins og í einbýlishúsum. Þessi bygging á að standa lengur en mörg önnur hús og þess vegna er þetta miklu alvarlegra mál og meiri ábyrgð sem fylgir þessu.“ - Ér þetta fyrsta kirkjan sem þú teiknar? „Nei, ég teiknaði kirkju fyrir Hvítasunnusöfnuðinn en hún er miklu minni en þessi. Það er nú Fyrsti áfangi Glerárkirkju á Akureyri verður vígður á sunnudaginn við hátíðlega athöfn. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir kirkjuna. I tilefni þessa merka áfanga ræddi Dagur við þá Inga Þór Jóhannsson, formann Byggingarnefndar Glerár- kirkju, Svan Eiríksson, arki- tekt, og sóknarprestinn, séra Pálma Matthíasson. manns unnið hér í sjálfboðavinnu og fólkið hefur verið mjög viljugt að koma hingað til að vinna. Eg vil, fyrir hönd byggingarnefndar, þakka þessu fólki fyrir vel unnin störf og er þess fullviss að unnt verður að halda áfram á sömu braut.“ Svanur Eiríksson, arkitekt: - Var búið að leggja fyrir þig einhverjar ákveðnar hugmyndir Ingi Þór Jóhannsson: - Hvenær kontu fyrst fram hug- myndir um Glerárkirkju? „Það er langt síðan hugmyndir um þetta komu fram. Á undan- förnum árum hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf sem fólst m.a. í leit að hentugri lóð fyrir kirkjuna. Lengi vel var hug- myndin að nota lóð norðan Gler- árskóla á ásnum sem þar er. Við nánari athugun kom í Ijós að sá staður hentaði ekki vel og þá fannst sá staður sem kirkjan er á nú, þetta var árið 1982. Bæjar- stjórn veitti þessa lóð til kirkjunnar og það má segja að verulegur skriður hafi kontið á byggingarmálin eftir að Glerár- prestakall var stofnað 1981.“ - Hvenær hóf núverandi bygg- ingarnefnd störf? „Sú byggingarnefnd, sem nú starfar, hóf störf í nóvember 1983. Hinn 31. maí 1984 tók biskup íslands fyrstu skóflustung- una að kirkjunni. Síðla árs 1983 hafði verið gengið frá samningi við Svan Eiríksson, arkitekt, um hönnun og teikningu kirkjunnar. Jarðvegsvinna hófst sumarið 1984 og síðan hefur verið unnið sleitulaust við kirkjuna og aldrei stoppað." - Hvernig hefur fjármögnun gengið? „Það var eitthvað til af pening- um í sjóði frá fyrri tíð þegar verk- ið hófst. Þá hefur kirkjan notið styrkja og áheita frá mörgum aðilum, bæði einstaklingum og Vígsla Glerárkirkju: „Eg er Guði þakklátur iyrir að eiga slíka höföingja í sókninni" - segir-sr. Pálmi Matthíasson fyrirtækjum. Akureyrarbær styrkti kirkjubygginguna bæði í ár og í fyrra og veitti okkur ýmsan mikilsverðan stuðning. Þá meg- um við ekki gleyma þeim fjöl- mörgu aðilum sem hafa unnið hér myrkranna á milli í sjálfboða- vinnu.“ - Hvað er kirkjan stór? „Efri hæðin er um það bil 1100 fermetrar og neðri hæðin er um 1000 fermetrar svo þetta gerir samtals 2100 fermetra. Sá hluti kirkjunnar sem við tökum nú í notkun er anddyrið og svonefnd suðurálma, alls um 500 fermetr- ar. Suðurálman verður notuð til guðsþjónustuhalds fyrst um sinn en seinna eiga að koma þar skrif- stofur fyrir sóknarprestinn og sóknarnefnd, kapella, fatahengi o.fl.“ - Þið hafið ákveðið að taka kirkjuna í notkun að hluta en bíða ekki þar til hún verður full- kláruð? „Það er mjög brýnt að taka hana strax í notkun því aðstaða í sókninni er nær engin. Á þeim árum sem liðin eru síðan Glerár- prestakall var stofnað hefur verið messað í Glerárskóla við mjög slæmar aðstæður. Fermingar og messur hafa farið fram í Lög- mannshlíðarkirkju við bágborna aðstöðu, þar eru t.d. engar snyrt- ingar eða rennandi vatn og ferm- ingarbörnin hafa verið búin í strætisvagni eins og margir vita. Því lögðum við á það mikla áherslu að koma hluta kirkjunnar í notkun strax og þetta þótti hentugasta leiðin til að ná því markmiði.“ - Hvenær mun kirkjubygging- unni ljúka? „Það eru ekki neinar ákveðnar hugmyndir um það í bili en við ætlum að sjá til hvernig staðan verður eftir að þessum áfanga er lokið. Þetta er líka spurning um fjármagnshliðina á málinu." - Hefur sóknarfólkið sýnt þessu mikinn áhuga? „Já, það hefur gert það, annars værum við ekki komnir þetta lang. Það hafa 2-3 hundruð Hin nýja Glerárkirkja er Akureyrarbæ og þjóðkirkju íslands til sóma. Frá v.: Ingi Þór Jóhannsson, formaður bygg- ingarnefndar, sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur, Svanur Eiríksson, arkitekt og Eiríkur Stefánsson byggingar- stjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.