Dagur - 17.02.1987, Qupperneq 3
17. febrúar 1987 - DAGUR - 3
Hlíðarfjall:
Hundar þjálfaðir í að
finna fólk í snjóflóði
Björgunarhundasveit íslands
sem er deild innan Lands-
sambands hjálparsveita skáta
er nú við æfíngar í Hlíðarfjalli.
Þar er verið að þjálfa hunda í
því að fínna menn sem hafa
grafíst í snjóflóðum og er í öllu
reynt að líkja eftir raunveru-
legum aðstæðum. Sveitin mun
dveljast vikutíma við æfíngar í
fjallinu og í gær fylgdist blaða-
maður með æfíngum.
metra dýpi en hundunum virðast
lítil takmörk sett hvað þykktina á
snjónum varðar. Einn sveitar-
manna sagði frá björgunar-
leiðangri í Noregi þar sem hund-
ur fann mann á 6 metra dýpi.
Þjálfun björgunarhunda er því
langbesta leiðin til að finna fólk í
snjóflóðum. Markviss leit með
stikum er líka góð en mjög sein-
leg. „Þegar til dæmis eru 10
manns í leitarlínu þá tekur ansi
mikinn tíma að fara hérna 150
metra upp. Það á alltaf að stinga
á 50 cnr fresti og þá eru það 300
stungur hjá hverjum manni,“
sagði viðmælandi okkar.
Ef flóðið er mjög þykkt þarf
einnig að moka heilmikið þar
sem stikurnar ná aðeins niður á
3ja metra dýpi. Þá er þetta orðið
mjög seinlegt og erfitt og æ minni
Her skríöur konan úr „snjóflóðinu“ og hundurinn fær hrós fyrir dugnaöinn.
mynd:ss
Ýmsar tegundir hunda eru not-
aðar, Schafer, Labrador o.fl. og
er einn þeirra frá Akureyri, í eigu
Þórarins Ágústssonar. Á milli
æfinga dvöldu hundarnir í nokk-
urs konar snjóhúsum og virtust
þeir una hag sínum ágætlega.
Snjótroðarinn ruddi snjónum
til og frá, bjó til dyngjur og
hengjur og var engu líkara en
þarna hefði snjóflóð fallið. Síðan
var fólk grafið hér og þar og einn
hundur þjálfaður í einu. Tveir
menn frá Noregi leiðbeindu
sveitinni en þetta er fimmta árið
sem Björgunarhundasveitin er
starfrækt. Þegar allt var til reiðu
var náð í einn hund og fór hann
að leita ásamt manni sem var
með stiku og skóflu meðferðis.
Eftir að hafa þefað á nokkru
svæði nálgaðist hundurinn stað-
inn þar sem kona var falinn og þá
var hann ekki í nokkrum vafa og
krafsaði ákaflega. Þá kom mað-
urinn og gróf konuna upp. Hund-
urinn brást glaður við og var hon-
um umbunað fyrir dugnaðinn.
Fólkið var grafið á um tveggja
Vinningstölurnar 14. febrúar 1987
Heildarvinningsupphæð kr. 8.879.158.-
1. vinningur var kr. 5.602.213.-
Skiptist á milli 7 vinningshafa,
kr. 800.316.- á mann.
2. vinningur var kr. 983.083.50
Skiptist á milli 558 vinningshafa,
kr. 1.761.- á mann.
3. vinningur var kr. 2.293.861.50
Skiptist á milli 14.387 vinningshafa sem fá 159 hver.
Menn tóku til við að moka þar sem hundurinn hafði kraflað. og viti menn. Þama lá manneskja undir fannferginu.
mynd:ss
líkur á að finna fólk á lífi. Hund-
arnir geta gjörbreytt aðstöðu
leitarmanna með þefvísi sinni.
Reynt hefur verið að nota málm-
leitartæki og annan tæknibúnað
en hann hefur ekki reynst vel.
Tækin hafa þá numið alls kyns
dauða hluti einnig en hundarnir
eru aðeins þjálfaðir í því að finna
fólk. En ef fólk er á ferli á snjó-
flóðasvæðum getur það verið
með sendibúnað á sér sem leitar-
tæki geta þá numið. En
hörmungarnar bera ekki alltaf
boð á undan sér og flóðin geta
fallið í byggð þar sem fólk gengur
vitanlega ekki með sendibúnað á
sér.
Meðlimir Björgunarhunda-
sveitarinnar voru sammála um
það að ekkert væri árangursrík-
ara við leit í snjóflóðum en vel
þjálfaðir hundar. Og þar eð við
búum í landi þar sem snjóflóða-
hætta er oft yfirvofandi er nauð-
synlegt að eiga þjálfaða
björgunarhundasveit, hún getur
skilið á milli lífs og dauða.
SS
frá J.E. Fogarthy International
Research Foundation
J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býðurfram styrki handa
erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir
í Bandaríkjunum. Styrkir þessi eru boðnir fram á alþjóðavettvangi
til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical
science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaár-
inu 1988-’89 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega
auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur
ferðakostnaður innan Bandaríkjanna.
Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að
leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Banda-
ríkjunum sem þeir hyggjast starfa við.
Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson,
læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91-29000). - Umsóknir þurfa
að hafa borist menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykj-
avík, fyrir 15. júlí n.k.
Menntamálaráðuneytið.
12. febrúar 1987.
Upplýsingasími
91-685111.
því sambandi að nefna „Needles
and Pins“, „Love Potion nr. 9“,
„Dont throw your love away“ og
„What Have They Done to The
Rain“. Hljómsveitin hefur
undanfarið skemmt víða um
heim og m.a. ferðast um Banda-
ríkin, Ásu.ilíu og Evrópu.
Aðeins ein breyting hefur átt
sér stað á skipan hljóm-
sveitarinnar allan þann tíma sem
hún hefur starfað. Billy Adam-
son tók sæti trommarans Chris
Curtis, en aðrir meðlimir eru
Mike Pinder, John McNally og
Frank Allen.
- um næstu helgi
Um rannsóknastyrki
Enska hljómsveitin The Searc-
hers mun halda tvenna tón-
leika í Sjallanum á Akureyri
og verða þeir á föstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitin
hefur einu sinni áður komið til
landsins, þá skemmti hún bæði
á Akureyri og í Reykjavík. Nú
liggur leiðin einungis í
Sjailann, enda fékk hljóm-
sveitin frábærar viðtökur er
hún spilaði þar árið 1985.
Hljómsveitin var stofnuð árið
1962 og er ein af fáum eftirlifandi
hljómsveitum sem gerðu garðinn
frægan í byrjun 7. áratugarins.
Hljómsveitin hefur notið mikilla
vinsælda, það sýnir best plötu-
salan, en The Searchers hefur á
ferli sínum selt yfir 30 milljónir
hljómplatna og enn er mikil eftir-
spurn eftir plötum þeirra.
The Searchers hefur hlotið 6
gullplötur og 10 silfurplötur.
Árið 1963 var hljómsveitin kosin
önnur besta sönghljómsveitin í
Englandi sem er ekki slæmt
þegar á það er litið að hljómsveit-
in í efsta sætinu hét The Beatles.
Fjölmörg lög hljómsveitarinnar
hafa náð heimsfrægð og nægir í
„The Searchers"
í Sjallanum