Dagur - 17.02.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 17.02.1987, Blaðsíða 9
17. febrúar 1987 - DAGUR - 9 uþróttic_______________ Knatlspyma: Guðbjöm til KA? - þegar ákveöið með Ólaf og Jón Guðbjörn Tryggvason miðvallarleikmaðurinn sterki í knattspyrnuliði íA var staddur hér á Akureyri um helgina og skoðaði aðstæður hjá KA og átti í viðræðum við forráða- menn félagsins. A þessu stigi er þó ekki ljóst hvort Guð- björn gengur til liðs við KA fyrir komandi keppnistímabil en hann yrði án efa liðinu mik- iM styrkur. Guðbjörn hefur leikið á annað hundrað leiki með ÍA í 1. deild- inni á undanförnum árum og skorað 23 mörk, þar af 6 á síðasta ári. KA-menn hafa þó fengið liðsstyrk, þar sem þeir Ólafur Gottskálksson markvörður úr IBK og Jón Sveinsson varnar- maður, einnig úr ÍBK hafa ákveðið að leika með liðinu næsta sumar og er Jón þegar kominn norður. Ólafur sem leik- ur körfuknattleik með ÍBK kem- ur norður þegar körfuknattleiks- tímabilinu er lokið. Bikarkeppni HSÍ: „Þetta er hættu- legur leikur“ - segir Þorleifur Ananíasson liðstjóri KA um leikinn við ÍBV í kvöld Handknattleikslið KA heldur til Eyja í dag og leikur gegn ÍBV í kvöld kl. 20 í bikar- keppni HSÍ. KA-liðið á slæm- ar minningar úr síðasta bikar- leik í Eyjum en í fyrra tapaði liöið mjög óvænt fyrir 3. deildarliði Týs í keppninni og var þar með úr leik. „Þetta er hættulegur leikur,“ sagði Þorleifur Ananíasson lið* stjóri KA aðspurður um leikinn. „Eyjamenn hafa verið að sækja sig að undanförnu og við megum hafa okkur alla við til þess að vinna þá. Það er allavega engin hætta á því að við vanmetum þá í þetta skipti,“ sagði Þorleifur. KA-liðið er að koma úr ágætis æfingaferð að sunnan, þar sem liðið lék þrjá leiki á jafnmörgum dögum, við FH, Stjörnuna og KR. Þórsmótið í skíðagöngu - fór fram um helgina Þórsmót í skíðagöngu fór fram í Hlíðarfjalli á laugardaginn. Keppt var í fimm aldurs- flokkum og var gengið með hefðbundinni aðferð. Aðeins var keppt í karlaflokkum og virðist sem kvenfólk sé að hætta þátttöku í göngumótum, alla vega í elstu flokkunum. Urslitin urðu þessi: 10 ára og yngri 1,5 km: 1. Ragnar Ingi Jónsson KA 9:59 2. Helgi H. Jóhannesson Þór 11:42 3. Anton Þórarinsson KA 12:26 11 og 12 ára 3,5 km: 1. Kári Jóhannesson KA 15:43 2. Arinbjörn Þórarinsson KA 19:30 13 og 14 ára 5,0 km: 1. Sigurður Helgason KA 25:08 2. Sverrir Guðmundsson KA 26:08 20 til 34 ára 10 km: 1. Ingþór Eiríksson Þór 38:11 2. Árni Antonsson KA 38:28 3. Jóhannes Kárason KA 35 til 50 ára 10 km: 45:11 1. Þorlákur Sigurðsson KA 44:30 Körfubolti: Fyrstu stigin til USAH Hlíðarfjail: Þeir hjá Skíðastöðum í Hlíðar- fjalli hafa ákveðið að bjóða öll- um Akureyringum frítt í skíða- lyfturnar, í kvöld þriðjudag, mið- vikudagskvöld og fimmtudags- kvöld frá kl. 18 - 21 alla dagana. Nú er afburðagott skíðafæri í Fjallinu og skíðaskólinn í fullum gangi. Akureyringar ættu því að nýta þetta einstaka tækifæri og fjölmenna í Fjallið. USAH og Reynir áttu að leika á HúnavöIIum á laugardaginn í 2. deild Islandsmótsins í körfu- knattleik. Þetta var frestaður leikur frá því í desember en leikmenn Reynis mættu ekki til leiks á laugardaginn. Leikmenn USAH svo og dóm- arar voru mættir og var USAH því dæmdur sigurinn og er þetta fyrsti sigur liðsins í vetur. Eftir því sem Dagur hefur fregnað töldu leikmenn Reynis áð þeir hefðu ekki verið látnir vita af KKÍ að leikurinn ætti að fara fram á laugardaginn og þeir því ekki mætt. Um næstu helgi leika Reynir og USAH í 2. deildinni og fer leikurinn fram í Sandgerði. Umsión: Kristján Kristjánsson Akureyrarmeistar í stórsvigi stúlkna, Fv. Erna Káradóttir sem varð í 2. sæti, sigurvegarinn Guðrún Ágústdóttir sem einnig sigraði í svigi og Kristrún Birgisdóttir sem varð í 3. sæti. Mynd: rpb Akureyrarmótið í alpagreinum: Guðrún vann tvöfalt Akureyrarmótið í alpagreinum í flokki 15 - 16 ára stúlkna og pilta fór fram í Hlíðarfjalli á laugardag og sunnudag. Þátt- taka var sæmilega í piltaflokki en Iítil í stelpnaflokki. Veður og skíðafæri var eins og best verður á kosið, báða keppnis- dagana. Úrslitin urðu þessi: Stórsvig stúlkna: 1. Guðrún Ágústsdóttir KA 2:19.42 2. Kristrún Birgisdóttir KA 2:22.05 Stórsvig pilta: 1. Jóhannes Baldursson KA 2:09.14 2. Heiðar Jónsson KA 2:16.49 3. Vilhelm Þorsteinsson KA 2:16.53 Svig stúlkna: 1. Guðrún Agústsdóttir KA 1:21.91 2. Erna Káradóttir KA 1:22.68 3. Kristrún Birgisdóttir KA 1:23.05 Svig pilta: 2. Kristinn Svanbergsson KA 1:11.19 1. Vilhelm Þorsteinsson KA 1:10.72 3. Stefán Ákason KA 1:16.19 Vilhelm Þorsteinsson Akureyrarmeistari í svigi á fullri ferð. Mynd: rþb A-lið KA sigraði á Laugamótinu A-lið KA sigraði á Laugamót- inu í innanhússknattspyrnu kvenna sem fram fór á Laug- um í Reykjadal á sunnudag- inn. Liðið sigraði alla andstæð- inga sína á mótinu og er þetta annað árið í röð sem KA vinn- ur mótið. Alls mættu 7 lið til leiks að þessu sinni frá 4 félög- um. Eitt frá Laugaskóla og tvö lið frá KA, Þór og KS og léku allir við alla. Úrslit leikja urðu þessi: KS A-KS B 5:5 Þór B-KA A 3:14 KA B-Laugar 7:6 Þór A-KS A 5:2 KS B- ÞórB 4:3 KA A-KA B 7:4 Þór A-Þór B 11:6 KA B-KS B 5:5 Laugar-KA A 5:7 KS A-Þór B 4:6 Þór A-KA B 9:2 KS B-Laugar 2:7 KA B-KS A 6:2 KA A-KS B 5:3 Laugar-Þór A 4:7 Þór B-KA B 3:8 Þór A-KA A 4:6 KS A-Laugar 3:8 KS B-Þór A 0:8 KA A-KS A 10:0 Laugar-Þór B 5:2 KA A sigraði sem fyrr sagði í öllum sínum leikjum. Þór A varð í öðru sæti, tapaði aðeins einum leik og í þriðja sæti varð KA B. Vormót BLI á Akureyri Blaksamband íslands hefur kynnst blakinu á Ólympíuleikun- veitt blakdeild KA heimild til að halda Vormót BLÍ 1987. Hafa KA-menn hugsað sér að halda mótið til minningar um Hermann Stefánsson en hann er sagður vera forfaðir blaksins á íslandi. Hermann byrjaði að kenna íþróttina í MA árið 1936 eða fyrir rétt rúmuin 50 árum. Hann hafði um í Berlín 1936. Fyrirkomulag mótsins ræðst af fjölda þátttökuliða. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 24. febrúar. Reiknað er með hámarki einu karla- og einu kvennaliði frá hverju félagi. Nánari upplýsingar veita þeir Stefán Magnússon í síma 96-26823 og Gunnar Garð- arsson í síma 96-24476.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.