Dagur - 25.02.1987, Side 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 25. febrúar 1987 38. tölublað
Notar þúöt)?
Þjónusta
í miðbænum
KARL
GLERAUGNAÞJONUSTAN DAVÍÐSSON
SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI-SÍMI 24646
Kraftaveik að
mennimir lifðu af
- þegar jeppi þeirra valt niður í Selgil
„Þetta jaðrar við kraftaverk.
Hefðu þeir verið í beltum aum-
ingja mennirnir þá hefðu þeir
ekkert verið til frásagnar. Þeir
skriðu aftur í þeir sem voru
frammi í. Stýrið er pressað nið-
ur í sætið að framan og ekkert
hús. Þeir Iágu á gólfinu aftur í
og varadekkið sem var reist
upp á rönd hefur bjargað þeim
og þar var eina smugan fyrir þá
Staða fræðslustjóra:
Sturla sótti
einn um
Einungis ein umsókn barst um
stöðu fræðslustjóra í Norður-
landsumdæmi eystra, en
umsóknarfrestur rann út þann
15. febrúar sl. Það var Sturla
Kristjánsson fyrrverandi
fræðslustjóri, sem átti þá
umsókn.
Svo sem kunnugt er beindi
Kennarasamband íslands og
skólamenn í Norðurlandsum-
dæmi þeim tilmælum til félaga
sinna, að sækja ekki um þetta
starf, og þafa þau tilmæli greini-
lega haft tilætluð áhrif. Sturla
ivristjánsson lýsti því hins vegar
strax yfir að hann hygðist sækja
um starfið að nýju.
Nú hefur umsóknarfrestur ver-
ið framlengdur til 1. apríl n.k. og
nú er bara að sjá hvort fleiri sæki
um þetta umdeilda starf. Reynd-
ar hallast margir skólamenn að
því að Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra muni bíða
með að ráða í fræðslustjóra-
stöðuna fram yfir kosningar og
þá mun það koma í hlut nýs
menntamálaráðherra að leysa
þetta erfiða mál. BB.
að komast út úr jeppanum.
Það er ekkert ofan á jeppanum
og hann snýr á hvo!fi,“ sagði
Olafur Jóhannsson Iögreglu-
þjónn um bílveltu sem varð í
Selgili við Siglufjörð í fyrra-
dag.
Þar voru þrír menn á ferð í
Bronco jeppa á leið til Siglufjarð-
ar eftir veginum í Selgili sem var
ógreiðfær vegna hjólfara. Jepp-
inn fór út af veginum og steyptist
niður í gilið. Húsið þeyttist af og
hafnaði jeppinn loks á hvolfi
niðri í gilinu. Eins og Ólafur
sagði gengur það kraftaverki
næst að mennirnir hafi lifað þetta
af, en þeir mörðust mikið og
skrámuðust. Einn þeirra við-
beinsbrotnaði og grunur leikur á
að annar sé það líka.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ólafi og öðrum á Siglufirði voru
menn frá Siglufirði að moka leið-
ina að Selgili fyrr um daginn. Þeir
fóru fram á það að fá að halda
áfram en fengu synjun hjá Vega-
gerðinni á Sauðárkróki sem sagði
þetta geta beðið til morguns.
„Stefán frá Gautlandi kom til
okkar og við vorum að ræða það
að vegurinn væri hættulegur og
það þyrfti að moka hann. Hann
var háll og þarna voru hjólför.
J>að hefði þurft að ryðja þessu
fram af,“ sagði Ólafur, „en ég
veit ekki hvaða svör þeir á Sauð-
árkróki hafa gefið. Alla vega var
ekki rnokað."
Hann sagði að ekki væri hægt
að tala um jeppa lengur, heldur
flak. „Þeir voru að tala um bíl-
belti í útvarpinu í morgun, en
þeir ættu að koma og skoða
svona aðstæður áður en þeir fara
að dæma menn hreinlega til að
deyja í beltum," sagði ðlafur að
lokum þegar ég ræddi við hann í
gær. SS
Það er spennandi að róla hærra og hærra og hér eru tveir strákar á gæsluvellinum við Hjallalund á uppleið.
Mynd: RÞB
Framtíðarskipan skólahverfa á Akureyri:
Tillaga skólanefndar
samþykkt í bæjarstjóm
Tillaga meirihluta Skólanefnd-
ar Akureyrar um framtíðar-
skipan skólahverfa á Akureyri
var samþykkt á bæjarstjórnar-
fundi í gær með átta atkvæðum
gegn tveimur að undangengn-
um alvöruþrungnum umræð-
um. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Tillaga meirihluta skólanefnd-
Meteftirspurn eftir verkamannabústöðum á Akureyri:
Getum hvergi nærri
annað eftirspurninni
„Við kaupum af tveimur bygg-
ingaverktökum, Fjölni og
Aðalgeir Finnssyni. Þetta eru
11 íbúðir við Múlasíðu 5 og og
12 íbúðir við Melasíðu 5. Þetta
er að vísu gert með fyrirvara
um samþykki Húsnæðisstofn-
unar ríkisins. Ljóst er að fjöldi
umsókna á þessu ári verður sá
mesti frá upphafi þessa kerfis á
Akureyri, það eru farnar út á
milli 50 og 60 umsóknir um
þær 11 íbúðir sem við auglýst-
um. Ekki eru neinar líkur til
þess að okkur takist að anna
eftirspurninni fuIIkomlega,“
sagði Hákon Hákonarson,
stjórnarformaður verka-
mannabústaða á Akureyri,
- segir Hákon Hákonarson
þegar hann var spurður um
fjölda umsókna og væntanleg-
ar framkvæmdir í ár.
Að sögn Hákonar er ásókn
fólks í verkamannaíbúðir mikil
og skapast það af því að lán til
slíkra íbúða eru aðeins á 1%
vöxtum en vextir af lánum Hús-
næðisstofnunar eru 3%. Þá er
útborgun mun lægri í verka-
mannabústöðum en þó þurfa
kaupendur að greiða 15% kaup-
verðs innan árs frá undirritun
samnings.
„Skilyrði til að koma til greina
varðandi þessar íbúðir er að vera
búsettur á Akureyri og vera und-
ir ákveðnum tekjumörkum. Það
eru margir í brýnni þörf fyrir
húsnæði, t.d. einstæðir foreldrar.
Sannleikurinn er sá að sumt af
því fólki sem þyrfti mest á þess-
um íbúðum að halda er það
fátækt að það getur ekki greitt þá
15% útborgun sem við förum
fram á. Þó er reglan sú, sem bet-
ur fer, að langflestir ráða við að
kaupa þessar íbúðir og standa vel
við sínar skuldbindingar.
Það er þó ljóst að eftirspurnin
er mun meiri én við áttum von á.
Ef svo fer að ásóknin verður
áfram þetta mikil vil ég ekki
þvertaka fyrir að við munum
athuga hvort við getum keypt
fleiri íbúðir á þessu ári. Það verð-
ur örugglega athugað ef allar
umsóknir sem hafa borist reynast
fullgildar,“ sagði Hákon. EHB
ar felur í sér að kennsla í 7.-9.
bekk fari eingöngu fram í tveim-
ur skólum, Glerárskóla og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar í framtíð-
inni. Gagnfræðaskólinn verður
eingöngu safnskóli fyrir eldri
nemendur en Glerárskóli verði
bæði hverfis- og safnskóli, þ.e.
þeir nemendur í 0.-6. bekk sem
búsettir eru í nágrenni skólans
sækja nám sitt þangað og einnig
allir nemendur 7.-9. bekkjar sem
búa norðan Glerár, í Holta-
hverfi, syðsta hluta Skarðshlíðar
svo og Síðuhverfi. Þar með er
ljóst að nemendur Síðuskóla
munu flytja sig í Glerárskóla þeg-
ar 6. bekk lýkur og jafnaldrar
þeirra í Oddeyrarskóla fara í
Gagnfræðaskólann.
Björn Jósef Arnviðarson
bæjarfulltrúi og formaður skóla-
nefndar (D) hélt langa ræðu þar
sem hann rökstuddi tillögu meiri-
hluta skólanefndar, og lagði ein-
dregið til að hún yrði samþykkt.
Sigríður Stefánsdóttir (G) var
mótfallin tillögu meirihluta
skólanefndar og vísaði á tillögu
fulltrúa Alþýðubandalagsins í
skólanefnd, álit nokkurra skóla-
stjóra og foreldraráðs Síðuskóla
máli sínu til stuðnings. Hún lagði
til að afgreiðslu yrði frestað til
næsta bæjarstjórnarfundar og í
millitíðinni yrði boðað til sameig-
inlegs fundar með bæjarfulltrú-
um og skólanefnd.
Flest allir bæjarfulltrúar tóku
til máls og lýstu sig samþykka til-
lögu meirihluta skólanefndar.
Síðan var gengið til atkvæða
um frestunartillögu Sigríðar og
með 4 atkvæðum
gegn 7. Tillaga
var hún felld
minnihlutans
Alþýðubandalagsfulltrúans
skólanefnd var felld með tveimur
atkvæðum gegn 8. Loks var til-
laga meirihlutar skólanefndar
samþykkt með 9 atkvæðum gegn
tveimur Alþýðubandalagsins.
BB.
Húsavík:
Galti ÞH 320
- Nýtt skip bætist
í flotann
Nýtt útgerðarfyrirtæki hefur
verið stofnað á Húsavík, ber
það nafnið Brík hf. og eru eig-
endur þess Fiskiðjusamlag
Húsavíkur hf. og Langanes hf.
en það er útgerðarfyrirtæki í
eigu Bjarna Aðalgeirssonar
bæjarstjóra og fleiri aðila.
Nýja fyrirtækið keypti Ljós-
fara, 270 lesta skip sem nú ber
nafnið Galti ÞH 320 og er það
væntanlegt til heimahafnar fyrir
helgina.
Skipstjóri á Galta er Aðalgeir
Bjarnason, mun skipið stunda
rækjuveiðar og verður rcekjan
unnin í rækjuvinnslu fiskiðjusam-
lagsins, en ákveðið er að skipið
fari til loðnuveiða í haust.
Tryggvi Finnsson framkvæmda-
stjóri sagðist fagna því að tekist
hefði að fá þetta skip til Húsavik-
ur og vona að rekstur þess gengi
vel. Þess má að lokum geta að
nöfnin Galti og Brík eru örnefni í
Kinnarfjöllum. IM