Dagur - 25.02.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 25. febrúar 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRfMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
J/eiðarL
Ný viðreisn
er varasöm
Þreifingar fara nú fram milli sumra af forystumönn-
um og frambjóðendum Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins um stjórnarmyndun þessara
tveggja flokka eftir komandi kosningar. Meira að
segjá hefur verið um það rætt að flokkarnir gefi út
sameiginlega yfirlýsingu fyrir kosningar um það að
þeir hyggist starfa saman í stjórn eftir kosningarn-
ar.
Það kom fram í máli Halldórs Blöndals á fundi
sjálfstæðismanna á Akureyri um síðustu helgi, að
Árni Gunnarsson, fyrsti maður á lista Alþýðuflokks-
ins í Norðurlandi eystra, hafi þrívegis rætt um það
við hann að þessir tveir flokkar gæfu slíka sameig-
inlega yfirlýsingu fyrir kosningar. Árni segir Halldór
að vísu hafa misskilið sig og dregið rangar ályktanir
af viðræðum þeirra, en engu að síður gefur þetta
vísbendingu um það sem fram fer bak við tjöldin.
Þá hefur formaður Alþýðuflokksins ekki legið á
þeirri skoðun sinni að hann teldi Sjálfstæðisflokk og
Alþýðuflokk eiga að mynda stjórn að loknum kosn-
ingum. Þó að Þorsteinn Pálsson hafi á þessum sama
fundi á Akureyri sagt að sjálfstæðismenn litu á
Alþýðuflokkinn sem sinn höfuðandstæðing í stjórn-
málum, er óþarfi að taka þessa yfirlýsingu for-
manns Sjálfstæðisflokksins öðruvísi en svo, að bar-
átta er milli flokkanna um sama fylgið að sumu leyti
og í kosningabaráttunni er enginn annars bróðir,
hvað svo sem kann að gerast að kosningum
loknum.
Það er svo annað mál, að þó að forysta Alþýðu-
flokksins sé þeirrar skoðunar að efna skuli til við-
reisnarstjórnar á ný, er ekki þar með sagt að jafnað-
armenn sætti sig við þá hugmynd. Það er aldrei að
vita nema að þeir sem nokkuð eru komnir til ára fari
þá að rifja eitt og annað upp í sambandi við ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á viðreisn-
arárunum.
Við þá upprifjun kann t.d. að koma í ljós, að á
þeim árum hófst sú þróun sem síðar leiddi til
byggðaröskunar hér á landi. Atvinnuvegir á lands-
byggðinni, bæði til sjávar og sveita, voru afskiptir
og uppbygging í þeim lítil. Enn þann dag í dag er
verið að glíma við ranga landbúnaðarstefnu sem
viðgekkst á viðreisnarárunum. Ef unnt er að tala
um ár glataðra tækifæra þá voru það viðreisnarárin.
Afleiðing þeirra var byggðaröskun á landsbyggð-
inni er leiddi síðan til verðbólguþróunar, sem fyrst
tókst að hafa hemil á í stjórnartíð núverandi ríkis-
stjórnar, undir forystu Steingríms Hermannssonar.
Ekki er vanþörf á að rifja upp þessa hörmungar-
sögu, nú þegar efnt er til kosningabaráttu. HS
-viðtal dagsins.
Á vegum nýstofnaðs félags
hárskera- og hárgreiðslumeist-
ara á Akureyri og nágrenni,
FHHM, verður vikan sem nú
er hálfnuð tileinkuð hári og
kölluð vika hársins. Sams kon-
ar vika er haldin í Reykjavík á
vegum meistarafélags hárskera
og meistarafélags hárgreiðslu-
fólks. Formaður FHHM er
Reynir Jónsson hárskerameist-
ari og ég bað hann fyrst að
segja frá tildrögum þess að
félagið var stofnað.
„Félagið er þannig til komið að
okkur hér á Akureyri og ná-
grenni fannst óþægilegt að þurfa
að leita eftir allri þjónustu svona
félags suður til Reykjavíkur.
Það má líka segja að þetta sé
að hluta til komið í samræmi við
það sem er að gerast víða erlend-
is, til dæmis á Norðurlöndum,
þar sem hárskerar og hár-
greiðslufólk sameinast í eitt
félag. í Reykjavík eru þetta hins
vegar ennþá tvö félög þannig að
við teljum okkur vera á undan
Reykvíkingum hvað þetta
snertir. En ég reikna nú með að
þeir fari að dæmi okkar með
þetta.“
- Hvað gerir þetta félag?
„Þetta er stéttarfélag og vinnur
því að hagsmunamálum félags-
manna sem nú eru 29. Samn-
ingamál hafa ekki komið til okk-
ar kasta ennþá en við viljum
reyna að stuðla að framförum í
þessum greinum, hárskurði og
hárgreiðslu.
Reynir Jónsson, hárskerameistari.
Það skiptir máli hvemig
fólk hugsar um hárið
- segir Reynir Jónsson hárskerameistari og formaður FHHM
sem stendur fyrir viku hársins
Um síðustu helgi stóð félagið
fyrir verklegu námskeiði fyrir
norðlenskt hársnyrtifólk. Þar var
kynnt vor- og sumartískan fyrir
dömur og herra eins og hún verð-
ur á meginlandi Evrópu.
Við fengum hingað mann beint
úr hringiðunni, frá breska fyrir-
tækinu Toni & Guy en það er
eitt af leiðandi fyrirtækjum í hár-
tískunni í dag. Þeir gefa meðal
annars út tískublöð og mynd-
bönd auk þess sem þeir reka
stofur.
Okkur ætti því ekki að verða
neitt að vanbúnaði að láta Norð-
lendinga tolla í tískunni á kom-
andi sumri.“
- Voru kynntar einhverjar
hársnyrtivörur á þessu nám-
skeiði?
„Já þarna var kennd meðferð á
ýmsum hársnyrtivörum frá
finnska fyrirtækinu Kutrin. Þeir
hafa sérhæft sig í hársnyrtivörum
fyrir norrænt hár og norrænar
aðstæður, veðurfarslegar og þess
háttar. Þarna er um að ræða allt
frá sjampói yfir í ýmiss konar
bætiefni fyrir hár, liti og fleira."
- Hefur svona námskeið verið
haldið áður hér á Akureyri?
„Já það hefur verið gert og til
dæmis var hér fyrir rúmri viku
haldin kynning á annarri gerð af
hársnyrtivörum sem nú er að
ryðja sér til rúms. Það er mjög
mikilvægt fyrir fólk í þessari iðn
að geta fylgst með nýjungum í
faginu og þetta virkar eins og
vítamínsprauta. Þess vegna mun
félagið reyna að beita sér fyrir
fleiri námskeiðum af þessu tagi.“
- Svo við snúum okkur þá að
þessari viku hársins. Er þetta
eitthvað nýtt eða hefur þetta ver-
ið gert áður?
„Svona vika hefur að ég held
verið haldin tvisvar sinnum áður
á íslandi."
- Og hver er svo tilgangurinn?
„Tilgangurinn er að kynna
hársnyrtifagið. Við stöndum fyrir
kynningu í fjölmiðlum og viljum
reyna að hvetja fólk til þess að
hugsa vel um hárið á sér og
benda því á þá nauðsyn að
almenningur leiti til fagfólks um
allt sem varðar hársnyrtingu og
meðferð á hársnyrtivörum.“
- Er mikil kúnst að velja sér
hársnyrtivörur?
„Já það getur verið vandasamt
ef vel á að vera. Það eru til ótal
tegundir af hársnyrtivörum á
markaðinum og það sem hent-
ar einum þarf alls ekki að vera
heppilegt fyrir þann næsta. Þess
vegna teljum við að rétti vetvang-
urinn til þess að afla sér þessara
efna sé hjá okkur, fagfólkinu.
Það er svo sannarlega ekki
sama hvað fólk setur í hárið á
sér. Allt of margir fara bara inn í
næstu kjörbúð og taka úr hillunni
fallegustu, ódýrustu nú eða dýr-
ustu sjampóflöskuna, án þess að
athuga nokkuð í rauninni hvað
þessi flaska inniheldur og hvaða
áhrif það hefur á hárið.
Það er hægt að nefna ýmiss
konar vandamál sem hrjá fólk
varðandi hárið og með réttri
notkun á hársnyrtivörum er hægt
að gera ýmislegt til þess að leysa
þessi vandamál en á sama hátt er
hægt að gera illt verra með rangri
notkun.
Ég get nefnt sem dæmi hárlos
og flösu sem flestir þekkja, slit í
hári, of feitt eða of þurrt hár, fyr-
ir svo utan það hvað fer vel og
hvað ekki og hvað er í tísku
hverju sinni.“
- Verðið þið mikið varir við
afleiðingar þess að fólk noti hár-
snyrtivörur ekki á réttan hátt?
„Já það kemur nokkuð oft
fyrir. Ef við tökum til dæmis fyrir
slitið hár þá er þar um að ræða að
hárin klofna vegna áníðslu af
ýmsu tagi. Hár er mjög missterkt
og það er ýmislegt sem sumt fólk
notar daglega sem leiðir mjög að
því að hárið slitnar.
Ég get til dæmis nefnt rúllur í
hári og höfuðföt ýmiss konar til
dæmis hjálma. Eins getur það
farið mjög illa með hár að þurrka
það mjög mikið með handklæði
eftir þvott. Þeir sem til dæmis eru
í íþróttum og þvo hár sitt dag-
lega, þurrka það síðan vel með
handklæði til þess að fara ekki út
í kulda með blautt hárið, slíta
mjög á sér hárinu. Teygjusnúrur
sem notaðar eru til dæmis í
„sterta“ fara mjög illa með hár.“
- Hvað með efnin. Hvaða efni
eru það í hársnyrtivörum sem
fara illa með hárið?
„Mjög basísk sjampó veikja
hárið. Sjampó sem fólk notar
ættu að vera með sýrustig svipað
sýrustigi líkamans, með ph 4,5-
5,5. Hárið skrepur saman af sýru,
en bólgnar út og skemmist af bas-
ískum efnum. Flasa er til dæmis í
sumum tilfellum ekki annað en
svokallaður basískur bruni og í
slíkum tilfellum getur verið hægt
að laga fyrirbærið með súrum
þvotti."
- Hvernig verður almenningur
aðallega var við að þessi vika er í
gangi?
„Fyrir utan þennan áróður sem
ég hef nú nefnt og rekið þá verða
stofurnar hver um sig með ýmiss
konar tilboð og kynningar í gangi
og gera bara það sem þeim dettur
í hug að gera. En fyrst og fremst
er þetta gert til þess að vekja
athygli fólks á því að það skiptir
máli hvernig það hugsar um
hárið,“ sagði Reynir að lokum.
ET