Dagur - 25.02.1987, Side 3

Dagur - 25.02.1987, Side 3
25. febrúar 1987 - DAGUR - 3 Háskóli á Akureyri: Fjórar námsbrautir í nánum tengslum við atvinnulífið í nýútkominni skýrslu háskóla- nefndar Akureyrar eru settar fram hugmyndir um að fyrst um sinn verði þar kennt á fjór- um námsbrautum þ.e.a.s. mat- vælafræði, iðnrekstrarfræði, rekstrarhagfræði og sjávarút- vegsfræði. Námstími er áætl- aður frá IV2 ári upp í þrjú ár og kennsla mun heijast fyrst í iðn- rekstrarfræði haustið 1987. Almennt inntökuskilyrði á þessar námsbrautir er stúdents- próf eða sambærileg menntun. Á vissum námsbrautum verður þó krafist starfsreynslu. Gert er ráð fyrir að námið samsvari 30 ein- ingum á námsári þar sem hver eining sé að jafnaði einnar viku vinna. Háskólanefnd á vegum menntamálaráðuneytis telur að stefna beri að kennslu í matvæla- fræði haustið 1988. Skipaður hef- ur verið starfshópur til að undir- búa þá kennslu. Háskólanefnd Akureyrar styður þessa stefnu en leggur jafnframt til að námið verði í beinni tengslum við atvinnulífið en núverandi nám í matvælafræði við HÍ. Moka upp skelinni Mjög góð skelveiði hefur verið að undanförnu hjá bátum frá Húnaflóahöfnum og í síðustu viku bárust um 74 tonn á land á Blönduósi, af þeim tveim bátum sem róa þaðan á skel. Veiði Blönduósbátanna hefur verið einstök þessa síðustu viku, þeir eru rúman sólarhring í túrn- um og koma með 11 og upp í 23 tonn. Þetta hefur að sjálfsögðu þýtt aukna vinnu hjá Særúnu hf en þar hefur verið unnið fram eft- ir á kvöldin og einnig var unnið síðasta laugardag. Á Hvammstanga eru tveir bát- ar á skel og þeir koma með um tólf lestir að landi á dag, sem er það magn sem hæfir vinnslunni þar. Þeir gætu eflaust komið með mun meira að landi en þá hefðist ekki undan í vinnslunni svo ávinningurinn væri hæpinn. Svip- aða sögu er að segja frá Skaga- strönd en þaðan stunda tveir bát- •ar skelina og þeir koma með 18 til 20 tonn á sólarhring sem hent- arvelfyrirvinnslunaþar. G.Kr. Örvar hæstur en ekki Akureyrin Tölur eru með þeim ósköpum gerðar að nær endalaust er hægt að leika sér að því að fá nýja og nýja útkomu úr sama dæminu, sé vilji fyrir hendi. Þetta á ekki síst við um það þegar verið er að reikna út met af einhverju tagi. í nýlegri skýrslu L.Í.Ú. um aflaverðmæti og úthaldsdaga togara er t.d. að finna eitt slíkt dæmi. Með smá eftirgrenslan kom í ljós að ekki höfðu allir reiknað samkvæmt sömu reglum og því breitast niðurstöður nokkuð. Togarinn Örvar kemur í efsta sæti með meðai skiptaverð- mæti pr. úthaldsdag kr, 568.235.00 en Akureyrin færist í annað sætið með 553.614.70 og fleira breytist. Örvar er með 273 úthaldsdaga en ekki 287 eins og segir í skýrslunni og meðal afli á úthaldsdag verður 16.8 eða nán- ast sami og hjá Akureyrinni, sem er með 296 úthaldsdaga. Það hefur ekki verið vani þeirra Skagstrendinga að hreykja Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í Degi sl. mánudag við birtingu á lista yfir fjárframlög til Sels 2, að sagt var að þrjár gjafir væru í minningu Haralds Olafssonar, Báru Sigur- jónsdóttur og Jónínu Steinþórs- dóttir. Rétt var hins vegar að þessir aðilar sendu allir fjárfram- lög í minningu Flosa Pétursson- ar. Viðkomandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. sér þótt vel gengi í útgerðinni, menn hafa einfaldlega gengið að sinni vinnu og þakkað í hljóði gott gengi. En nú þótti sem sagt sumum nóg komið og sögðu sem svo að það þýddi ekkert annað en vera með í meta stríðinu, þó ekki væri nema móralsins vegna, þá væri ekki ástæða til annars en að geta þess hvað Skagstrendingar leggðu þjóðarbúinu til. G.Kr. Stefnt er að því að kennsla í iðnrekstrarfræði hefjist strax næsta haust. Námstíminn verður ll/2 ár og námið að öllu leyti sam- bærilegt við nám í iðnrekstrar- fræði við Tækniskóla íslands. Háskólanefnd Akureyrar legg- ur til að tekin verði upp kennsla á þriggja ára námsbraut í rekstrar- hagfræði þar sem sérstök áhersla verði lögð á markaðsfræði. Verulegur hluti þeirra greina sem kenndar verða í iðnrekstrar- fræði eru nátengdar greinum í rekstrarhagfræði og sjávarútvegs- fræði. Þannig verður í mörgum tilfellum um sameiginlega fyrir- lestra að ræða. Ein af meginforsendum fyrir því að nefndin telur rétt að stefna að þriggja ára námsbraut í sjáv- arútvegsfræði er einmitt að hinar brautirnar þrjár veiti þá þegar 60% af greinum sem brautin krefst. Einnig telur nefndin sýnt að íslenskur sjávarútvegur þarfn- ist mjög kunnáttufólks. Tillögur um kennslu í sjávarút- vegsfræðum eru sniðnar eftir sjávarútvegsskólanum í Tromsö í Noregi sem íslendingar hafa talsvert sótt í. Sá skóli krefst 18 mánaða starfsreynslu og til þess meðal annars að eiga möguleika á framhaldsnámi þar er talið rétt að setja svipuð skilyrði í háskóla á Akureyri. Nefndin telur rétt að stefna að því að halda fyrirlestrum í lág- marki en byggja námið að miklu leyti upp á verkefnum í nánum tengslum við atvinnulífið. ET Almennir stjórnmálafundir B-listans Laugardag 28. febrúar aö Laugaborg kl. 14.00. Sunnudag 1. mars aö Þelamerkurskóla kl. 15.00. (Ath. breyttan fundartíma.) Frummælendur verða: Valgeröur Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. ||[ ^ Þátttakendur á fundunum auk þeirra verða: Guö- mundur Bjarnason, Þóra Hjaltadóttir, Valdimar Bragason og Bragi V. Bergmann. Fundirnir eru öllum opnir. B-listinn Norðurlandskjördæmi eystra. Framlialcls þorrablót Félags aldraðra verður 7. mars og hefst kl. 7 eh. Þeir sem áður urðu frá að hverfa láti skrá nöfn sín að nýju hjá Helgu Frímannsdftur. Þorramatur * Skemmtiatriði * Dans. Aðgöngumiðar afhentir miðvikudag og föstu- dag í næstu viku kl. 2-5 og kosta kr. 750,- Framhaldsþorrablótið verður haldið í Húsi aldraðra. Stjórnin. Félag Málmiðnaðarmanna Akureyri Fundarboð Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri verður haldinn laugardaginn 28. þ.m. í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 13.00. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kjaramál. 4. Fjármál. 5. Önnur mál. Stjórnin. Skákþing Akureyrar 1987 hefst á sunnudaginn 1. mars kl. 14.00 í opna flokknum. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi, norræna afbrigð- inu. Teflt verður þrisvar í viku, á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum. Umhugsunartími er 40 leikir á 2 klst. á kepp- anda, síðan fer skákin í bið. Keppni í kvennaflokki hefst einnig á sunnudaginn 1. mars kl. 14.00. Keppni í unglingaflokki (15 ára og yngri), drengja og telpna- flokki 12 ára og yngri hefst laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi næstu þrjá laugar- daga, þrjár umferðir í senn. Umhugsunartími er Vz tími á kepp- anda. Vegleg verðlaun verða veitt í öllum flokkum. Þátttökugjöld eru sem hér segir: Fullorðnir kr. 800.- Unglingar (f. '71 og síöar) kr. 400.- Drengir og stúlkur (f. '74 eða síðar) og í kvennaflokki kr. 100.- Hraðskákmót Akureyrar í unglinga- og drengjaflokki verður laugardaginn 21. mars kl. 13.30 og í flokki fullorðinna og í kvennaflokki sunnudaginn 29. mars kl. 14.00. ATH. Febrúar 10 mín. mótið verður á morgun fimmtudag kl. 20.00. Öllum er heimil þátttaka í þessum mótum. Teflt er í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Þingvallastræti 18. Skákfélag Akureyrar. Ódýr vinnufatnadur Herragallabuxur. St. 30-40. Verð aðeins kr. 795.- Vinnuskyrtur. St. 38-45. Verð aðeins 522.- Fínrifflaðar flauelsbuxur. St. 31-40. Verð aðeins 660.- Grófrifflaðar flauelsbuxur. St. 32-38. Verð kr. 850.- Heilsuskórnir margeftirspurðu komnir aftur. St. 36-41. Verð kr. 821.- Gjörid svo vel að líta inn það marg-borgar sig. W u^SEu Eyfjörð Hjattsyrargotu 4 sími 22275

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.