Dagur - 25.02.1987, Qupperneq 12
IMÍE
Akureyri, miðvikudagur 25. febrúar 1987
„Gengur vel
að byggja,
minna að selja“
- segir Sigurður Sigurðsson
hjá SS Byggi á Akureyri
Ljósritunarvélar
Búðarkassar
Reiknivélar
Ritvélar
Hljórndeíld
„Það gengur vel að byggja, lít-
ið að seija. Það er aðeins einn
aðili af þeim sem hafa sýnt
áhuga á þessum íbúðum búinn
að fá svar frá Húsnæðisstofnun
ríkisins en fólk getur ekki
skrifað undir samning meðan
það veit ekki hvort það fær
2.461.000 kr. eins og há-
markslán er í dag. Fólk stekk-
ur ekki til að kaupa meðan það
er í óvissu með svör frá stofn-
uninni,“ sagði Sigurður Sig-
urðsson hjá SS Byggi sf., en
Ók á tvo
' hesta í
Skagafirði
- litlu munaði að meira
slys yrði
„Þegar ég ók framhjá bænum
Vatnshlíð, rétt við Vatnsskarð,
varð ég fyrir því óhappi að
lenda á tveimur hestum, sem
stóðu á veginum. Skyggni var
slæmt og snjókoma enda sá ég
hestana ekki fyrr en þeir voru
um tvær bíllengdir fyrir framan
mig. Ég var kominn með fót-
inn á bremsuna rétt í því bili að
ég skell á þeim,“ sagði öku-
maður úr Þingeyjarsýslu sem
hafði samband við blaðið.
Annar hesturinn lenti upp á vél-
arhlíf bílsins en hinn lenti á
frambretti hans. Að sögn öku-
mannsins var hann á 45 til 60 km
hraða. Haft var samband við lög-
regluna á Sauðárkróki sem kom á
staðinn og lógaði báðum hestun-
um. Þriðji hesturinn var á vegin-
um en hann slapp við meiðsli.
„Ég varð mjög hræddur þegar
þetta gerðist því ef framrúðan
hefði gefið sig þá hefði ég setið
með hestinn í fanginu. Það er
ekki forsvaranlegt af bændum að
vera með skepnuhald með þeim
hætti að eiga ekki húsaskjól fyrir
hestana og enga girðingu í lagi
við veginn. Það eru gömul og
léleg fjárhús við veginn en þau
rúma ekki þau 25-30 hross sem
þarna eru. Sem betur fer var ég á
gömlum bíl svo ég varð ekki fyrir
miklu tjóni peningalega. En
þetta er víða plága í Skagafirði
og Húnavatnssýslum. ísland er
örugglega eina landið á Norður-
löndunum þar sem mönnum leyf-
ist að vera með skepnur á ógirtu
landi,“ sagði ökumaðurinn að
lokum. EHB
fyrirtækið hefur mikið auglýst
íbúðir við Hjallalund á Akur-
eyri síðan í haust.
Þegar Sigurður var spurður að
því hvort til greina komi að selja
þessar fbúðir sem verkamanna-
bústaði sagði hann: „Ég er búinn
að senda tvisvar inn umsóknir til
stjórnar verkamannabústaða og
munnlegt svar hefur borist. Er
það á þá leið að þeir muni ekki
kaupa íbúðir af okkur, a.m.k.
ekki í bili, heldur kaupa þeir af
tveimur öðrum aðilum. Ég álít að
þessar íbúðir séu hentugri því þar
er lyfta í stað þess að í hinum
íbúðunum sem voru keyptar þarf
fólkið að ganga upp á fjórðu
hæð. Þá bjóðum við upp á
húsvarðaríbúð, stærri svalir, bíl-
geymslur og allt annan klassa.
Þetta er á sambærilegu verði mið-
að við þær íbúðir sem keyptar
voru af stjórn verkamannabú-
staða.“
Sigurður sagði að þeir þyrftu
að fá kaupendur að íbúðunum
sem fyrst því annars yrðu þeir að
fresta framkvæmdum um óákveð-
inn tíma eftir að búið væri að
steypa upp kjallarann og bætti
við: „Ef byggingaframkvæmdir
verða jafn dauðar áfram og verið
hefur undanfarið þá fer fé lífeyr-
issjóðanna hér í byggingar í
Grafarvoginum og fleiri stöðum í
og við Reykjavík. Ef ekkert eða
lítið af fé lífeyrissjóða lands-
byggðarmanna binst í fasteignum
hér þá held ég að menn megi fara
að hugsa það dæmi.“ EHB
Þessir dularfullu menn með tæki sín og tói voru staddir við Akureyrarkirkju
þegar P.B.E. sem er í starfskynningu á blaðinu rakst á þá og myndaði.
Grunur leikur á að þeir séu að gera einhverjar mælingar á jarðveginum
vegna fyrirhugaðrar byggingar safnaðarheimilis, sem verður grafið niður í
brekkubrúnina.
ístess:
Bilun í
stærstu
vélinni
„Nei, það bilaði vél hjá okkur
í gær. Það átti að byrja af full-
um krafti í gærkvöld,“ sagði
Einar Sveinn Ólafsson verk-
smiðjustjóri hjá ístess er hann
var spurður að því í gær hvort
fóðurframleiðslan væri komin í
gang. „Við keyrðum hana í
þrjá tíma þegar við byrjuðum
þann 17. og þá var allt í Iagi.
Þegar við settum í gang í gær
varð allt stopp,“ sagði Einar.
Hann sagði að hér væri um að
ræða stærsta mótorinn í vélasam-
stæðunni. Þessi vél hefði komið í
heilu lagi frá Frakklandi þannig
að ekki væri um handvömm í
uppsetningu hjá þeim að ræða
heldur hefði að öllum líkindum
eitthvað hrokkið inn í mótorinn.
Einar taldi að þrátt fyrir þetta
yrðu litlar tafir á framleiðslunni.
Hann átti von á því að fá stykki í
vélina strax í dag og þá hæfist til-
raunaframleiðslan á nýjan leik.
„Við erum að klára stýribúnað-
inn, það þarf að stilla hann rétt
eins og hljóðfæri, en því ætti að
vera lokið í dag. Síðan keyrum
við út einn dag vöru sem við ætl-
um ekki að selja, en eftir það er
meiningin að þetta fari að rúlla.
Við ættum örugglega að vera
farnir að framleiða góða söluvöru
í næstu viku,“ sagði Einar Sveinn
að lokum. SS
„Nauðsynlegt að
endumýja Snæfellið"
- segir Valur Arnþórsson kaupféiagsstjóri
„Um alllanga hríö hafa staöið
yfir athuganir á vegum KEA
Einar á
stöðum
Hinn kunni lækningamiðill,
Einar Jónsson á Einarsstöðum
í Reykjadal, lést á sjúkarhús-
inu á Húsavík aðfaranótt
þriðjudagsins 24. febrúar. Ein-
ar var landskunnur fyrir mið-
ilshæfileika sína og þá hjálp
sem hann veitti fjölmörgum
með þeirra tilstilli.
Einar á Einarsstöðum var
fæddur á þeim bæ sem hann var
kenndur við 5. ágúst 1915. Þar
ólst hann upp hjá foreldrum
sínum, Jóni Haraldssyni og Þóru
Sigfúsdóttur, en hann var þriðja
barn þeirra.
Þann 14. mars 1969 kvæntist
hann Erlu Ingileifu Björnsdóttur
og eignuðust þau eina dóttur
saman.
Árið 1979 kom út bók frá
Skjaldborg á Akureyri þar sem
um 30 manns segja frá reynslu
sinni af því að leita til Einars á
Einars-
látinn
er
Einarsstöðum og 1983 kom
einnig út bók frá Skjaldborg, þar
sem Einar segir m.a. frá dulrænni
reynslu sinni. Báðar bækurnar
eru skráðar af Erlingi Davíðssyni
og heitir sú fyrri „Miðilshendur
Einars á Einarsstöðum“ og hin
seinni „Furður og fyrirbæri“.
IM/HS
og Utgerðarfélags KEA hf. á
valkostum vegna endurnýjun-
ar Snæfellsins í Hrísey. Snæ-
fellið er komið nokkuð til ára
sinna, það var smíðað 1969 og
endurbyggt 1971, og er því
orðið með eldri togurum í
flotanum. Þar að auki hefur
komið í Ijós að Snæfellið er í
það minnsta miðað við stað-
setningu á miðju Norðurlandi
en meginmiðin eru fyrir austan
og vestan Iandið,“ sagði Valur
Arnþórsson, kaupfélagsstjóri,
þegar hann var spurður að því
hvað liði hugmyndum um
endurnýjun Snæfellsins frá
Hrísey.
Valur sagði, að nú hefði verið
gerður bráðabirgðasamningur
með fyrirvörum við skipasmíða-
stöð í Flekkefjord í Noregi um að
smíða nýtt skip í stað Snæfellsins,
en Snæfellið myndi þá ganga upp
í kaupverð nýja skipsins.
„Stjórn KEA hefur fyrir sitt
leyti samþykkt bráðabirgðasamn-
inginn en leyfi yfirvalda til smíð-
arinnar liggur ekki fyrir né heldur
fjármögnun verksins. Ekki er því
úr götu gert hvort af þessum
kaupum verður. Hins vegar er
það ljóst að brýna nauðsyn ber til
að endurnýja Snæfellið og er þar
um lífshagsmunamál byggðarinn-
ar í Hrísey að ræða. Ef útgerð
leggst þar niður mun fiskvinnslan
að sjálfsögðu stöðvast líka og þá
má segja að meginstoðunum
undir lífsgrundvelli fólksins þar
hafi verið kippt undan,“ sagði
Valur að lokum. EHB
Merkúr
skírður upp
„Ég veit ekki betur en að þetta
gangi samkvæmt áætlun og
skipið verði afhent um mán-
aðamótin mars-apríl eins og
samið var um,“ sagði Gunnar
Þór Sigvaldason framkvæmda-
stjóri Sæbergs hf. á Olafsfirði,
en togari fyrirtækisins,
Merkúr, hefur um nokkurra
mánaða skeið verið í breyting-
um í Brattvog í Noregi.
Að sögn Gunnars er mjög
mikilvægt að dýpkun hafnarinnar
á Ólafsfirði verði lokið þegar
skipið kemur því vegna þess hve
djúpt það ristir getur það ekki
lagst að löndunarkantinum.
Að sögn Gunnars Þórs verður
skipið skírt upp þegar það verður
afhent í Noregi og verður síðari
hlutinn -berg, samanber eldri
togara fyrirtækisins, Sólberg. ET