Dagur - 26.02.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 26. febrúar 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.____________________________
Norðurlönd og
utanríkísmálin
í ræðu sinni á Norðurlandaráðsfundi í Hels-
inki fjallaði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra um samstarf Norðurlandanna á
ýmsum sviðum. Nokkrar deilur urðu um það,
hvort Norðurlandaráð ætti að vera vettvang-
ur fyrir umræður um utanríkismál. íhaldsöflin
sneru þar bökum saman gegn því og gekk
ekki hnífurinn á milli Sjálfstæðisflokksins og
annarra íhalds- og hægriflokka á Norðurlönd-
um. Steingrímur Hermannsson kom hins veg-
ar inn á þetta og sagði:
„Af mörgum ástæðum er æskilegt að
Norðurlöndin standi saman og komi sem
mest fram sem ein heild. Ástand heimsmála
er þannig, að engin þjóð getur látið það
afskiptalaust. Sameinuð geta Norðurlöndin
haft veruleg áhrif.
Ég nefni kjamorkuvopnakapphlaupið, sem
er fyrir löngu komið á svo alvarlegt stig, að
segja má að heimurinn standi á bjargbrún-
inni. í þeim efnum er ekkert viðunandi nema
útrýming kjarnorkuvopna. Þótt þetta mál sé
fyrst og fremst í höndum stórveldanna, verða
Norðurlöndin að beita áhrifum sínum eins og
þau geta.
Ég nefni einnig vaxandi mengun og spill-
ingu umhverfis. Þar er af nógu að taka. Slysið
í Chernobyl færði okkur heim sanninn um það
að hin fjölmörgu kjarnorkuver eru óörugg og
ógnun við heimsbyggð. Þau verður að setja
undir strangt alþjóðlegt eftirlit. Eyðing skóga
og annars gróðurs og mengun vatna eru
nærtæk dæmi. Er furðulegt hve hægt gengur
að fá þar snúið vörn í sókn.
Eitt alvarlegasta dæmið um spillingu
umhverfis er eyðing hins svonefnda óson-
lags. Fyrir því eru nú óyggjandi sannanir.
Samt sem áður þrjóskast menn við og haldið
er áfram framleiðslu þeirra efna, sem tjóninu
valda.
Á slíkum sviðum og fjölmörgum öðrum
þurfa Norðurlöndin að beita sér í vaxandi
mæli. Norðurlandabúar eru þekktir fyrir að
vera víðsýnt fólk, sem byggir ákvarðanir sínar
á rökrænni hugsun. Norðurlöndin sameinuð
geta því átt stóru hlutverki að gegna í þeirri
viðleitni að bæta mannlíf á þessari jörð,"
sagði Steingrímur Hermannsson á fundi
Norðurlandaráðs. HS
viðtal dagsins________________
„Krabbameinsfélögin hafa
alitaf verið fremst í flokki
í baráttunni gegn reykingum“
- segir Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Krabbamcinsfélag Reykjavík-
ur er merkilegt félag sem hefur
unnið, ásamt öðrum krabba-
meinsfélögum, að baráttunni
gegn krabbameini um langt
skeið. Þessi barátta fer fram á
mörgum vígstöðvum og eitt af
því sem félagið beitir sér fyrir
er fræðsla í skólum landsins
um skaðsemi reykinga og
tengsl þeirra við krabbamein.
Margir hafa heyrt um þessa
fræðslu og notið góðs af en
færri þekkja fólkið sem stend-
ur þar að baki. Þorvarður
Örnólfsson, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur, var staddur á Akureyri á
dögunum ásamt aðstoðar-
mönnum sínum og notaði
blaðamaður tækifærið og
ræddi við hann.
- Hvaðan ert þú af landinu,
Þorvarður?
„Ég er fæddur á Suðureyri við
Súgandafjörð og ólst þar upp til
átján ára aldurs. Mamma var
m.a. af Kjarnaætt í Eyjafirði og
pabbi var af Víkingavatnsætt í
Kelduhverfi. Það er því drjúgur
Norðlendingur í mér en auðvitað
er ég fyrst og fremst Súgfirðing-
ur.“
- Hvers vegna fluttist þú suður
átján ára gamall?
„Pabbi var útgerðarmaður og
kaupmaður á Suðureyri og hafði
um skeið umfangsmikinn
atvinnurekstur. Þegar við syst-
kinin stálpuðumst þá var það
bæði ósk okkar og foreldra okkar
að við gætum menntast. Það varð
svo úr að við fluttum öll suður til
Reykjavíkur. Pabbi var við
útgerð áfram en hætti því svo og
vann lengi í Útvegsbankanum í
Reykjavík.“
- Hvernig var skólagöngu
þinni háttað?
„Ég hafði lokið tveimur fyrstu
bekkjum menntaskóla áður en
við fluttum suður og ég lauk stúd-
entsprófi nokkru eftir komuna til
Reykjavíkur. Ég var í mörg ár
við kennslu og kenndi eingöngu
við Kvennaskólann í Reykjavík,
aðailega stærðfræði. Ég hélt
áfram að kenna og settist í laga-
deild Háskóla íslands og þaðan
lauk ég námi árið 1966. Ég fór
aldrei út í lögfræðistörf en réði
mig sem framkvæmdastjóra hjá
Félagsstofnun Stúdenta árið 1968
og var fyrsti maðurinn sem var í
því starfi. Þar var ég í fimm ár og
tók þátt í miklu uppbyggingar-
starfi. Árið 1973 hætti ég þarna
og fór til Barnavinafélagsins
Sumargjafar og var fram-
kvæmdastjóri þar í tvö ár.
Öll þessi ár hafði ég haft mik-
inn áhuga fyrir heilbrigðismálum,
einkum áfengis- og tóbaksvörn-
um, og þegar starf framkvæmda-
stjóra Krabbameinsfélags
Reykjavíkur losnaði sótti ég um
það og var ráðinn. Ég kom með
ýmsar nýjar hugmyndir um það
hvernig mætti ná árangri í barátt-
unni við krabbameinið og ná bet-
ur til ungs fólks með fræðsluna."
- í hverju voru þessar hug-
myndir frábrugðnar eldri hug-
myndum?
„í fyrsta lagi var ákveðið að
byrja fræðsluna hjá yngri börnum
en áður hafði tíðkast. Einnig var
reynt að láta þau fræða enn yngri
börn. Það var líka nýjung að fara
inn í bekkina, einn og einn í
einu. Það má segja að ég hafi haft
það að einkunnarorðum að besta
aðferðin til að berjast gegn reyk-
ingum ungs fólks sé barátta unga
fólksins sjálfs gegn reykingum.
Þetta hefur líka reynst vel að öllu
leyti.“
- Voru fleiri á þessari sömu
skoðun?
„Já, ég fékk strax mikinn
hljómgrunn, bæði hjá stjórn
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
og hjá stjórn Krabbameinsfélags
íslands. Það verður að skýra það
að Krabbameinsfélag Reykjavík-
ur er aðeins eitt af rúmlega
tuttugu Krabbameinsfélögum á
landinu. Krabbameinsfélag
Reykjavíkur hafði tekið að sér
fyrir nokkuð mörgum árum að
sinna þessu fræðslustarfi, ekki
bara í Reykjavík heldur um allt
land. Við gátum nýtt okkur fyrri
tengsl félagsins við skólanna
þannig að greiðara samstarf
fékkst fyrir bragðið þegar við fór-
um út í breyttar baráttuaðferðir.
Ég byrjaði sem framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur 1. nóvember 1975
og við hófum fræðslu í tilrauna-
skyni í nokkrum skólum í
Reykjavík. Þetta gaf það góðan
árangur og góðar vonir um fram-
haldið að það var ákveðið að
halda áfram með fræðsluna á
svipaðri braut.“
- Viltu nefna einhverja sér-
staka menn sem komu mest við
sögu krabbameinsfélagsins á
þessum tíma og stuðluðu að
fræðslu og áróðri gegn reyking-
um?
„Krabbameinsfélögin hafa allt-
af verið í fremstu röð í baráttunni
gegn reykingum á íslandi. Ég vil
fyrst nefna prófessor Níels Dung-
al sem stofnaði Fréttabréf um
heilbrigðismál og ritaði í þau
fjölda greina um skaðsemi reyk-
inga. Hann var á undan sinni
samtíð að mörgu leyti. Síðan
kom Bjarni Bjarnason, læknir,
og fetaði í fótspor hans af geysi-
legum áhuga. Það mætti auðvitað
nefna fleiri en mér finnst þeir
tveir standa upp úr. Við í
krabbameinsfélögunum höfum
fengið góðan hljómgrunn og
stuðning frá mörgum aðilum í
heilbrigis- og menntakerfinu og
fleirum utan félaganna sem vildu
styðja þetta átak.“
- í hverju er þitt starf núna
aðallega fólgið?
„Ég byrjaði einn í þessu og
þetta var byggt þannig upp að
það var farið í skólana og talað
við nemendurna. Það voru ekki
teknir stórir hópar í einu heldur
farið í bekkina og rætt við
nemendur í minni hópum. Rætt
var um ýmsar hliðar reykinga-
vandamálsins og fyrri árin var
unnið að ýmsum verkefnum í
hópvinnu undir stjórn kennara
og síðan var talsvert um það að
Háskóli á Akureyri:
Þrjú hundruð nemend-
ur á fjórða starfsári
í áætlun um nemendafjölda í
háskóla á Akureyri er gert ráð
fyrir að á fjórða starfsári skól-
ans og þar eftir verði nem-
endur um 300 á ári. Þá er mið-
að við kennslu á fjórum braut-
um iðnrekstrarfræði, matvæla-
fræði, rekstrarhagfræði og
sjávarútvegsfræði. í þessum
áætlunum er gert ráð fyrir því
að 19% nemenda að meðaltali,
hverfi frá námi á ári hverju og
þriggja ára námsbraut útskrifí
því 55% þeirra sem innrituðust
á fyrsta ár.
Aðsókn í matvælafræði í HÍ
hefur verið lítil undanfarin ár.
Engu að síður telur nefndin að
með því að bjóða upp á hag-
nýtara nám hér, megi gera ráð
fyrir að 20 nemendur innritist ár
hvert og kennsla hefjist haustið
1988. Nemendafjöldi á 2. ári yrði
því samkvæmt „19% reglunni“
16 og 13 á þriðja ári, samtals 49
nemendur.
í TÍ sækja árlega 80 manns um
nám í iðnrekstrarfræði en aðeins
30 komast að. í skýrslunni er því
gert ráð fyrir mikilli aðsókn í
þetta nám en samt sem áður lagt
til að einungis 30 nemendur verði
teknir inn í upphafi og því aðeins
kennt í einni bekkjardeild á
hvoru ári.
Gert er ráð fyrir að 10% þeirra
nemenda sem innrita sig árlega í
viðskiptadeild HÍ, sækist eftir
námi í rekstrarhagfræði, eða um
30 manns. Auk þess er gert ráð
fyrir öðrum eins fjölda þeirra
sem ekki hafa hug á viðskipta-
fræðinni. Því er gert ráð fyrir að
kennsla hefjist 1988 í tveimur
bekkjardeildum.
Um 10 íslendingar sækja
árlega sjávarútvegsskólann í
Tromsö. I skýrslu háskólanefnd-
ar Akureyrar er gert ráð fyrir
80% þessa fólks auk þess sem
annað eins bætist við. Því er gert
ráð fyrir 20 nemendum á fyrsta
ári, haustið 1988.
Miðað við áðurnefndar for-:
sendur verði nemendafjöldi skól-
ans veturinn ’87/’88 30 nemendur.
Þeir verða 154 ’88/’89, 234 ’89/’90
og 300 nemendur veturinn
’90/’91. Ef miðað er við 30
nemenda hámark í bekkjardeild
verða 14 deildir við skólann vetur-
inn ’90/’91. ET