Dagur - 06.03.1987, Síða 10

Dagur - 06.03.1987, Síða 10
10 - DAGUR - 6. mars 1987 „Það má víða auka hagkvæmni" - segir Helgi Ólafsson rafvirki Það er kunnara en frá þurfí að segja að víða leynast hugvits- menn í þessu ágæta landi okkar. Þeim er það sameigin- legt að láta ekki mikið yfir eig- in ágæti, nema svona einum og einum, og því veit fólk ógjarn- an af afrekum þessara manna. Á Hvammstanga er maður sem fáir vita af, enda þótt þeir sem hann þekkja viti vel að þar er á ferðinni einn þessara manna. Sennilega þykir það svo sjálfsagt að Helgi Ólafsson raf- virkjameistari fái góðar hug- myndir að fólki sem umgengst hann dags daglega finnst óþarfi að vera að minnast á það. En það finnst ekki öllum og þar með talinn undirritaður sem hitti Helga að máli á Vertshúsinu á Hvammstanga fyrir skömmu. - Hvað ert þú að fást við núna Helgi? „Eg er að reyna að gera sumt af vélunum í saumastofunni Drífu sjálfvirkt. Það er um að ræða vissar vélar í sambandi við þvottinn, og þær verða raf- og tölvustýrðar. Við erum nú rétt að byrja á þessu en höfum samt náð talsverðum árangri.“ - Hvað vinnst helst við þetta, og hvað með kostnaðinn? „Það vinnst margt við þetta. T.d. eykst framleiðsluhraðinn og kostnaður pr. kíló í framleiðslu lækkar. Kostnaðurinn við þessar Helgi Ólafssun breytingar hjá Drífu verður smá- munir einir hjá því sem nýjar vél- ar myndu kosta. Það er alveg öruggt að það má víða auka hag- kvæmni með aðgerðum sambæri- legum þessum." Helgi hefur fengist við margt annað en vélar á prjónastofu, og má m.a. nefna að hann smíðaði hitastýritæki fyrir böðin í sund- lauginni á Hvammstanga og hafa þau reynst vera mun nákvæmari en áður þekktist. Þá smíðaði Helgi skólabjöllu- kerfi bæði fyrir Hvammstanga og Laugabakkaskóla. Bjöllukerfi þessi eru bæði miklu ódýrari og fyrirferðarminni en þau sem buð- ust frá öðrum. Bjöllukerfið er ákaflega einfalt í notkun og ptill- ingin helst í fjóra sólarhringa þó rafmagn fari af. Kostnaður við bjöllukerfið í Grunnskóla Hvammstanga var um 50 þúsund en hefði að öllum líkindum orðið um 150 þúsund miðað við það sem bauðst frá öðrum. G.Kr. Peugeot 205. „Besti bíll í heimi“ Peugeot 205 hefur verið valinn „besti bíll í heimi" annað árið í röð af hinu virta býska bílablaði „Auto Motor und Sporf'. Peugeot 205 sameinar aksturseiginleika, þœgindi, öryggi og sparneytni betur en nokkur annar bíll í sínum verðflokki að mati kröfuharðra Þjóðverja. Peugeot205 erframdrifinn, fjöðrun í sérflokki, kraftmikill og hljóðlátur. Komið, reynsluakið og sannfœrist. Verðfrá kr.: 318.700- Peugeot 309. Nýr bíll frá Peugeot Við bjóðum velkominn til íslands nýjan glœsilegan fulltrúa frá Peugeot, Peugeot 309. Miklar rannsóknir og reynsla af Peugeot 205, hárnákvœm vinnubrögð, því hann er að mestu settur saman af vélmennum, tryggja hátœknileg gœði. Peugeot 309 er 5 dyra framhjóladrifinn og með fjöðrun í Peugeot gœðaflokki. Það ásamt eyðslu - grönnum vélum og lágri bilanatíðni gera 309 að bíl fyrir íslenskar aðstœður. Verð frá kr.: 403.600- :h£un.LLT.y Sýnum Reugeot árg. 1987 um helgina 6. mars 1987 - DAGUR - 11 Peugeot 505. Flaggskipið frá Peugeot Peugeot 505 hefur sannað ágœti sitt með margra ára reynslu við íslenskar aðstœður. Peugeot 505 er rúmgóður, þœgilegur, traustur og sparneytinn bíll. Peugeot 505 er fáanlegur bœði sem fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll með sœtum fyrir allt að átta. Peugeot 505 er kraftmikill bíll með fjöðrun í sérflokki og splittað drif að aftan o.fl. o.fl. Verð frá kr.: 606.300,- Peugeot 205 GTI Bíllinn sem sigraði Evrópu nú loks fáanlegur á íslandi. Peugeot 205 GTI, fremstur á meðal jafningja, hefur vegna frábœrra aksturseiginleika verið valinn „Sportlegi bíll ársins" af flestum virtustu bflablöðum Evrópu. Peugeot 205 GTI er fáanlegur með 115 hestafia vél með viðbragð 8,6 sek. í 100 km hraða og 130 hestafla vél með viðbragð 8,1 sek. í 100 km hraða. Þegar sest er undir stýri er orðið „stjórnklefi" efst í huga ökumannsins. Sœtið gefur réttan stuðning og öllum mœlum og stjórntœkjum komið svo fyrir að ökumaður hafi góða yfirsýn og greiðan aðgang. Innifalið í verði: Álfelgur, litað gler, þokuljós að framan, snúningshraðamœlir, olíuþrýstimœlir, digitalklukka o.fl. Verð frá kr.: 618.700,- ALCLiiGUL'L Opið laugardag, kl. 13-17. Opið sunnudag, kl. 13-17. VÍKINGUR SF Furuvöllum 11, Akureyri u JÖFUR HF Nýbýlavegi 2. Sími 42600.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.