Dagur - 10.03.1987, Page 2
2 - DAGUR - 10. mars 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari._______________________________
Sjávaiútvegur
og fiskvinnsla
Framsóknarflokkurinn hefur haft með að gera
stjórn málefna sjávarútvegs og fiskvinnslu á kjör-
tímabilinu sem nú er að líða. Vel hefur til tekist að
mörgu leyti og staða þessara greina betri en um
langt skeið. En horfa þarf til framtíðarinnar og hefur
Framsóknarflokkurinn mótað stefnu í þessum
málum, sem m.a. var unnin og kynnt á síðasta
flokksþingi.
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur
íslensks þjóðfélags. Við hann starfa um 13% af
vinnuafli þjóðarinnar, þar myndast um 18% þjóðar-
framleiðslunnar og um 75% af útflutningstekjum
eru af sjávarafurðum. Með markvissum aðgerðum
samfara bættum skilyrðum hefur tekist að rétta
hag sjávarútvegsins verulega.
í sjávarútvegi eru margir ónýttir vaxtarmöguleik-
ar. Með bættri aflameðferð má auka til muna verð-
mæti þess afla sem á land berst, auk þess sem ýms-
ir vannýttir eða ónýttir fiskistofnar eru umhverfis
landið, sem hægt væri að nýta samfara skipulögðu
átaki í markaðsmálum.
Forsendur þess að treysta megi afkomu sjávarút-
vegsins eru: Að haldið verði áfram stjórnun fisk-
veiða, sem hefur reynst mikilvæg til aukinnar verð-
mætasköpunar og sparnaðar. Að gæta þess að
gengisskráning íþyngi ekki útveginum og kostnað-
arhækkanir verði í samræmi við markaðsaðstæður.
Að sparnaðar verði gætt og reynt verði að auka sem
mest verðmæti aflans. Að stöðugt verði unnið að
framleiðsluaukningu. Að raunvextir verði hóflegir.
Fjárfesting í sjávarútvegi verður að byggjast á
langtíma stefnumörkun og því er nauðsynlegt að
fiskveiðistefna sé mótuð til langs tíma. Stórauka
þarf rannsóknir á nytjastofnum og nauðsynlegt er
að undirbúa eldistilraunir á nytjastofnum sjávar hér
á landi.
í framtíðinni verður að ríkja jafnvægi milli afrakst
ursgetu fiskiskipanna annars vegar og fiskvinnsl-
unnar hins vegar. Núverandi fiskiskipastóll getur
vel annað veiðum úr þeim fiskistofnum sem nú eru
nýttir. Nauðsynlegt er að flotinn sé endurnýjaður
með tilliti til breyttra aðstæðna og nútímatækni.
Mikið fé liggur bundið í fiskiðjuverum víðs vegar
um landið. Hraðfrystiiðnaður hefur verið undirstaða
útflutningstekna okkar, en ekki er öruggt að hefð-
bundnar vinnsluaðferðir séu þær einu sem henta
hagsmunum okkar. Mikilvægt er að laga sig að
breyttum aðstæðum, auka fullvinnslu og finna nýj-
ar leiðir til að varðveita ferskleika.
Áherslu ber að leggja á sölu sjávarafurða á verð-
mætustu mörkuðum okkar, en jafnframt er mikil-
vægt að afla nýrra. Aðeins með stöðugri sókn í mark-
aðsmálum fá íslendingar aukið markaðshlutdeild
sína.
Ein af forsendum framfara í sérhverri grein er góð
menntun þeirra sem við hana starfa. Æskilegt er að
sameina sjávarútvegsskólana sem hluta af hinu
almenna framhaldsskólakerfi og stofnað verði sér-
stakt fræðsluráð sjávarútvegsins. HS
viðtal dagsins__________
„Alltaf haft
áhuga á skíðunum
- segir Haukur Snorrason en hann dvaldi m.a
í Tékkóslóvakíu um árabil við skíðaiðkun
„Ég er Siglfírðingur að upp-
runa, og á Siglufírði kynntist
ég skíðaíþróttinni. Ég keppti í
öllu og æfði stökk, göngu og
svig. Allar skíðastjörnur Sigl-
fírðinga, sem héldu uppi merk-
inu, voru uppi á þessum tíma,
á árunum milli 1960 og ’70.
Maður elti þessa menn á öll
mót sem smápolli, menn eins
og Jóhann Vilbergsson sem
var eins og pabbi okkar strák-
anna í þessum greinum. Skarp-
héðinn Guðmundsson var
fyrirmynd okkar í stökkinu og
Jóhann var einn af okkar
sterkustu mönnum í sviginu og
hann þjálfaði okkur. Við vor-
um með Ijósabraut í fjallinu og
maður fór beint í hana að
skólanum loknum.“
Pannig lýsir Haukur Snorra-
son, skíðamaður og íþróttakenn-
ari, æsku sinni á Siglufirði. Hauk-
ur hefur ferðast víða og dvaldi
t.d. einu sinni á þriðja ár í
Tékkóslóvakíu og æfði göngu og
stökk með tékkneska skíðalands-
liðinu.
- Hvernig stóðu Siglfirðingar
að vígi í skíðakeppnum á þessum
tíma?
„Þeir áttu sterkustu mennina í
öllum greinum yfir allt landið og
1962 hirtu þeir meginhluta verð-
launanna af Akureyringum á
landsmótinu."
- Hvernig var aðstaða til
skíðaiðkunar á Siglufirði á þess-
um tíma?
„Við vorum með upplýsta
braut og spil af skipi sem knúið
var af rafmagnsmótor. Togvír úr
skipi gekk gegnum spilið en vír-
inn var allur trosnaður og maður
missti gjarnan tvö pör af ullar-
vettlingum í spilið á hverjum
degi. Seinna kom svo kaðall í
lyftuna."
- Hafðir þú meiri áhuga á
einni grein skíðanna en annarri?
„Nei, ekki get ég sagt það. Ég
æfði allar greinar skíðanna jafnt
og það fór bara eftir aðstæðum í
það og það skiptið hvað maður
gerði. Ef engin stökkbraut var í
gagninu þá voru flestir í svigi og
svo fórum við í göngu þess á
milli. Það var líka mikill áhugi
fyrir skíðastökki á þessum árum
og maður stökk framan af á svig-
skíðunum en þegar ég var 12 ára
eignaðist ég mín fyrstu stökk-
skíði. Skarphéðinn Guðmunds-
son flutti þau inn á vegum kaup-
félagsins."
- En svo flytur þú frá Siglu-
firði?
„Já, ég flutti frá Siglufirði 1972
en á árunum 1968-’72 fluttu
margir í burtu vegna síldarleysis-
ins og vorum við meðal þeirra
síðustu sem fluttu beinlínis af
þessum sökum. Ég ferðaðist tals-
vert erlendis næstu árin og vann
við ýmis störf inn á milli. Það njá
segja að ég hafi ekki komið
nálægt skíðunum frá 1972-’78 en
árið 1971 varð ég íslandsmeistari
í stökki. Tíu árum síðar, 1981,
varð ég aftur íslandsmeisfari í
stökki og þá var ég búinn að
vinna alla titla íslandsmótanna í
stökki í öllum aldursflokkum. Ég
var líka búinn að vinna alla aðra
titla sem hægt var að vinna í þess-
ari grein eins og Siglufjarðarmót-
ið, Norðurlandsmótið o.s.frv.“
- Hvaða störf stundaðir þú á
þessum árum?
„Ég var kennari um tíma eða
frá 1976. Ég starfaði á sálfræði-
deild Kópavogshælisins og hafði
umsjón með uppbyggingu á
vernduðum vinnustað þar. Þá
fékk ég þá flugu að fara til
útlanda og æfa skíðaíþróttir.
Þetta var gamall draumur en
mönnum leist ekki vel á þessa
hugmynd. Það var ekkert grín að
rífa sig upp frá núllinu upp í
toppbaráttuna í greininni og
koma sér í það form sem þurfti.
Það er mikið átak að koma sér í
það form að geta keppt á alþjóð-
legum mótum í 15 og 30 kíló-
metra skíðagöngu og stefna á
efsta sætið. Maður hljóp allt
sumarið og var þess á milli á
hjólaskíðum."
í Tatrafjöllum um 1980. F.v.: Jírí, Haukur og Pavel. Tékkarnir á myndinni
voru í landsliði Tékka á þessum tíma. Fyrir aftan þá sjást skíðastökkbrautir.
0 Konur
stjórna
heiminum
Á þessum síðustu og ....
timum, þegar konu eru sífellt
að færa sig ofar í valdastiga
þjóðfélagsins á kostnað
grobbgaltanna (karlrembu-
svínanna), á þeim forsendum
að karlarnir ráði öllu, berast
þær fréttir utan úr heimi að
konur stjórni nú stórveld-
unum tveimur að meira eða
minna leyti.
Reagan karlinn er hálf-elliær
orðinn, stendur fyrir vopna-
sölu tii styrktar skæruliðum,
kennir lasleika um þegar
opinbert verður og á málsókn
yfir höfði sér fyrir bragðið.
Samkvæmt fréttum hefur
kona hans, Nancy, nú tekið í
taumana og er sögð ráða öllu
sem hún vill ráða þessa dag-
ana. Hún gegnir nú hlutverki
eins konar fjarstýringar á
Ronald.
Og frá Rússlandi berast þær
fregnir að nú fáist ýmis er-
lend hannyrðablöð í verslun-
um þarlendis og sé það aðal-
lega fyrir tilstilli Raisu Gorba-
chev. Hún mun hafa bent
manni sínum á nauðsyn þess
að flytja inn almennileg
saumablöð og brást hann
fljótt og vel við. Spurningin er
sú hvort Raisa hafi jafnmikil
áhrif á Gorbachev ( öðrum
málum.
Hver var svo að segja að kon-
ur væru valdalitlar?
• Látiðekki
happ...
íslendingar taka máltækið:
„Látið ekki happ úr hendi
sleppa", mjög bókstafiega.
Það virðist ekki skipta neinu
máli hvaða gerðir happ-
drætta bætast í það fjöl-
skrúðuga safn sem fyrir er.
Allt selst, sem heitar lummur
væru.
Lottóinu var tveimur höndum
tekið og vikuleg sala skiptir
milljónum. Nýjasta happ-
drættið, svokölluð Happa-
þrenna HHÍ, hefur fengið
hreint ótrúlega viðtökur. Það
kom á markaðinn fyrir rúmri
viku síðan - upplagið var ein
milljón miða á 50 krónur
stykkið - og nú er svo komið
að miðarnir eru á þrotum.
Reiknivélin segir okkur að
þar með hafi íslendingar
snarað 50 milljónum króna á
borðið á 10 dögum. 5 mill-
jónir á dag, takk fyrir!
Það lætur ekki að sér hæða
góðærið.