Dagur - 10.03.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 10.03.1987, Blaðsíða 9
10. mars 1987 - DAGUR - 9* íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Kylfingar: Golfferðir til Mallorca Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn bauð upp á golfferð til Mallorca um pásk- ana og seldist sú ferð upp á nokkrum dögum. Nú hyggst ferðaskrifstofan bjóða upp á aðra golfferð þangað. Hún hefst 29. apríl og stendur yfir í 19 daga. Þegar hafa um 20 kylfingar og/ eða fjölskyldur þeirra bókað sig í þessa ferð en alls eru frátekin 40 sæti fyrir kylfinga og þeirra fólk í ferðina. íslenskur fararstjóri verður með hópnum, Jón Hauk- ur Guðlaugsson og mun hann m.a. sjá um golfmót fyrir hópinn. Þá er ferðaskrifstofan einnig með tveggja vikna golfferðir til Mallorca í maí. Allar nánari upp- lýsingar fást hjá umboðsmönnum SL um allt land og á aðalskrif- stofunni Austurstræti 12 og úti- búinu Hótel Sögu. Óðinsmenn eru enn taplausir í Norðurlandsriðli 1. flokks í blaki. Þessi mynd var tekin er þeir lögðu A lið Skauta að velli fyrir skömmu. Mynd: kk V Gunnar Georg Gunnarsson úr KA sýndi bestu glímurnar í unglingaflokki á íslandsmótinu í júdó. Félagi hans Jófríður Jónsdóttir glítndi best í kvenna- flokki. Maraþon-knattspyrna: KS-ingar settu Norðurlandsmet - spiluðu í 31 klukkustund Atta knattspyrnumenn úr meistaraflokki KS á Siglufirði léku maraþonknattspyrnu um helgina og spiluðu þeir í sam- tals 31 klukkustund. Þetta var gert í fjáröflunarskyni vegna fyrirhugaðrar æfingaferðar meistaraflokks félagsins til Danmerkur um páskana. Strákarnir hófu leikinn kl. 13 á föstudaginn og spiluðu til kl. 20 á laugardagskvöld en á klukkutíma fresti fengu þeir 5 mínútna hvíld. Þessi árangur mun vera Norður- landsmet en gamla metið áttu knattspyrnumenn úr KA. Óðinn og Völsungur enn taplausir - í Norðurlandsriðli 1. fiokks í blaki Nú er farið að sjá fyrir endann á keppni í Norðurlandsriðli karla og kvenna í blaki 1. flokks, sem staðið hefur yfir síðan í desember. Enn eru þó nokkrir leikir eftir en eins og staðan er í dag, standa Oðins- menn best að vígi í karlaflokki og stúlkurnar í Völsungi best í kvennaflokki. Um daginn léku Óðinn A og Skautar A í riðlakeppninni og unnu Óðinsmenn nokkuð örugg- an sigur, 3:0. Þeir eru því enn taplausir en A lið Skauta hefur tapað einum leik. Þessi tvö lið berjast um sigur í riðlinum og þau eiga eftir að mætast aftur þann 21. mars. Önnur úrslit í karlaflokki urðu þau að A lið Skauta sigraði B lið Óðins 3:0, HSÞ sigraði B lið Skauta 3:2, Skautar B sigruðu Óðin B 3:1 og A lið Óðins sigr- aði B lið Skauta 3:0. í kvennaflokki sigraði Eikin lið Óðins 3:0 og síðan unnu Völs- ungsstelpurnar Eikiria 3:0. Staðan í Norðurlandsriðli í flokkum karla og kvenna er þessi: Karlar: Óðinn A 6 6-0 18:1 12 Skautar A 5 4-1 12:8 8 HSÞ 5 2-3 9:11 4 Skautar B 61-5 8:16 2 Óðinn B 4 0-4 1:12 0 Konur: Völsungur 3 3-0 9:0 6 Eik 3 1-2 3:6 2 Óðinn 2 0-2 0:6 0 Siguröur vann og skorar á Valdísi Sigurður Magnússon og félagi hans Cees van de Ven urðu aftur jafnir í getraunaleiknum um helgina, báðir með 6 leiki rétta. Það varð því að draga um það hvor héldi áfram eins og segir í reglunum. Það kom í hlut Sigurðar og hann hefur skorað á hana Valdísi Hallgrímsdóttur (hans Bjössa), frjálsíþróttakonu í næstu umferð. Valdís er mjög ánægð með að fá að taka þátt í leiknum og ætlar sér stóra hluti þar. Sigurður er frekar smeykur um að detta nú loks úr keppninni en það kemur í Ijós um helgina hvort hefur betur. Sigurður: Valdís: Everton-Southampton 1 Leicester-Charlton 1 Luton-Man.United x Man.City-Chelsea 1 Oxford-Liverpool 2 Q.P.R.-Nott.Forest 1 Blackburn-Stoke x C.Palace-Birmingham 1 Grimsby-W.B.A. x Huddersf.-Sheff.Utd. 1 Millwall-Oldham 1 Sunderland-Plymouth x Everton-Southampton 1 Leicester-Charlton x Luton-Man.United 2 Man.City-Chelsea 1 Oxford-Liverpool 2 Q.P.R.-Nott.Forest 2 Blackburn-Stoke x C.Palace-Birmingham 1 Grimsby-W.B.A. 2 Huddersf.-Sheff.Utd. 2 Millwall-Oldham x Sunderland-Plvmouth 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudögum svo enginn verði nú af vinningi. Enn liggja KA- menn í Eyjum! - Liðið úr leik í bikarkeppninni eftir 8 marka tap, 16:24 gegn IBV í gærkvöld „Þetta var hörkuleikur sem var hnífjafn iengst af en þeir náðu að sigla fram úr í lokin og sigra örugglega. Við spiluðum illa að undanskildum Brynari Kvaran markverði. Fyrri hálf- leikur var þokkalegur en það var ekki heil brú í leik okkar í Iokin,“ sagði Þorleifur Anan- íasson liðsstjóri KA eftir tapið gegn ÍBV í bikarkeppni HSI í gærkvöld. Leikurinn sem fram Islandsmótið í júdó: Gunnar og Jófríður glímdu best Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær unnu KA-menn marga glæsilega sigra á íslandsmótinu í júdó sem fram fór í Reykja- vík á laugardaginn. Við höfum þegar sagt frá árangri þeirra í flokkakeppninni en einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu glímurnar í unglinga-, karla- og kvennaflokki og þar bættu KA-menn við sig verðlaunum. í unglingaflokki voru veitt verðlaun fyrir bestu glímuna. Það var Reino Fagerlaund lands- liðsþjálfari sem gaf þau verðlaun og hann valdi sjálfur þann kepp- anda sem að hans áliti glímdi fal- legustu glímurnar. Það var KA- maðurinn Gunnar Georg Gunn- arsson sem þótti sýna hvað bestu taktana og hann hlaut því verð- launin. í karla- og kvennaflokki voru einnig veitt verðlaun þeim er þóttu hafa sýnt bestu glímurnar. Verðlaunin voru Murata ljón en þau verðlaun gaf japanskur júdóþjálfari, Murata að nafni, er starfaði hér fyrir nokkrum árum. í karlaflokki var það að sjálf- sögðu Bjarni Friðriksson úr Ármanni sem styttuna hlaut en í kvennaflokki sýndi Jófríður Jónsdóttir úr KA fallegustu glím- urnar. Alls fengu KA-menn 34 verð- laun og er það besti árangur þeirra hingað til. Að þessu sinni tóku 10 stúlkur úr KA þátt í mót- inu í fyrsta skipti. Þær stóðu sig frábæríega vel og lofa góðu fyrir framtíðina. Þegar sagt var frá úrslitunum í gær slæddust inn tvær villur. Sagt var að sigurvegarinn í léttasta flokknum í flokki 13-14 ára pilta héti Friðrik Sveinsson, það er ekki rétt því Friðrik er Hreins- son. Þá var sagt að Birgir Björns- son hefði unnið Steingrím Njáls- son í úrslitum í flokki drengja en það er ekki rétt, Steingrímur sigraði Birgi og varð íslands- meistari. Þetta leiðréttist hér með og er beðist veívirðingar á þessum mistökum. fór í Eyjuni endaði 24:16 heimamönnum í hag og mæta þeir HK í næstu umferð en KA er úr leik. Þetta í annað skiptið á jafnmörgum áruin sein KA- menn eru slegnir út úr bikar- keppninni, í Vestinannaeyj- um. í fyrra tapaði liðið fyrir Tý- Fyrri hálfleikur var mjög jafn og í hálfleik höfðu KA-menn eins marks forystu 10:9. Eyjamenn jöfnuðu fljótlega í síðari hálfleik og náðu yfirhöndinni. Þó var jafnræði með liðununt fram í miðjan hálfleikinn og þetta eins til tveggja marka munur. En um miðjan síðari hálfleik tóku heimamenn góðan kipp, skildu KA-menn eftir og sigruðu örugg- lega 24:16 sent fyrr sagði. Brynjar Kvaran var bestur í liði KÁ og þá áttu þeir Pétur Bjarnason og Guðmundur Guðmundsson ágæta kafla. Aðrir léku nokkuð undir getu. í liði ÍBV voru þeir Sigurbjörn Óskarsson og Jóhann Pétursson bestir og þá var markvarslan nijög góð í lokin. Mörk KA: Pétur Bjarnason 6, Eggert Tryggvason 5, Guðmund- ur Guðmundsson 3, Jón Krist- .jánsson 1 og Friðjón Jónsson 1. Mörk ÍBV: Sigurbjörn Óskars- son 10, Jóhann Pétursson 7, Þor- steinn Viktorsson 3, Sigurður Friðriksson 2, Eyjólfur Bragason 1 og Hörður Pálsson 1. Leikinn dæmdu tveir heima- menn. þeir Ómar Jóhannsson og Björn Elíasson og'eins og Þor- leifur Ananíasson sagði, var þeirra staða erfið og það átti alls ekki að eiga sér stað að heima- menn dæmdu þennan leik. „En við töpuðum leiknum ekki á dómgæslurini," sagði Þod'eifur ennfremur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.