Dagur - 10.03.1987, Síða 3

Dagur - 10.03.1987, Síða 3
10. mars 1987-DAGUR-3 - Var erfitt að ákveða til hvaða lands þú ættir að fara? „Nei, það komu bara tvö lönd til greina, Pólland og Tékkósló- vakía. Ég fór í tékkneska sendi- ráðið haustið 1979 til að fá vega- bréfsáritun til Tékkóslóvakíu í þeim tilgangi að dveljast þar í landi í langan tíma en það gekk engan veginn, dvalarleyfi í land- inu lágu ekki á lausu. Þá var mér sagt á bakvið tjöldin að ég fengi aldrei dvalarleyfi með þessum hætti og best væri fyrir mig að fara út sem ferðamaður og bjarga málinu þegar út væri komið. Ég dreif mig svo til Tékkósló- vakíu og barðist við kerfið til að fá dvalarleyfi en það gekk ekkert. Þá var það á jóladag 1979 að ég var að fara í mat á hótelinu sem ég dvaldist á að ég hitti mann sem var framarlega í íþróttamál- um Tékka. Ég kynntist þessum manni og hann reyndist mér vel því hann vísaði mér á háttsettan mann sem hann þekkti. Sá maður kynnti mig fyrir þjálfara tékk- neska tvíkeppnislandsliðsins í göngu og stökki og útvegaði mér aðstöðu til að dvelja þarna. Dval- arleyfið var runnið út og ég fékk óopinbert leyfi til að dvelja í landinu en þessir menn sögðu líka að þeir ábyrgðust mig ekki ef upp kæmist að ég væri ekki með stimpilinn. Á meðan var unnið að því að útvega mér öll lögleg gögn til dvalarinnar og þau fékk ég hálfum mánuði síðar.“ - Hvernig fannst þér að vera þarna? „Þetta kom nákvæmlega eins út og ég hafði gert mér í hugar- lund og aginn var alveg svakaleg- ur. Ég get sagt þér sem dæmi að eitt kvöldið fóru tveir menn úr landsliðinu í heimsókn til for- eldra sinna sem bjuggu í litlu þorpi í 15 km fjarlægð. Þeir koniu aftur um nóttina og skriðu inn um glugga því þeir höfðu ekki fengið leyfi til að fara af svæðinu. Þessir menn voru læstir inni í fangelsi í fjóra daga fyrir þetta brot.“ - Hvað stökkstu langt þarna úti? „Við stukkum þetta frá 30 og upp í 80 metra. Þegar maður er búinn að stökkva 150-200 stökk í 70 metra braut þá fer maður ósjálfrátt 70 metra. Með góðri þjálfun fara menn yíir 95-100 metra án þess að blikka augunum. Ég var þjálfaður sem tvíkeppnis- maður og gekk og stökk til skiptis þannig að ég fékk 'A af þeirn stökkafjölda sem sérhæfður skíðastökkvari hefði fengið. Ég stefndi á heimsmeistaramótið í Osló í tvíkeppni og það voru mér geysileg vonbrigði að komast ekki á það mót. Skíðasamband íslands skrúfaði fyrir þann mögu- leika án þess að ég hafi nokkurn tíma fengið skýringu á því þar sem ég var tvímælalaust í hópi bestu skíðamanna íslands á þeim tíma, 1982. Ég var t.d. kominn fram úr bestu tvíkeppnismönnum landsliðs Tékka í skíðagöngu þetta ár og það hefur enginn Islendingur stokkið eins oft og ég af 70 metra pöllum. Ég er líka eini íslendingurinn sem hefur æft skíðastökk í plastbrautum." - Hver voru svo aðaláhugamál þín eftir að þú komst aftur heim? „Ég þjálfaði frjálsíþróttafólk á sumrin og kenndi á veturna. Við bróðir minn höfum í nokkur ár haft áhuga fyrir að kaupa svo- nefnt skíðaskip, en það er skip sem er á skíðum og getur lyft sér upp yfir sjóinn þegar það nær ferð. Við athuguðum marga möguleika í þessu sambandi og sóttum t.d. um bæjarábyrgð til kaupanna en bæjarstjórn Akur- eyrar setti okkur slíka ofurskil- mála að við gátum ekki gengið að þeim. Hugmyndin var sú að láta skipið ganga milli hafnanna hér við Eyjafjörð og út í Grímsey á sumrin með ferðamenn en milli Akraness og Reykjavíkur á vet- urna. Því miður sjáum við ekki hvernig við getum fjármagnað þetta fyrirtæki úr þvf sem komið er. Þá hef ég mikinn áhuga á að setja upp skíðastökkbraut úr plasti og þjálfa krakka frá sjö ára aldri og upp úr í stökki því í þess- um brautum er hægt að stökkva allt árið. Ég mun ekki gefast upp fyrr en ég fæ komið þessu í framkvæmd." - Hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég flutti til Akureyrar með það í huga að reka skíðaskipið hér og gera það út en ekkert varð af því, a.m.k. ekki í bili. Ég kann vel við ntig hér á Akureyri og ég held að hér sé réttur vettvangur til að vinna að áhugamálum mín- um varðandi íþróttir og ferða- mannaþjónustu. Mér skilst að það sé vilji manna að drífa bæinn upp á sem flestum sviðum og ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til þess enda ekki að ástæðulausu þar sem ég er hálfur Akureyring- ur.“ EHB Veiðileyfi fást í áhaldahúsinu Ókunnugum seni sagt væri að þessi mynd sé frá Sauðár- króki mundi sjálfsagt í fyrstu detta í hug að þarna liðaðist Sauðáin skemmtilega í gegn- um bæinn, en svo er aldeilis ekki. Þetta er gatan Borgar- flöt við innkeyrsluna í iðnað- arhverfið að sunnan. Gata þessi er iðulega eins og stór- fljót á að líta og sést ekki nema hluti þess á myndinni. Er nema von að gárungarnir hafi brugðið þarna upp skilti á dögunum þar sem á stóð: Veiðileyfi fást í áhaldahúsi bæjarins. Vegfarandi sem fer þarna um daglega vinnu sinnar vegna, sagði að sér leiddist óhemju þessi pollur og fyndist tími til kominn að þetta yrði lagað. Mjög mikið hefur verið kvartað undan holóttri Skagfirðinga- brautinni í vetur og vilja margir halda fram að hún sé stórhættu- leg heilsu bílanna sem um hana fara. Gunnar Pétursson bæjar- verkstjóri sagði einhvern næstu daga verða farið í að fylla upp í pollinn á Borgarflöt og gatan löguð. Hann sagði viðgerð á Skagfirðingabraut vera á áætlun í sumar og ekki verði lengur komist hjá viðgerð á malbikinu. Reyndar hefði þetta verk verið ááætluní mörg ár en ætíð verið skorið af. Annars sagði Gunnar gatnamálin vera í góðu lagi á Sauðárkróki miðað við marga aðra staði, en þessi 2 atriði Borgarflötin og Skagfirðinga- brautin væru slæm og þau þyrfti að laga hið bráðasta. -þá Vinningstölurnar 7. mars 1987. Heildarvinningsupphæð 9.469.551.- 1. vinningur 6.001.306- Skiptist á milli 17 vinningshafa. 353.018.- á mann. 2. vinningur 1.042.800.- Skiptist á milli 632 vinningshafa kr. 1.650 - á mann. 3. vinningur 2.425.445- Skiptist á milli 11.605 vinningshafa kr. 209 - hver. Upplysingasími 91-685111. Öiyggið ofar öllu Reykskynjarar kr. 1.035.- Eldvarnarteppi kr. 915.- Halon slökkvitæki 1.5 kg. kr. 2.196.- Halon slökkvitæki 3.5 kg. kr. 6.047.- 11 IIJ EWjörö Hjatteyrargotu 4 simi 22Z75 * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, miðuikudaginn 25. mars 1987, og hefst kl. 14:00. -------DAGSKRÁ ----- 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga ó samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 17. mars n.k. Reykjavík, 14. febrúar 1987. STJÓRNIN EIMSKIP Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. yUMFBKW.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.