Dagur - 10.03.1987, Side 7
6 - DAGUR - 10. mars 1987
10. mars 1987 - DAGUR - 7
Kariakáinn Heimir
íSkagafirði
araa
þessuári
27. desember verða liðin 60 ár frá
stofnun Karlakórsins Heimis í Skaga-
firði. Kórinn var stofnaður upp úr
Bændakórnum svonefnda sem reynd-
ar var ekki nema tvöfaldur kvartett,
er sungið hafði í nokkur ár fyrir stofn-
un Heimis. Þorvaldur Óskarsson á
Sleitustöðum hefur verið formaður
kórsins síðustu 14 árin. Þorvaldur
féllst á að segja okkur sögu hans í
stuttu máli og frá kórstarfinu í dag og
í gegnum tíðina.
„Söngfélagarnir voru í fyrstu
aðeins 10, en síðan fjölgaði þeim
smátt og snrátt og hafa yfirleitt
verið á milli 30 og 40. I dag eru
þeir um 40. Fyrstu árin átti kór-
inn engan samastað og þá var æft
á sveitaheimilum þar sem hljóð-
færi voru til. Hljóðfæri voru ekki
algeng á heimilum þá, helst að til
væri orgel á einstaka bæ. Síðan
félagsheimilið Miðgarður í
Varmahlíð sem Heimir er eignar-
aðili að, kom til sögunnar hefur
kórinn haft þar aðsetur og æfing-
ar farið þar fram. Fyrsti söng-
stjóri kórsins var Gísli Magnús-
son frá Eyhildarholti. Pétur Sig-
urðsson tónskáld frá Geirmund-
arstöðum sem dó ungur að árum
tók við af Gísla. Síðan kom Jón
Björnsson tónskáld frá Haf-
steinsstöðum til starfa við kórinn
og var Jón söngstjóri hans í
hvorki meira né minna en 40 ár.
Þó nokkuð margir hafa stjórnað
kórnum í 1-3 ár, en Árni Ingi-
mundarson hefur stjórnað kórn-
um næstlengst, í 10 ár. Söngstjóri
kórsins nú er Stefán R. Gíslason
ungur og upprennandi söngstjóri
sem afskaplega gott er að starfa
með.
Kórinn hefur verið ákaflega
heppinn með söngstjóra, yfirleitt
hafa þetta verið mjög færir
menn, sem kórinn á mikið að
þakka. Fáir eða engir held ég að
hafi samt unnið meira í þágu
kórsins en Björn Ólafsson organ-
isti á Kríthóli sem nýlega er
látinn. Hann sá um raddþjálfun
fyrir kórinn og lagði óhemju
vinnu t það í marga áratugi.“
- Hvernig hefur starfsemi
kórsins gengið?
„Hún hefur gengið misjafn-
lega, stundum verið góðæri í
starfseminni, en svo komið verri
ár á milli. Vetur hafa verið mis-
jafnir og gengið misjafnlega að
halda uppi æfingum vegna veðurs
og færðar. Félagarnir hafa lagt
geysilega mikla vinnu í starfið og
margir þeirra komið langt að til
æfinga. Þetta hefur verið sérstak-
lega góður hópur þar sem allir
hafa lagst á eitt að gera eins vel
og frekast er unnt og þegar mað-
ur hugsar til þess að í svo stórum
hópi hafi aldrei komið upp neinar
neikvæðar raddir, þá hlýtur það
að teljast einstakt."
- Hvernig er starfsemin fjár-
mögnuð?
„Allt starf kórsins er fjármagn-
að með söngskemmtunum og
dansleikjum sem við höldum.
Það er skemmtilegt að segja frá
því að við getum stundað þessa
starfsemi án þess að leita til
styrktaraðila. Áð sjálfsögðu ber
að geta og þakka góðar gjafir
sem okkur hefur oft borist frá
ýmsum aðilum, m. a. höfum við
fengið stöku sinnum styrki frá
sýslunefnd og kaupfélaginu.
Mestan stuðning hafa þó þeir
áheyrendur sem sótt hafa söng-
skemmtanirnar okkar veitt og
gert okkur kleift að starfa. Þá má
ekki gleyma þætti eiginkvenna
kórfélaganna. Þær eiga stóran
þátt í tilveru kórsins, ef þeirra
fórnfýsi og dugnaður kæmi ekki
til, gætum við karlpeningurinn
ekki komið saman tvisvar í viku
til að syngja. Þá hafa þær fyrir
okkar hönd séð um veitingar
„Ég bið að heilsa þeím öllum“
- sagði Ámi Ingimundar sem stjómaði Heimi í 10 ár
Rögnvaldur Jónsson.
Frá söngæfingu hjá Heimi.
Kórnui er eins og hluti af manni sjalfiiiii
- segir formaðurinn Þorvaldur Óskarsson
handa þeim kórum sem hingað
hafa komið.“
- Hvað með söngferðir hjá
ykkur?
Við höfum ævinlega stefnt að
söngskemmtunum sem víðast um
héraðið og sungið þar sem
aðstæður hafa leyft. Þá hefur ver-
ið lögð áhersla á að fara söng-
ferðir 4t úr héraðinu á hverju ári
og okfeur fundist það bráðnauð-
synlegiir þáttur í starfseminni,
nauðs^nlegur þáttur til að kynna
kórinn’og kynnast öðrum kórum,
þvf oft er hér um gagnkvæmar
móttöífur og heimsóknir að ræða.
Eins ér hitt nauðsyn að stefna
ætíð áð einhverjum ákveðnum
verkefnum. Söngferðirnar eru oft
kærkomin upplyfting fyrir kór-
félaga og mönnum fyndist eflaust
æfingarnar hafa lítinn tilgang ef
ekki er stefnt að einhverju
ákveðnu sem veiti þeim um Ieið
smá umbun.
I þessum mánuði eru fyrirhug-
aðir tónleikar í Miðgarði og laug-
ardaginn 28. mars mun kórinn
halda tónleika í Hlíðarbæ við
Akureyri um miðjan dag og í
Ýdölum um kvöldið. í Sæluvik-
unni verðum við svo eins og
venjulega með söngskemmtanir á
Hofsósi og í Miðgarði. Við eigum
von á tveim kórum í heimsókn í
Sælunni, öðrum frá Noregi og
hinum frá Selfossi. Þessir kórar
ásamt Rökkurkórnum sem er
blandaður kór í Varmahlíð og
nágrenni, munu syngja með okk-
ur á tveim söngskemmtunum í
Miðgarði á laugardaginn, svo
þetta verður heilmikil söngveisla.
Stefán R. Gíslason mun eins og
áður segir stjórna Heimi á þess-
um konsertum, undirleikari verð-
ur Katharine Louise Seedell og
einsöngvarar verða bræðurnir 3
frá Álftagerði Óskar, Pétur og
Sigfús Péturssynir. Katharine
hefur auk undirleiksins séð um
raddþjálfun hjá kórnum í vetur
ásamt Sveini Árnasyni frá Víði-
mel. í vor er svo fyrirhuguð söng-
ferð hjá kórnum til Suðvestur-
lands og verður það í 3ja skiptið
á 10 árum sem kórinn heldur
konsert á þeim slóðum.“
- En af hverju syngur kórinn
ekki á Króknum?
„Við vildum gjarnan syngja á
Sauðárkróki, en þar sem sætin
eru ekki komin í nýja íþróttahús-
ið hurfum við frá því og í annað
hús er ekki að venda á Króknum.
Bifröst er of lítil til þessara hluta.
I fyrra héldunr við konsert í
íþióttahúskiu með því að flytja
stóla framan úr Miðgarði og það
reyndist vera það mikil fyrirhöfn
að við leggjum ekki út í slíkt
aftur. Okkur hefur Iíka ekki
fundist fólk á Sauðárkróki setja
fyrir sig að fara á söngskemmtan-
ir fram í Miðgarð og það sótt vel
konserta kórsins þar, enda eru
ekki nema 25 km á milli.“
- Kórinn hefur gefið út
hljómplötur.
„Já, við höfum gefið út 2
plötur. Fyrri platan sem gefin var
út í lok tímabils hins þekkta og
ágæta stjórnanda Árna Ingi-
mundarsonar með kórinn er
löngu uppseld og ófáanleg. Á
þessari plötu er það lag sem hefur
verið hvað vinsælast karlakórs-
laga í óskalagaþáttum, Undir
bláhimni og hefur þetta lag aukið
hróður og frægð kórsins. Síðari
platan var gefin út þegar tékk-
neski óperustjórnandinn og lista-
maðurinn Jiri Hlavacék stjórnaði
kórnum. Þessi plata var gefin út í
ríflegu upplagi og enn mun hún
fáanleg þótt víða sé upplagið að
þrotum komið. í tengslum við 60
ára afmæli kórsins í haust er
áformað að gefa út 3. plötuna. Á
þeirri plötu er ráðgert að verði
lög með kórnum undir stjórn sem
flestra stjórnenda sinna. Við eig-
um upptökur frá öllum þessum
tímabilum, nema frá tímum
tveggja fyrstu stjórnendanna.“
- Hvaða hug berð þú til
Heimis?
„Ég held að það væri miklu
tómlegra hérna í Skagafirði án
hans. Ég hugsa að þátttakan í
kórnum gefi mönnum mun meira
en bara ánægjuna af söngnum.
Menn kynnast um leið viðfangs-
efnum hver annars, sem þroskar
þá og gerir þá víðsýnni. Sjálfur er
ég búinn að vera svo lengi í kórn-
um og þar af lengi í stjórninni, að
hann er orðinn eins og hluti af
manni sjálfum. Við höfum verið
ákaflega heppnir að eiga góða
söngmenn, breiddin er mikil. Ég
er ákafiega þakklátur þeim sem
hafa verið mér samtíða í kórnum
og hef orðið þeirrar ánægju
aðnjótandi að starfa í stjórn með
ágætum mönnum. Nú eru auk
mín f stjórninni þeir Pétur Pét-
ursson frá Álftagerði og Árni
Bjarnáson á Uppsölum," sagði
Þorvaldur Óskarsson að lokum.
Þorvaldur Óskarsson.
„Þetta tímabil sem ég stjórn-
aði kórnum var í heild frábær-
lega skemmtilegt,“ sagði Árni
Ingimundarsson sem stjórnaði
Heimi á árunum 1967-’77.
„Annars verður þú að gá að
því að ég er ekki alveg hlut-
Iaus, því móðurætt mín er öll
úr Skagafírðinum. Eg á
frændur, vini, kunningja og
drykkjubræður ef ekki er ann-
að á hverjum bæ bókstaflega.
Eftir kynni mín af Skagfirðing-
um verð ég að segja að mér
fínnst þeir vera alveg sérstakur
þjóðflokkur. Þeirra sérstaða
liggur í því að þegar þeir eru að
skemmta sér þá er það ekki
gert með hangandi hendinni,
engin hálfvelgja þar. Andinn í
kórnum var líka einstaklega
góður og ég held að ég hafí
aldrei orðið var við neina
árekstra eða misklíð. Enda
voru þarna höfuðsnillingar
eins og Dúddi á Skörðugili og
fleiri, sem ég veit nú ekki hvort
eru í kórnum enn.“
Blaðamaður fræddi Árna á því
að Dúddi væri ennþá í kórnum,
húfan hans hefði verið það fyrsta
sem hann sá í Miðgarði á dögun-
um þegar Heimir var að æfa.
„Én Gulli bróðir hans var hann
þar?“ spurði Árni. Nei, ég sagð-
ist ekki hafa séð hann. Þá spurði
Árni mig hvort ég hefði verið
seint á ferð. Honum væri mjög
minnisstætt hvað Gulli var rosa-
lega kvöldsvæfur. Gulli mætti
venjulega fyrstur, en félagar hans
margir, sérstaklega þeir sem áttu
heima alveg í næsta nágrenni,
voru bölvaðir trassar að mæta á
réttum tíma. Æfingarnar hefðu
af þeim sökum staðið lengur fram
á kvöldið, en hann hefði alveg
séð í gegnum fingur sér við Gulla
lífsbaráttu sveitanna“
- segir Konráð Gíslason frá Frostastöðum
„Ég byrjaöi í kórnum 1942. Þá
var Jón Björnsson á Hafsteins-
stööum stjórnandi kórsins. Hann
lagði gífurlega áherslu á að
æfa vel fram að áramótum og
lagði mikla vinnu í raddæfíng-
ar. Mér fannst þessi skipan góð
og við nýtum kannski fyrri
hluta vetrarins ekki eins vel nú
og þá,“ sagði Konráð Gíslason
sem er framarlega í hópi þeirra
sem sungið hafa hvað lengst
með kórnum. Hann er einn
bræðranna sem kenndir eru
við Eyhildarholt og Frostastaði
og sungið hafa lengi í Heimi.
Eitt sinn voru þeir allir níu í
kórnum, í dag eru þeir 4 og 4
synir þeirra. Fyrstu árin sem
Konráð var í kórnum var hann
enn í föðurhúsum í Eyhildar-
holti. Hvernig var að komast á
æfíngar á vetrum yfír Hér-
aðsvötn?
„Þá var æft hérna í Varmahlíð.
Það gat verið vont að komast yfir
Vötnin stundum, þau oft illfær og
varasamar vakir á þeim. Oft
tefldum við djarft bræðurnir, en
okkur fannst vel til þess vinn-
andi, því söngnum vildum við
ógjarnan missa af. Við fórum
yfirleitt gangandi yfir í Glaum-
bæjartorfu ef við vissum af bílum
á ferðinni. Ekki var mikið um
bíla þá, varla margir umfram
mjólkurbílinn sem Árni frændi
okkar á Víðimel ók og við veitt-
um gjarnan fyrirsát. Auðveldast
var að komast á æfingar að vetr-
inum þegar Eylendið var allt
samfelld ísbreiða og hægt að fara
á skautum fram allt.“
- Hvaða augum lítur þú
félagsskap eins og karlakóra?
„I mínum huga hefur þessi
félagsskapur sem annar í sveitum
alveg gífurlega þýðingu, að mað-
ur tali nú ekki um nú á síðustu
árum þegar sorfið hefur að
byggðinni í sveitunum. Ég held
að þetta sé hreinlega þáttur í bar-
áttunni fyrir að líf haldist í þeim.
Við höfum fengið mikið af ung-
um mönnum inn í kórinn síðari
árin og það gefur vissulega
ástæðu til bjartsýni um framtíð
hans. Kórinn er fjölmennari nú
en hann hefur lengstum verið.“
- Hvað finnst þér vera besta
tímabilið í sögu kórsins?
„Við höfum átt þeirri gæfu að
fagna að hafa frábæra stjórnend-
ur í gegnum tíðina sem við eigum
öllum mikið að þakka. En að
öðrum ólöstuðum fannst mér
kórinn ná tónlistarlega bestum
árangri þau 3 ár sem tékknesku
hjónin stjórnuðu honum. Þetta
var sprenglært fólk og það var
aldeilis frábært að vinna með
því. Þá verður að geta þáttar Þor-
valdar Óskarssonar sem gegnt
Konráð Gíslason.
hefur formennsku í kórnum síð-
ustu 14 árin. Þorvaldur hefur sýnt
geysilega ósérhlífni og drift og
við eigum honum mikið að
þakka. Okkur hefur fundist hann
vera svolítið djarfur stundum en
eftir á hefur allt verið gott sem
hann hefur tekið fyrir.“ -þá
Árni Ingimundarson.
þó hann hyrfi venjulega um tíu
leytið, fór þá að leggja sig. Árni
sagði margt skemmtilegt hafa
gerst á þessum tíma.
„Einu sinni plötuðu þeir mig
bölvaðir kettirnir. Ég man ekki
hvaða sumar það var, en þá var
kóramót Heklu haldið hérna
austur undan, byrjað að syngja á
Húsavík og haldið alveg austur í
Egilsstaði. Þegar við hættum að
æfa um vorið var ekkert ákveðið
hvort kórinn færi á mótið, en ég
lofaði að fara með þeim svo
framarlega sem þátttakan yrði
skapleg. Það var svo 1 eða 2 dög-
um fyrir mótið sem hringt var í
mig og spurt hvort þetta yrði ekki
í lagi. Ég hélt það ef þetta væri
eins og talað hefði verið um og
sagði þeim að taka mig bara með.
Það er síðan kjaftfull stærðar
rúta sem rennir hér í hlað. Bíll-
inn vai ekkr fullur af kórféiögum
þar sem margir þeirra höfðu tek-
ið konurnar með og þegar við
vorum komnir austur fyrir heiði
og ég sá ekki fleiri rútur á ferð-
inni fór mig að gruna ýmislegt.
Ég gekk á þá, hvernig þetta væri,
hvort að þeir kæmu ekki fleiri
með? Þeir fóru undan í flæmingi
til að byrja með, en viðurkenndu
svo að þetta væri allur hópurinn
utan fjögurra kórfélaga sem væru
á leiðinni á einkabíl. Ég varð
öskureiður þar sem 10-15 kórfé-
laga vantaði og mér var skapi
næst að snúa við, en sagði svo að
þeir yrðu þá að gjöra svo vel að
standa sig.
Fyrst var sungið í nýbyggðu
félagsheimilinu á Húsavík, geysi-
lega mikilli byggingu en ófrá-
genginni. Sólskin og 20 stiga hiti
var þennan dag og hitinn inni í
húsinu þar sem fjölmargir kórar
voru saman komnir var svo mikill
að ég ætla ekki að lýsa því. Af
þeim sökum rak ég allan kórinn
út úr húsinu þó nokkru áður en
við áttum að syngja.
Ég var auðvitað búinn að bölva
og ragna og hundskamma kórfé-
lagana fyrir að plata mig svona.
Þeir voru ábyggilega skíthræddir
og það var örugglega því mikið
að þakka að við gerðum alveg
stormandi lukku. Söngurinn
tókst svona rosalega vel og mig
minnir meira að segja að það
hafi verið búið að banna kórun-
um að taka aukalag, en við kom-
umst ekki hjá því fólkið klappaði
svo mikið. Þegar við komum út í
sólskinið á eftir bullsveittir með
jakkana á öxlunum og ég hafði
hælt kórfélögunum í hástert fyrir
þessa frábæru frammistöðu, og
sagt eitthvað á þá leið að
við hefðum örugglega aldrei
sungið betur, að svolítilli þögn
sló á hópinn. Þá er það sem
Dúddi segir allt í einu upp úr eins
manns hljóði þessi óborganlegu
orð. „Ja Árni, ég hugsa að við
getum aldrei fullþakkað þeim
sem urðu eftir heima.“ Það
sprakk auðvitað allur hópurinn
og þeir lofuðu mér því hvort sem
þeir hafa staðið við það eða ekki,
að færa þessi orð Dúdda inn í
fundargerðarbækur kórsins.“
Árni sagði að eitt sinn í svart-
asta skammdeginu að loknum vel
heppnuðum söng kórsins á Hól-
um í Hjaltadal hafi einn kórfé-
laga þekktur fyrir sinn ágæta
heimilisiðnað dregið sig afsíðis
og hann strax vitað hvað átti að
gera. Þegar Árni hafði tekið
stærðar sopa úr pelanum og spýtt
honum út úr sér og spurt, „hvað
ertu að gefa mér bölvaður köttur-
inn,“ kom í ljós að ölgerðarmað-
urinn hafði farið tunnuvillt í
myrkrinu í skemmunni og dýft
pelanum ofan í tunnu með slát-
ursýru í.
Árni minntist á lokaæfinguna
þar sem upptakan á fyrstu plöt-
unni var gerð. Hann sagði að lag-
ið Undir bláhimni sem seinna
varð geysivinsælt hefði þá aldrei
verið kallað annað en Maggi á
Vöglum, en textinn var eftir
Magnús Gíslason á Vöglum.
Árni sagði að kór Iðnaðardeildar
Sambandsins á Akureyri sem
hann stjórnar núna, hefði hvorki
látið laust né fast fyrr en þetta lag
var tekið í prógrammið.
„Ég bið að heilsa þeim öllum,“
sagði Árni að lokum og fór aftur
að tala um hvað hefði verið
skemmtilegt á kaffikvöldunum
og við hin ýmsu tækifæri hjá
Heimi. -þá