Dagur - 10.03.1987, Síða 11
10. mars 1987 - DAGUR - 11
Byggðastefna
á brauðfótum
Laus er til umsóknar
staða skólastjóra
og staða kennara
við Tónskóla Ólafsfjarðar.
rm
í fyrri grein minni gerði ég að
umtalsefni þá fullyrðingu
Jóhannesar Geirs Sigurgeirs-
sonar, þriðja manns á lista Fram-
sóknarflokksins, að landsbyggðin
standi enn traustum fótum á
þeim grunni sem lagður var upp
úr 1970. Margt bendir til þess að
hér sé um að ræða grnndvallar-
misskilning, sem gæti reynst ekki
aðeins framsóknarmönnum held-
ur þjóðinni allri vegvísir að
versnandi lífskjörum og lands-
byggðinni ávísun á nýtt niður-
lægingartímabil.
Ekki er fjarri lagi að segja, að
nokkur þáttaskil hafi orðið í
byggðamálum 1972 þegar Fram-
kvæmdasjóður ríkisins var stofn-
aður og Byggðasjóður tók við af
Atvinnujöfnunarsjóði. Byggða-
sjóði var ætlað það hlutverk að
stuðla að jafnvægi í byggðum
landsins og einkum að efla
atvinnulíf á landsbyggðinni. Til
þess hafði hann rýmri fjárráð en
Atvinnujöfnunarsjóður hafði
haft. Talið er að á árunum 1972
til 1983 hafi Byggðasjóður varið
til verkefna á sviði byggðamála
um 3,5% af allri fjármuna-
myndun í atvinnuvegunum.
Á þessum árum rann fé til
landsbyggðarinnar með tvennum
hætti. Annars vegar var um að
ræða beina opinbera styrki, hins
vegar var miklu fé beint til lands-
byggðarinnar með óverðtryggð-
um lánum. Óverðtryggð lán má
líta á, að hluta til, sem styrkveit-
ingar, að því leyti sem vextir
héldu ekki í við verðbreytingar,
en vextir voru oft á þessu tímabili
neikvæðir um 15-20%. Verð-
bólgan varð þannig til að breyta
innlendu sparifé landsmanna í
styrkveitingar. Hefur sú skoðun
komið fram, að telja megi um
helming óverðtryggðra lána svara
til beinna styrkveitinga. Þegar
innlent sparifé þraut, var gripið
til þess að útvega erlent lánsfé.
Frá 1978 er mest allt fé fjárfest-
ingalánasjóða frá útlöndum
komið. Sú skuldasöfnun, sem úr
böndum fór á árunum 1978-1983
ræður mestu um það hve erfið-
lega hefur gengið að bæta lífskjör
íslendinga, þótt vel hafi árað
undanfarin tvö ár. Um 6 millj-
arðar fóru í vaxtagreiðslur af er-
lendum lánum á síðastliðnu ári.
Þessir sex milljarðar eru svipuð
upphæð og allur álagður brúttó-
tekjuskattur, áður en barnabætur
dragast frá honum.
Það fjármagn, sem veitt var til
landsbyggðarinnar á þessu tíma-
bili (1972-1983) fór einkum til
fjárfestingar í sjávarútvegi og
landbúnaði, en einnig í síauknum
mæli til að leysa rekstrarvanda
bágstaddra fyrirtækja. Á þessu
tímabili hlóðust upp skuldir fyrir-
tækja, einkum í frumatvinnu-
vegum, sem eru mikilvægustu
atvinnuvegir landsbyggðarinnar.
Nú er eðlilegt að menn velti
vöngum yfir því, hvers vegna
fyrirtæki landsbyggðarinnar hafi
verið svo illa stödd í rekstri
sínum, að þau hafi leiðst út í það
óráð að safna rekstrarskuldum
með tilheyrandi fjármagnskostn-
aði.
Á árunum 1971-1983 ríkti
sterk tilhneiging til að laga gjald-
eyrismál þjóðarinnar að ósk-
hyggju fremur en raunveruleika,
og halda gengi íslensku krónunn-
ar hátt skráðu. Verðlag erlends
gjaldeyris réðst ekki af eftir-
spurn, heldur var því haldið lágu,
væntanlega í þeim vonlausa til-
gangi að skapa frið á vinnumark-
aði með því að falsa framfærslu-
Síðari grein
vísitölu og ná þannig sýndarjafn-
vægi í þjóðfélaginu. Verðbólg-
unni varð ekki veitt viðnám með
þessum aðferðum, heldur var
henni frestað. Fresturinn jafngilti
því, að útsala væri haldin á þeim
gjaldeyri, sem undirstöðuat-
vinnuvegir þjóðarinnar, þ.e.a.s.
landsbyggðin, streittist við að
afla. Með þessum hætti var grafið
undan mikilvægustu atvinnu-
greinum landsbyggðarinnar og
henni att út í skuldafenið.
Viðskiptajöfnuður, eða réttara
sagt viðskiptaójöfnuður þjóðar-
innar segir sína sögu um þessa
hrapalegu efnahagsstefnu. Síð-
astliðin 17 ár hefur viðskipta-
jöfnuðurinn aðeins verið hag-
stæður einu sinni, árið 1978, þar
til nú að jöfnuður er talinn hafa
náðst á síðasta ári. Lengst gengu
íslendingar í því að eyða um efni
fram 1982, þegar viðskiptajöfn-
uður var óhagstæður um 8% af
landsframleiðslu. Þetta gerðist í
kjölfar mikilla aflaára.
Það þarf mikinn kjark til að
halda því fram, að landsbyggðin
standi enn traustum fótum á
þeim grunni, sem lagður var með
því að grafa undan mikilvægustu
atvinnnugreinum landsins og
steypa þeim út í skuldafenið. Það
þarf raunar mun meira til þess en
kjark.
Gengisstefnu áranna 1971-
1983 má líkja við blóðtöku. Sjáv-
arútvegi, fiskvinnslu og útflutn-
ingsiðnaði var tekið blóð og gefið
deyfandi lyf til að minnka
þjáningarnar. Nú sitja menn uppi
með fráhvarfseinkennin, byrðar
erlendra skulda.
íslendingar hafa horfið frá
þessari stefnu. Ég stóð í þeirri
meiningu að Framsóknarflokkur-
inn hefði, þrátt fyrir fortíð sína
eða kannski vegna hennar, staðið
af heilindum að því með Sjálf-
stæðisflokknum að hverfa frá
þessari stefnu. Ef framsóknar-
menn eru farnir að sakna liðins
tíma, og hyggjast nú snúa sér að
fortíðinni, þá er best að það komi
skýrt fram og skorinort, helst frá
fleiri mönnum en þriðja manni á
lista þeirra í Norðurlandskjör-
dæmi eystra.
Viðskiptajöfnuður hefur nú
náðst. Það er spor í rétta átt, en
þó engan veginn nægilegur
árangur. Verðbólgan var 13% á
síðastliðnu ári. Það er umtals-
verður árangur, einkum miðað
við verðbólgumet vinstri stjórna,
en þó engan veginn nægilegt. Á
þeirri braut, sem við erum nú á,
Félag kartöflubænda
við Evjatjörð
boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 12.
mars 1987 kl. 20.30 í Barnaskóla Svalbarðsstrandar.
Fundarefni.
Yinnslu og sölumál kartaflna.
eigum við að halda áfram. Á
þeirri leið höfum við ekki efni á
að mæta vofum liðinna mistaka,
allra síst höfum við efni á að
fylkja okkur undir merki þeirra.
Áð það skuli vera ungur fram-
sóknarmaður, sem vekur upp
slíka afturgöngu, veit ekki á gott.
Það er nóg um gamlar vofur í
Framsóknarflokknum, þótt ungir
og dugandi bændur magni þjóð-
inni ekki nýjar óþurftarsend-
ingar.
Það er kominn tími til að
íslendingar hætti að lifa í draumi
og taka út úr gleðibankanum lífs-
viðurværi á kostnað komandi
kynslóða. Þjóðin verður að hætta
að líta á erlendar lánastofnanir
sem auðlind. Við megum ekki
líta til Framsóknaráratugarins
sem fordæmis.
27.02.1987
Tómas I. Olrich
Nánari upplýsingar veita formaður tónskólanefndar Guð-
rún Jónsdóttir í síma 96-62274 og skólastjóri Colin D.
Harper í síma 96-62502.
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði.
Lausar stöður
Við heimspekideild Háskóla íslands eru lausar
til umsóknar eftirtaldar tímabundnar lektors-
stöður:
1. Lektorsstaða í amerískum bókmenntum.
2. Lektorsstaða í sagnfræði.
3. Lektorsstaða í rökfræði og aðferðafræði.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar til þriggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
3. april nk.
Menntamálaráðuneytið, 4. mars 1987.
Denna-spumingakeppni
framhaldsskólanna um tónlist
í Sjallanum 12. mars kl. 20.30
§ ----------------------
Skólarnir sem keppa á fimmtudaginn eru:
Menntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Fjölbrautaskólinn á Sauöárkróki
Menntaskólinn í Hamrahlíð
Mætum öll til að styðja okkar lið
og fylgjast með hörkukeppni
* Dennakeppnin er um popptónlist.
* Dennakeppnin er skemmtileg og
spennandi keppni færustu tón-
snillinga hvers skóla við klukku,
taugar, þekkingu og hraða.
+ Dennakeppnin er haldin með þátt-
töku allra framhaldsskóla á landinu.
+ Dennakeppnin er fyrir þig.
+ Dennakeppninni er stýrt af Stein-
grími Ólafssyni og Ásgeiri Tóm-
assyni Bylgjumanni.
Félag ungra framsóknarmanna
á Akureyri og nágrenni
Denni er póiitískur og spilar á miðjunni
Seljum bæði nýja og sólaða
hjólbarða,
af öllum gerðum.
rerð
Norðlensk gæði
W
Norðlenskt fyrírtæki
Gúmmívinnslan hf.
Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776