Dagur - 11.03.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 11.03.1987, Blaðsíða 8
o 8 w DAGUR ;-; 11. mars 1987 Eigendur Járntækni hf. F.v. Sveinn Eggertsson, Jón Ásmunds- sonogReynirBjörnsson. Mynd: kk í þessari járnavinnu, man ég ekki eftir jafn mikilli vinnu hér fyrir norðan og er í dag. Ég held að það sé alveg ljóst að það er upp- gangur hjá öllum smiðjum í bænum,“ sagði Jón Ásmundsson. „Við erum með mikið af föstum viðskiptavinum, bæði hér í bæn- um og í sveitunum hér í kring. Vélakostur okkar er mjög góður og við erum mun betur settir en margir aðrir og betur en margir halda. Þannig að við erum bjart- sýnir á framtíðina,“ sögðu þeir Jón og Sveinn að lokum. -KK - segja þeir Jón Asmundsson og Sveinn Eggertsson tveir af eigendum Járntækni á Akureyri „Okkur var ekki spáð vel í byrjun en þetta hefur gengið mjög vel og mun betur en við þorðum að vona,“ sögðu þeir Sveinn Eggertsson og Jón Ásmundsson tveir af þremur eigendum Járntækni hf. á Akureyri. Þeir félagar ásamt Reyni Björnssyni hafa rekið fyrirtækið í rétt rúm þrjú ár en þeir störfuðu allir hjá Atla hf.. áður. „En við þurftum að leggja töluvert mikið á okkur fyrsta árið til þess að þetta gengi,“ sögðu þeir félagar einnig. Járntækni vinnur alla almenna járnsmíði, svo sem við nýsmíði, viðgerðir og viðhald. Fyrirtækið var upphaflega til húsa að Óseyri 6 en fljótlega sprengdu þeir félag- ar það húsnæði utan af sér. Þeir fluttu því fyrirtækið í Frostagötu þar sem það er enn. Eins og fyrr sagði hefur fyrir- tækið gengið vel og það hefur stækkað jafnt og þétt. Fyrsta stóra verkefni þeirra félaga var í verkalýðshöllinni á Akureyri, við stiga og handrið. f fyrrasumar unnu fjórir menn frá fyrirtækinu við síldarverksmiðjuna á Nes- kaupstað í um tvo mánuði. Einnig hafa þeir unnið stór verk- efni fyrir sjúkrahúsið og vatns- veituna. Pá hefur vinna fyrir útgerðina aukist jafnt og þétt, t.d. við niðursetningar á bátavél- um svo eitthvað sé nefnt. í dag er stærsta verkefni fyrir- tækisins við smíði snjópióga fyrir Vegagerðina. Alls verða smíðaðir sex slíkir og er smíði þriggja þgirra þegar lokið. í dag vinna 8 manns í fullu starfi við fyrirtækið, auk skrifstofumanns í hálfu starfi. - En hvað með framtíðina, er útlitið bjart? „í þau 16 ár sem ég hef starfað Stærsta verkefnið hjá Járntækni í dag, er smíði á snjóplógum fyrir Vegagerðina. Á myndinni sést veghefill Vega- gerðarinnar með einn slíkan. Mynd: rþb „Hefur gengið betur en við þorðum að vona“ .Jeiklist. Frábær skemmt- un í Freyvangi Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur. Uppfærsla Leikfélags Önguls- staðahrepps og U.M.F. Árroð- ans í Freyvangi. Höfundar: Edda Björgvinsdóttir, Hlín Agnarsdóttir. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn, Anton Helgi Jónsson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjórn og hönnun leikmynd- ar: Svanhildur Jóhannesdóttir. Dansar og dansþjálfun: Alice Jóhanns. Söngstjórn: Þórdís Karlsdóttir, Atli Guðlaugsson. Undirleikarar: Þórdís Karlsdótt- ir, Eiríkur Bóasson. Lýsing: Halldór Sigurgeirsson. Leikverkið „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur" hefur nú ver- ið á fjölum Freyvangsleikhússins í Öngulsstaðahreppi um nokkurn tíma, aðsókn verið mjög'góð að því er best er vitað, og það er vafalaust engin tilviljun. Hér er á • ferðinni bráðskemmtilegt verk sem allir ættu að geta haft gamap af. Leikritið segir frá Guðmundi nokkrum, sem tilheyrir svokall- aðri ’68 kynslóð. Lífshlaup hans frá stúdentsprófi 1968 til dagsins í dag er rakið og það er hreint með ólíkindum sem Guðmundur hef- ur reynt, en þó engin furða vegna' þess að hann er leitandi sál: „Frelsi var e.t.v. leiðarljós þess- arar kynslóðar. Frelsi til að lifa, frelsi til náms, frelsi til að brjóta af sér venjur, frelsi til að láta sér mistakast, frelsi í ástum,“ segir m.a. í leikskrá um Guðmund og hans kynslóð. Guðmundur nýstúdent eignast barn með Höllu skólasystur sinni. Hann fer í viðskiptafræði, tekur þátt í námsmannamótmæl- um, tekur sáman við hverja kon- una á fætur annarri í tímans rás, fer í stjórnmálafræði, járnsmíðar Hannes Örn Blandon, sem leikur Guömund sjálfan, í hópi kvennanna sem koma við sögu í lífj hans. af á'st til verkalýðsins, fer í !iál- fræði, félagsráðgjöf, mótmælir . Vietnam-stríðinu, gerist hippi og verður rauðsokki, fer í bók- menntir og gengur í Torfusam- tölþn, gerir upp gamalt hús og klæðir innan með panpl, fer að skrifa um matargerð og heilsu, gerist hommi um tíma og byrjar að skrásetja lífshlaup sitt í stóra bók sem á að heita „Ekki sjálfs- ævisaga". Þáð er ekki heiglum hent að koma öllu þessu fyrir í leikverki sem tekur kvöldstund í flutningi. En það tekst, hver myndin renn- ur upp af annarri og skiptingar eru hraðar og fumlausar hjá leikendum og öðrum aðstand- endum leiksýningarinnar í Frey- vangi. Það er aldrei dauður punktur, alltaf eitthvað að gerast og oftast hlægilegt. Söngurinn setur skemmtilegan svip á sýning- una enda vel að þeirri hlið verks- ins staðið - lögin skemmtileg og grípandi, svo og textarnir og fullt af frambærilegum söngmönnum í Öngulsstaðahreppi. Það er mikil leikgleði ríkjandi á sviðinu í Freyvangi og frammi- staðan alveg með ágætum. Stærsta hlutverkið, Guðmund Þór, leikur Hannes Örn Blandon og fer hann á kostum með góða framsögn og skemmtilegt látbragð. Sonur hans Garpur Snær er leikinn af Ingólfi Jó- hannssyni, sem skilar hlutverki nútíma töffarans með ágætum. Elín Sigurðardóttir er lykilmann- eskja í söngatriðum og ferst það vel úr hendi. Anna Ringsted skil- ar hinni öfgafullu Ingu með hæfi- legum ofleik og áfram mætti halda upptalningunni, sem yrði tilbreytingarlítil lofrolla sem eng- um tilgangi þjónar. Þó þykir mér rétt að nefna Stefán Guðlaugsson sem fer með hlutverk Hólmgeirs, ákaflega sérstæðs karakters. Aðrir leikendur eru Elísabet Skarphéðinsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Katrín Ragnars- dóttir, Jóhanna Valgeirsdóttir, Jónsteinn Aðalsteinsson, Birgir Jónasson, Ágústína Haraldsdótt- ir, ÓIi Þór Ástvaldsson, Pétur B. Hansen, Bjarni Kristinsson, Ásta Stefánsdóttir, Inga Gunnarsdótt- ir og Eiríkur Bóasson. Flest leika þau fleiri en eitt hlutverk, en hlutverkin í sýningunni telst mér til að séu 47 sem 18 leikarar sjá um að túlka. Fyrir þá sem eru á svipuðum aldri og aðalpersónan er þetta stykki eiginlega óborganlega fyndið. Menn sjá þarna sjálfa sig eða kunningjana. Aðrir aldurs- hópar hljóta að hafa gaman af einnig, því verkið er hnyttið og framganga leikendanna prýðileg. Svanhildi Jóhannesdóttur, leik- stjóra, hefur tekist vel til. Aðstandendur þessarar sýning- ar eiga þakkir skildar fyrir frá- bæra skemmtun og ástæða er til að hvetja nágranna þeirra á Akureyri og víðar til að renna fram að Freyvangi og eiga skemmtilega kvöldstund. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.