Dagur - 11.03.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 11.03.1987, Blaðsíða 9
11. mars 1987 - DAGUR - 9 _Jþróttir. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson skoraði 5 mörk fyrir Þór í leiknum gegn KA í Akureyrarmótinu og lék vel. Handbolti 2. flokks: Þór Akur- eyrarmeistari - sigraði KA 25:21 Þórsarar urðu Akureyrar- meistarar í handbulta 2. ttokks, síöastliðið föstudags- kvöld er þeir sigruðu KA- menn með 25 mörkum gegn 21. Uppistaðan í 2. flokks liði Þórs eru strákarnir úr 3. flokki félagsins, 8 talsins. Fyrri hálfleikur var hnífjafn frá upphafi til enda og í hálfleik var staðan jöfn 11:11. Þetta sama jafnræði hélst með liðunum fram í miðjan síðari hálfleik eða þar til staðan var orðin 17:17. En Þórs- arar reyndust sterkari á enda- sprettinum, þeir sigu fram úr og sigruðu 25:21. Mörk Þórs: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 5, Jóhann Samú-) elsson 5, Ólafur Hilmarsson 5, Páll Gíslason 4, Árni Þór Árna- son 3, Kjartan Guðmundsson 2 og Sævar Árnason 1. Mörk KA: Jón Kristjánsson 7, Axel Björnsson 6, Anton Péturs- son 4, Svanur Valgeirsson 3 og Torfi Halldórsson 1. Framhaldsskólamótið í svigi: Sveit VMA sigraði Sveit Verkmenntaskólans á Akureyri sigraði með yfirburð- um á framhaldsskólamótinu í svigi sem fram fór í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Þarna mættust 7 sveitir úr 5 skólum og var keppnin um 2. og 3. sætið mjög jöfn. Hver sveit sem í eru 5 manns Getraunir: Einn með 3 tólfur er blönduð konum og körlum en það eru 4 bestu tímarnir saman- lagt sem gilda í keppninni. í sig- ursveit VMA voru engir nýgræð- ingar á skíðum en hana skipuðu Guðrún H. Kristjánsdóttir, Ánna María Malmquist, Bryndís Ýr Viggósdóttir, Valdimar Valdi- marsson og Birkir Sveinsson, allt skíðafólk í fremstu röð hér á landi. I öðru sæti varð sveit Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og í því þriðja sveit Menntaskólans á Akureyri. Sveit VMA var á tímanum 2:24.37, sveit Fjöl- brautaskólans í Garðabæ á 2:34.03 og sveit MA á 2:34.26. Umsjón: Kristján Kristjánsson KA-Breiðablik í Höllinni í kvöld: „Ætlum að hefna fyrir leikinn í Kópavogi" - segir Geir Hallsteinsson þjálfari Breiðabliks „KA hefur spilað ágætlega í vetur og það hefur ckkert lið getað bókað sigur gegn þeim. Við ætlum okkur að hefna grimmilega fyrir leikinn hér í Kópavogi sem endaði með jafntefli en ég geri mér fylli- lega grein fyrir því að það verður erfitt og að við verðum að leika af fullum krafti til að það takist,“ sagði Geir Hall- steinsson þjálfari Breiðabliks í handbolta en í kvöld leika KA og UBK í 1. deildinni. Leikur- inn fer fram í Iþróttahöllinni og hefst kl. 20. „Það hefur verið góður stíg- andi í KA-liðinu en að vísu kom tapið gegn ÍBV í fyrrakvöld mér nokkuð á óvart. Við erum að berjast fyrir Evrópusæti og það verður ekkert gefið eftir í þeirri baráttu, ekki tomma. Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik, á raunhæfa möguleika á Evrópu- sæti og það kemur í ljós á næst- unni hvort strákarnir hafi taugar til þess að klára þetta dæmi,“ sagði Geir. - En hafa þínir menn verið að gefa eftir upp á síðkastið? „Ekki nema þá andlega. Við höfum að vísu verið að spila við FH og Víking á útivöllum og töpuðum því en við vorum búnir að vinna bæði liðin á heimvelli, þannig að þetta eru engin stórslys. Nú við unnum Fram í síðustu viku, lið sem var að berj- ast upp á líf og dauða. Það versta í þessu öllu eru þessar pásur á milli leikja. Maður veit aldrei í hvernig dagsformi strákarnir eru.“ - Eru Víkingar þegar búnir að vinna mótið? „Að mínu mati eru þeir búnir að gera það. Þeir eru held ég vel að því komnir, þeir eru ekki eins og önnur lið sem hafa verið að tapa fyrir slakaridiðum. Víkings- liðið er heilsteypt, með mikla reynslu og í liðinu eru strákar sem hafa verið að spila í landsliði íslands, hvað sem það nú heitir A-landslið, U-21 árs eða 18 ára landslið," sagði Geir að lokum. „Þeir eru sigurstranglegri en við eigum möguleika“ „Við höfum hugsað okkur líka að hefna fyrir jafnteflið gegn UBK í Kópavogi um daginn. Við jöfnuðum að vísu í lokin en sigurinn hefði alveg eins getað lent okkar rnegin," sagði Brynjar Kvaran þjálfari KA er hann var inntur eftir leiknum við UBK í kvöld. „Staða Breiðabliks í deildinni sýnir það að þeir hafa spilað mjög vel í vetur. Það áttu margir von á því að botninn mundi detta úr leik liðsins þegar fram í sækti en það hefur ekki gerst." - En hvernig eru þínir menn innstilltir í dag? „Það vantar allan stöðugleika í þetta hjá okkur. Við erum í geysilegum vandræðum með allt sem snýr að varnarleik þessa dag- ana. Það næst enginn árangur í handknattleik nema með góðum varnarleik. Þá hafa lykilmenn liðsins spilað mjög köflótt að undanförnu. Vel einn daginn en svo eins og lélegir 3. deildar leik- menn þann næsta. Þetta er vandamál sem erfitt er að glíma við en verður að finnast lausn á.“ - En eigið þið ekki jafnmikla möguleika og þeir í kvöld? „Eins og liðin hafa spilað að undanförnu verða þeir að teljast mun sigurstranglegri. En það er spurning hvort okkar menn fari að leggja sig betur fram og nái að „Trúi ekki öðru en að menn skamniist sín fyrir frammistöðuna gegn IBV og taki á honum stóra sínum i kvöld,“ segir Brynjar Kvaran þjálfari KA. sýna það besta sem í þeim býr. Ef það tekst eigum við möguleika og þá með góðum stuðningi áhorfenda sem við náttúrlega stólum á. Og ég trúi ekki öðru en að menn skammist sín fyrir frammistöðuna gegn ÍBV og taki á honum stóra sínum í kvöld,“ sagði Brynjar Kvaran þjálfari KA. Skoti til KS Siglfírðingar hafa fengið góðan liðsstyrk i knatt- spyrnu fyrir komandi keppn- istímabil. Joe Woods, 25 ára Skoti hefur ákveðið að leika með liðinu í sumar. Woods sem er fyrst og fremst varn- armaðtir en getur þó leikið fleiri stöður á vellinum, lék á sínum tíma með St. John- stone í 1. deildinni skosku. Woods kom til Siglufjarð- ar fyrir skömmu þar sem gengið var frá þessum mál- um en hann þurfti m.a. að hafa aðsetursskipti til þess að verða löglegur með KS í fyrsta leik í 2. deildinni í vor. Hann mun síðan hitta KS-inga í Danmörku um páskana, æfa þar og keppa með þeim og konia síðan alkominn til íslands með lið- inu úr þeirri ferð. Landsflokka- glíman á Akureyri Landsflokkaglíma íslands verður haldin í íþróttaskemm- unni á Akureyri á laugardag- inn kemur og hefst kl. 14. Alls eru skráðir 56 keppendur til leiks frá HSK, HSÞ, KR. UÍA og UMF. Víkverja. Búast má við jafnri og skemmtilegri keppni og þarna gefst íþróttaáhugafólki gullið tækifæri á því að fylgjast með elstu íþrótt sem stunduð er á íslandi í dag. - og 40 ellefur Baldur Karlsson frá Húsavík, gerði það gott í 29. leikviku getrauna um helgina. Hann var með þrjár tólfur og hvorki meira né minna en 40 ellefur. Ekki fékkst það staðfest hjá íslenskum getraunum hvort þetta væri íslandsmet en ekki þótti fjarri lagi að svo væri. Alls komu fram 18 raðir með 12 leikjum réttum og var vinningur fyrir hverja þeirra kr. 37.780. 281 röð kom fram með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja þeirra kr. 1.037. Baldur fékk því 113.340 krón- ur fyrir tólfurnar sínar þrjár og kr. 41.480 fyrir ellefurnar eða samtals 154.820 krónur. Hann var með 37 gula seðla að þessu sinni og einnig nokkra græna eða opna seðla svokallaða. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Baldur er með tólf leiki rétta, hann hefur verið iðinn við kolann á undan- förnum árum og nokkrum sinn- um hefur hann hirt allan pottinn. Tveir akureyrskir knattspyrnumenn: Æfa með þýsku félagsliði Þeir Illynur Birgisson úr Þór og Björn Pálmason úr KA halda til Þýskalands um næstu helgi en þar munu þeir dvelja við knattspyrnuæfíngar í hálf- an mánuð. Þeir munu æfa með Rot Wiss Essen en það lið er í 7. sæti í 2. deildinni þýsku í dag og hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Strákarnir munu búa heima hjá Alfreð Gíslasyni handknatt- leiksmanni, meðan á dvöl þeirra stendur og mun hann jafnframt verða þeim innan handar. Þjálf- ari Rot Wiss Essen er mjög fræg- ur þjálfari, Ostrubes að nafni en hann var þjálfari hjá stórliðinu Hamburger Sportwerein í ein 6-7 ár. Það er því ljóst að þeir Hlyn- ur og Björn verða í góðum hönd- um meðan á dvöl þeirra stendur. Hlynur hefur æft og keppt með Ólympíulandsliði íslands í knatt- spyrnu í vetur og fór m.a. með liðinu til Kuwait á dögunum og lék þar sinn fyrsta A-landsleik. Ólympíuliðið á að leika á Ítalíu í byrjun apríl og ef Hlynur verður valinn í þann leik mun hann að öllum líkindum koma til liðs við liðið beint frá Þýskalandi. Hlynur Birgisson mun dvelja í Þýskalandi næsta hálfa mánuðinn og æfa með þýsku fclagsliði, ásamt Birni Pálmasyni úr KA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.