Dagur - 31.03.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 31.03.1987, Blaðsíða 3
31. mars 1987 - DAGUR - 3 Akureyrarhöfn: Fjögurra ára áætlun unnin á 3 árum -109 millj. til fiskihafnarinnar Framsals- réttur skertur - óhagræði í útgerð Eins og fram hefur komið í fréttum í Degi voru nýlega settir veltikilir á togarann Júlíus Havsteen hjá Slippstöð- inni á Akureyri, en um leið var fiskinóttökunni í skipinu breytt þannig að rými fengist til slæg- ingar á bolfíski. I fyrravor var settur frystibúnaður í Júlíus og síðan hefur skipið einhliða ver- ið á rækjuveiðum og fryst allan aflann um borð en bolfískkvóti skipsins hefur verið framseldur til togarans Kolbeinseyjar. Kristján Asgeirsson fram- kvæmdastjóri Höfða hf. sagði að þær breytingar sem gerðar hefðu verið á skipinu væru til þess að hægt væri að beita því á sem hag- kvæmastan hátt við veiðarnar. Grálúða væri t.d. góð markaðs- vara og takmarkanir væru á rækjuveiðum, tíu daga hlé bæði um páska og verslunarmanna- helgi. Breytingar hafa verið gerðar á reglugerð í sambandi við stjórn fiskveiða. Rækjuveiðiskip héldu bolfiskkvóta sínum óskertum 1985 en 1986 var framsalsréttur þeirra skertur um hálft tonn af bolfiski á móti einu tonni af rækju og fyrir árið 1987 hefur framsalsrétturinn verið skertur um tonn á móti tonni. „Við höf- um fært yfir á Kolbeinsey það sem við höfum getað framselt af Júlíusi og vorum þess vegna mjög mótfallnir þessari reglugerðar- breytingu," sagði Kristján. „Markmiðið með stjórnun fisk- veiða var tvíþætt, annars vegar efnahagslegur ávinningur, með aðgerðum eins og hjá okkur sem létum bara eitt skip veiða þorsk- kvótann, og svo líffræðilegur ávinningur þ.e.a.s. takmarkanir á veiðum. Við teljum að nú sé stjórnunin farin að riðlast svolítið miðað við upphaflegu markmiðin fyrir það að þau skip sem fengið hafa framsal frá öðrum skipum hafa ekki farið á rækju, en með svona mikilli skerðingu á framsali getur það leitt af sér að þau hafi ekki bolfisk til að veiða og verði að fara á rækju. Þetta teljum við mjög mikið óhagræði í útgcrð." IM Flugfélag Norðurlands: Flug um Ólafsfjörð fellt niður í sumar - Byrja aftur næsta haust „Það er ekki grundvöllur fyrir þessu flugi á sumrin,“ sagði Friðrik Adólfsson hjá Flug- félagi Norðurlands um niður- fellingu flugs frá Ólafsfírði til Reykjavíkur í sumar. Flugfélag Norðurlands hefur flogið áætlunarleið Ólafsfjörður- Reykjavík-Ólafsfjörður og hefur það flug notið vinsælda hjá Ólafs- firðingum. Friðrik sagði að þegar færi að vora yrði færðin það góð að þeir sem þyrftu að fara stuttar ferðir til Reykjavi'kur frá Ólafs- firði keyrðu til Akureyrar og tækju áætlun Flugleiða þaðan og til baka. „Það er ekki þar með sagt að við séum hættir við þetta flug, því næsta vetur verður þessi ferð sett inn á áætlun,“ sagði hann. gej- „Með þeirri 4 ára áætlun sem hafnarstjórn hefur samþykkt er nær eingöngu verið að hugsa um uppbyggingu físki- hafnarinnar, sem á að koma norðan við bryggjuna við Utgerðarfélag Akureyringa,“ sagði Guðmundur Sigur- björnsson hafnarstjóri á Akur- eyri um framkvæmdaáætlun Akureyrarhafnar næstu árin. Aætlun hafnarinnar er upp á rúmar 112 milljónir króna og af þeirri upphæð eiga að renna til fiskihafnarinnar tæplega 109 milljónir. Mismuninum er ætlað að renna í frantkvæmdir við frá- gang við Sandgerðisbót. Þrátt fyrir 4 ára áætlun hafnar- stjórnar, er gert ráð fyrir að vinna áætlað verk við fiskihöfn- ina á næstu 3 árum. Framkvæmdir í ár eru meðal annars þær að lengja á svokallað- an Slippkant. Þar átti eftir að reka niður 26 fremstu skúffurnar í stálþilinu og ganga frá enda kantsins. Efnið er til og verður byrjað að vinna þetta verk ineð vorinu. Áætlað er að kantur þessi hlífi væntanlegri fiskihöfn fyrir norðanöldunni. Á þessu ári er líka áætlað að byggja grjótgarð, sem kemur norður úr togara- bryggjunni. Á hann að verða 200 metar langur og þjóna sem ytri vörn fiskihafnarinnar. Þessar framkvæmdir ásamt frágangi í Sandgerðisbót verða fram- kvæmdir ársins í ár. Kostnaður við þessi verk er áætlaður um 30 milljónir. Á næsta ári er reiknað með að reka niður stálþil norður úr tog- arabryggju og verður þilið 70 metra innan við grjótgarðinn. Við þetta myndast 150 metra lögn viðlega inni í höfninni. Til þessa verks eru áætlaðar 42 millj- ónir. Árið 1989 ætlar hafnarstjórn að slá saman framkvæmdum ár- anna 1989 og '90. Þá á að dýpka í fiskihöfninni og nota efnið sem dælt verður upp til uppfyllingar milli grjótgarðsins og stálþilsins. Þar myndast land sem verður rúml. 10 þúsundfermetrar. Þetta stig framkvæmdanna kostar um 40 milljónir. Verkið mun þá verða komið í 112 milljónir. Samkvæmt lögum á ríkið að greiða allt að 3A kostnaðar við hafnarframkvæmdir. Gert er ráð fyrir 37 milljóna ríkisframlagi til framkvæmda á Akureyri sam- kvæmt þingsályktunartillögu sem liggja mun fyrir þinginu á kom- andi hausti. Af þeirri tölu eru 11,4 milljónir óuppgerðar vegna eldri framkvæmda. Rekstraraf- gangur hafnarinnar er áætlaður um 13 milljónir á þessu ári og rennur til þessa verks. Það sem upp á vantar er reiknað með að taka að láni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvar verður leitað eftir því. Það skal tekið fram, að þessi áætlun er ekki búin að fara fyrir bæjarstjórn. Hins vegar er hún mjög raun- hæf, því ég tel að við getum vel staðið undir þessu. Það er sjálf- sagt að taka fram að 4ra ára áætl- unin er unnin á 3 árum til að koma þessum mannvirkjum í notkun eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Guðmundur Sigur- björnsson. gej- Fjárhagsvandi LA: „Verða að koma meíri framlög“ - segir forseti bæjarstjórnar „Það er alveg sama hvað þetta eru góð stykki sem þeir sýna og hvað aðsókn er góð. Ég held að allir séu sammála um að það verði að koma miklu meiri framlög ef þetta á að geta gengið, en á þessu stigi get ég ekkert um það sagt hvort af því geti orðið,“ sagði Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar, er hann var inntur álits á fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar. Heyrst hefur að ekki sé full samstaða meðal bæjarfulltrúa í þessu máli og að vissir fulltrúar telji ekki til þess vinnandi að halda atvinnuleikhúsi gangandi á Akureyri. Gunnar Ragnars sagð- ist ekki þekkja það vel til að hann gæti staðfest þetta. Hann sagði hins vegar að það væri Ijóst að það þyrfti gífurlega fjármuni til að reka þetta atvinnuleikhús, en annað gæti hann ekki sagt á þessu stigi. Bæjarráð hefði aðeins látið málið til sín taka og þar hefði verið samþykkt að láta leikhúsráð fá skýrslu Úlfars Haukssonar hag- sýslustjóra til umsagnar. Hvaða afgreiðslu vandi Leik- félags Akureyrar hlýtur er erfitt að segja um. Vandinn hefur verið skilgreindur að því leyti að það vantar fleiri eða hærri styrki. Pét- ur Einarsson hefur t.d. borið saman Leikfélag Akureyrar og Leikfélag Reykjavíkur í þessu sambandi. Siðan er annar flötur á málinu. Menntamálaráðherra lofaði að skipa nefnd til þess að kanna þetta mál og leita úrlausn- ar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.