Dagur - 31.03.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 31.03.1987, Blaðsíða 15
31. mars 1987 - DAGUR - 15 Ríkis- útvarpið veitir lista- mönnum starfslaun Ríkisútvarpið mun árlega veita listamanni eða listamönnum starfslaun til að vinna að verk- um til frumflutnings í Ríkisút- varpinu. Þeim fylgja ókeypis afnot af íbúð Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfs- launin verða veitt til sex mán- aða hið lengsta. Á fundi framkvæmdastjórnar Ríkisútvarpsins í síðustu viku voru samþykktar tillögur útvarpsstjóra um starfslaun til listamanna og reglur þar að lút- andi. Starfslaunin verða auglýst til umsóknar og skal úthlutun þeirra að jafnaði fara fram í júní- mánuði en greiðslur starfslauna hefjast 15. september hvert ár. Fjárhæð á að fylgja mánaðar- launum samkvæmt 5. þrepi 137. launaflokks í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Listamenn, er hafa íslenskan ríkisborgararétt, koma til greina við úthlutun starfslauna. Þeir munu skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins velur listamennina eftir umsóknum og að fenginni umsögn deildarstjóra dagskrár- deilda Ríkisútvarpsins. Starfslaunin verða auglýst í fyrsta skipti í aprílmánuði næst- komandi. Fréttatilkynning. Mislitt mannlíf - unglinga- og fjölskyldu- saga, nýtt skáldverk eftir Guðmund L. Friðfinnsson í kilju Út er komin hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi skáldsagan Mislitt mannlíf eftir Guðmund L. Frið- finnsson á Egilsá. Þetta er fjórt- ánda bók höfundar sem fer hér inn á nýjar slóðir og kemur les- endum sínum á óvart. Sagan fjallar um dreng sem er að alast upp í Reykjavík og býr í upphafi við öryggi en mótlætið er á næsta leiti. Foreldrar hans skilja og lífið verður drengnum smám saman óbærilegt. Samfélagið hefur ekk- ert að bjóða nema ný og ný vandræði. Á eftir fara afbrot og afskipti lögreglu, spennan magn- ast og sagan tekur nýja stefnu... Þetta er bók handa unglingum og fullorðnu fólki, bók sem vekur umhugsun um marga þætti í íslenska velferðarþjóðfélaginu. Áleitin saga sem ekki gleymist. Sjaldan hefur fagur stíll Guð- mundar notið sín betur. Bókin er sett og brotin um hjá Filmur og prent en prentuð og bundin í Prentstofu G. Bene- diktssonar. Þessar stúlkur, Hildur Bergsdóttir t.h. og Linda Hrönn Sigfúsdóttir t.v., héldu hlutaveltu um daginn. Ágóðinn, 850 krónur, rennur til KA-heimilis- ins. Kristinn Kristinsson þakkar þeim kærlega fyrir hönd KA-heimilisins. Mynd: EHB AKUREYRARBÆR ggagi Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 2. apríl 1987 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arnviöarson og Heimir Ingimarsson til viötals í fundarstofu bæjar- ráðs í Geisiagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. AKUREYRARBÆR mm Rafmagnstæknifræðingur óskast Rafveita Akureyrar vill ráöa rafmagnstæknifræð- ing í starf tæknifulltrúa (forstööumanns tækni- deildar). Starfiö er laust 1. júní nk., en æskilegt er aö viðkomandi geti hafiö störf fyrr. Laun samkvæmt kjarasamningum Akureyrarbæj- ar. Upplýsingar um starfiö veitir rafveitustjóri. RAFVEITA AKUREYRAR. Kaupfélag Eyfirðinga Innlán Innlansdeild (1. apríl 1987) Nafnvextir Ársávöxtun • Almennarsparisjóðsbækur 12% 12% • Sparireikningar: Með 3ja mánaða uppsögn 14% 14,49% Með 12 mánaða uppsögn 15% 15,56% • Verðtryggðir reikningar: Með 3ja mánaða bindingu 2% 2%+verðb. Með 6 mánaða bindingu 3,5% 3,5%+verðb. • Kostabók 20,5% 21,55% Kaupfélag Eyfirðinga Viðskiptareikningur (1. apríl 1987) Nafnvextir Mánaðarl. vextir Inneignavextir 14% 1,0979% Skuldavextir 21% 1,678% Vextir á ávísanareikn. starfsmanna 14% KOSTABÖK • Innstæöa er alltaf laus. • Leyfðar eru tvær úttektir á ári • Vextir eru 20,5% eöa hærri. án skerðingar. ef verötrygging reynist betri. • Vextir færast tvisvar á ári. • 0,7% leiöréttingavextir reiknast af þriöju úttektarupphæð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.