Dagur - 14.04.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 14.04.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 14. apríl 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Stærsta skoðana- könnunin Samkvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands vann fyrir Dag um fylgi stjórnmálaflokkanna á Norðurlandi, tapar Sjálf- stæðisflokkurinn verulegu fylgi í báðum Norður- landskjördæmunum miðað við síðustu alþingis- kosningar og tveimur þingmönnum. Framsóknar- flokkurinn tapar einnig verulegu fylgi í Norður- landskjördæmi vestra og öðrum þingmanni sínum þar, en reyndar er mjög mjótt á mununum milli 2. manns Framsóknarflokks og efsta manns Borgara- flokks. Á Norðurlandi eystra hefur fylgi Framsókn- arflokksins hins vegar aukist miðað við fyrri skoð- anakannanir. Alþýðubandalagið tapar lítillega og Alþýðuflokkur einnig, ef fylgi Bandalags jafnað- armanna í síðustu alþingiskosningum er lagt við fylgi Alþýðuflokks. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar gefa til kynna að „görnlu" flokkarnir fjórir muni allir tapa fylgi í komandi kosningum, mismunandi miklu þó, og það fylgi flytjist yfir á Kvennalista, Þjóðarflokk og klofningsframboðin. Á Norðurlandi eystra virðist enn ljósara en áður að J-listi, S-listi og Þ-listi koma ekki manni að, og atkvæði greidd þessum flokkum komi engum að gagni. Greinilega kemur fram að fólk virðist aimennt hafa misst trúna á Sjálfstæðisflokkinn sem stórt og samhent afl í íslenskum stjórnmálum og fylgið reitist af þeim jafnt og þétt. Uppsveifla Alþýðuflokks er með öllu horfin og stöðugt virðist fjara undan Jóni Baldvin og félögum. Þeir ná ekki inn manni á Norðurlandi vestra og eru algerlega vonlausir um að ná inn tveimur mönnum á Norðurlandi eystra. Á Norðurlandi vestra virðist Borgaraflokkurinn hagnast á því hversu veik framboð D-lista og A-lista eru. Ekki er því ólíklegt að fylgi Framsókn- arflokksins þar eigi eftir að aukast á ný, enda um að ræða langsterkasta framboðið í kjördæminu. Það yrði vissulega skarð fyrir skildi ef Stefán Guð- mundsson, einn dyggasti baráttumaðurinn fyrir jafnvægi í byggð landsins, félli út af þingi. Sem fyrr segir er útkoma Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra betri en í fyrri skoðanakönnun- um en þó vantar nokkuð upp á að flokkurinn hafi náð að endurheimta það fylgi sem hann hafði í síð- ustu alþingiskosningum. Rétt er að hafa það í huga að skoðanakannanir gefa einungis vísbendingar um stöðu mála en eru enginn stórisannleikur. Félagshyggjufólk á Norðurlandi má því ekki láta deigan síga, en leggjast á eitt með að tryggja Framsóknarflokkn- um sem allra besta útkomu í þeirri skoðanakönnun sem þjóðin öll tekur þátt í þann 25. apríl n.k. Sú skoðanakönnun verður fyllilega marktæk. BB. ^viðtal dagsins. Það vekur alltaf nokkra athygli þegar nýir menn taka við stöð- um eins og stöðvarstjóri Pósts og síma eða eitthvað viðlíka, á smærri stöðum úti á landi. Fólk er gjarnan forvitið að vita eitthvað um þann nýkomna og þar er undirritaður engin undantekning, enda fór ég á fund Sigurðar Hermannssonar stöðvarstjóra Pósts og síma á Blönduósi, síðan um áramót, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um hann sjálfan og starfið. - Pú kemur frá Vestmanna- eyjum, varstu búinn að vera þar lengi? „Ég er búinn að vera þar í ein tíu eða ellefu ár, en ég er fæddur hér og uppalinn. En ég fór til Hornafjarðar fyrst eftir að ég kláraði Loftskeytaskólann." - Er það algeng menntun símamanna? „Kannski ekki almenn mennt- un en það voru nokkuð margir sem fóru í þennan skóla. Loft- skeytaskólinn var lagður niður fyrir nokkrum árum, en á sínum tíma var þetta þriggja ára nám og að því loknu fórum við á svo- kölluð símritaranámskeið og yfir- simritaranámskeið. Okkar starf í landi fólst í telexvinnu og þess háttar og í ritsímaafgreiðslu líka.“ - Byrjaðir þú þá að vinna hjá Pósti og síma á Hornafirði? „Nei, ég var nú hérna í línu- flokknum hjá honum Skúla í ein fjögur sumur sem polli og svo var ég aðeins línumaður hjá Rarik. Svo fór ég til Hornafjarðar fyrst ’71 og var þá í eitt ár og fór svo þangað aftur ’74 og var í tvö og hálft ár og fór þá til Vestmanna- eyja.“ - Var það búið að blunda í þér einhvern tíma að koma hingað aftur? „Já það var búið að blunda í mér en maður hafði í sjálfu sér ekki í neitt að fara, ekki hjá þess- ari stofnun a.m.k., en svo sá ég mér leik á borði þegar þessi staða losnaði og sótti um.“ Reikna með að ílengjast hér - segir Sigurður Hermannsson í viðtali dagsins - Pið eruð hér í eldgömlu húsi og búið við þröngar aðstæður, en það er búið að vinna nokkuð að framkvæmdum undir grunn fyrir nýtt hús Pósts og síma hér á staðnum. Hvert verður framhald- ið á því? „Já við búum vægast sagt við mjög lélegar aðstæður hér. Eins og er, er nú óvíst um framhaldið við nýja húsið en ég held að það sé nú ekki mjög langur tími þar til útboðsgögn verða tilbúin. En svo á eftir að taka ákvörðun um hvað mikið verður framkvæmt, það átti að reyna að gera þetta fokhelt og með gleri í haust, en svo eru nú fjárvandræði hjá stofnuninni m.a. út af því að þeir fengu ekki þá hækkun sem þeir fóru fram á.“ - Hvað vinnið þið mörg hjá Pósti og síma á Blönduósi? „Við erum ellefu og svo eru að vísu tveir tæknimenn á Hvamms- tanga sem heyra undir okkur líka.“ - Er sjálfvirka stöðin hér orð- in gamaldags? „Hún er í sjálfu sér ekkert meira gamaldags en annars stað- ar úti á landi þar sem ekki er búið að setja upp þessar svokölluðu # Eftirsjá í bergmáiinu Miklar hræringar eru nú í heimi fjölmíðlanna og mannaskipti ör. Dagur hefur ekki farið varhluta af þróun- inni. Blaðamenn hafa flust yfir á aðra fjölmiðla, farið í nám eða önnur störf, eins og gengur og gerist og er vissu- lega slæmt að sjá á bak góð- um starfsmönnum. Dagur heldur hins vegar sínu striki og sést það ekki hvað síst á því hvað blaðið er drjúgt öðr- um fjölmiðlum við frétta- og efnisöflun þeirra. Blaðamenn Dags sjá oft og iðulega heilu fréttasíðurnar endurspeglast á síðum annarra blaða nokkru seinna en þær birtust í Degi - jafnvel kannast þeir við eigið orðalag. Sá sem hvað duglegastur hefur verið við að útbreiða þannig fréttir og annað efni Dags er Jón G. Hauksson, fréttaritari DV á Akureyri. En nú heyrum við að þessi ötuli starfsmaður Dags, nei fyrirgefið, DV á Akureyri, sé að hætta með haustinu og verður slæmt að sjá á eftir svo góðu bergmáli. # Einmana- leiki S&S hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að Gunnar Helgason, kosningastjóri Alþýðubandalagsins á Akur- eyri, sé frekar einmana á skrifstofu þeirra G-lista manna, þar sem mjög fáir leggi leið sfna þangað til að spjalla. Gunnari mun að von- um leiðast einveran og hefur hann gripið til þess ráðs að fara í reglubundnar heim- sóknir á Slökkvistöðina á Akureyri, til að fá sér kaffi, líta í blöðín og rabba við starfsmennina. Kosninga- skrifstofan er nefnilega skammt frá Slökkvistöðinni. Sömu heimildir segja, að þegar vinir og kunningjar Gunnars fréttu af þessum heimsóknum hans, hafi þeir brugðist skjótt við og séu farnir að skipuleggja heim- sóknir til hans á kosninga- skrifstofuna, svo honum leið- ist ekki. Svona eiga vinir að vera...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.