Dagur - 14.04.1987, Síða 11

Dagur - 14.04.1987, Síða 11
14. apríl 1987 - DAGUR - 11 Elín R. Líndal: Nokkur áhersluatriði sem snerta okkur öll Aðalfundur Akureyrardeildar R.K.Í. verður haldinn í húsnæði deildarinnar í Kaupangi við Mýrarveg þriðjudaginn 21. þ.m. kl. 20.30. Dagskrá. Öll venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fjölskyldan er sá hornsteinn þjóðfélagsins sem hvað mikil- vægast er að viðhalda og styrkja, ekki síst á tímum hraða og streitu. Að því ber að stefna að uppbygging atvinnulífsins, tekju- skipting og skipan kjaramála miðist við að fjölskyldum sé gert kleift að lifa eðlilegu fjölskyldu- lífi. Nútíma þjóðfélagshættir með sífellt jafnari atvinnuþátt- töku beggja kynja hafa breytt þeirri verkaskiptingu sem við- gengist hefur öldum saman. Einu gildir hvort fólki finnst þessi þró- unn jákvæð eða neikvæð, ekki verður aftur snúið. Atvinnuþátt- taka kvenna hefur vaxið með ári hverju og mun vaxa enn frekar. Öllum ætti því að vera ljóst mikilvægi þess að tryggja öryggi og vellíðan barna meðan for- eldrarnir vinna utan heimilisins. Bygging og rekstur dagvistar- heimila er sjálfsögð viðbót í upp- eldi barna. Mikilvægt er að barna- og fjöl- skyldubætur með 3 börnum eða fleirri nái því að launa foreldri fyrir heimavinnu, kjósi það að gæta barna sinna heima. Jafn- framt er brýnt að sett verði hið fyrsta löggjöf er tryggi félagslegt öryggi þ.e. ákvæði hinna ýmsu laga er lúta að þessum málum verði samræmd, þannig að þau taki betur mið af þjóðfélagi nú- tímans og þess er vænt má. Fæðingarorlof verði lengt enn frekar og við það miðað að heima- vinnandi maki fái fullar trygg- ingabætur. Heimilið og skólinn Við foreldrar verðum að gera okkur grein fyrir að hluti upp- eldis barna okkar fer fram innan veggja skólans. Enda er gert ráð fyrir því í grunnskólalögunum að grunnskólinn leitist við að haga störfum sínum í sem fyllstu sam- ræmi við eðli og þarfir nem- endanna og stuðli að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Ein mikilvægasta forsendan fyrir árangri í skóla- starfi er hæfni kennarans til að leiðbeina og miðla nemendunum af þekkingu sinni, jafnframt er kennara ætlaður hlutur í uppeldi og þroska barnanna. Peim fjár- munum sem varið er til að bæta menntun kennara svo sem endur- menntun þeirra, starfsþjálfun og annað það er tryggir okkur sem hæfasta kennara alls staðar í skólakerfinu, þeim fjármunum er vel varið. Óhæfa er að nauðsyn- legri stuðnings- og sérkennslu sé ekki haldið uppi í öllum skólum landsins. Elín R. Líndal. Skólinn og vinnan Forsenda framfara er þekking á viðfangsefninu. Margþætt við- fangsefni þjóðfélagsins krefjast fjölbreyttra möguleika í öflun menntunar. Mikilvægt er að menntamálunum sé sinnt af víð- sýni og framsýni. Leggja ber áherslu á verkmenntun og starfs- þjálfun og mikilvægi hennar til undirbúnings ungu fólki fyrir lífs- starfið og til að uppfylla kröfur vinnumarkaðarins um hæft starfsfólk, á það jafnt við þá sem fást við almenn störf og stjórn- endur. í tækniþjóðfélagi þarf fræðslukerfið nauðsynlega að geta sinnt viðbótar- og endur- menntunarþörfinni í nær öllum greinum framleiðslu og þjónustu þar sem verklag er miklum breyt- ingum háð og getur úrelst tiltölu- lega fljótt. Efling fullorðinsfræðslunnar er tímabær og er vel framkvæman- leg með auknum hlut útvarps, Áskorun til framsóknarmanna: Herðum í könnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði og birt- ist í Degi í gær kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn er í sókn í Norðurlandskjördæmi eystra miðað við sams konar könnun sem gerð var fyrir nokkrum vikum. Þessi niðurstaða kemur mér ekki svo mjög á óvart. Ég hef fylgst með kosningabarátt- unni og raunar tekið þátt í henni sjálfur og ég veit að vel hefur ver- ið unnið. Ég vil þó undirstrika það rækilega að þetta er könnun en ekki niðurstaða kosninga. Ef þetta væri niðurstaða kosning- anna tel ég að við framsóknar- menn gætum vel við unað. Ég vil því eindregið vara framsóknar- menn við of mikilli bjartsýni þó þessi skoðanakönnun sé flokkn- um í hag. Það eru aðeins örfáir dagar til kosninga og vil ég hér með skora á alla flokksbundna framsóknarmenn og aðra stuðn- ingsmenn flokksins að vinna vel fram að kosningum, herða sókn- ina og þá trúi ég ekki öðru en úr- slit kosninganna verði viðunandi fyrir Framsóknarflokkinn í þessu sóknina Svavar Ottesen. kjördæmi miðað við aðstæður. Ég vil því biðja alla stuðnings- menn Framsóknarflokksins að hafa samband við skrifstofur flokksins í kjördæminu og taka virkan þátt í kosningastarfinu þessa síðustu daga. Framsóknar- menn! Tökum höndum saman þessa síðustu daga og höldum forustunni í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Svavar Ottesen. sjónvarps og myndbandatækni. Oflug fræðsla fullorðinna sem annarra skilar sér aftur til þjóð- félagsins. Mikilvægi æðri menntunar fyr- ir þjóðfélagið verður seint metið til fulls, ávallt verður þó að gæta þess að menntunin taki mið af þörfum þjóðfélagsins fyrir menntun á hverju sviði. Á undanförnum árum hefur Háskóli íslands, Kennaraháskól- inn, bændaskólarnir, Tækniskól- inn auk margvíslegra rannsókna- stofnana sinnt fjölbreyttum verk- efnum á sviði æðri menntunar, kennslu og þjálfunar til margvís- legra starfa. Allar þessar stofnan- ir verða að hafa möguleika á að fylgjast með nýjungum hver á sínu sviði. Jöfn aðstaða til náms óháð búsetu eða efnahag er grund- vallarréttindi sem ekki má víkja frá. Málefni aldraðra Vinna þarf skipulega að undir- búningi og aðlögun að verklok- um aldraðs fólks. Koma þarf á meiri sveigjanleika en nú er með vinnutilhögun og gefa fólki kost á hlutastörfum síðustu vinnuárin, kjósi fólk að halda hluta af sínum störfum eftir að ellilífeyrisaldri er náð er sjálfsagt að stuðla að slíku meðan starfskraftar leyfa. Vinn- an er eldra fólki mikilvæg, þess vegna er full ástæða til að það ráði sem mest sínum málum. Þannig notast líka þjóðfélaginu lengur þekking og reynsla aldr- aðra. Eiín R. Líndal. Höfundurinn skipar 3. sæti B- listans í Norðurlandskjördæini vestra. Keflavíkurflugvöllur ný flugstöð Veitingarekstur — útboð Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli býður út veitinga- rekstur í nýju flugstöðinni. Um er að ræða allan veitingarekstur í flugstöðinni, þar með talið mötuneyti starfsfólks, frá júní 1987 og fram til ársloka 1990. Eftirtalin svæði samtals 1.114 fermetrar og búnaður tilheyra veitingarekstri; 1. Aðaleldhús á 2. hæð, 387 fermetrar alls, með tilheyrandi búnaði til matar- gerðar og uppþvottar, kælum, frystum og öðrum geymslum og aðstöðu fyrir starfsfólk. 2. Mötuneyti starfsfólks á 2. hæð, 321 fermetrar alls, með afgreiðsluborðum og tilheyrandi búnaði og borðum og stólum fyrir 190-200 manns. 3. Veitingaafgreiðsla og bar við biðsal á 2. hæð, 133 fermetrar alls, með til- heyrandi búnaði en aðliggjandi veitingarými með borðum og stólum, um 275 fermetrar alls. 4. Aðstaða fyrir takmarkaða veitingaþjónustu við útsýnisstað á 2. hæð, 23 fermetrar, með tilheyrandi búnaði en aðliggjandi er veitingarými með borð- um og stólum, um 68 fermetrar. 5. Veitingabúð í gróðurskála á 1. hæð ásamt búri, 250 fermetrar alls, með tilheyrandi búnaði. Lágmarksgjald fyrir aðstöðuna er kr. 10.600.000.- á ári. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni, Fellsmúla 26, Reykjavík, frá og með mánudeginum 13. apríl gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skuiu berast Almennu verkfræðistof- unni eigi síðar en 29. apríl 1987. Tilboðum skal skilað til Almennu verkfræðistofunnar fyrir kl. 14.00 föstudaginn 8. maí 1987. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli. Ráðskonu vantar til starfa hjá Tilraunastöðinni á Möðruvöllum. Upplýsingar í símum 24477 og 21084 á kvöldin. Framtíðarstarf Okkur vantar laghentan mann til starfa pokaverksmiðju okkar. Upplýsingar um starfið veita: Tryggvi Sveinbjörnsson og Sveinn Björnsson. Sjálfsbjörg Akureyri Bugðusíðu 1 Sími 96-26888. Símar J-listans á kosningaskrifstofunni Glerárgötu 20 26710 og 26097 og 26644

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.