Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 4
? - fll)f>ACI -- WSv f itsrr? .cv
4 - DAGUR - 25. maí 1987
á Ijósvakanum.
SJONVARPIÐ
MANUDAGUR
25. maí
18.30 Hringekjan.
(Storybreak.)
5. Mörðurinn Mjóni.
18.55 Steinn Markó Pólós.
(La Pietra di Marco Polo).
Annar þáttur.
19.20 Fréttaágrip á tákn-
rnálL
19.25 íþróttir.
Umsjónarmaður: Bjarni
Felixson.
20.00 Fróttir og veður.
20.35 Auglýsingar og
dagskrá.
20.40 Setid á svikráöum.
(Das Rátzel der
Sandbank).
Nýr flokkur - Fyrsti þáttur.
Þýskur myndaflokkur í
tíu þáttum. Sagan gerist
upp úr aldamótum við
Norðursjóinn. Tveir Bretar
á skútu kanna þar með
leynd skipaleiðir á grunn-
sævi með yfirvofandi styrj-
öld í huga. Við þessar
rannsóknir komast þeir oft
í hann krappan og fá veður
af grunsamlegum athöfn-
um Þjóðverja á þessum
slóðum.
21.30 í kvöldkaffi
með Eddu Andrésdóttur
og Sonju B. Jónsdóttur.
22.15 Æ, þetta fum og fát!
(Higglety Pigglety Pop!)
Tíkin Jenní er orðin leið á
því að lifa í alísnægtum,
heldur út í heiminn til að
freista gæfunnar og hittir
ýmsa kynlega kvisti.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
23.15 Fréttir i dagskrárlok.
SJONVARP
AKUREYRI
MÁNUDAGUR
25. maí
17.00 Sumardraumur.
(Summer Fantasy.)
Myndin fjallar um örlaga-
ríkt sumar í lífi 17 ára
stúlku. Hún þarf að taka
mikilvægar ákvarðanir um
framtíðina og hún kynnist
ástinni í fyrsta sinn.
18.35 Myndrokk.
19.05 Leyndardómar Snæ-
fellsjökuls.
19.30 Fréttir.
20.00 Ðjargvætturinn.
(Equalizer.)
20.50 Ferðaþættir National
Geographic.
í þessum forvitnilegu þátt-
um National Geographic,
er ferðast heimshornanna
á milli, landsvæði og lifn-
aðarhættir kannaðir og
fjallað um einstök náttúru-
fyrirbæri.
21.20 í viðjum þagnar.
(Trapped In Silence.)
Bandarísk sjónvarpsmynd.
Sextán ára gamall drengur
sem í æsku varð fyrir til-
finningalegri röskun er nú
óviðráðanlegur unglingur
og neitar hann að tala við
nokkum mann. Hann ótt-
ast allt og alla og fær sál-
fræðingur nokkur það
verkefni að reyna að
hjálpa honum. Hún leggur
sig alla fram en erfitt reyn-
ist að komast að ástæð-
unni fyrir hegðan
drengsins.
22.50 Dallas.
23.40 í ljósaskiptunum.
(Twilight Zone.)
00.10 Dagskrárlok.
RAS 1
MANUDAGUR
25. maí
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
Séra Magnús Guðjónsson
flytur. (a.v.d.v.)
7.00 Fróttir.
7.03 Morgunvaktin.
- Jón Baldvin Halldórsson
og Jón Guðni Kristjánsson.
Fréttir em sagðar kl. 7.30
og 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Tilkynningar em
lesnar kl. 7.25, 7.55 og
8.25. Erlingur Sigurðarson
talar um daglegt mál kl.
7.20. Fréttir á ensku sagð-
ar kl. 8.30. Flosi Ólafsson
flytur mánudagshugvekju
kl. 8.35.
9.00 Fréttir - Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Ottó nashyrning-
ur“ eftir Ole Lund Kirke-
g&rd.
Valdís Óskarsdóttir byrjar
lestur þýðingu sína.
9.20 Morguntrimm - Jón-
ína Benediktsdóttir
(a.v.d.v.)
Tónleikar.
9.45 Búnaðarþáttur.
Garðar Ámason talar um
grænmetisrækt. Seinni
hluti.
10.00 Fróttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Horft til æskuslóða",
smásaga eftir Erlend
Jónsson.
Höfundur les.
11.00 Fréttir • Tilkynningar
11.05 Á frívaktinni.
Svanhildur Jakobsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
(Þátturinn verður endur-
tekinn á Rás 2 aðfaranótt
föstudags kl. 02.00).
12.00 Dagskrá • Tilkynn-
ingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Til
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn -
Málefni fatlaðra.
Umsjón: Einar Hjörleifs-
son og Inga Sigurðardóttir.
(Þátturinn verður endur-
tekinn n.k. þriðjudags-
kvöld kl. 20.40).
14.00 Miðdegissagan: „Fall-
andi gengi" eftir Erich
Maria Remarque.
Andrés Kristjánsson
þýddi. Hjörtur Pálsson les
(23).
14.30 íslenskir einsöngv-
arar og kórar.
15.00 Fróttir • Tilkynningar
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Frá svæðisútvarpi Akur-
eyrar og nágrennis.
16.00 Fróttir • Tilkynningar.
16.05 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fróttir Tilkynningar.
17.05 Síðdegistónleikar.
17.40 Torgið.
Umsjón: Ævar Kjartans-
son.
18.00 Fróttir • Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur frá
morgni sem Erlingur Sig-
urðarson flytur.
Um daginn og veginn.
Séra Bjöm Jónsson á Akra-
nesi talar.
20.00 Samtímatónlist.
Sigurður Einarsson kynnir.
20.40 í dagsins önn - Kyn-
þáttafordómar.
Umsjón: Anna G. Magnús-
dóttir og Guðjón S.
Brjánsson. (Áður útvarpað
í þáttaröðinni „í dagsins
önn" 14. maí sl.)
21.10 Létt tónlist.
21.30 Útvarpssagan: „Leikur
blær að laufi" eftir Guð-
mund L. Friðfinnsson.
Höfundur les (2).
22.00 Fróttir Dagskrá
morgundagsins Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Um sorg og sorgarvið-
brögð.
Fjórði og síðasti þáttur.
Umsjón: Gísli Helgason,
Herdís Hallvarðsdóttir og
Páll Eiríksson.
23.00 Frá tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói 14. maí sl.
Síðari hluti.
Stjómandi: Arthur Weis-
berg.
Sinfónía nr. 5 eftir Carl
Nielsen.
Kynnir Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir • Dagskrárlok.
MANUDAGUR
25. maí
6.00 í bítið.
Rósa Guðný Þórsdóttir
léttir mönnum morgun-
verkin, segir m.a. frá veðri,
færð og samgöngum og
kynnir notalega tónlist í
morgunsárið.
9.05 Morgunþáttur
í umsjá Kristjáns Sigur-
jónssonar og Sigurðar Þórs
Salvarssonar. Meðal efnis:
Valin breiðskífa vikunnar,
leikin óskalög yngstu
hlustendanna, pistill frá
Jóni Ólafssyni í Amster-
dam og sakamálaþraut.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
Leifur Hauksson kynnir
létt lög við vinnuna og
spjallar við hlustendur.
16.05 Hringiðan.
Umsjón: Broddi Brodda-
son og Margrét Blöndal.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekkert mál.
Þáttur fyrir ungt fólk í
umsjá Bryndísar Jónsdótt-
ur og Sigurðar Blöndal.
21.00 Andans anarkí.
Snorri Már Skúlason
kynnir nýbylgjutónlist síð-
ustu 10 ára.
22.05 Sveiflan.
Vernharður Linnet kynnir
djass og blús.
23.00 Við rúmstokkinn.
Guðrún Gunnarsdóttir býr
hlustendur undir svefninn.
00.10 Næturútvarp.
Gunnar Svanbergsson
stendur vaktina til
morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9,
10,11,12.20,15,16,17,18,
19, 22 og 24.
IKISUIV/_____
ÁAKUREYRL
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
MÁNUDAGUR
25. mai
18.03-19.00.
Pálmi Matthíasson fjallar
um íþróttir og það sem er
efst á baugi á Akureyri og
í nærsveitum.
BYLGJAN,
MANUDAGUR
25. maí
07.00-09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni.
09.00-12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum.
Tapað fundið, afmælis-
kveðjur og opin lína. Sím-
inn hjá Palla er 611111.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi.
14.00-17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd.
17.00-19.00 Ásta R. Jó-
hannesdóttir
í Reykjavík síðdegis.
19.00-21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á flóamarkaði
Bylgjunnar.
21.00-23.00 Ásgeir Tómas-
son á mánudagskvöldi.
23.00-24.00 Vökulok
í umsjá fréttamanna Bylgj-
unnar.
24.00-07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar.
Bjarni Ólafur Guðmunds-
son.
_hér og þar_
Ástin brúor
aldurs-
mumnn
Þegar þau giftu sig var sagt aö
þau væru sturluð. Hann var 73ja
ára, gráhært gamalmenni og
hafði gert ráð fyrir að eyða því
sem eftir var ævinnar einsamall í
litlu íbúðinni sinni. Hún var 23ja
ára og óþroskuð að mörgu leyti
þó að hún ætti barn. En ein-
hverra hluta vegna urðu þau
Linda Baker og Philip Anning
ástfangin og það endaði með gift-
ingu fyrir um ári.
Flestir töldu hjónabandið fyrir-
fram vonlaust, en það reyndist
ekki rétt því þau eru ennþá ást-
fangin upp fyrir haus, þrátt fyrir
að aldursmunurinn sé 50 ár. Phil-
ip og Linda búa nú í tveggja her-
bergja íbúð í Totnes í Devon
ásamt 17 mánaða gamalli dóttur
Lindu, Lizu og lifa á framfærslu
frá rfkinu. Fjárhagsáhyggjur eru
það eina sem skyggir á hamingju
þeirra.
Linda segir að síðustu 12 mán-
uðir hafi verið dásamlegir, mun
betri en hún hafi nokkurn tíma
þorað að vona. „Ég bjóst við að
hjónabandið yrði eins og flest
hjónabönd eru, við myndum ríf-
ast af og til en það hafa ekki
komið upp nein vandamál eða
rifrildi og ég er ánægð með að
þeir sem töldu hjónabandið
vonlaust höfðu rangt fyrir sér.“
Vinskapur þeirra Philips og
Lindu hófst fyrir 7 árum
þegar Linda var einungis 16 ára
gömul og hafði gaman af því að
skemmta sér, eins og aðrir
unglingar. Hún kynntist Philip í
gegnum systur sínar og fór að
heimsækja hann í íbúð hans í
Dartmouth. Hún segist hafa
heimsótt hann á kvöldin til að
ganga úr skugga um að það væri
allt í lagi með hann. „Eg leit á
hann eins og afa því afi var
dáinn. Ég ræddi um stráka sem
ég var með við hann og við
urðum mjög góðir vinir.“
En þetta samband breyttist
þegar Linda varð ófrísk eftir 46
ára gamlan drykkjumann. Eftir
að barnið fæddist flúði Linda
vandamálin með þvt' að flytja inn
til Philips og þar heíur hún verið
síðan. Philip segir svo frá: „Ég
var að drekka te og sneri mér allt í
einu að Lindu og spurði hvort
hún vildi giftast mér. Mér féll vel
við Lindu frá upphafi og langaði
til að giftast henni. En ég trúði
varla mínum eigin eyrum þegar
hún sagði já.“
Brúðkaupið vakti mikla
athygli, fjölmiðlarnir fjölluðu
mikið um það og vinir og ætt-
ingjar voru steini lostnir. Linda
segir að móðir hennar hafi í
fyrstu verið mótfallin hjóna-
bandinu vegna aldursmunarins,
en hún tók þau í sátt eftir nokkra
mánuði. Margir fyrrverandi vinir
þeirra vildu ekki þekkja þau meir
en þau Linda og Philip segjast
ekki taka það nærri sér. Þetta er
þeirra líf. En skyldu þau hafa hug
á barneignum? Jú, Philip segist
vonast eftir að eignast barn. Við
bíðum spennt eftir framhaldinu.
Sigurður Lárusson
Furðuleg fyrirsögn
um kosningaúrslit
I 78. tölublaði Dags 1987, fyrsta
blaði hans eftir nýafstaðnar
alþingiskosningar, er heilsíðu-
fyrirsögn á fyrstu síðu um kosn-
ingaúrslitin, svo sem eðlilegt er.
Undirfyrirsögnin er að sumu leyti
villandi og að hluta til alröng. Par
segir: „Framsóknarflokkurinn
hélt sínu fylgi - Kvennalistinn og
Alþýðuflokkurinn í uppsveiflu.“
Síðasti hlutinn af því sem hér
er vitnað til, þ.e. „uppsveifla hjá
Alþýðuflokknum“ er hrein
blekking. Að vísu er þetta rétt ef
miðað er við atkvæðatölu A-Iist-
ans 1983 og 1987. En málið er
ekki svo einfalt. Allir sem nokk-
uð fylgjast með stjórnmálum
muna að á síðasta hausti samein-
uðust þau öfl sem stóðu að fram-
boði A- og C-lista 1983. Eftir þær
kosningar höfðu þessir tveir
flokkar samtals 10 þingmenn af
60, eða sömu tölu og A-listinn
fékk nú, þó þingmenn séu nú 63.
Rétt er þó að geta þess að
Kristín Kvaran var gengin úr
þingflokki Bandalagsins áður en
sameining fór fram. Ef við lítum
á hlutfallslegt fylgi þessara flokka
þá og nú, kemur í ljós að 1983
fékk A-listinn 11,7% gildra
atkvæða en C-listinn 7,3%.
Samtals eru þetta 19% gildra
atkvæða. Þess skal þó getið að
C-listi bauð fram til málamynda í
þessum kosningum og fékk að-
eins 246 atkvæði. Sé tekið tillit til
þess fylgis sem Kristín Kvaran
hefur hugsanlega tekið með sér
frá Bandalagi jafnaðarmanna, er
ekki ólíklegt að það fylgi, auk
þeirra 246 atkvæða sem áður
voru nefnd, hafi í hæsta lagi num-
ið 0,8% af fylgi flokkanna sam-
einaðra. Samkvæmt því hafa
þessir flokkar, sem buðu fram í
nafni A-listans núna, tapað 3%
atkvæða. Þess vegna finnst mér
orðið „uppsveifla“ vera hlægilegt
háð en ekki staðreynd.
Margir, sem hafa lítinn tíma til
að lesa blöðin, láta sér nægja að
líta á aðalfyrirsagnir og undir-
fyrirsagnir. Pess vegna tel ég
mikið atriði að þær gefi rétta
mynd af efni hverrar greinar. Því
tel ég þessa fyrirsögn blekkingu.
Ég tel miklu nær sanni að segja
að Framsóknarflokkurinn sé í
. uppsveiflu, einkum ef höfð er
hliðsjón af skoðanakönnunum
síðasta árs. Þess má líka geta að
hann kemur með 0,3% fylgis-
aukningu frá 1983. Þó klofnaði
flokkurinn verulega í Norður-
landskjördæmi eystra með fram-
boði J-listans. Ef gert er ráð fyrir
að 3/4 kjósenda J-listans séu
framsóknarmenn, sem ekki virð-
ist ólíklegt, má í rauninni bæta
um 1400 atkvæðum við fylgi
flokksins. Framsóknarflokkurinn
kæmi þá út með um 30.300
atkvæði eða 19,8%. Það er 1,2%
meira fylgi en 1983.
Dagur hefur verið keyptur á
mínu heimili í tvo áratugi. Ég tel
að á þeim tíma hafi blaðið stór-
batnað, einkum síðan það var
gert að dagblaði. Að mínum
dómi er það eitt af bestu dag-
blöðunum sem koma út á íslandi
nú. Af því að ég hef miklar mæt-
ur á Ðegi er ég viðkvæmari fyrir
röngum fréttaflutningi, en hefði
ekki talið tiltökumál, þótt svona
frétt hefði birst í Alþýðublaðinu.
Petta er að vísu ekkert stórmál,
en ég vona að Dagur hafi ávallt
það sem sannara reynist og óska
blaðinu góðs gengis.
Gilsá, 4. maí 1987,
Sigurður Lárusson