Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 25. maí 1987 Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama itééýSy Leitið upplýsinga í síma 24047. Póstsendum um ailt land. Plöntusala ífullum gangi Barrtré ★ Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur ★Skógarplöntur ★ Rósir. Ferlimál fatlaðra: Unnið að úttekt á húsnæði á Akureyri Á fundi samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra 30. apríl síðastliðinn var samþykkt að fela Leifi Þorsteinssyni tækni- fræðingi hjá embætti bygg- ingafulltrúa að gera úttekt á aðgengi fyrir fatlaða við fyrir- tæki og stofnanir í bænum. Á fundinum var lagður fram listi yfir húsnæði í bænum sem athuga þarf og er alls um að ræða milli 40 og 50 fyrirtæki og stofn- anir. Samþykkt var að forgangs- röð verkefna yrði þannig að fyrst yrðu teknar fyrir allar heilsugæslu- stofnanir, þar með talið apótek, tannlæknar og aðrir sérfræð- ingar. Næst yrðu teknar fyrir skrifstofur ríkis og bæjar og loks söfn, skemmtistaðir og fleira.ET Vélsmiöjan Oddi: Sala á bobbing- um gengur vel - rekstrarhalli varð á síðasta ári þrátt fyrir 17% söluaukningu Rekstrarafkoma Vélsmiðjunn- ar Odda var mun iakari á síð- asta ári en á árinu 1985. Halli á rekstrinum var um 1,2 milljón- ir en árið á undan var um 4,8 Lögreglan: Bílvelta í Öxnadal Um kl. 03.30, aðfaranótt laug- ardags, varð bflvelta í nánd við Steinsstaði í Öxnadal. Auk ökumanns var einn farþegi í bifreiðinni og voru báðir fluttir á sjúkrahús, en meiðsl þeirra ekki talin lífshættuleg. Einnig varð bflvelta í Mývatnssveit, en ekki urðu meiðsl á fólki þar. Talsvert var um hraðakst- ur á Akureyri, og voru t.d. 6 teknir á yfir 100 km hraða. Auk þessa var eitthvað um ónæði vegna aksturs fjórhjóla, en að gefnu tilefni skal tekið fram, áð algerlega er bannað að „rúnta“ á þessum farartækjum innanbæjar. Einnig vill lögreglan koma því á framfæri, að nú eiga allir að vera komnir á sumardekk og mun verða farið að taka hart á þeim sem enn aka um á nagla- dekkjum. Annars staðar á Norðurlandi, var helgin í takt við veðrið, róleg og góð. VG milljóna króna hagnaður hjá fyrirtækinu. Heildarsala fyrir- tækisins jókst þó um tæp 17% milli ára og var um 98 milljónir króna. Aðal ástæðan fyrir lélegri afkomu er verkefna- skortur á fyrri hluta ársins. Heildarlaunagreiðslur fyrir- tækisins jukust um tæp 25% milli ára, úr 28,9 milljónum í 36 millj- ónir. Starfsmönnum fyrirtækisins fækkaði nokkuð milli ára. í árs- lok 1985 voru hjá fyrirtækinu um 56 stöðugildi en um síðustu ára- mót voru þau um 46. Á árinu voru framleiddir 3442 bobbingar en seldir 3900. Þar af voru um 1250 bobbingar að verð- mæti um 10 milljónir króna fluttir út og skiluðu þeir um Vi hlutum af útflutningstekjum fyrirtækis- ins. Heildar söluverðmæti bobb- inga var um 30 milljónir eða 30,4% af heildarsölu. Þriðjungur útflutningstekna fyrirtækisins kom vegna sölu á kassaklóm og -losurum, eða um 5 milljónir. Af annarri nýfram- leiðslu ber helst að nefna að unn- ið er að þróun sjálfvirks möt- unarbúnaðar á kassalosarana. Það sem af er þessu ári hafa mikil verkefni verið hjá fyrirtæk- inu og mikil verkefni eru fram- undan. Útlit fyrir sölu á nýfram- leiðslu er gott og útlit fyrir áfram- haldandi aukningu á sölu bobb- inga. ET í gær var haldin torfærukeppni á vegum Bílaklúbbs Akureyrar að viðstöddu fjölmenni í blíðskaparveðri. Mynd: ehb Steinull: SÍS fer fram á vemd gegn ólöglegum undirboðum Meðal þeirra krafna sem settar voru fram af hálfu hluthafa í Steinuliarverksmiðjunni fyrir þátttöku í aukningu hlutafjár, var krafa frá SIS, sem einnig er dreifingaraðili, að stjórnvöld beiti áhrifum sínum til að koma í veg fyrir augljóslega ólögleg undirboð erlendra aðila. En verð á innfluttri steinull hér á landi, mun sam- kvæmt heimildum blaðsins í Iangan tíma hafa verið langt undir heimsmarkaðsverði. Að sögn Halldórs Kristjáns- sonar lögfræðings í iðnaðarráðu- neytinu hefur náðst fullkomið sámkomuiag milli allra hluthafa um skilyröi þau sem sett voru fram fyrir 72 milljóna hlutafjár- aukningunni sem fyrir dyrum stendur. Verður málið í heild skýrt á aðalfundi Steinullarverk- smiðjunnar 27. maí nk. Lagalegar heimildir reyndust fyrir því að sjóðir iðnaðarins færu fram fyrir ríkisábyrgðasjóð í veð- rétti, en sjóðirnir fóru fram á það og stjórnvöld gáfu samþykki sitt til þess, eins og getið var í blað- inu á dögunum. -þá Kaupfélag Eyfirðinga: Hönnun stórmaikaðar við Glerárgötu að hefjast - fulltrúar KEA nýkomnir frá Danmörku og Svíþjóð þar sem þeir kynntu sér byggingu og rekstur markaða Björn Baldursson fulltrúi á verslunarsviöi Kaupfélags Ey- firðinga, Aðalsteinn Júlíusson arkitekt og Birgir Ágústsson verkfræðingur eru nú nýkomn- ir úr ferð til Svíþjóðar og Nor- egs þar sem þeir kynntu sér byggingu og rekstur stórmark- aða af svipaðri stærð og gerð og KEA hyggst byggja við Glerárgötuna. Ferð þessi var farin í framhaldi Iðnaðardeild SÍS: „Vantar 20-30 manns strax“ - skortur á leiguhúsnæði kemur í veg fyrir ráðningar „Okkur vantar tuttugu til þrjátíu manns hingað í verk- smiðjurnar, og þá er ég að tala um fastráðið fólk. Hluti af vanda okkar við ráðningar er að við eigum erfitt með að útvega aðkomufólki húsnæði þó við höfum störf fyrir það til reiðu,“ sagði Birgir Marinós- son, starfsmannastjóri verk- smiðja Iðnaöardeildar SÍS á Akureyri. Að sögn Birgis er enginn hörg- ull á skólafólki til að vinna á verksmiðjunum í sumarafleysing- um, en í ár verður annað fyrir- komulag á sumarfríum starfs- manna en undanfarin ár. í stað þess að loka verksmiðjunum í fimm vikur verður sumarleyfum starfsmanna dreift og skólafólk kemur inn í störfin, þannig að hægt verður að halda starfsem- inni gangandi allt sumarið. „Launin hérna eru talsvert hærri en gerist í verslun eða hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum á Akureyri. Meðallaun fyrir átta tíma dagvakt eru um 40 þúsund kr., fyrir kvöldvakt 47 og fyrir næturvakt 52-3 þúsund kr. Það er því algengt að starfsmenn hér hafi þetta 60 til 80 þúsund kr. í mánaðarlaun, með yfirvinnu. Það er auðvitað mismunandi. hvað okkur vantar margt fólk eft- ir árstímum, en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem okkur vantai eins margt fólk í vinnu. Ef auð- veldara væri að útvega leiguhús- næði á Akureyri gætum við feng- ið fleiri hingað en raun ber vitni,“ sagði Birgir Marinósson. EHB af veru sænskrá sérfræðinga hér á Akureyri í marsmánuði, en þá gerðu þeir úttekt á verslunar- rekstri kaupfélagsins. Sér- fræðingur sem hér kom var síðan leiðsögumaður þeirra þremenn- inga í Svíþjóð. Tilgangur ferðarinnar var að skoða búðir í þeim stærðarflokki sem kaupfélagið ætlar að byggja, en þar er talað um 2000-2500 fer- metra byggingu á einni hæð, með 16-1800 fermetra sölusvæði. Þeir félagar fóru til fjölmargra borga í Svíþjóð og Danmörku en þar kynntu þeir sér einkum rekstur svokallaðra „Quickly" verslana. Það eru verslanir sem selja að 2/3 hlutum matvöru en að 1/3 hluta sérvöru, miðað við veltu. í Danmörku var einnig heim- sótt fyrirtæki sem er mjög fram- arlega í smíði þakeininga en eins og gefur að skilja er mikið atriði í húsbyggingum af þessu tagi að þakið sé vel heppnað. „Þessi ferð var mjög gagnleg og þarna opnuðust augu okkar fyrir ýmsu sem er nýtt í rekstri verslana af þessu tagi og við get- um hagnýtt okkur,“ sagði Björn í samtali við Dag. Aðalsteinn er nú að hefja hönnun hússins en stefnt er að því að grunnur og plata verði til- búin á þessu ári og framkvæmd- úm ljúki á því næsta. ET Húsavík: Næg atvinna fyrir unglinga Góðar horfur eru á að næg atvinnna verði fyrir unglinga á Húsavík í sumar. Mikil vinna verður á vegum Húsavíkur- bæjar við undirbúning lands- mótsins og einnig mun Fisk- iðjusamlag Húsavíkur ráða 15 ára unglinga í fulla vinnu. Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur á fimmtudag voru ákveðin laun unglinga í vinnuskólanum. Samþykkt var tillaga frá Erni Jóhannssyni um að hækka laun 14 ára unglinga um 5 krónur á tím- ann og laun 13 ára unglinga um 8 krónur á tímann. Laun 15 ára unglinga verða kr. 110 á klst., 14 ára fá 95 kr. og 13 ára 78 kr. á klst. Gjald fyrir þá þjónustu sem vinnuskólinn veitir bæjarbúum verður kr. 80 á klst. fyrir ellilíf- eyrisþega og öryrkja en 160 kr. á klst. fyrir aðra. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.