Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 25.05.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 25. maí 1987 Hvöt vann UMF. Neista Hvöt frá Blönduósi sigraði UMF. Neista á föstudagskvöld í fyrsta leik liðanna í 4. deild Islandsinótsins í knattspyrnu. Leikurinn sem fram fór á Hofsósvelli endaði 4:0 eftir að staðan hafði verið 1:0 í hálfleik. Páll Leó Jónsson skoraði fyrsta mark Hvatar úr víti í fyrri hálfleik. Hann bætti síð- an við teimur mörkum í síðari hálfleik en tjórða markið skoraði Ingvar Jónsson. Leikurinn var þófkenndur framan af en lagaðist þegar á leið. Hvatarmenn voru mun betri aðilinn og unnu sanngjarnan sigur. Knattspyrna 4. deild: UMFS vann Árroðann UMF. Svarfdæla sigraði Árroðann 5:0 er lið- in mættust á Daivíkurvelli á föstudagskvöld í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Svardælir höfðu mikla yfirburði í leiknum og leiddu í háifleik 2:0. Fyrsta markið skor- aði Einar Stefánsson og síðan bætti Garðar Jónsson þjálfari liðsins við öðru marki úr víti. Garðar bætti svo þriðja markinu við í síðari hálfleik en tvö síðustu mörkin skoraði Birgir Össurarson. Leik Æskunnar og Austra frestað Leik Æskunnar og Austra frá Raufarhöfn í 4. deild Islandsmótins í knattspyrnu sem vera átti á laugardaginn var frestað til 20. júní þar sem völlurinn á Svalbarðseyri var ekki tilbúinn til notkunar. Æskan og Austri leika í F-riðli en nú hefur fækkað um eitt lið í þeim riðli þar sem Núpar við Öxarfjörð hafa dregið sig út úr íslands- mótinu vegna manneklu. Charlton vann fyrri leikinn - við Leeds Charlton sigraði Leeds með einu marki gegn engu á föstudagskvöldið í fyrri leik liðanna í keppninni um lausa sætið í 1. deild ensku knattspyrnunnar að ári. Leikurinn fór fram á hcimavelli Charlton. Seinni leikurinn fer fram í kvöld á heima- velli Leeds og víst er að róður Leedsara verður þungur. Stuðningsmenn Leeds á ís- landi eru vart viðmælandi þessa daga vegna taugspennu og víst má telja að einhverjir þeirra liggi við útvarpstækin í kvöld og hlusti á BBC. Vormót KRA - hefst þann 1. júní Mótaskrá Knattspyrnuráðs Akureyrar hefur litið dagsins Ijós og átti fyrsti stórleikurinn á milli KA og Þórs að vera í kvöld. Það var 1. flokkur félaganna sem átti að leika í vormóti KRA en leiknum hefur verið frestað. Fyrsti leikurinn í vormótinu verður því viðureign KA og Þórs í meistaraflokki kvenna og fer hann fram þann 1. júní kl. 20 á KA-vellinum. Fyrsti leikur þeirra yngri í vormótinu fer fram 2. júní, þá leika KA og Þór í 4. flokki A, B og C. Leikirnir fara fram á KA-vellinum og hefst sá fyrsti kl. 17.30. Síðan tekur hver stórleikurinn við af öðrum í vormótinu en keppni í Akureyrarmótinu hefst í júlí. íþróttir_ KS og Einherji skildu jöfn er liðin mættust á Siglufirði á föstudagskvöld ■ íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild: Bræðrabylta með vorbrag á Siglufirði - er KS og Einherji gerðu jafntefli Siglfirðingar voru ólíkir sjálf- um sér í fyrri hálfleik leiksins gegn Einherjum frá Vopna- firði á föstudagskvöld. í stað þess að hafa fyrir hlutunum, eins og þeir eru þekktir fyrir, var engu líkara en þeir héldu að þetta kæmi allt af sjálfu sér. Leikurinn skiptist í tvö horn, Vopnfirðingar áttu meira í fyrri hálfleik og KS-ingar í þeim seinni og því má segja að jafn- tefli hafi verið sanngjörn úrslit. Leikurinn einkenndist af þófi, barningi og háloftaspyrnum framan af og lítið fór fyrir mark- tækifærum. Þau sáust ekki fyrr en á 26. mínútu að Jónas Björnssn þjarmaði að marki austanmanna, sem sluppu með skrekkinn, þeg- ar skot hans fór af varnarmanni í þverslá. Andartaki síðar komust Vopnfirðingar í dauðafæri, en KS náði að bjarga á síðustu stundu. A 32. mínútu náðu svo Einherjamenn forystu í leiknum með marki sem kom upp úr aukaspyrnu af 30 m færi. Boltinn hrökk af varnarveggnum og inn á vítateig, þar kom Viðar Sigur- jónsson á auðum sjó og skoraði örugglega. Um fleiri færi er varla að tala í fyrri hálfleiknum, en Einherjamenn voru afgerandi betri aðilinn seinni hluta hans. I leikhléi hefur Gústaf Björnsson þjálfari KS eflaust talað vel yfir sínum mönnum, auk þess sem hann gerði 2 breytingar á liðinu, skipti þeim Jakobi Kárasyni og Óla Agnarssyni inn á. Norðan- menn mættu ákveðnir til leiks eftir hlé og ekki voru liðnar nema 6 mínútur þegar þeim tókst að jafna. Boltinn barst eftir horn- spyrnu til gamla jaxlsins Jakobs Kárasonar, sem úr þröngu færi, skammt innan vítateigs og frá endamarkalfnu, þrykkti knettin- um upp í hornið. Fimm mínútum síðar fór Gísli Davíðsson Ein- herji illa að ráði sínu er hann skaut framhjá úr dauðafæri af markteig. Siglfirðingar áttu mun meira í seinni hálfleiknum og ógnuðu marki austanmanna oft, en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Næst voru þeir að skora 6 mín. fyrir leikslok, þegar þrumuskot Marks Duffield úr aukaspyrnu af yfir 30 metra færi sleikti þverslána. Þrátt fyrir að Einherjamenn ættu á brattann að sækja seinni hlutann, gáfust þeir aldrei upp og náðu að ógna KS markinu í nokkur skipti. Jafntefli 1:1 voru sanngjörn úrslit. KS liðið; án Gústafs þjálfara, Sigurð- ar Sigurjónssonar sem einnig er ineiddur, Tómasar Kárasonar sem enn er ekki orðinn löglegur, en verður það í vikunni og Colin Tacker sem sagður er á leið til Iandsins, olli áhangendum sínum vonbrigðum í þessum Ieik, en eflaust á það eftir að gera betur þegar líður á. Bestu menn liðsins voru þeir Jónas Björnsson og Baldur Benónýsson. Þá voru þeir drjúgir Mark Duffield sem vann fjölda marga bolta að vanda og Jakob Kárason. Einherjaliðið var mjög jafnt. Báðir miðverðirnir léku mjög vel og hafði Ólafur Ármannsson einstaklega góð tök á Hafþóri Kolbeinssyni í leikn- um. Einnig var Hreggviður Ágústsson öryggið uppmálað í markinu og varði oft vel. Dóm- aratríóið að sunnan komst ekki nægjanlega vel frá leiknum. Hleypti Gunnar dómari mönnum of langt og hefði hann átt að sýna gula spjaldið oftar. Það fékk að- eins Hallgrímur bakvörður Ein- herja að líta. -þá Hlynur Birgisson var valinn í Ólympíuhópinn í stað Halldórs Áskelssonar. Island: Leiftui fyrsta I - bræðurnir skoruðu „Þetta voru sanngjörn úrslit aö mínu mati. Við áttum aö gera 2 til 3 mörk til viðbótar í fyrri hálfleik. Þetta var baráttuleik- ur eins og þeir koma sennilega til með að vera í 2. deildinni. En það var fyrst og fremst góð liðsheild sem skóp þennan sigur,“ sagði Óskar Ingimund- arson þjálfari og leikmaður Leifturs, eftir að liðið hafði unnið ÍBV með tveimur mörk- um gegn engu í Ólafsfirði í gær. Það voru þeir bræður Oskar og Steinar Ingimundar- synir sem skoruðu mörk heimamanna. Eyjamenn léku á móti vindi í fyrri hálfleik og voru ívið frískari í byrjun. Leiftursmenn komu fljótlega meira inn í leikinn og bæði lið fengu ágætis færi. Þegar leið á hálfleikinn færðust heima- menn enn í aukana og uppskáru mark á 25. mín. Eftir mikinn darraðardans í vítateig Eyja- Óskar Ingimundarson þjálfari Leifturs Hlynui - Halldór Áskeb íslenska Ólympíulandsliðið í knattspyrnu leikur gegn því hollenska á Laugardalsvelli á morgun þriðjudag. Leikurinn sem hefst kl. 18 er liður í undankeppni Ólympíuleikana. Þrjár breytingar hafa verið gerðar á hópnum frá leiknum við Itala um daginn. Halldór Áskelsson frá Þór, Loftur Ólafsson frá KR og Ólafur Þórðarson frá ÍA eru allir meiddir en í þeirra stað koma þeir Hlynur Birgisson Þórsari, Heimir Guðmundsson ÍA og Valur Valsson úr Val. Hópurinn var tilkynntur á föstudaginn og þá var ekki vitað annað en að Halldór Áskelsson gæti leikið með liðinu. Halldór hefur átt við meiðsli að stríða að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.