Dagur - 23.06.1987, Side 1
mwi
70. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 23. júní 1987
115. tölublað
Mörg snið
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Langflestir
lesa Dag
Samkvæmt skoðanakönnun
sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Islands gerði fyrir
Samband íslenskra auglýsinga-
stofa í maí sl., hefur Dagur
langmesta útbreiðslu allra
dagblaða á Norðurlandi eystra
og einnig mesta ef litið er á
Norðurland í heild. Hvorki
Akureyrarbær:
Höfðingleg
gjöi
- úr dánarbúi
Kristjáns Eldjárn
Fyrir nokkru tók menningar-
málanefnd fyrir erindi frá Þór-
arni Eldjárn þar sem hann
býður Akureyrarbæ að gjöf
frummyndina af brjóstmynd
sem gerð var af Davíð Stefáns-
syni frá Fagraskógi. Kristján
Eldjárn átti þessa mynd og er
hún úr dánarbúi hans.
Ákveðið var að þiggja þetta
boð með þökkum og er brjóst-
myndin komin til bæjarins þótt
ekki hafi formleg afhending farið
fram. Afsteypa af þessari mynd
er á Amtsbókasafninu og önnur í
Davíðshúsi. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær formleg afhend-
ing fer fram né hvar frummynd-
inni verður valinn staður. SS
meira né minna en 79% svar-
enda í Norðurlandskjördæmi
eystra sögðust sjá Dag daglega
eða oft, DV er í öðru sæti, en
57% svarenda sögðust sjá það
daglega eða oft og Morgun-
blaðið er í þriðja sæti með
44%.
Á Norðurlandi vestra sögðust
33% svarenda sjá Dag daglega
eða oft en í frétt frá Sambandi
íslenskra auglýsingastofa er ekki
gefið sérstaklega um útbreiðslu
annarra dagblaða á Norðurlandi
vestra.
Útbreiðsla Dags er svæðis-
bundnari en nokkurs annars
dagblaðs, enda leggur Dagur
langmesta áherslu á fréttir af
Norðurlandi og er reyndar eina
blaðið sem hefur blaðamenn í
fullu starfi á Norðurlandi utan
Akureyrar, þ.e. á Húsavík,
Sauðárkróki og Blönduósi.
Þegar litið er á landið allt hefur
Morgunblaðið samkvæmt könn-
uninni forystu, því 75% svarenda
sögðust sjá það daglega eða oft.
DV er í öðru sæti með 67%, síð-
an Þjóðviljinn með 20%, Tíminn
með 19% og Dagur með 11% á
landsvísu. Alþýðublaðið rekur
síðan lestina en einungis 5%
sögðust sjá það daglega eða oft.
I frétt frá SÍA er gerður
samanburður á lestri dagblað-
anna nú og í sams konar könnun
árið 1983. Dagur er ekki með í
þeim samanburði, enda ekki gef-
inn út daglega á þeim tíma sem
fyrri könnunin var gerð. BB.
DNG:
Veltan þrefaldast
I gær sögðum við frá því að fundist hefðu merki um byggð frá því fyrir árið 1000 að Granastöðum í Eyjafirði. Hér
er einn leiðangursmanna að teikna upp fornar menjar, líkast til eldstæði. Uppgreftri fer að ljúka á þessu ári en hér
er um að ræða verkefni fyrir næstu sumur ef vel á að vera, að sögn Bjarna Einarssonar. Mynd: HörðurGeirsson.
Veitustjórn Akureyrar:
Gjaldskrá Hitaveitunnar
verði hækkuð um 7,16%
- vandi hitaveitunnar enn óleystur
„Það hefur gengið mjög vel
hjá okkur. Við erum með þre-
falda veltu miðað við sama
tíma í fyrra,“ sagði Kristján
Jóhannesson framkvæmda-
stjóri DNG á Akureyri.
Kristján sagði að þrír aðilar
fyrir sunnan væru farnir að selja
sænskar færavindur og sam-
keppnin því mjög hörð. „íslensk-
ir sjómenn hafa tekið okkar færa-
vindum mjög vel og við erum því
mjög hressir." Kristján sagði að
þeir framleiddu eins mikið og
þeir önnuðu, en rúmlega 20
manns vinna hjá fyrirtækinu.
Þeir DNG-menn eru nú að
hefja byggingu húss yfir starfsemi
sína og verður það á Berghóli í
Glæsibæjarhreppi. Húsið verður
900 fermetra einingahús frá Möl
og sandi á Akureyri. Kostnaðar-
áætlun hljóðar upp á 17 milljónir
króna. mþþ
Stjórn veitustofnana á Akur-
eyri samþykkti einróma á
fundi 19. júní síðastliðinn að
leggja til að gjaldskrá Hita-
veitu Akureyrar verði hækkuð
um 7,16%. Sú hækkun er í
fullu samræmi við hækkun
byggingavísitölu sem var 293
stig um áramót en var komin í
314 stig í byrjun júní. Tonnið
af heitu vatni myndi þannig
hækka úr 63,60 kr. í 68,15 kr.
Til samanburðar má geta þess
að tonnið hækkaði um 22% í
Reykjavík, sem er svipað að
krónutölu og 7,16% hækkun á
taxta H.A. og kostar tonnið nú
25 kr. í höfuðborginni.
Franz Árnason hitaveitustjóri
sagðist halda að það kæmi betur
út ef taxtinn hækkaði á 3ja mán-
aða fresti eins og vísitalan en
hinu væri ekki hægt að neita að
vísitalan hefði hækkað ansi mikið
á þessu ári. Þetta væri stórt stökk
í krónum talið fyrir notendur
hitaveitunnar frá síðustu hækkun
sem var í janúar.
„Það hefur ekki fundist lausn á
Iðnverkakonur á Akureyri:
Þriðjungur orðið fyrir kynferöislegri áreitni
Þriðja hver iðnverkakona á
Akureyri hefur orðið að þola
kynferðislega áreitni á vinnu-
stað sínum. Þetta eru niður-
stöður könnunar sem Vinnan,
tímarit ASÍ, og Iðja, Félag
verksmiðjufólks á Akureyri,
gerðu í samráði við Valgerði
Bjarnadóttur um miðjan maí.
I könnuninni var rætt við 37
konur sem valdar höfðu verið af
handahófi af félagaskrá Iðju. Af
þessum 37 konum töldu 23 að
kynferðisleg áreitni ætti sér stað á
íslandi og 10 þeirra höfðu orðið
fyrir henni sjálfar. Þrjár töldu
slíka áreitni ekki vera til staðar
og 11 svöruðu með „ég veit
ekki“.
Af konunum 37 voru 15 sem
höfðu konu sem næsta yfirmann
en 22 karlmann. Það vekur hins
vegar nokkra athygli að 9 af
þeim tíu, sem orðið höfðu fyrir
áreitni, voru úr síðarnefnda
hópnum. Ekki síst er þetta
athyglisvert þar sem í fæstum til-
fellum voru það yfirmennirnir
sjálfir sem voru sekir.
Við framkvæmd könnunarinn-
ar var gengið út frá skilgreiningu
sem gefin var út af Alþjóðasam-
bandi frjálsra verkalýðsfélaga,
á því hvað telst kynferðisleg
áreitni. Samkvæmt henni má
skipta áreitninni í tvo flokka.
Líkamleg áreitni telst hvers kon-
ar þukl og káf, þar með taldar
nauðgunartilraunir. Munnleg
áreitni er það hins vegar kallað
þegar viðkomandi verður fyrir
kynferðislega niðurlægjandi
ummælum eða klámbröndurum.
Af konunum tíu höfðu þrjár að-
eins orðið fyrir munnlegri áreitni.
Engin kvennanna hafði orðið
fyrir nauðgun eða nauðgunartil-
raun á vinnustað, en tvær þeirra
höfðu ítrekað orðið fyrir því að
farið var fram á samræði.
í viðtölum við konurnar kom
fram að viðbrögð þeirra við
ósómanum eru mismunandi.
Fjórar þeirra báru harm sinn í
hljóði, aðrar létu yfirmann vita
og enn aðrar létu hendur skipta.
Aðspurðar hvert þær myndu
leita eftir aðstoð gegn kynferðis-
legri áreitni nefndu flestar kon-
urnar yfirmenn en næst komu
trúnaðarmenn og verkalýðsfé-
lag. ET
málefnum hitaveitunnar í við-
ræðum við ríkisvaldið þannig að
staðan er óbreytt frá því sem hún
var áður en þær viðræður hófust.
Hins vegar var sú ákvörðun tekin
að halda í við verðlagsþróun
burtséð frá því hvort yrði hægt að
fá aðstoð til að framkvæma
lækkun. Þá yrði bara gerð lækk-
un og síðan ntyndi taxtinn halda
áfram að hækka samkvæmt verð-
lagsþróun eins og allt annað,“
sagði Franz.
Samkvæmt þessari hækkun
verður fastagjald B1 3.644 kr. og
fastagjald B2 304,35 kr. Veitu-
stjórn leggur einnig til að húshit-
unartaxtar Rafveitu Akureyrar
taki sömu breytingum eins og
venjan hefur verið. Einnig taki
gjöld samkvæmt 4. og 5. grein
gjaldskrárinnar sömu breyting-
unt.
Franz skýrði frá því að hann
hefði átt fund með þingmönnum
kjördæmisins ásamt þeim Sigurði
J. Sigurðssyni, formanni veitu-
stjórnar, og Úlfari Haukssyni, í
því skyni að kynna þeim málefni
hitaveitunnar og sagðist hann
vonast til að þeir létu málið til sín
taka í nýrri ríkisstjórn. „Ég held
að menn hafi orðið sammála um
þessa hækkun núna í þeirri von
að eitthvað gerðist á næstu mán-
uðum,“ sagði Franz að lokurn, en
beiðnin verður tekin fyrir á
bæjarstjórnarfundi í dag. SS