Dagur


Dagur - 23.06.1987, Qupperneq 2

Dagur - 23.06.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 23. júní 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÚRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.__________________________ Seinheppinn ráðherra Skýrt var frá því í Degi í gær að Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra hafi öllum að óvörum leigt heimavist Hússtjórnarskólans að Laugum til einkaaðila. Heimamenn höfðu gert ráð fyrir að rekstur skólahúsnæðisins að Laugum yrði með sama hætti í sumar og undanfarin sumur, þ.e. að aðstandendur Hér- aðsskólans að Laugum starfræktu þar sumar- hótel og hagnaðurinn rynni til skólans. Að sögn skólastjóra Héraðsskólans hafði ráð- herra látið í það skína að engra breytinga væri að vænta í þessum efnum og því kom ákvörðun hans mönnum í opna skjöldu. Menntamálaráðherra naut í þessu máli dyggrar aðstoðar Halldórs Blöndal alþingis- manns, en samkvæmt upplýsingum Dags vill mikill meirihluti heimamanna óbreytt rekstr- arfyrirkomulag. En leigutekjurnar renna beint í ríkiskassann og þar með er Héraðs- skólinn að Laugum sviptur mikilvægri tekju- lind, sem hefur hjálpað verulega til með að láta enda ná saman í rekstrinum. Það er hreint með ólíkindum hversu menntamálaráðherra er seinheppinn í verk- um sínum. Hann virðist einungis leita ráða hjá samflokksmönnum sínum, sem greinilega hirða ekki um að segja honum allan sannleik- ann hverju sinni. Ráðherrann mun að sjálf- sögðu ekki breyta ákvörðun sinni hvað varðar val á leigutaka - enda hefur hann sýnt það í verki að hann telur sig eingöngu taka réttar ákvarðanir. Þau gerræðislegu vinnubrögð, sem þeir flokksbræður Sverrir og Halldór viðhafa í þessu máli, munu ekki auka hróður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Það er í sjálfu sér ekki áhyggjuefni Dags en blaðinu er vel kunnugt um fjölmarga stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þungar áhyggjur af vanhugsuðum aðgerðum ráðherrans í skólamálum Norðlendinga. Laugamálið kemur í kjölfar brottvikningar fræðslustjóra kjördæmisins, en sá brottrekst- ur varð síður en svo til þess að auka vinsældir menntamálaráðherra, enda sérkennilega að verki staðið. Nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg og erfið verk- efni. Eftirmanns Sverris Hermannssonar í embætti menntamálaráðherra bíður það erf- iða verkefni að ná sáttum við skólamenn á Norðurlandi eystra. Þetta nýjasta tiltæki Sverris í kjördæminu er síst til þess fallið að lægja öldurnar. BB. -viðtal dagsins.______________ „Verðum með eitt- hvað fyrir alla“ - Magnús Jónsson, forseti JC Súlna á Akureyri segir frá ökuleikni ‘87 á Akureyri og öðru starfi JC Ökuleikni er nokkuð sem menn hafa sýnt mismikla hæfi- leika í, sumir telja sig afburða snillinga á þessu sviði, en eru þó bæði sjálfum sér og öðrum stórhættulegir sökum þess að þeir valda ekki þeim farartækj- um sem þeir aka. Keppni í ökuleikni hefur nú farið fram hér á Akureyri í tíu ár og tíunda keppnin fer fram á planinu fyrir framan Alþýðu- húsið næstkomandi laug- ardag. Einn þeirra sem vinnur að undirbúningi keppninnar er Magnús Jónsson, forseti JC Súlna á Akureyri. - Hvernig verður keppninni háttað þetta árið? „Það verður boðið upp á eitthvað fyrir alla og reynt í þetta sinn að gera eitthvað fyrir börnin. Keppnin hefst um hádegi og fyrst verður keppt með fjar- stýrða bíla. Þetta verður meira sýningaratriði frekar en hitt og við ætlum að reyna að láta bæjar- stjórann og lögreglustjórann leiða saman hesta sína. Síðan koma börnin á þríhjólunum og þá minni tvíhjól. Þá verður keppt á fullorðinshjólum og það skal tekið fram að við verðum með hjól fyrir þá sem þess þurfa. Einnig verður keppt á léttum bif- hjólum og síðan stærri hjólum og ekki má gleyma fjórhjólunum en í þeim flokki verðum við að binda okkur við ökuleyfi þar sem ekki er hægt að hleypa hverjum sem er á þessi tæki innan um marg- menni. Síðan verður flokkur fólksbíla og að lokum flokkur jeppa og stærri bíla.“ - Verður boðið upp á eitthvað fleira? „Já, þarna verður Hjálparsveit skáta að sýna sinn útbúnað og tæki. Nýir bílar verða sýndir og einnig verður þarna bíll á vegum Fararheillar ‘87 en það er umferð- arátak á vegum tryggingafélag- anna. Þessi bíll er svona dæmi um hvernig getur farið í umferð- inni ef ógætilega er ekið. Ætlunin er li'ka að reyna að fá veltibílinn svokallaða, en það er bíll sem er ætlaður til þess að sýna fólki hvernig öryggisbeltin verka þegar á reynir í veltum. Þessi bíll hefur verið sýndur fyrir sunnan undan- farið. Síðan verða einnig einhver skemmtiatriði og óvæntar uppá- komur í hléum.“ - Og hverjir standa að þessum umferðardegi? „Það eru Bindindisfélag öku- manna, JC Súlur og Hjálparsveit skáta. Núna í þessari viku er stúkuþing í Alþýðuhúsinu sem lýkur á laugardaginn og þetta verður nokkurs konar endapunktur á þinginu. Þetta er í tíunda sinn sem keppnin er hald- in hér á Akureyri og því ætlunin að hafa þetta svolítið veglegt. Akureyri hefur líka alltaf verið með eina fjölmennustu keppn- ina. Verðlaunapeningar verða veittir og einnig gefur hjálpar- sveitin sérstaka bílpúða sem sveitin hefur verið að selja undanfarið.“ # Eina Pepsí! Golf er vinsæl íþrótt. Og á Akureyri er golfvöllur góður. Fyrir skömmu var Coca Cola mótið haldið á golfvellinum að Jaðri við Akureyri. Meðal spilara var Pétur Björnsson framkvæmdastjóri Vífilfells. Fyrir þá sem ekki vita er kók- ið framleitt hjá þVí fyrirtæki. Pétur þessi hafði með sér dreng er dró fyrir hann golf- settið. Eftir að hafa spilað átján holurnar, segir sagan að Pétur hafi launað pilti vinnuna og spyr síðan hvort ekki megi bjóða honum eitthvað. Saklaus og bláeygur rétt eins og hver annar skáta- drengur segir pilturinn: Jú, kannski eina Pepsí! Hér segir af manni sem kom léttur heim af sjónum og hugðist bregða sér á dans- leik. Eftir snögga sturtu var tekið til við að gera sig dálítið smart. Maður þessi opnaði skáp og fór að leita að einu og öðru, en atburður þessi átti sér stað heima hjá móður piltsins. Þar sem maðurinn var að gramsa i skápnum datt honum í hug að setja brilljantín i hár sitt. Fann túbu og skellti í hárið. ‘Að þessu loknu fer hann fram og taka þau tal saman, pilturinn og móðirinn. Spyr móðirin hvað hann hafi borið í hár sér og fær við þvi greinargóð svör. Náfölnar móðirin, en dró síðan piltinn aftur inn á bað og tók til við að þvo hár hans af ákefð mikilli. Skýringin á skjótum viðbrögðum móður- innar var sú að maðurinn hafði alls ekki borið brilljantín í hár sitt heldur háreyðandi krem. Ekki hlaut maðurinn neinn skaða af og er í dag hárprúð- ur. Hann er hins vegar hættur að fara í skápa annars staðar en heima hjá sér. • Brilljantín

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.