Dagur - 23.06.1987, Side 3
23. júní 1987 - DAGUR - 3
- Og eru undirtektir góðar?
„Já það er óhætt að segja það.
Allir sem við höfum þurft að leita
til vegna þessa hafa tekið okkur
vel. Fólk virðist vera farið að líta
öðrum augum á þessa keppni en
áður. Hingað til hefur þetta verið
litið svolitlu hornauga en nú virð-
ist viðhorfið breytt og því vonum
við að þetta geti orðið árviss við-
burður og börnin geti einnig
fengið að taka þátt í þessu eins og
nú.“
- Hvernig stendur á því að JC
Súlur tekur þátt í verkefni sem
þessu?
„Það er vegna þess að lands-
verkefni JC á þessu ári er Bætt
stjórnun, betra byggðarlag og
okkur fannst þessi ökuleikni-
keppni alveg geta gengið í þetta
landsverkefni okkar. Við höfum
ekki tekið þátt í þessu áður og
það er stefnan hjá okkur að vera
með nokkrar nýjungar í starf-
seminni í ár.“
- Hver eru annars helstu verk-
efnin í starfi ykkar í JC?
„Það má segja að við tökum
við þar sem skólinn hættir að því
leytinu til að í skólanum læra
menn ýmislegt en þeim er ekki
kennt að tjá sig á einn eða neinn
hátt. Að vísu er þetta aðeins að
byrja í skólunum núna. Við erum
með alls konar námskeið t.d.
fundarstjóm, fundarsköp, nefnda-
störf og svo náttúrlega höldum
við fundi og annað slíkt. Hjá
okkur fær hver maður að vera
eitt ár í hverju starfi og flestir
eiga að fá sitt tækifæri. Þannig
eigum við að gera okkar mistök,
ef svo má segja, í félaginu því að
síðan taka menn kannski við
störfum úti í bæ og þá hafa þeir
hlotið sína reynslu og sinn skóla
hjá okkur og því ætti mönnum að
farnast vel.“
- Eru þetta eingöngu nám-
skeið fyrir félagsmenn eða eru
þetta námskeið sem allir geta
sótt?
„Þetta eru námskeið sem ein-
göngu eru ætluð félagsmönnum í
JC hreyfingunni. En í ár ætlum
við að bjóða bænum og öðrum
félögum þessi námskeið og þá
sérstaklega námskeið í fundarrit-
un. Maður sér oft fundargerðir
sem eru gerðar án þess að menn
kunni hreinlega nokkuð til þess.
Jafnvel eru það margir sem ekki
þora að taka að sér slík störf
vegna þess að þeir kunna þetta
ekki. Við ætlum því að fara út í
það að bjóða fólki að korna á þau
námskeið sem það heldur að það
hafi gagn og ekki síður gaman af.
Það þýðir ekkert að bjóða
almenningi að fara á námskeið ef
þess er krafist að menn hafi sótt
einhver önnur námskeið áður.
Við ætlum því að kynna starfið
með þessu. Þetta er ekki bara
eintómt framapot.“
- Hvað eru ntargir starfandi í
JC hérna í bænum?
„Hér eru starfandi tvö félög,
JC Súlur og JC Akureyri. Þessi
félög starfa hvort í sínu lagi en þó
er séð til þess að þau séu ekki að
vinna að sama verkefninu í einu.
í heild eru þetta um 80 manns
sem eru starfandi í JC hér á
staðnum. Við ætlum þó að reyna
að fara út í meiri samvinnu félag-
anna því þetta eru oft svipuð
verkefni sem unnið er að. Bæjar-
félagið er það stórt að það á að
þola tvö félög.“
Og næsta verkefni hjá JC Súl-
um er því ökuleiknikeppnin og
ýmsar uppákontur í því sam-
bandi. Vonandi verða sem flestir
sem sjá sér fært að taka þátt eða
að öðrum kosti að korna og fylgj-
ast með. Aldrei er um of brýnt
fyrir fólki hvernig það á að haga
sér í umferðinni og næsta laugar-
dag gefst fólki kostur á fræðslu
um þetta. Magnúsi Jónssyni,
forseta JC Súlna þökkum við
spjallið. JÓH
„Offjárfesting helsta vandamálið
- segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins
„Ég held að vannýtt fjárfest-
ing sé eitt stærsta vandamál
þessarar þjóðar í dag og
kannski ein aðalástæðan fyrir
því að lífskjör hér eru ekki þau
sem þau ættu að geta verið,“
sagði Guðjón B. Olafsson for-
stjóri Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga meðal annars á
fundi á Blönduósi síðastliðið
fimmtudagskvöld.
Það voru samvinnufélögin í
Austur-Húnavatnssýslu sem
beittu sér fyrir fundinum með
forstjóra S.Í.S og framkvæmda-
stjóra búvörudeildar. í inngangs-
orðum sínum fór Guðjón nokkr-
um orðum um uppbyggingu Sam-
bandsins og rakti m.a. stöðu ein-
stakra deilda þess. Hann sagði að
eitt stærsta vandamál verslunar-
deildar Sambandsins væri offjár-
festing og svo væri um margt ann-
að í bjóðfélaginu. Síðan sagði
hann: „Mín skoðun er sú að verið
sé með offjárfestingu nánast í öll-
um helstu atvinnugreinunum.
Við erum með offjárfestingu í
fiskiskipum, við erum með
offjárfestingu í fiskvinnslustöðv-
um og of mikinn fjölda af þeim.
Það fer ekkert á milli mála að við
erum þar með vannýtta fjárfest-
ingu upp á mjög stórar upphæð-
ir.“
Þá sagði Guðjón B. Ólafsson
að sér fyndist sem ýmislegt væri
kannski full þungt í vöfum hjá
Sambandinu sem skapaðist af því
að það þyrfti að fjalla um það á
of mörgum fundum af of mörgu
fólki. Forstjórinn sagðist óttast
að stjórnvöld og almenningur
gerðu sér ekki næga grein fyrir
því að um leið og verið væri að
éta upp eigið fé fyrirtækja þá væri
verið að veikja grundvöll þeirra
og ef þetta gengi of lengi endaði
með því að fyrirtækin hefðu ekki
bolmagn til að halda uppi sinni
starfsemi.
„Ég held að við séum komin
með ríkisbáknið á það skrið að
það þorir enginn eða getur, tekið
á því. Eina svarið hjá stjórnmála-
mönnum er að hækka skatla ann-
að hvort á fyrirtækjum eða
almenningi, þannig að við erum
komin þarna í talsvert hættuleg-
an vítahring."
Þá sagði Guðjón B. Ólafsson
að það sem O.E.C.D. væri að
benda á varðandi það að íslend-
ingar gætu ekki búist við sama
góðærinu áfram eins og tvö síð-
ustu ár, væri nákvæmlega það
sama og Sambandsmenn hefðu
margoft bent á.
„En vonandi er þá tekið eftir
þessu núna þegar það kemur frá
París, vegna þess að það er eins
og það sé ekkert tekið eftir því
þegar það kemur hér heiman frá.
Þarna er hætta á ferðum og ég
Landsmót ‘87:
Búist við a.m.k.
10 þús. manns
- mjög fjölbreytt dagskrá
Dagana 9.-12. júlí nk., verður
haldið á Húsavík 19. landsmót
U.M.F.Í. Félagið er 80 ára á
þessu ári, en landsmót var fyrst
haldið á Akureyri 1909. Undir-
búningur þessa móts hófst
1985, og verður dagskráin
fjölþætt.
Guðni Halldórsson er fram-
kvæmdastjóri landsmótsins, og
sagði hann að þeir reiknuðu með
minnst 10 þúsund manns á mótið.
Húsavík er 2500 manna bæjarfé-
lag, en þeir telja að ekki verði
vandræði með að koma fólki
fyrir. Keppendur og starfsfólk
verða um 3000 en keppt verður í
11 hefðbundnum greinum, og 13
sýningargreinum þar fyrir utan.
Þær verða m.a. Víkingakeppni,
þar sem meðal annara keppa
Geoff Capes og Jón Páll Sigmars-
son, kassabílaspyrna og BMX
rally fyrir börnin. Dans, bridge
og fjárhundasýning verða á
dagskrá, en það síðastnefnda er
nýjung á íslandi. Svo verða að
sjálfsögðu dansleikir á kvöldin,
og spila fjórar hljómsveitir fyrir
dansi.
Fyrir utan kostnað við upp-
byggingu sem á sér stað á Húsa-
vík nú, mun beinn framkvæmda-
kostnaður við landsmótið verða
um 10 miljómr. Inni i því er mötu-
neyti fyrir starfsfólk, auglýsingar
og útgáfa plötu með Skriðjökl-
um, en samið var sérstakt lands-
mótslag af þessu tilefni.
Nú leggur landsmótsnefndin
áherslu á fleiri atriði en hinar
hefðbundnu keppnisíþróttir,
með það fyrir augum m.a. að
breyta ímynd mótsins. Athygl-
inni er beint í auknum mæli á
skemmtun og hressleika.
Næsta landsmót ungmennafé-
laga verður haldið í Mosfellssveit
1990. VG
Ferðaþjónusta:
Starfsfólk ferðaskrif-
stofa í kynningarferð
Um síöustu helgi var hópur
starfsfólks á ferðaskrifstofum í
Reykjavík staddur á Akureyri.
Hann var hér í boði Ferða-
skrifstofu Akureyrar í þeim til-
gangi að kynna sér það sem
þeir hafa upp á að bjóða.
Hópurinn kom á föstudags-
kvöld, snæddi kvöldverð og fór í
miðnætursólarferð til Ólafsfjarð-
ar. Gist var að Þelamörk en á
laugardag farið í Grímsey og
Hrísey. A sunnudag fór hópurinn
síðan í skoðunarferð í Mývatns-
sveit.
Ferð sem þessi er gagnleg
starfsfólki ferðaskrifstofa, svo
það geti sem best sagt viðskipta-
vinum sínum hvað þeim stendur
til boða. VG
fullyrði að ef ekki hefði komið til
tíu milljarða hækkun á útflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða þá
væri hér alvarleg kreppa."
Fundurinn var illa sóttur þrátt
fyrir góða auglýsingu og voru
menn helst að kenna veðrinu um
sem vissulega var til annarra
hluta heppilegra en að sitja á
fundi innan dyra. Það verður þó
að teljast samvinnumönnum á
Norðurlandi til lítils sóma að
sækja ekki betur fund sem
þennan, svo oft hefur heyrst tal-
að um sambandsleysi æðstu
manna við hinn almenna félags-
mann að það er með eindæmum
að fólk skyldi ekki nota sér þetta
tækifæri til að skiptast á skoðun-
um við forstjórann. G.Kr.
Félagar
Hrossaræktarsambands
Eyfirðinga og Þingeyinga
Stóðhesturinn Ófeigur 882 frá Flugumýri verður
í hólfi á Möðruvöllum í Hörgárdal síðara tímabil-
ið í sumar.
Þeir sem koma vildu hryssum til hans hafi samband við
deildarformennina fyrir miðvikudagskvöldið 24. júní, í
Hrossaræktarfélagi Akureyrar og nágrennis, Kristinn
Hugason í síma 21479.
Aöeins ættbókarfærðar hryssur koma til greina.
Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga.
Á vegum Ferðafélags
Akureyrar verða farnar tvær
ferðir um nk. helgi.
Farið verður í Herðubreiðalindir og Bræðrafell,
dagana 26.-28. júní.
Dagana 27.-28. júní verður farin flugferð til
Vestmannaeyja.
Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins sem er á
Skipagötu 13 og er opin frá kl. 17.00-19.00 mánudaga til
föstudags. Sími 22720.
Nýkomnar