Dagur - 23.06.1987, Blaðsíða 5
23. júní 1987 — DAGUR - 5
Jesendahornid.
Vínveitingastaðirnir og sveitaböllin:
Krakkar undir jögaldri
komast auðveldlega inn
Móðir á Brekkunni hringdi og
sagðist vilja taka undir orð kon-
unnar sem skrifaði í blaðið í gær
til að vekja athygli á því hversu
auðvelt krakkar á fermingaraldri
virtust eiga með að ná sér í áfengi
og komast inn á staði þar sem
aldurstakmark væri 16 ár og það-
an af hærra.
„Mín reynsla er sú að þessi
fullyrðing eigi við rök að styðjast.
Ég á tvær dætur, önnur er 14 ára
og hin tvítug. Eldri dóttir mín
hefur sagt mér að jafnaldrar og
vinir yngri dóttur minnar séu oft í
Kjallaranum og þau eigi mjög
auðvelt með að komast þar inn.
Sjálf hefur yngri dóttir mín mér
vitanlega tvisvar gert tilraun til
að komast þar inn. í annað skipt-
ið tókst henni það en í hitt skiptið
ekki. í H-100 er það sama uppi á
teningnum, krakkar langt undir
lögaldri eiga auðvelt með að
komast þar inn. Mér finnst hrylli-
legt til þess að hugsa að 14 ára
gamlar stúlkur gangi inn á þessa
vínveitingastaði án þess svo mik-
ið sem depla auga.
Þá vil ég einnig taka undir það
sem fyrrnefnd móðir segir um
Freyvang og ég veit að það sama
gildir um dansleiki sem haldnir
eru á fleiri stöðum utan Akureyr-
ar svo sem í Hlíðarbæ og á
Dalvík. Þangað flykkjast krakkar
undir 16 ára aldri og komast auð-
veldlega inn og geta haft áfengi
um hönd án mikilla afskipta
þeirra sem dansleikina halda. Ég
hringdi í lögregluna fyrir u.þ.b.
mánuði vegna þessa og fékk
sömu svör og tíunduð voru í les-
endabréfinu í gær, þ.e. að lög-
reglan hefði ekki nægilegan
mannafla til að fylgjast með þess-
um hlutum, þeir sæju eingöngu
um hefðbundna löggæslu.
Það er full ástæða til að taka á
þessum hlutum af einurð. Hvað
sem skýrslur kunna að segja um
áfengisneyslu unglinga á Akur-
eyri, þá er það staðreynd að
áfengisneysla unglinga er fyrir
hendi. Það vita engir betur en
þeir foreldrar sem eiga börn á
þessum aldri.“
Skilið hækjunum
Þeir sem fengið hafa hækjur að
láni hjá Sjálfsbjörg á Akureyri og
ekki hafa lengur þörf fyrir þær,
eru vinsamlega beðnir að skila
þeim hið fyrsta. Nú eru fáar
hækjur inni, en alltaf getur þeirra
verið þörf. Þeir sem hafa ónotað-
ar hækjur frá Sjálfsbjörg inni í
skáp hjá sér eru því beðnir að
koma þeim til skila.
Up i i r'ÁIf p w
v' \ i 1 't tf « BMir \ >-}Jf( r. 11 «L . ; • Á- '• i JM«[
Gestir og heimamenn framan við Dynheima. Talið frá vinstri: Hermann Sigtryggsson æskulýðs- og íþróttafulitrúi
Akureyrar, Steindór G. Steindórsson forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvanna á Akureyri, Omar Einarsson fram-
kvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Júlíus Hafstein formaður ráðsins, Hilmar Guðlaugsson sem
sæti á í ráðinu, Jóhannes Óli Garðarsson framkvæmdastjóri íþróttavallarins í Laugardal, Tóinas Gunnarsson for-
maður Æskulýðsráðs Akureyrar, Gísli Arni Eggertsson æskulýðsfulltrúi Reykjavíkur, Jóhann G. Möller Æsku-
lýðsráði Akureyrar, Erlingur Þ. Jóhannson íþróttafulltrúi Reykjavíkur og Bragi V. Bergmann Æskulýðsráði Akur-
eyrar. Mynd: Dröfn Friðfinnsdóttir.
Akureyri:
íþrótta- og tómstundaráö Reykja-
vflair í heimsókn á Akureyri
Samskipti Akureyringa og
Reykvíkinga hafa löngum ver-
ið með miklum ágætum, ekki
síst á vettvangi æskulýðs- og
íþróttamála. Sú hefð hefur
smám saman komist á, að það
ráð sem sér um yfirstjórn þess-
ara mála í Reykjavík, íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur,
hefur heimsótt Akureyri með
nokkurra ára millibili til að
kynnast því af eigin raun
hvernig að þessum málum er
staðið norðanlands. Akureyr-
ingar hafa síðan endurgoldið
þessar heimsóknir og þannig
hafa tengslin eflst og báðir
aðilar notið góðs af í starfi
sínu.
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur var einmitt í slíkri
heimsókn á Akureyri um helg-
ina. Á föstudaginn skoðuðu gest-
irnir félagsmiðstöðina í Lundar-
skóla og Dynheimum og þá
aðstöðu sem verið er að byggja
upp að Hamraborgum fyrir reið-
skóla Æskulýðsráðs og Hesta-
mannafélagsins Léttis. Þá komu
menn við hjá Nökkva, félagi sigl-
ingamanna.
Seinni hluti föstudagsins fór í
að fylgjast með kappleikjum.
Fyrst var fylgst með íslendingum
tapa landsleik í handknattleik
gegn Dönum í íþróttahöllinni og
síðan með leik KA og Völsungs í
1. deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu á Akureyrarvelli. Á eftir
þáðu nefndarmenn svo og allir
leikinenn fyrrnefndra liða,
íslenskra og danskra, kvöldverð í
boði Bæjarstjórnar Akureyrar í
golfskálanum að Jaðri.
Laugardagur og fyrri hluti
sunnudags fór í að skoða hin
ýmsu íþróttasvæði og mannvirki
bæjarins en heimsóknin endaði á
óformlegri bæjarkeppni í „mini-
golfi" á Sundlaugarlóðinni og er
skemmst frá því að segja að
Reykvíkingar fóru með sigur af
hólmi, naumlega þó.
Laust eftir hádegi á sunnudag
hélt íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur heim á leið, og var á
gestunum að heyra að þeir væru
hinir ánægðustu með ferðina,
enda veðurguðirnir í sæmilegasta
skapi, eins og vera ber á þessum
árstíma.
Foreldrar, foreldrar
Voruð þið að hugsa um að senda
börnin/barnið í sumarbúðir?
Ef svo er getum við leyst málið. Hafið samband við
Hönnu í síma 23939, Björgvin eða Þóreyju í síma
31271.
Sumarbúðirnar Hólavatni.
Verslunin Knoss
Vor- og sumarlitir í úrvali.
Saumum sjálf fötin á okkur.
Burda-sniðin eru komin aftur.
Over Lock saumavélin er til hjá mér núna.
Sendi í póstkröfu.
Opið á laugardögum frá kl. 10-12.
Verslunin Enoss
Hafnarstræti 88, sími 25914.
Vinningstölur 20. júní
Heildarvinningsupphæð kr. 4.150.764.-
1. vinningur var kr. 2.078.415.-
og skiptist á milli 5 vinningshafa, kr. 415.683.- á mann.
2. vinningur var kr. 622.134,-
og skiptist á milli 246 vinningshafa, kr. 2.529.- á mann.
3. vinningur var kr. 1.450.215.-
og skiptist á milli 7437 vinningshafa, sem fá kr. 195.- hver.
Upplýsingasími
91-685111.
Til sölu MMC L-200 Pick up árgerð 1982.
Bíllinn sem lítur mjög vel út er með veltigrind, spili og í honum
eru góð hljómflutningstæki. Einnig fylgja bílnum stór og mikil
vetrardekk á hvítum felgum.
Verð 430 þúsund.
Nánari upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson í síma 24222 á
daginn og í síma 26367 á kvöldin.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar kennarastöö-
ur í dönsku, félagsfræði, sálarfræði og viðskiptagreinum.
Við Kvennaskólann í Reykjavík % hluta kennarastaða í
frönsku og framlengdur er umsóknarfrestur um kennarastöð-
ur í stærðfræði og efnafræði.
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennarastaða
í þýsku.
Við Iðnskólann í Hafnarfirði kennarastaða í rafeinda-
greinum.
Við Iðnskólann í Reykjavík staða yfirkennara í rafmagns-
og rafeindagreinum.
Við Fósturskóla íslands staða verknámskennara og
stundakennsla í félags- og móðurmálsgreinum, sem skóla-
stjóri veitir upplýsingar um.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir
10. júlí næstkomandi.
Menntamálaráöuneytiö.