Dagur - 23.06.1987, Page 8

Dagur - 23.06.1987, Page 8
8 - DAGUR - 23. júní 1987 Á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga þann 26. maí voru lagðar fram og kynntar tillögur tveggja nefnda sem skipaðar voru í september 1986. Verkefni nefnd- anna var að kanna og gera tillögur um breytingar á samstarfi ríkis og sveitarfé- laga. Önnur nefndin s.k. verkaskiptanefnd skyldi endurskoða verkaskiptingu á milli þessara aðila en hin s.k. fjármálanefnd skyldi endurskoða fjármálaleg samskipti þeirra. I verkaskiptanefnd skipaði félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson þá Húnboga Þorsteinsson skrifstofustjóra, Björn Friðfínnsson fram- kvæmdastjóra, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Einar I. Hall- dórsson lögfræðing, tilnefndur af fjármálaráðherra, Jón Gauta Jónsson bæjar- stjóra, tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Örlyg Geirsson skrifstofustjóra, tilnefndur af menntamálaráðherra. Húnbogi Þorsteinsson var skipaður formaður nefndarinnar. Fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, skip- aði í þá nefnd er gerði tillögur um breytingar á tjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. í nefndina voru skipaðir; Einar I. Halldórsson lögfræðingur og Snorri Olsen fulltrúi, tilnefndir af Qármálaráðherra, Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri, tilnefndur af félagsmálaráðherra, Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einar I. Halldórsson var skipaður formaður nefndarinnar. Með nefndunum var samstarf og ákveðin verkaskipting. Þar sem tillögur nefndanna eru að hluta samþættar var ákveðið að gefa álitin út sameiginlega. Álitsgerð verkaskiptanefndar er í fyrri hluta rits- ins „Samstarf ríkis og sveitarfélaga“ en álit fjármálanefndar er í síðari hluta þess. I fyrra nefndarálitinu eru tillögur um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er lagt til aðverkaskiptingverði einfölduð, dregið verði úr samaðild og að fleiri verkefni flytjist til sveitarfélaganna. Verkaskiptanefnd leggur áherslu á að það er algjör forsenda fyrír tillögum hennar að jafnhliða til- flutningi verkefna þeirra, sem þær gera ráð fyrir, fái sveitarfélögin auknar tekj- ur eða útgjöldum verði létt af þeim þannig að staða þeirra í heild verði eigi lak- ari en nú er. Sérstök áhersla er lögð á að hagur dreifhýlissveitarfélaganna verði tryggður þannig að möguleikar þeirra til að sinna verkefnum sínum í fræðslu- málum, heilbrigðismálum, félagsmálum og á öðrum sviðum verði bættir. í áliti fjármálanefndar er fjallað um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og til- lögur gerðar um einföldun og uppstokkun á þeim. Lagt er til að ríkið taki yfír ýmsar fjárhagslegar skuldbindingar sem nú hvíla á sveitarfélögunum. í skýrsl- unni eru ennfremur tillögur um breytingar á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs. Einnig er þar að fínna tölfræðilegar upplýsingar um rekstur og umsvif sveitar- félaganna í landinu. Á næstunni verður unnið að kynningu tillagnanna á vegum viðkomandi ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágallar núverandi verkaskiptingar Á undanförnum árum hefur farið fram mikil umræða um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Nokkrar nefndir hafa fjallað um málið og mik- ið verið um það rætt á vettvangi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Einnig hafa stjórnmálaflokkarnir gert um það ályktanir. Rétt er að nefna nokk- ur meginatriði sem komið hafa fram varðandi galla á núverandi fyrir- komulagi verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. • Talið er að ríkið hafi oft með höndum verkefni sem betur væru komin í höndum heimamanna vegna þekkingar þeirra á stað- bundnum þörfum og aðstæðum. Sveitarfélögin mundu leysa þessi verkefni á hagkvæmari hátt. • Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er talin óskýr og flókin. Mikil vinna er lögð í margs konar upp- gjör milli þessara aðila. f mörgum tilvikum er stöðug togstreita og ágreiningur milli ríkis og sveitar- félaga einkum vegna fjárhagslegra samskipta. • Ákvarðanir um framkvæmdir eru oft taldar teknar af þeim aðilanum sem ekki ber síðan nægjanlega ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri vegna viðkomandi verkefnis. • Sveitarfélögin eru talin fjárhags- lega ósjálfstæð og of háð ríkisvald- inu. Meginmarkmið endurskoðunarinnar . f störfum sínum settu nefndirnar sér eftirfarandi meginmarkmið: • Sveitarfélögin hafi einkum með höndum verkefni sem ráðast af staðbundnum þörfum og þar sem ætla má að þekking á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri og hagkvæmari þjón- ustu. Ríkið annist fremur verkefni sem hagkvæmara er að leysa á landsvísu. • Sveitarfélögin verði fjárhagslega sjálfstæðari og minna háð ríkis- valdinu. • Verkaskipting rfkis og sveitarfé- laga verði skýrari og einfaldari og dregið verði úr samaðild. • Saman fari frumkvæði, fram- kvæmd og fjárhagsleg ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri svo sem kostur er. • Stuðningur ríkisins við sveitarfé-. lögin til að annast lögbundin verk- efni verði í meira mæli í formi almennra framlaga í stað fjárveit- inga til einstakra verkefna. Tillögur verkaskiptanefndar Verkaskiptanefnd leggur til að verkaskipting verði einfölduð, dregið verði úr samaðild og að fleiri verk- efni flytjist til sveitarfélaganna. Enn- fremur að ríkið taki yfir ýmsar fjár- hagslegar skuldbindingar sem nú hvíla á sveitarfélögunum og að úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs verði breytt. Lagðar eru til eftirtaldar breyting- ar á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga: Sveitarfélögin kosti byggingu grunnskóla og reki þá að öðru leyti en því að ríkið greiði áfram kennslu- laun. Rekstur fræðsluskrifstofu verði aftur á móti eingöngu kostaður af ríkinu. Þá annist ríkið og beri allan kostnað af framhaldsskólastiginu. Það beri þar með núverandi hluta sveitarfélaganna við fjölbrautaskóla, iðnskóla, öldungadeildir, meistara- skóla, Myndlista- og handíðarskól- ann og framhaldsnám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Sveitarfélög- in standi hins vegar ein undir skuld- bindingum hins opinbera við íjlmenna tónlistarskóla en ríkið greiði kostnað við framhaldsmennt- un í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Opinber afskipti af íþróttamálum verði eingöngu á vegum sveitarfélag- anna. Einnig hætti ríkisvaldið afskiptum af byggingu félagsheimila og stuðningi við æskulýðsfélög og sveitarfélögin taki við þessum skuld- bindingum. Varðandi dagvistarmál er lagt til að sveitarfélögin sjái um byggingu almennra dagvistarstofn- ana en ríkið annist rneðferðarheimili og sérhæfð heimili fyrir fatlaða. Sveitarfélögin eða byggðasamlög þeirra kosti byggingu og rekstur byggðasafna. En bygging og rekstur stofnana fatlaðra verði aftur á móti einvörðungu á hendi ríkisins. Hætt verði að veita á fjárlögum sérstaka styrki til byggingar vatns- veitna. Ríkið hætti rekstri lands- hafna og afhendi þær viðkomandi sveitarfélögum eins og hafnalög heimila. Þá er lagt til að ríkið sjái um gerð og viðhald sýsluvega. Ríkið byggi og reki opinber sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir aldr- aða og beri af þeim allan kostnað en sveitarfélögin fari með forsjá heilsu- gæslu utan sjúkrahús og greiði stofn- kostnað og rekstur hennar að öðru leyti en því að sjúkratryggingakerfið greiði kostnað við vinnu lækna og lyfjaávísanir. í dag eru tveir síðast- nefndu þættirnir greiddir af sjúkra- samlögunum. Ríkissjóður stendur nú straum af 85% stofnkostnaðar og greiðir laun sérmenntaðs starfsfólks heilsugæslustöðva en samkvæmt til- lögunum munum sveitarfélögin greiða launakostnað sérmenntaðs starfsfólks og kostnað stöðvanna við rannsóknir o.fl. sem nú er endur- greiddur af sjúkrasamlögunum. Sveitarfélögin hafi forræði um byggingu og rekstur opinberra dval- arheimila, hjúkrunarheimila og sjúkrasamlaga og kostnað af þeim að öðru leyti en því að sveitarfélögin annist núverandi útgjöld sjúkrasam- laga vegna heimaþjónustu, kostnað við rannsóknir á heilsugæslustöðvum og samningsbundnar fastagreiðslur til heimilislækna. Þessum þáttum verði létt af sjúkratryggingum og sveitarfélögin beri þennan kostnað. Sveitarfélögin hætti að greiða hluta af tannlækningakostnaði og ríkið taki að sér þessar skuldbinding- ar. Einnig er lagt til að ríkið taki að sér skuldbindingar sveitarfélaganna varðandi Atvinnuleysistrygginga- sjóð. Til að bæta fámennum sveitarfé- lögum upp kostnað vegna breyttrar verkaskiptingar er lagt til að úthlut- unarreglum Jöfnunarsjóðs verði breytt og meira fé verði ráðstafað til að jafna útgjöld sveitarfélaga og styrkja þau til að annast lögbundin verkefni. Fénu verði skipt í þrjá hluta, bundin framlög, sérstök fram- lög og almenn framlög. Hlutfall hvers hluta verði ákveðið í lögum. Lagt er til að bundin framlög verði allt að 17% af ráðstöfunarfé, í sér- stök framlög fari 28% og í almenn framlög, sem jafnað yrði á sveitarfé- lögin eftir íbúatölu, fari 55% af heildartekjum Jöfnunarsjóðs. Sérstök framlög Jöfnunarsjóðs verða háð skilyrðum og sveitarfélög- in verði þess vegna flokkuð í 8 flokka eftir tegund, verkefnum, útgjöldum og tekjum. Þessum framlögum er ætlað að standa undir kostnaðarsöm- um stofnframkvæmdum hjá fámenn- um sveitarfélögum, bæta upp tekju- missi sveitarfélaga vegna fólksfækk- . unar, greiða fyrir sameiningu sveitar- félaga, aðstoða dreifbýlissveitarfélög til að standa udnir auknum kostnaði við grunnskóla, bæta upp annan auk- inn kostnað við breytta verkaskipt- ingu og til innbyrðis tekjujöfnunar milli sveitarfélaga í hverjum flokki. Fjárhagsleg áhrif tillagna nefndanna Tillögur verkaskiptanefndar um flutn- ing verkefna frá ríkinu til sveitarfé- laganna muni auka útgjöld þeirra sem heilar um 1.095 m.kr. og tillögur um verkefnaflutning frá sveitarfélög- um til ríkisins muni létta útgjöldum af sveitarfélögum um 325 m.kr. Til- lögur um breytingar á fjármálalegum samskiptum eru taldar munu létta útgjöldum af sveitarfélögum um 885 m.kr. Miðað er við verðlag í des. 1986. Nánari sundurliðun á fjárhæð- um eftir málaflokkum er sýnd á eftir- farandi mynd: Áhrif tillagna nefndanna á fjármál sveitarfélaga Heilsugæsla Grunnskólar Tónlistarskólar Iþróttamál Dagvistarheimili Félagsh./Æskulýösm. ibúöir og dvalarh. Landshafnir Heimaþj. aldraóra Vatnsveitur Byggóasöfn Málefni fatlaöra Sjúkrahús sv.fól. Sýsluvegir Atvinnuleysistr.sj. Tannlækningar Framhaldsskólar Sjúkrasamlög -700 Lækkun útgjalda m.kr. Hækkun útgjalda m.kr. þjónustuíbúða fyrir aldraða. Einnig sjái sveitarfélögin um og kosti að öllu leyti heimaþjónustu (heimahjúkrun, heimilishjálp) fyrir aldraða. Tillögur fjármálanefndar Fjármálanefnd leggur til svofelldar breytingar á fjármálalegum sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga: Fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga verði einfölduð í tengsl- um við breytingar á verkaskiptingu. Haft verði að leiðarljósi að ríki og sveitarfélög séu ekki að fást við sömu málaflokkana. Dregið verði mjög úr því að ríkissjóður veiti á fjárlögum fjárveitingar til einstakra verkefna á vegum sveitarfélaga en í staðinn komi fjárstuðningur frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga og auknar lánveit- ingar frá Lánasjóði sveitarfélaga. Ríkissjóður taki að sér verkefni Niðurstöður athugunar á áhrifum tillagna nefndanna benda til að breytingarnar létti meiri rekstrarút- gjöldum af kaupstöðum og kauptún- um en sem nemur kostnaði af þeim viðbótarverkefnum sem til þeirra flyttust. Einnig benda niðurstöður til að útgjöld dreifbýlissveitarfélaganna aukist vegna grunnskóla, tónlistar- skóla og heilsugæslu. Hækkun þessi yrði nokkuð umfram þann sparnað sem þau koma til að njóta við það að ríkið taki alveg að sér sjúkrasamlög- in, tannlækningar og sýsluvegina. Tillögur um breytingar á úthlutunar- reglum Jöfnunarsjóðs bæta dreifbýl- inu upp þennan mun þannig að eftir þær verði hagur dreifbýlissveitarfé- laganna betri en samkvæmt núver- andi verkaskiptingu. Nánari tillögur, skýringar og forsendur er að finna í ritinu „Samstarf ríkis og sveitarfélaga" útgefið af fé- lagsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti í apríl 1987.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.