Dagur - 23.06.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 23.06.1987, Blaðsíða 12
msm Akureyri, þriðjudagur 23. júní 1987 Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama tééUM w Leitið upplýsinga í síma 24047. Póstsendum um allt land. Plöntusala ífullum gangi Barrtré ★ Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur *Skógarplöntur ★ Rósir. „Ekkert ákveðið“ - segir Stefán Valgeirsson um tilboð Steingríms Hermannssonar „Þetta var ágætur fundur. Menn voru sammála um að við þær aðstæður sem ríkja í stjórn- málum væri ekki hægt að taka neina ákvörðun um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Stefán Valgeirsson, en á sunnudags- Stefán Valgeirsson. kvöld fundaði J-lista fólk um bréf Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra, til Stefáns. Eins og fram hefur komið í fréttum sendi Steingrímur Her- mannson Stefáni Valgeirssyni bréf, þar sem honum var boðið að ganga á ný í þingflokk Fram- sóknarflokksins. Pegar Stefán i var spurður um hvort þessi mál ! skýrðust fyrir næsta þing sagði hann: „Ég get ekkert sagt um það, þetta var fyrsti fundur okkar um þessi mál. Menn voru allir á því að fresta ákvarðanatöku því enginn var hrifinn af því stjórn- armynstri, sem nú er verið að berja saman. Ekkert er vitað um hvernig stjórnarsáttmálinn verð- ur eða hvernig verður tekið á málunum. Við erum með ákveðin málefni á oddinum og maður hefur ekki orðið var við að mikið hafi verið tekið á þeim, en þetta skýrist fyr- ir haustið. Talað var um að nauð- synlegt væri að fá fólk, sem hefur líkar skoðanir, til að vinna meira saman, en miðað við það ástand sem ríkir verða engar ákvarðanir teknar." EHB Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna: Hefst á fimmtudag Á fimmtudag hefst fjórðungs- mót norðlenskra hestamanna á Melgerðismelum í Eyjafirði. Er búist við miklum fjölda hrossa og gesta á mótið, þeim fyrstu strax eftir helgina. Er von á stórum hópum ríðandi manna úr Skagafírði og Þing- eyjarsýslum. í gæðingakeppni taka þátt 39 hross í A-flokki en 35 hross í B- flokki. í unglingakeppni eru 15 hross í yngri flokki en 20 í eldri flokki. í kappreiðum taka 69 hross þátt og verða öll sterkustu hlaupahross landsins mætt til keppni. Búist er við mikilli spennu í kringum kappreiðarnar, en þar er keppt um peningaverð- laun, alls kr. 180.000 og veðbanki verður starfræktur. Einnig verð- ur keppt í víðavangshlaupi og fleira áhugavert verður gert þessa daga á Melgerðismelum. Þess má geta að VISA þjónusta verður á svæðinu, en það er nýjung á móti sem þessu. Stóðhestar verða sýndir, Herv- ar frá Sauðárkróki, Fáfnir frá Fagranesi, Freyr frá Akureyri og Fengur frá Bringu verða sýndir með afkvæmum. Af afkvæma- hryssum má frægar telja Nös frá Stokkhólma og Snældu frá Ár- gerði. Einnig verða sýningar 5 ræktunarbúa. Þá má ekki gleyma því að hægt verður að stíga dans í Sólgarði á föstudags- og laugar- dagskvöld og það er hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem sér um fjörið. HJS Börn og starfsl'ólk á Krógabóli. Krógaból eins árs: Reksturinn gengið vel - eina leið hjónafólks til að koma börnum á leikskóla Síðastliðinn föstudag, 19. júní varð Krógaból 1 árs. Krógaból er eina einkarekna dagvistar- heimilið á Akureyri, og er það rekið af foreldrum. Dagur hafði af þessu tilefni samband við Jóhann Ólafsson og spurði hann hvernig reksturinn hefði gengið. „Hann hefur gengið mjög vel. Við sáum að vísu ástæðu til þess að sækja í vetur um sérstakan styrk til bæjarsjóðs, en síðan kom í ljós að sá rekstrarstyrkur sem okkur ber samkvæmt lögum og við höfðum fengið, reyndist hafa verið reiknaður of lágur. Þegar það hafði verið leiðrétt, reyndist hinn styrkurinn óþarf- ur.“ Hann sagðist jafnframt bjartsýnn á að reksturinn myndi áfram ganga vel með sama fyrir- komulagi. Á Krógabóli er dagvistarrými fyrir 20 börn 13 heilsdagspláss og 14 hálf. Þetta er því dagvistar- lausn fyrir um 30 börn. Hverjum sem er er frjálst að sækja um hjá þeim og er biðlistinn mislangur, en þó aldrei eins langur og hjá bænum. „Þetta er fordæmi sem hefur orðið til þess að fleiri foreldrar hafa hugsað sér til hreyfings um að stofna annað heimili. Þetta hefur gefið góða raun, og hefur aðallega orsakast af því, að svo- kallað hjónafólk hefur ekki haft kost á að koma börnum á barna- heimili, nema eftir þessari leið. Við höfum haft gott og vel menntað starfsfólk og erum mjög þakklát fyrir það.“ sagði Jóhann að lokum. VG „Eignirnar aug- lýstar til sölu“ - segir Erlingur Óskarsson bæjarfógeti á Siglufirði um gjaldþrotamál Húseininga hf. llvL'in(T<ifi*acliir rannnr né ÓeLarCCnn hí*»ííirf/»C „Kröfulýsingafrestur rennur út 15. júlí og hingað streyma nú kröfurnar jafnt og þétt. Fund- ur í þrotabúinu verður haldinn 24. júlí, þegar allar kröfur eru komnar fram,“ sagði Erlingur Norðurlandamót unglinga í bridds: „Eg er ekki of bjartsýnrT - segir Sigmundur Stefánsson, mótsstjóri í gær hófst Norðurlandamót unglinga í bridge í Hrafnagils- skóla. Spilað er í tveimur flokkum, 20 til 25 ára og 20 ára °g yngri. Níu sveitir taka þátt í mótinu, tvær frá liverju Norðurlandanna nema ein frá Svíþjóð. Að sögn Sigmundar Stefáns- sonar, mótsstjóra, eru slík mót haldin annað hvert ár, og er þetta í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi, fyrra skiptið var árið 1978. Þátttakendur eru rúmlega fimmtíu, þar af um fjörutíu útlendingar. Þegar Sigmundur var spurður að því hvort hann væri bjartsýnn á möguleika íslensku spilaranna sagði hann: „Ég get ekki sagt að ég sé mjög bjartsýnn, ég hygg að róðurinn verði ansi þungur. Þetta er í fyrsta skipti sem við sendum lið í yngri flokkinn og ég býst við að það sé fyrst og fremst reynsla fyrir þá að taka þátt í mótinu. Éldra liðið gæti kannski blandað sér í baráttuna, ef vel tekst til, en ég er ekki heldur of bjartsýnn á möguleika þeirra." EHB Setið að spilum fyrsta kcppnisdaginn. Mynd: R1>B Oskarsson, bæjarfógeti á Siglufírði, en Húseiningar hf. lögðu fram beiðni um gjald- þrotameðferð fyrirtækisins í aprílmánuði sl. Að sögn Erlings verða kröf- urnar athugaðar, þeim raðað upp í forgangsröð og skoðað hverjum verður hafnað, eins og gengur í slíkum málum. Þetta verk verður að vinna fyrir fyrsta fund í þrota- búinu, sem verður 24. júlí, eins og áður sagði. Þegar Erlingur var spurður að því hvort hann áliti að eignir Húseininga hf. nægðu fyrir skuld- um sagði hann: „Það fer auðvitað eftir því hvaða söluverð er hægt að fá fyrir eignirnar. Það má reikna með alls konar kröfum, sem e.t.v. verða ekki viður- kenndar, skaðabótakröfum o.s.frv. sem sjálfsagt eiga eftir aö berast. Fyrirtækið er ennþá starf- andi og verið er að vinna við að innheimta reikninga, því Húsein- ingar hf. eiga umtalsverðar fjár- hæðir útistandandi. Eignirnar verða auglýstar til sölu á næst- unni, því við viljum frekar reyna þá leið en að bjóða upp, til að byrja með.“ Skiptastjóri í þrotabúi Húsein- inga hf. er Árni Pálsson, lög- fræðingur á Akureyri. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.