Dagur - 28.07.1987, Blaðsíða 11
28. júlí 1987 - DAGUR - 11
- segir athafnamaðurinn Pétur Bjarnason,
sem nýlega opnaði nesti við Hörgárbraut
Þann 11. júlí síðastliðinn var
nýtt nesti við Hörgárbraut tek-
ið í notkun með pompi og
prakt. Það er Skeljungur sem á
nestið og rekur bensínsöluna,
en Pétur Bjarnason rekur
sjoppuna. Pétur rekur einnig
sjoppuna í nesti við flugvöllinn
og pylsuvagn á Ráðhústorgi
eins og öllum mun kunnugt.
Við litum inn til Péturs þegar
rúmlega hálfur mánuður var lið-
inn frá opnun og spurðum hann
hvernig hefði gengið. „Það hefur
gengið mjög vel, það er búið að
vera mikið að gera. Mig langar
að koma þakklæti á framfæri til
íbúa í Glerárhverfi sem hafa tek-
ið okkur alveg einstaklega vel og
verið duglegir að versla.“
Akureyringar eru þekktir fyrir
að vera duglegir að versla í lúgu,
en í nestinu hjá Pétri er meira en
lúga, þar er hægt að fara inn og fá
sér sæti í huggulegu umhverfi.
„Ég er að reyna að fá fólk til að
koma inn og borða hamborgar-
ann sinn hér og það hefur bara
gengið vel. Eins og þetta hefur
verið þá hefur fólk bara borðað í
bílnum en það er miklu huggu-
legra að koma inn og lúgan er
frekar hugsuð fyrir þá sem eru að
kaupa gos, sælgæti og sígarettur
en grillmat, þó auðvitað sé hægt
að versla allt í lúgunni. Ég stefni
að því að bjóða upp á ódýra
Pétur Bjarnason og Garfield sem er í mörgum eintökum í veitingastofunni.
„Okkur hefur verið mjög vel- tekið,“ segir Pétur.
hádegisrétti í haust og mér er
óhætt að segja að þeir munu
vekja athygli, en eins og er þá er
ég bara með þennan hefðbundna
grillmat," sagði Pétur.
Það er væntanlega dýrt að setja
upp stað af þessu tagi. Pétur tók
undir það. „Þetta er mjög dýrt og
mikil vinna. Undanfarið hef ég
ekki sofið nema 4-5 tíma á sólar-
hring. Nei, ég hef ekki orðið var
við samkeppni. Ég held að Esso-
nestið sé ekki í svo mikilli sam-
keppni við okkur, þetta er stórt
hverfi hérna í kring og ég hef
fundið að fólk kemur hingað aft-
ur og aftur," sagði Pétur. Par
með kvöddum við Pétur og
Garfield, vonandi ganga við-
skiptin jafn vel í framtíðinni og
fram að þessu. HJS
„Okkur hefur veríð
mjög vel tekið“
Vinningstölur 25. júlí.
Heildarvinningsupphæð kr. 3.625.002.-.
1. vinningur 1.816.604.-.
Skiptist á milli tveggja vinningshafa 980.302 á mann.
2. vinningur 542.973.-.
Skiptist á milli 241 vinningshafa kr. 2253 á mann.
3. vinningur 1.265.425.-.
Skiptist á milli 7.231 vinningshafa
sem fá 175 kr. á mann.
Upplýsingasími
91-685111.
Afgreiðslustúlka
óskast frá kl. 13.00-18.00.
Þarf að byrja 25. ágúst til 1. september.
Bókabúðin Huld.
fnol FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
ÍOU Á AKUREYRI.
Læknaritari
Ein staða læknaritara við Lyflækningadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir læknafulltrúi deildarinnar.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist skrifstofustjóra FSA fyrir
5. ágúst nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Vantar múrara strax,
mikil vinna framundan og örugg vetrarvinna.
Einnig verkamenn vana byggingavinnu og mann
vanan verkstjórn.
Upplýsingar í síma 23076 kl. 1-2 eftir hádegi og milli
kl. 7 og 9 á kvöldin.
Sigurður Hannesson, byggingameistari.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra við geðdeild FSA er laus til
umsóknar.
Staðan veitist frá 1. september n.k.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en
1. október 1987. Einnig eru lausar stöður hjúkrunar-
fræðinga við hinar ýmsu deildir sjúkrahússins.
Vert er að minna á hin nýju ákvæði í samningum
varðandi 80% starf og 60% næturvaktir.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
Ólína Torfadóttir og hjúkrunarframkvæmdastjórar
Sonja Sveinsdóttir og Svava Aradóttir.
Skrifstofustarf
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki óskar að
ráða starfsmann nú þegar til almennra skrifstofu-
starfa.
Um er að ræða heilt starf við símavörslu, vélritun,
telex, reikningagerð og fleira. Nánari uppl. eru
veittar í síma 95-5000 hjá framkvæmdastjóra.
Steinullarverksmiðjan hf.
Sauðárkróki.
Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar
Strandgötu 31 - Sími 24222.