Dagur - 28.07.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 28.07.1987, Blaðsíða 5
28. júlí 1987 - DAGUR - 5 Hótelrallið á Húsavík: Ánægður með árangurinn - Daníel Gunnarsson „Keppnin hefur gengið nokkuð vel en að vísu hafa margir dottið út,“ sagði Páll Loftsson keppnis- stjóri í hótelrallinu á Húsavík um helgina. Aðeins sex bílar af fjórtán luku keppninni. Þessir keppend- ur luku keppni: Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Escort 2000, Daníel Gunnarsson og Valsteinn Stefánsson á Opel Kadett, Ari Arnþórsson og Magnús Arason á Alfa Romeo 4x4, Birgir Þór Bragason og Hafþór H. Guð- mundsson á Talbot Lotus, Eirík- ur Friðriksson og Ragnar Aðal- steinsson á Datsun 160 JSSS og Þorgeir Kjartansson og Sveinn Þór Gíslason á Opel Manta. Þeg- ar úrsiit voru ljós ræddi Dagur við Daníel sem náði öðru sæti í keppninni. - Til hamingju með árangur- inn, var þetta erfið keppni? „Já, nokkuð, leiöirnar voru grófar með köflum og við vorum heppnir með að sprengja ekki dekk nema tvisvar, það var ekki svo mikið miðað við hvað leiðirn- ar voru grófar. Á næstsíðustu leiðinni slitnaði hjá okkur spyrna en við gátum gert við það.“ - Er þetta í fyrsta sinn sem þið keppið á Húsavík? „Nei, ég keppti hérna 1981 og 1984 en þá á öðrum bíl. Ætli þetta sé ekki ellefta keppnin sem ég tek þátt í.“ - Er þetta besti árangur sem þú hefur náð? „Ég náði þriðja sæti í Tomma- rallinu síðasta. Ég er mjög- ánægður með árangurinn í dag, við þurfum að afla okkur ákveð- inna akstursréttinda og það eru svokölluð B-réttindi sem ég næ með þessu og ég kemst framar í rásröð. Ég er þakklátur stuðnings- aðilum sem hafa gert mér þetta mögulegt, Dreka hf. í Hafnar- firði, Tómstundahúsinu og fleiri aðilum." im Nauðungaruppboð Eftirtaldar bifreiöar (og aðrir lausafjármunir) veröa boönar upp og seldar, ef viöunandi boö fást, á opin- beru uppboði, sem fram fer viö sýsluskrifstofuna í Húsavík 29. júlí n.k. og hefst kl. 17.00. L-1792 A-4182 Þ-3356 Þ-3833 Þ-3686 Þ-4813 Þ-90 RT-404 Þ-1646 Þ-3537 Þ-2206 Þ-3126 Þ-2086 Þ-4357 Þ-4255 Frystikista, sjónvarp, eldavél, þvottavél, myndsegul- bandstæki, rafmagnsorgel. Greiðsla fari fram viö hamarshögg. Húsavík, 22. júlí 1987. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Bæjarfógeti Húsavíkur VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 LACOSTE AKUREYRI dustað af rykið og útsett í anda sveiflunnar. Þar á meðal eru splunkunýjar útsetningar á nokkrum íslenskum þjóðlögum. Ef nánar er litið í efnisbanka Frit lejde má finna þar Take The A-Train, The Girl From Ipa- nema, On The Sunny Side Of The Street, djassútsetningar á Bítlalögum og seinni tíma popp- lögum, eigin útsetningar á verk- um eftir Chick Corea, Herbie Hancock, Keith Jarret, Kenneth Knudsen, NHÖP, Miles Davies, Wayne Shorter, Thad Jones, Mike Manieri og fleiri auk þjóð- lagaútsetninga og frumsaminna verka. Af nógu er því að taka. Norður- landsför 1987 28. júlí þriðjud.: Fiðlarinn Akureyri 29. júlí miðvikud.: Fiðlarinn Akureyri 30. júlí fimmtud.: Siglufjörður 31. júlí föstud.: Sjallinn Akureyri 1. ágúst laugard.: Sjallinn Akureyri 2. ágúst sunnud.: Ólafsfjörður 3. ágúst mánud.: Hótel Húsavík 4. ágúst þriðjud.: Hótel Húsavík 6. ágúst fimmtud.: Hótel Reynihiíð VILTU KAUPA ÞÚSUND KRÓNUR ÁRÚMLEGA ÞÚSUND KRÓNUR? Ef þú kaupir 100 þús. kr. skulda- bréf Lýsingar hf., sem kostar nú kr. 75.943,- ( miðað við gengi þessa viku), færð þú endur- greiddar kr. 100.000,- eftir 3 ár, auk verðbóta. Búnaðarbanki íslands hefur til sölu örugg skuldabréf Lýsingar hf. sem er í eigu Búnaðarbanka íslands, Landsbanka íslands, Brunabótafélags íslands og Sjóvá hf. Bréfin eru verðtryggð til 3 ára. í>au eru seld með afföllum, sem tryggja kaupendum 36% raun- virðisaukningu á tímabilinu, eða 10,8% raunvexti á ári. Söluverð 27.-31. júlí: 75.943,- í dag er verðmæti hvers bréfs orðið kr. 102.015,- vegna hækk- unar lánskjaravísitölu. BÚNAÐARMNKINN TRAUSTUR BANKI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.