Dagur - 23.09.1987, Page 2
8 - DAGUR - 23. september 1987
tev/wV'K'tit i-W,f •• •&
UHOS-
SMIOIMI
, 66° N:
„Lslenskir sjómenn vflja
einungis það besta"
- segir Þórarinn Elmar Jensen forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66° N
Sjóklæðagerðin 66° N er elsta
fyrirtæki á Islandi sem fram-
leidir hlífðarfatnað fyrir
sjómenn. Það hóf starfsemi
sína árið 1926 á Súgandafirði
undir stjórn Hans Kristjáns-
sonar. Fyrirtækið flutti síðar til
Reykjavíkur og þá brann m.a.
allt hiísnæðið. En eigendurnir
voru ekki á þeiin buxunum að
leggja árar í bát, þeir byggðu
stórt hús að Skúlagötu 51 og
þar fer öll starfsemin fram.
Sjóklæðagcrðin leggur nú
áherslu á fjórar framleiðslu-
línur, sjófatnað, vinnufatnað,
vinnuvettlinga og léttan sport-
fatnað. Við ræddum við Þórar-
in Elmar Jensen forstjóra um
starfsemina.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
okkur að taka þátt í sýningu sem
þessari. Hér komumst við í sam-
band við bæði kaupendur að vör-
um okkar og ekki síður notend-
urna. Hingað hefur margt fisk-
verkunarfólk komið og gefið
okkur góð ráð í sambandi við
vörur okkar. Við skrifum allar
þessar athugasemdir niður og
margar þeirra hafa komið okkur
vel í sambandi við þróun á nýjum
vörum.“
Borgum góð laun
Þórarinn kynnti nýjan vinnuflot-
búning fyrir blaðamanninum og
sagði: „Þessi búningur er fram-
leiddur í Bretlandi undir merkinu
66° N Mullion X3. Því miður get-
um við ekki framleitt þessa bún-
inga hér á landi vegna manneklu.
Það er of núkið gert úr lágum
launum í þessari stétt. Við t.d.
borgum góð laun fyrir gott
starfsfólk. Við erum með ákveð-
ið bónuskerfi og meðallaun hjá
okkur eru 50% yfir taxta. Það
læðist að manni sá grunur að
þetta starf sé ekki nógu fínt fyrir
fólk. Saumakonustéttin er að
deyja út. Það fara gífurlega mikl-
ir peningar í að þjálfa starfsfólk.
Ef starfsfólkið stæði lengur við
færu þeir peningar beint í að
hækka launin.“
- Eruð þið að hugsa um að
flytja inn starfsfólk?
„Við höfum nú ekki hugsað út
í það. Það hafa alltaf verið
nokkrir útlendingar í vinnu hjá
okkur og hefur það gengið mjög
vel. Víetnamarnir sem komu
hingað til lands hafa margir unn-
ið hjá okkur og eru þeir með því
besta starfsfólki sem við höfum
haft.“
Þórarinn sagði að líklegast
hefðu þcir um 90% af innlenda
markaðinum í sjóklæðum og væri
það sá markaður sem þeir legðu
mesta áherslu á að halda í. Um
10% af framleiðslunni eru tlutt út
og hafa t.d. klassísku sjógallarnir
þeirra líkað mjög vel í Banda-
ríkjunum og Kanada. Vill Þórar-
inn þakka það hinni góðu sam-
vinnu við sjómennina því íslensk-
ir sjómenn séu mjög kröfuharðir
og vilji einungis fá það besta.
AP
Landssmiöjan er eitt elsta
fyrirtæki sinnar tegundar í
landinu. Hún var stofnuð áriö
1930 og var í eigu ríkissjóös en
1984 keyptu starfsmenn fyrir-
tækiö og hafa rekiö þaö síöan.
Við ræddum við Sigurð Dan-
íelsson framkvæmdastjóra um
starfsemina og þá kynningu
sem fyrirtækið vonast til að fá
á Sjávarútvegssýningunni
1987.
Við byrjuðum að spyrja Sigurð
um tilurð þess að starfsmenn
keyptu fyrirtækið af ríkinu árið
1984.
„Reksturinn hafði ekki gengið
nógu vel og fyrirtækið var til
sölu. Umræðan urn aðild ríkisins
að rekstrinum hafði skaðað fyrir-
tækið út á við og það var hluti af
rekstrarerfiðleikunum. Starfs-
mönnunum var síðan boðið að
kaupa fyrirtækið og sameinuð-
umst við um að kaupa fyrirtækið.
Það rétti fljótt úr kútnum og
reksturinn stendur nú á traustum
fótum."
Landssmiðjan hefursérhæft sig
í orkusparandi aðgerðum fyrir
fiskimjölsverksmiðjur. Hefur
olíunotkun í bræðslu sem reist
var eftir útfærslu Landssmiðjunn-
ar mælst 32-35 kg á hráefnistonn-
ið. En í hefðbundnum verksmiðj-
um er olíunotkunin 40-60 kg á
hvert unnið tonn hráefnis. „Viö
teljum að þess verði ekki langt að
bíða að lög verði sett um að
frystitogarar megi ekki henda
svokölluðum úrgangi sem til fell-
ur í hverri veiðiferð og getur orö-
ið allt að 60% af aflanum.
Undanfarin ár höfum við verið
að sérhæfa okkur í vinnslu á þess-
um úrgangi og getum nú boðið
annars vegar litlar bræðslur til
notkunar urn borð í togurunum og
hins vegar tæki sem þurrka
hratið, sem síðan er hægt að
bræða í landi og nýta sem refa-
fóður,“ sagði Sigurður Daníelsson
framkvæmdastjóri Landssmiðj-
unnar hf.
En það er margt annað að ger-
ast hjá fyrirtækinu. Landssmiðj-
an hóf samvinnu árið 1983 við
Kupa Engineering í Danmörku
um hönnun á nýjum soðkjarna-
tækjum af fallstraumsgerðum.
Hönnun á stýribúnaði fyrir taékin
er hluti af þessu verkefni og hefur
Landssmiðjan haft samvinnu við
eftirtalin fyrirtæki: Hraðfrystihús
Grundarfjarðar. Fiskimjölsverk-
smiðju Hornafjarðar. Fiskiðju
Sauðárkróks. Hraðfrystihús
Ólafsfjarðar, Tanga hf. á Vopna-
firði og Svalbarða á Patreksfirði.
A Sjávarútvegssýningunni er
Landssmiðjan með ýmis tæki sem
framleidd eru af fyrirtækinu.
m.a. sýna þeir „róbot" sem hann-
að er af Jóni Hjaltalín Magnús-
syni hjá Almennu tækniþjónust-
unni til vinnu í iðnaði en Jón sér
um sölu og markaðssetningu
ásamt vali á tölvubúnaði og for-
ritum. AP
Markús Þórurinsson t.v. ræðir við áhugasaman viðskiptavin.
Quality Fishhandiing kerfið:
Ekki magnið sem mestu
skiptir, heldur gæðin
- samböndin sem hér skapast eru mikilvæg
segir Ketill Guðmundsson sölustjóri Iceplast
„Við leggjum mikið upp úr
þessari sýningu, “ sögðu þeir
Ketill Guðmundsson sölusfjóri
lccplast og Torfi Guömunds-
son forstjóri Odda sem við
hittum að máli á Sjávarútvegs-
sýningunni. Fyrirtækin tvö
ásamt Siippstöðinni eru í sam-
starfi við norska fyrirtækið Per
S. Stromberg og danska fyrir-
tækið Semi-Stal. Samstarf
þessara fimm fyrirtækja hófst
árið 1983 og gengur undir
nafninu Quality Fishhandling
from Skandinavia.
Fyrirtækin fimm hafa þróað og
eru sífellt að endurbæta nýjar
hugmyndir og tækni sem leiðir til
stórbættrar meðferðar á fiski og
öðrum sjávarafurðum. í samein-
ingu hafa fyrirtækin hannað og
framleitt fullkomin kerfi til með-
höndlunar á fiski og hafa þau ver-
ið reynd við mismunandi aðstæð-
ur. Tækni þessi hefur notið vax-
andi vinsælda, en tækninni sem
Quality Fishhandling fyrirtækin
hafa þróað með sér má líkja við
keðju sem nær allt frá veiðiskipi
til vinnslustöðvar.
Iceplast á Akureyri framleiðir
ýmiss konar vörur úr plastefnum
og hefur sérstaklega lagt sig eftir
að sinna þörfum sjávarútvegsins.
Hefur fyrirtækið framleiðsluleyfi
á Pers Box fiskikössum í Bret-
landi, írlandi og Færeyjum auk
íslands. Fiskikassarnir eru lykill-
inn að Quality Fishhandling
tækninni. Kassarnir eru hannaðir
hjá fyrirtækinu PerS. Stromberg.
Vélsmiðjan Oddi framleiðir fjöl-
hæfa kassakló og kassalosara, en
bæði þessi tæki eru nauðsynleg til
að tryggja örugga meðferð aflans
í landi. Fyrirtækið Semi-Stal hcf-
ur hannað og framleiðir færi-
bönd, kassaþvottavélar og stafl-
ara; tæki sem eiga að tryggja full-
komna hreinsun og skipulega
meðferð kassanna.
Slippstöðin hf. á Akureyri hef-
ur mikla reynslu í hönnun, ný-
smíðum, breytingum og viðgerð-
um. En hjá Slippstöðinni er til
staðar sérþekking í breytingum á
fiskiskipum til að aðlaga þau
notkun fiskikassa um borð. En
fyrirtækið hefur á þann hátt
iponliif
Kctill Guðmundsson.
Sigurður Daníelsson framkvæmdastjóri leiðbeinir kaupanda í bás Lands-
smiðjunnar hf.
Landssmiðjan:
„Fyrirtækið stendur
nú traustum fótum“
- segir Sigurður Daníelsson
framkvæmdastjóri Landssmiðjunnar hf.