Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 3
23. september 1987 - DAGUR - 9 ■■■ v j* ^ *e-ptoWÍ<KiV 1987 DNG vakti óskipta athygli. Hcr er Kristján Jóhannesson framkvaemdastjóri að ræða við Reyni Eiríksson markaðsstjóra. - segir Reynir Eiríksson markaðsstjóri Tölvustýrða færavindan frá rafeindafyrirtækinu DNG hf. hefur vakið mikla athygli, en hún er algjörlega sjálfvirk. Hún rennir færinu niður, held- ur réttri fjarlægð frá botni, keipar eftir stillanlegri forskrift og þegar tlskur hefur bitið á dregur hún færið upp og þarf þá aðeins að taka fiskinn af. Vindan er auðveld í notkun og með ýmsa áður óþekkta eigin- leika. Ekki er um að ræða neina kúplingu eða drif, heldur beina stýringu. Mótorinn er fjölhæfur þannig að hægt er að láta hann snúast fram eða aftur á mismunandi hraða og einnig að stöðvast undir fullu álagi án breytt nokkrum togurum frá Kanada. Slippstöðin hefur unnið brautryðjendastarf í þróun og ■uppsetningu búnaðar til að full- vinna og frysta aflann um borð. Quality Fishhandling kerfið er ekki bara fiskikassar og tækja- búnaður, heldur er lögð áhersla á breytt vinnubrögð. Það er ekki magnið sem mestu skiptir, heldur gæðin. Frá þeirri stundu að aflinn er kominn um borð er reynt til hins ýtrasta að tryggja að fiskur- inn fái þá bestu meðferð sem völ er á. Meginforsenda Quality Fishhandling tækninnar er sú, að á tímum vaxandi samkeppni á fiskmörkuðum eru það gæðin sem gilda. „Þetta er þriðja sýningin sem við tökum þátt í á þessu ári,“ sagði Ketiil. I síðustu viku var sýning í Kanada, í apríl í Skot- landi og fyrirhuguð er fjórða sýn- ingin í Noregi. „Það er okkur mikils virði áð taka þátt í þessari sýningu, hún er stór og mikið í hana lagt. Við gerum ekki endi- lega ráð fyrir að selja svo mikið, en samböndin sem hér skapast eru mikilvæg,“ sagði Ketill rétt áður en hann þurfti að sinna Grænlendingum sem vildu kaupa af honum síldartunnur. mþþ þess að hann hitni eða brenni yfir. Reynir Eiríksson markaðs- stjóri DNG varð fyrir svörum er við litum inn í bás DNG á sjávar- útvegssýningunni. Bás þeirra DNG-manna vakti nokkra athygli á sýningunni, en þar var búið að koma upp lítilli tjörn hvar í syntu laxaseiði. DNG og nokkur önnur fyrirtæki tengd sjávarútvegi hafa nýlega stofnað hóp, svokallaðan útflutningshóp númer 3. „Við ætlum að einbeita okkur að norð- vestur svæðinu, Bretlandi, Dan- mörku og Noregi svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Reynir. Fyrir sýninguna gerði DNG bækling sem gefinn er út á ís- lensku, ensku og grænlensku. „Það hafa fáir sinnt grænlenska markaðinum hingað til, en við ætlum okkur á þann markað. Á þessa sýningu koma um 50 Grænlendingar og við ætlum að sinna þeim.“ í DNG vinduna er notað seltu- þolið ál og ryðfrítt stál til að koma í veg fyrir tæringu. Allar vindurnar eru þrýstiprófaðar undir vatni áður en þær fara frá verk- smiðjunni til að ganga úr skugga um að þær séu algjörlega vatns- heldar. Rafeindabúnaður vind- unnar er alþakinn plastefni til varnar raka, titringi og höggum. Engir takkar eða stillihnappar eru á vindunni, en henni er stjórnað með einu handfangi. Sjómenn hafa verið ánægðir með vinduna og hefur fyrirtækið unt 80-90% af markaðinum. „Eg er ánægður með viðtök- urnar hér og hef trú á því að þetta sé góð sýning. Það hefur mikið gildi fyrir okkur að taka þátt í þessari sýningu, en samt er aldrei hægt að segja hvað kemur út úr henni fyrr en að sýningu lokinni," sagði Reynir. Þess má geta að lokurn að í tengslum við sjávarútvegssýning- una er gestum boðið í sjóferðir á Sómabátum þar sem á eru færa- vindur og þeir sem áhuga hafa geta fengið að prófa vindurnar við réttar aðstæður. mþþ „Seljum um 40% af lyfturum í landiuu" - segja Kristín Kristjánsdóttir og Guðjón Hauksson hjá Búvörudeild Sambandsins Búvörudeild Sambandsins tek- ur þátt í þessari sýningu en þeir voru einnig með árið 1984 er síðasta sýning var haldin. Það sem Búvörudeildin kynnir á þessari sýningu eru Perkins díselvélar, Hurth bátagírar, Teignbridge skrúfubúnaður og Lansing dísel- og rafmagnslyft- arar. Blaðamaður ræddi við Kristínu Kristjánsdóttur og Guðjón Hauk Hauksson sölu- inenn hjá Sambandinu. „Árangur af síðustu sýningu fór fram úr björtustu vonum þannig að það var ekki spurning um það hvort við myndum vera með aftur núna,“ sagði Kristín; „Það virðist af öllu að dæma svona fyrsta daginn að þessi verði jafnvel enn betur heppnuð. Það hefur verið stanslaus umferð hér allan daginn og mikið spurt,“ bætti hún viðt Guðjón tók undir þetta og sagði: „Hér koma for- ráðamenn flestra frystihúsa og útgerðarfyrirtækja á landinu þannig að þetta er besta auglýs- ing sem við getum fengið.“ , - Hvað seljið þið mikið af lyft- urum á ári? „Það er dálítið misjafnt eftir árum en venjulega erurn við með Kristín Kristjánsdóttir og Guðjón Hauksson hjá SÍS. um 40% af lyftaramarkaðinum hér á landi. Lansing lyftararnir hafa reynst mjög vel og er almenn ánægja hjá kaupendum með endingu þeirra," sagði Guðjón að lokurn en margir við- skiptavinir biðu þeirra Kristínar þannig að blaðamaður Dags þakkaði pent fyrir sig og hélt áfram rölti sínu um svæðið. AP Friðrik yngri sagði að sænska fyrirtækið hefði hannað bátinn samkvæmt kröfum Siglingamála- stofnunar ríkisins, en björgunar- báturinn er viðurkenndur af stofnuninni fyrir báta upp að 10 metrum. Magnitude Rorc er fjögurra manna, yfirbyggður björgunarbátur sem hefur tvö aðskilin lofthólf sem hvort um sig getur borið fjögurra manna áhöfn. Báturinn hefur tvöfaldan botn til einangrunar frá sjávarkulda og til öryggis ef annað byrðið rifnar. Björgunarbáturinn er framleiddur úr plastefni sem stenst allar gerðar kröfur um rif- og togþol og eru viðgerðir því þægilegar. Báturinn vegur um 40 kíló og fylgja honum ýmsir Hér eru þeir feðgarnir hjá björgunarbát. aukahlutir, eins og sjúkrakassi, kasthringur með líflínu, stigi til að komast í bátinn, toppljós á yfirbyggingu, handblys, árar og ýmislegt fleira. Hringlaga inngangsop er í bát- inn sem má loka, en loftræstiloki stjórnar loftræstingunni í bátnum ef inngangsopið er lokað. „Við erum búnir að selja nokkra báta aðallega fyrir norðan. Það er því kærkomið að fá tækifæri til að kynna bátinn á þessari sýningu," sögðu þeir feðgar. Björgunarbáturinn Magnitude Rorc er til sýnis í bát sem Sam- vinnufélag útgerðarmanna á Neskaupstað er með á sýning- unni. Bátur sá heitir Mon 30 og er hraðskreiður fiskibátur, sem að sögn starfsmanns Samvinnu- félagsins hefur afburða sjóhæfni. Forráðamenn fyrirtækisins Mon Boats ákváðu fyrir nokkrum árum að nýta sér þekkingu sína í sntíði skemmtibáta til að hanna og smíða fiskibát sem hentaði veðurfari og aðstæðum á norð- lægum slóðum. Árangurinn er Mon 30, en lögun sína og eigin- leika á báturinn að rekja til segl- báta, með langan kjöl, hátt stefni og útfallandi síður sem tryggja örugga siglingu. mþþ Rafeindafyrirtækið DNG: „Eránægður með viðtökumar“ Aða hf. Akureyri „Fundum bátinn í Svíþjóð“ - spjallað við feðgana Friðrik J. og Friðrik S. Friðriksson, sem flytja inn sænska björgunarbáta „Við þurftum að fá okkur björgunarbát í trilluna okkar og eftir talsverða leit og fyrir- spurnir fundum við þennan í Svíþjóð,“ sagði Friðrik J. Friðriksson sem ásamt föður sínum Friðrik S. Friðrikssyni hefur stofnað fyrirtækið Aða hf. á Akureyri. Fyrirtækið annast innflutning á björgun- arbátum af gerðinni Magni- tude Rorc og þeir eru fram- leiddir í Svíþjóð. Þeir feðgar gera út trillu frá Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.