Dagur - 23.09.1987, Qupperneq 4
rr 987
Sæplast hf.:
Mikill kraftur í starfseminni
- segir Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík
Fyrirtækið Sæplast var upphaf-
lega starfrækt í Garðabæ en
árið 1984 keyptu nokkrir ein-
staklingar á Dalvík fyrirtækið
með aðstoð Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar. Pétur Reimars-
son er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og ræddi blaðamaður
Dags við hann og Jón Gunn-
arsson á Sjávarútvegssýning-
unni.
Þeir félagarnir voru nokkuð
hressir með fyrsta dag sýningar-
innar og sögðu að þó nokkuð af
fyrirspurnum hefði borist til
þeirra bæði frá innlendum og er-
lendum aðilum. Sæplast er nú
nýverið komið í nýtt húsnæði á
Dalvík en það gamla var löngu
orðið of lítið. En vöxturinn hjá
fyrirtækinu hefur verið svo ör að
þetta nýja húsnæði er þegar orðið
of lítið. Sæplastsmenn hyggjast
því bæta við húsnæðið og vonast
þeir til að það verði komið í
notkun um áramótin. Jafnframt
hafa verið keyptar nýjar vélar
sem ætlað er að þrefalda fram-
leiðsluna frá því sem nú er.
Sæplast hefur frá upphafi sér-
hæft sig í framleiðslu á vörum
fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu,
aðallega plastkerum og pöllum.
Notkun plastkera til geymslu og
tlutnings á fiski hefur aukist mjög
mikið síðastliðin tvö ár og kemur
það ekki síst til vegna aukins út-
flutnings ferskfisks í gámum. í
kerum geymist ísaður fiskur
mun betur og lengur en fiskur
sem er hafður laus í stíum eða
fiskmóttökum vinnsluhúsanna.
Að undanförnu hefur Sæplast
flutt út um þriðjung framleiðsl-
unnar, einkum til Bandaríkj-
anna, Grænlands og Færeyja.
Að sögn Péturs var Sæplast
með á síðustu sjávarútvegssýn-
ingu og hefðu viðbrögðin verið
mjög jákvæð. Þeir hefðu því
ákveðið að vera með aftur og
þeim sýndist þetta ætla að verða
mun betra núna. AP
Jón Gunnarsson og Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri.
„Höfum varla undan
aö framleiöa“
- segir Elliði Hreinsson hjá Hafspili á Akureyri,
en fyrirtækið framleiðir vökvadrifin tæki fyrir sjávarútveg
Hafspil hf. er fyrirtæki sem
sérhæfír sig í framleiðslu
vökvadrifínna tækja í báta og
skip. „Á þessari sýningu leggj-
um við aðaláhersluna á partek-
spil, splittvindur og bakstroffu-
spil með innbyggðum vökva-
bremsum,“ sagði Elliöi
Hreinsson sem varð fyrir svör-
um í bás Hafspils hf. frá Akur-
eyri er blaðamaður Dags kom
þar við á ferð um sjávarútvegs-
sýninguna.
Hafspil hf. var stofnað á Akur-
eyri um áramótin 1985-6, en faðir
Elliða, Hreinn EUiðason á um
helming í fyrirtækinu. Samherji
og Iðnþróunarfélagið eiga 20%
hvort og Elliði sagðist sjálfur eiga
um 5% hlutabréfa.
Um 10 manns vinna hjá fyrir-
tækinu, en Elliði sagði að starfs-
mannafjöldinn væri nokkuð
misjafn. Hafspil framleiðir eins
og áður sagði vökvadrifin tæki
fyrir sjávarútveg. Má þar nefna
neta- og línuspil af ýmsum
stærðum, netaskífur og dragara,
kraftblakkir, tog- og bakstroffu-
spil. Línuspilin eru notuð í um
40-50 bátum og hafa reynst vel.
„Það hefur gengið vel hjá
okkur. Við framleiðum aðallega
á innlendan markað og höfum
varla undan. Eftirspurnin er
Elliði hjá Hafspili.
mikil," sagði Elliði. Mikil fram-
leiðsluaukning hefur orðið hjá
fyrirtækinu miðað við síðasta ár.
„Þetta er fyrsta stóra sýningin
sem við tökum þátt í. Það má
segja að við höfum tekið eina
æfingu, sem var Iðnsýningin á
Akureyri, en þetta er allt annað.
Hér er svo mikið af fólki, bæði
íslendingum og einnig útlending-
um. Það hafa margir komið við
hjá okkur og sýnt áhuga á okkar
framleiðslu," sagði Elliði að
lokum. mþþ
Marel hf.:
Leiðandi fyrirtæki í
heiminum í iramleiðslu
á skipavogum
- Þórólfur Ámason
markaðsstjóri hjá
Fyrirtækið Marel hf. er eitt af
leiðandi fyrirtækjum í heimin-
um í hönnun og framleiðslu á
tölvuvogum í skip og báta.
Þeir eru að sjálfsögðu með á
þessari sjávarútvegssýningu og
blaðamaður ræddi við Þórólf
Árnason markaðsstjóra þeirra
um sýninguna og starfsemi
Marels almennt.
„Það sem við leggjum aðal-
áherslu á að kynna á þessari sýn-
Marel hf. í spjalli
svona skipavoga í N.-Evrópu og
þar af leiðandi í heiminum."
Skipavog sett í flokkara
Þórólfur sýndi blaðamanni
hvernig nýjasta afkvæmi þeirra
Marelsmanna virkaði en það er
mjög fullkominn flokkari. Þeir
hafa sett þessar fullkomnu skipa-
vogir í flokkarann og er hægt að
setja hann í togara. Þetta þýðir
mikla verðmætaaukningu því
y ► . . ;---------------------------------------------------
Þóróll'ur Árnuson markaðsstjóri Marels hf. sýnir hvernig nýja flokkunarvél-
in virkar.
ingu eru hinar hefðbundnu vörur
Marels þ.e. vogir og skráningar-
kerfi í frvstihús. Rafeindavogir
Marels hafa náð umtalsverðum
hluta af markaðinum hér innan-
lands og í nágrannalöndum
okkar. Þessar vogir eru mjög full-
komnar og hjálpa til við að ná
hámarksgæðum úr hráefninu. En
við kynnum líka nýjungar hér á
sýningunni, það eru skipavogir
og flokkunarvélar í togara. Við
kynntum þessar skipavogir fyrst
fyrir tveimur árum og nú hafa
selst yfir 200 slíkar. Við erum t.d.
á leið til Astralíu að setja upp
svona vogir í næsta mánuði. Það
er mjög spennandi verkefni enda
er það markaður sem íslensk
fyrirtæki hafa ekki áður farið inn
á. Það er mikil viðurkenning að
þessir áströlsku aðilar vilja versla
við okkur enda sýnir það hve
framarlega við stöndum í þessari
tækni. Það má segja að við séum
leiðandi aðilar í framleiðslu
hingað til hefur flokkunin farið
fram í höndunum. í frystitogur-
unum myndi þetta þýða mikinn
sparnað í vinnu og miklu
nákvæmari flokkun. Gott dæmi
um þetta er hinn svokallaði Jap-
anskarfi. Ef hann er frystur í rétt-
um þyngdarflokkum þýðir það
miklu hærra verð."
- Hvað þýðir svona sýning fyr-
ir fyrirtæki sem Marel?
„Það er mjög mikilvægt fyrir
okkur að sýna framleiðslu okkar.
Hingað koma forstjórar og yfir-
mcnn flestra fiskvinnslufyrir-
tækja, bæði innlendra og er-
lendra. Við þurfum að stefna að
útflutningi því íslenski mark-
aðurinn er takmarkaður. Hér
komumst við í kynni við erlenda
kaupendur sem eru nauðsynlegir
til þess að við getum haldið áfram
aö vaxa sem fyrirtæki, þótt við
gerum okkur grein fyrir að
íslenski markaðurinn er einnig
mjög mikilvægur." AP