Alþýðublaðið - 15.08.1921, Blaðsíða 1
1921
Mánudaginn 15. ágúst.
1S5 tölubl.
©
lejnt að lækka kaup.
Fyrir nokkru síðan var hafin
vinna í brunarústunum við Austur-
stræti. Steingrimur Guðmundssoa
tieitir sá er verkinu stjórnar, en
frú Margrét Zoega mun !áta vinna
verkið. Upphaflega var ekkert
talað um kaup í vinnu þessari, en
verkamenn bjuggust auðvitað við,
að það kaup yrði borgað, sem
alment er og ákveðið var í vor
raeð samningi atvinnurekenda við
IDagsbrún En þegar til kemur,
og þeir hafa unnið við verkið um
íísna, er þeim sagt, að kaupið sé
ekki nema krónu á klukkustund
í stað þess að vera kr. 1,20 eftir
samningnum.
Þessi tilraun til að lækká kaup-
ið, er því undarlegra, sem það er
fullvfst, að þeim sem verkið lætur
vinna, ber að löguttt skylda tii að
greiða þ»ð kaup sem alment er,
þegar ekki er fyrirfram talað um
annað kaup.
Sjómenn stóðu saman og létu
ekki undan kröfum útgerðarmanna,
Jpegar þeir í vetur hugðust að
ganga á nýgerða samninga. Og
auðvitað unnu þeir sigur.
Verkamenn i landi stóðu sam-
an, þegar atvinnurekendur ætluðu
að kúga þá til að lækka eftir-
vinnukaupið í vor. Og að sjálf-
sögðu höíðu þeir sitt mál fram.
Samheldnin yfirstígur allar
hindranir.
Nú ætlar sá, sem verki þessu
ræður, að ganga á samningana
frá í vor, sem gilda til 1. aprfl
næsta ár. Afleiðingin hlýtur að
verða sú, að hann verður eitt af
tvennu, að hœtta verkinu, eða
greiða sama kaup og aðrir.
Enginn verkamaður getur sætt
sig við það, að verða liðhlaupi,
þó kannske sé erfitt að fá aðra
vinnu. Og að nota sér neyð fá-
tækra verkamanna er aitof lítil-
mannlegt, til þess að nokkur
heiðarlegur maður vilji verða
fyrstur til þess. Hér getur því
varla verið um alvöru að ræða
hjá herra Steingrfmi og má vænta
þess, að hann greiði sama kaup
og aðrir, þegar haaa gætir þess,
að verkið getur orðið dýrara þó
honum takist að fá einhverja við-
vaninga fyrir lægra kaup.
Annars skal það brýnt fyrir
verkamönnum, í sambandi við
þetta, að láta stjórn „Dagsbrúnar*1
eða Alþýðublaðið jafnskjótt vita,
ef svipaðar tilraunir sem þessar eru
gerðar, svo hægt sé að gera ráð-
stafanir til þess, að ekki verði
unnið hjá þeim hinum sömu mönn-
um, fáist ekki samkomulag.
jHaxim Serki.
Franska blaðið „Humanité“
skýrir frá því, að rússneska skáldið
Maxim Gorki hafi mótmælt því
kröftuglega, að hjálparbeiðni sú,
er hann hafði sent til lærðra
manna l Evrópu, sé notuð til þess,
að spilla áliti sovjetstjórnarinnar
rússnesku úti um heiminn og
vinna á móti boishevismanum.
sovjetstjórnin, segir hann, hjálpar
af fremsta megni mentamönnunum
í Rússlandi.
í tilefni af þessu hefir menta-
málafulltrúinn rússneski, Lunat-
scharski, skýrt frá því, að stjórnin
úthluti 3800 sérstökum brauð-
sköætum, stærri en venjulegum,
handa mentamönnum við skóiana.
Einnig styrkir hún marga Iærða
menn tii utanlandsfarar. Nú eru
35 mentacnenn í þann veginn að
fara víðsvegar út «m Erópu og
Amerfku til þess að komast í
sambönd við vísindamennina í
umheiminum. Álla þessa menn
annast sovjetstjórnin.
Sterling fór austur og norður
um land á laugardagskveldið kl.
8 með marga farþega.
P“€H1'Q'€1"ÍW3-0“'Q
ÍBrunatryggingar
á innbúi og vörum
V hvergi ódýrari en hjá
A„ V, Tulinius S
vátryggingaskrffstofu M
Eimskípafélagshúsinu, P
2. hæð.
Tízkan.
Hún er skrítin tfzkan hér í
höfuðstað íslands og ekki síður
dutiungasöm, en annarsstaðar í
heiminum. Hún er hér engin sam-
feld heild, heldur brota-brot úr
heimstfzkunni, týnd saman eins
og glerbrot á öskuhaug, ograðað
saman í undarlegar ósamstæðar
og í barnalegri einfeldni. Öllu
ægir saman. En þó stingur ó-
hófið alt of mikið í stúf.
sEr þetta drotningin, hún er
ekkert fín, bara í ferðafötum? Er
hún ekki dónaleg? Ætli hún geri
okkur þetta til skammar?« Þessi
og önnur voru ummæli höfuð-
staðar kvennanna, þegar þær urðu
fyrir þeirri sorg, að sjá drotning-
una ekki klædda pelli og purpura.
Þær voru búnar að hafa svo mikið
fyrir því, að „punta" upp á sig,
með allskonar silki og skrauti,
að þeim fanst það móðgandi, að
sjá þessa erlendu hefðarfrú blátt
áfram klædda. Þær eru víst þeirrar
skoðunar, að þvf meira semborið
sé f fötin, þess tignari, mentaðri
og gáfaðri séu hlutaðeigendur. En
þar skjátiast þeim hrapallega.
Tildur í kiæðaburði og framkomu
sillri yfirleitt, er einmitt óræk
sönnun þess, að þetta a!t sé í
ólagi. Ekki sfzt Iýsir það menn-
ingarskorti.
Ungar stúlkur í höfuðstaðnum,
og þá jafnframt í kauptúnum
landsins, fara ekki varhluta af
þessu tildri. Ymsar »sigla«, 0: fara