Dagur - 10.02.1988, Síða 9

Dagur - 10.02.1988, Síða 9
8 - DAGUR - 10. febrúar 1988 10. febrúar 1988 - DAGUR - 9 Golfíþróttin er gulli betri kom fyrir ekki. Á öllum brautun- um lagði tölvan illkvittnar gildrur fyrir Einar og það dugði ekkert þótt Kalli mótstjóri reyndi að skamma tölvuna. Hvað eftir ann- að koma á skerminn: „Kúla í sandi“, „kúla út af vellinum“ eða „kúla í vatni“. Á sjöttu braut ætlaði tölvan að fara að hrekkja blaðamanninn og hlaupa yfir hann. Hún sá nú fljótt að sér þegar blaðamaðurinn hót- aði að skrifa illa um umboðs- mann hennar í útbreiddasta dagblað norðan Holtavörðuheið- ar. Blaðamaðurinn kom inn í kerfið með 136 metra upphafs- högg og var hann hæstánægður með það. Segið svo að blaða- menn hafi ekki áhrif í þjóðfélag- inu! Síðustu þrjár brautirnar voru annars tíðindalitlar, Einari gekk hræðilega á þeim öllum og var með þetta 14 upp í 20 högg á hverri þeirra. Guðmundur lék af öryggi atvinnumannsins og sigr- aði á öllum brautunum sem eftir voru. Árangur blaðamannsins var ekki til að tíunda í fjölmiðl- um, en hann náði þó öðru sæti vegna slaks árangurs „Rennings- ins“. Þegar upp var staðið hafði Guðmundur B. Ólafsson farið þessar níu holur á 68 höggum, blaðamaðurinn fór á 82 höggum en Einar „Renningur" Ásbjörn Ólafsson fór á svo mörgum högg- um að hann bað þess að þær tölur yrðu aldrei gerðar opinberar. Af tillitssemi við foreldra og fjöl- skyldu hans verður Dagur við þeim tilmælum að birta ekki lokaskor Einars í þessari keppni. í þessari grein hefur verið í léttum dúr sagt frá golfkeppni í golfherminum í Öskjuhlíð. Ekki hefur verið reynt að skýra í smá- atriðum frá því hvernig golf- hermirinn virkar en á þessu sést að það er vel þess virði fyrir golf- áhugamenn að reyna hæfni sína, ef þeir eiga erindi til Reykjavík- ur. AP Myndir: AP Það kom víst ekki á óvart að hinn góðkunni golfari Sigurður Pétursson sigraði í þessari keppni D-vaktarinnar í Reykjavík. Hann hefur leikið golf síðan 1971 og er einn af betri golfleikurum landsins. Sigurður setti nýtt met í golf- herminum þegar hann þeytti kúlunni 309 metra á einni brautinni, en hann átti líka eldra met 284 metra. Við ræddum við hann um keppn- ina og golfherminn almennt. - Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir hann var hvort van- ur golfleikari fengi eitthvað út úr því að leika í svona hermi? „Já, það er óhætt að segja að þessi golfhermir sé mjög raun- hæfur. Hann gefur bæði upp vegalengdina og skekkjuna í höggunum hjá manni. Eini gall- Sigurður Pétursson sigurvegari Lokaða D-vaktarmótsins. inn sem hægt er að tala um er að maður skýtur í gegnum skóg án fyrirstöðu, en það gengur víst ekki á alvöru golfvelli! Ég prófaði fyrst að spila á þess- um hermi fyrir 2 árum með GR liðinu þegar við vorum á leið í Evrópukeppni félagsliða og það kom okkur mjög vel í keppninni. Þetta æfir bæði högg og spil, þannig að maður getur haft mikið gagn af þessu þegar ekki er hægt að leika utan dyra. Hugsunin er mikilvægur þáttur í golfinu og þarna fær maður gott tækifæri til að þjálfa hugsunina og einbeit- inguna í þessari íþrótt.“ - Kom það þér á óvart að sigra í þessari keppni D-vaktarinnar? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég er með langlægstu for- gjöfina af öllum á vaktinni, 1, þannig að miðað við það átti ég að vinna þessa keppni. Hins vegar eru margir sterkir golfarar á vakt- inni og ég þurfti virkilega að hafa fyrir þessum sigri. Það er mjög mikill golfáhugi innan lögreglunnar og þá sérstak- lega þessarar vaktar. Það er stefnan að gera þetta golfmót að árlegum viðburði og það voru ótrúlega margir sem tóku þátt í því í ár. Það er trú mín að á næsta ári verði enn fleiri með á mót- inu.“ Við þökkum Sigurði Pét- urssyni fyrir spjallið og óskum honum til hamingju með sigur- inn. AP Fríður hópur lögreglumanna af D-vaktinni, sem tók þátt í mótinu. „GoUhermirinn er mjög raunhæfur“ - segir Sigurður Pétursson sigurvegari Lokaða D-vaktarmótsins „Hvaöa kylta er best á 4. braut?“ Fylgst með golfmóti í golfherminum í Öskjuhlíð Einar snaraði kylfunum úr skottinu á bflnum og sagði glettnislega: „Jæja, strákar mínir, nú er það að duga eða drepast. Club de Bonmont brautin er ekki fyrir neina byrjendur.“ Guðmundur og Karl mótstjóri litu á hann, sveifluðu kylfupokunum sínum á öxlina kæruleysislega og sögðu að þeir væru ósmeykir. Það lá við að blaðamanninum snérist hugur, Bonmont golf- völlurinn er erfiður 9 holu völlur og blaðamaðurinn er algjör áhugamaður í íþróttinni. En hann herti upp hugann, ekki gat hann runnið af hólmi fyrir framan hina strákana, og arkaði hann því með þeim inn á keppnissvæðið. Þetta er ekki, lesandi góður, lýsing á golfmóti í Frakklandi, Skotlandi eða Sviss. Þetta er ekki einu sinni mót á Jaðarsvellinum, sem er verið að tala um. Mótið er lokuð keppni D-vaktar lögregl- unnar í Reykjavík í golfhermin- um í Keilusalnum í Öskjuhlíð. Það er einungis í gegnum klíku sem blaðamanninum var boðin þátttaka og hann sá strax eftir því að hafa sagt já, eftir að hann frétti að lögregluþjónar eru með golfóðustu starfsstéttum á land- inu. En það er eins og gamla máltækið segir: „Tvennt verður ekki aftur tekið, töluð orð og tap- aður meydómur.“ Flestir meðlimir D-vaktarinnar tóku þátt í mótinu og var þeim raðað niður í þriggja manna hópa. Blaðamaðurinn lenti með þeim Einari Ásbirni Ólafssyni og Guðmundi B. Ólafssyni í hópi, en þeir eru báðir nokkuð öflugir kylfingar. Einar, eða „Renning- urinn“ eins og hann er oftast nefndur af vinnufélögunum sök- um sérstakrar líkamsbyggingar sinnar, hefur margoft gert harða hríð að Einherjaklúbbnum, en alltaf mistekist. Guðmundur, eða Tolli eins og hann er oftast nefndur, er ungur kylfingur með litríka fortíð að baki sem knatt- spyrnumaður með Fram og Glímufélaginu Víkverja. Þetta eru því engin smá nöfn sem blaðamaðurinn var að etja kappi við á þessu móti. Erfíðar golfbrautir Karl Valsson var mótstjóri og sérfræðingur á golfherminn. Hann vakti herminn til lífsins og skráði inn persónulegar upplýs- ingar um keppendurna. Einar og Tolli voru farnir að munda kylf- urnar og greinilegt að þeir voru farnir að iða í skinninu að eiga við Bonmont brautina. Blaða- maðurinn var hins vegar farinn að svitna og leið frekar illa, sér- staklega er Einar fór að hand- leika trékylfuna, eða „drævið" eins og golfmennimir segja víst. En það var ekki hægt að bakka núna, nöfnin voru komin inn á tölvuna og keppnin byrjuð. Fyrsta brautin er 380 m og er hún par 4, eins og golfmenn segja, en það þýðir að góður golf- leikari á að geta farið brautina á fjórum höggum. Kalli mótstjóri kallaði upp nafn „Renningsins“ og Einar gekk styrkum skrefum með járn nr. 5 upp á pallinn. Hann tók eitt æfingahögg, en var svo óheppinn að tölvuskynjarinn í loftinu nam það sem alvöruhögg og þar með var hann búinn með sitt fyrsta högg. Greinilegt var að þetta sló Einar dálítið út af laginu og vandaði hann tölvunni ekki kveðjurnar. Þar gekk næstur Guðmundur á pall með kylfu nr. 6 og leit út fyr- ir að hann hefði náð nokkuð góðu skoti. En tölvan var á öðru máli, kúlan hafði lent í sand- gryfju og það þýðir ekki að deila við dómaratölvu. Blaðamaðurinn steig næstur á stokk með járn 7 og náði bara Einar Ásbjöm tekur góða sveiflu á 3. braut. þokkalegu upphafsskoti sem tölvan mældi tæplega 90 metra. Til að orðlengja þetta ekki nánar þá kláraði blaðamaðurinn þessa braut í 9 höggum og munaði þar mestu að í „púttið“ fóru 3 högg. Renningurinn og Tolli voru jafnir eftir þessa fyrstu braut á 6 höggum. Tölvan skipaði Einari að byrja og hann þakkaði pent fyrir sig með því að taka fallegt 109 metra upphafsskot á 2. brautinni. Hún er frekar erfið, 310 metrar og er par 4. Guðmundur náði sér ekki á strik í fyrsta höggi og skaut þrisvar sinnum út af brautinni. Ekki tókst blaðamanninum betur upp í upphafshöggi sínu. Hann hafði fikrað sig örlítið upp á skaftið og notaði nú járn nr. 5. Það dugði ekki heldur og skaut hann tvisvar sinnum út af braut- inni. Tölvan fer aö hrekkja Einar Einari tókst listilega að sveigja fram hjá beygju á brautinni og lauk hann þessari braut á sex höggum. Guðmundur og blaða- maðurinn lentu í hinu mesta basli á þessari braut - Guðmundur lenti í sandi og blaðamaðurinn barði beint ofan í tjörn. Renning- urinn tók því forystu en Guð- mundur og blaðamaðurinn fóru á 13 og 15 höggum. „Jæja, nú má LJIfar fara að passa sig,“ varð Guðmundi B. að orði þegar þessi mynd var tekin. Blaðamaðurinn var nú farinn að losna við minnimáttarkennd- ina, sem hafði hrjáð hann gagn- vart hinum tveim keppendunum og náði sér vel á strik á 3. braut. Þetta var 150 metra braut, par 3, og blaðamaðurinn kórónaði árangurinn þar með glæsilegum pútti og lauk henni á fjórum höggum. Einar náði glæsilegu upphafshöggi, en hafði áður lent upp á kant við tölvuna, og hún hefndi sín á honum með því að dæma hann ofan í tjörn. Ánnars var við þessu að búast frá „Renn- ingnum" því hann hefur einstakt lag á því að hrekja allt kvenkyns frá sér. En, kæri lesandi, þetta segi ég nú í algjörum trúnaði við þig og þú lætur það ekkert fara lengra, því þetta er viðkvæmt mál fyrir piltinn. Bæði Guð- mundur og hann náðu hins vegar að bjarga sér með góðu pútti og „GoHhermirinn hefiir svo sannar- lega sannað nota- og skemmíigildi sitt“ - segir Guðný Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Keilusalarins Guðný Guðjónsdóttir er fram- kvæmdastjóri Keilusalarins í Öskjuhlíð, en þar er golfherm- irinn til húsa. Við hittum hana að máli og spurðum hana um starfsemi golfhermisins. „í fyrstu ætluðum við að setja upp veitingastað í horninu þar sem golfhermirinn er nú. En eftir að hafa íhugað málið féllum við frá þeirri hugmynd, því við töld- um ekki að sá staður mundi standa undir sér. Þá kom Pétur Björnsson að máli við okkur og bauð okkur þennan golfhermi til sölu, en Pét- ur er umboðsmaður fyrir fram- leiðandann hér á landi. Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að slá til og það hefur svo sannar- lega borgað sig. Það var í októ- ber 1986 sem golfhermirinn var tilbúinn til notkunar og síðan þá hefur aðsóknin verið mjög góð.“ - Eru þetta helst áhugamenn eða mjög góðir golfleikarar sem mæta hér í golfherminn? „Það er alls konar fólk sem mætir hér til að spila. Við getum ekki leyft byrjendum að spila hér, því þetta eru viðkvæm tæki og t.d teppið, þar sem slegið er, má ekki við mjög miklu hnjaski. Flestir eru áhugamenn en lands- liðsmennirnir hafa oft æft hér inni. Þar má t.d. nefna að þeir æfðu hér vel fyrir Evrópukeppn- ina í fyrra og þeir sögðu að það hefði hjálpað þeim mikið í mót- inu. Nýtingin er ótrúlega góð á herminum. Það er eiginlega alltaf fullt á kvöldin, en það eru einnig mjög margir sem spila á daginn, enda er ódýrara að spila þá. Tím- inn á daginn kostar 970 krónur til klukkan 17.00, en 1240 krónur eftir það.“ - Ér von á einhverjum breyt- ingum á starfsemi hermisins? „Það er nýbúið að bæta tölvu- kerfið á öðrum golfvellinum en þeir eru tveir. Þessi nýjung er þannig að maður sér kúluna á tjaldinu og hvert hún stefnir. Þetta gerir spilið raunverulegra og við eigum von á því að það verði einnig hægt að sjá kúluna á hinum vellinum fljótlega. Við höfum átt í erfiðleikum með að teppið, þar sem slegið er, hefur eyðilagst mjög fljótt en við erum að bíða eftir nýju frá fram- leiðandanum. Ég tel að þennan tíma sem hermirinn hefur verið í notkun hafi hann svo sannarlega sannað nota- og skemmtigildi sitt. Þess vegna er ég þess fullviss að svona tæki eigi fullan rétt á sér, sérstaklega í landi eins og ís- landi, þar sem ekki er hægt að treysta á veðráttuna í sambandi við golfið,“ sagði Guðný Guð- jónsdóttir framkvæmdastjóri Keilusalarins í Öskjuhh'ð að lokum. AP enduðu á 5 og 6 höggum. Sem sagt, fyrsta brautin sem blaða- maðurinn sigraði á en því miður einnig sú síðasta, eins og síðar kom í ljós. Borubrattur gekk blaðamaður- inn upp á pallinn og nú átti að taka 4. holu með trompi. Það var trékylfa, eða „dræv“ eins og við kylfingar köllum það, í hendi hans og höggið var nógu langt 111 metrar. En því miður beint ofan í einn andapollinn og stútaði þar stokkandarpari sem var þar í rólegheitum í sunnudagssundtúr. Ekki tókst Guðmundi betur upp með 110 metra upphafsskoti, en þá voru allar endurnar farnar. Brautin er 320 metrar, par 4, og Einar lenti líka í vatni í öðru höggi sínu. Þegar upp var staðið var árang- urinn hræðilegur hjá blaða- manninum, 18 högg, og lækkaði þetta heldur betur gorgeirinn í honum. Árangurinn hjá hinum tveimur var ekki heldur til að hrópa neitt húrra fyrir, Tolli fór á sjö höggum og Einar á átta. Einar hafði nú forystu eftir þessar fjórar brautir, en heldur betur dró til tíðinda á 5. braut- inni. Hún er 385 metrar, par 4, og nokkuð erfið. Heldur köldu hafði andað milli tölvunnar og Einars fram að þessu, en á þess- ari braut snérist það upp í algjört hatur. Tölvan fór að senda „Renningnum“ miður skemmti- legar athugasemdir og það var meira en hann þoldi. Spenning- urinn var mikill og Einar greyið fór alveg á taugum. Einföldustu upphafshögg mistókust, tveggja metra pútt misstu marks og oftar en einu sinni týndust kúlurnar hreinlega. Það mátti heyra hæðnislegan hlátur frá tölvunni og á ljósaskjánum birtist skýrum blikkandi stöfum: „Kúla týnd!“ Vel þess virði að reyna hæfni sína Tolli og blaðamaðurinn reyndu að telja kjarkinn í Einar, en allt

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.