Dagur - 10.02.1988, Side 15

Dagur - 10.02.1988, Side 15
o tO. febrúar 1988 rr.DAGUR - 15 Bautamótið í innanhússknattspyrnu um helgina: Leikið með markvörð og fjóra útileikmenn Hið árlega Bautamót meistara- flokks karla í innanhússknatt- spyrnu verður haldið í Iþrótta- höllinni á Akureyri um næstu helgi. Áætlað er að 16 til 20 lið taki þátt í mótinu og að leikið verði í fjögurra eða fímm liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverj- KA-mcnn hömpuðu Bautabikarnum í fyrra, hvað gera þeir í ár? um riðli komist síðan áfram í úrslitakeppni. Að þessu sinni verður leikið eftir nýjum reglum, á velli sem er 25x40 m og án batta. Mörkin verða einnig stærri, eða 2x5 m, (eins og í mini-knattspyrnu). I hvoru liði eru 5 leikmenn inn á í einu og þar af auðkenndur mark- maður. Að öðru leyti verður tek- ið mið af regiugerð KSÍ um innanhússknattspyrnumót sem nýlega hefur verið send til aðild- arfélaga KSÍ. Flest bendir til þess að í fram- tíðinni verði leikið eftir reglum svipuðum þeim og verða viðhafð- ar í Bautamótinu og þá jafnt á íslandsmóti sem öðrum mótum. Búast má við skemmtilegri keppni og er reiknað með að öll sterkustu liðin hér fyrir norðan mæti til leiks og einnig hafa lið fyrir sunnan sýnt mótinu áhuga. Þátttökugjald er 6500 kr. fyrir eitt lið en 11000 kr. fyrir tvö lið. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi í dag, mið- vikudag til Örlygs ívarssonar í síma 22173, Magnúsar Magnús- sonar í síma 26260 heima og 22543 í vinnu, eða til Sveins R. Brynjólfssonar í síma 25885 heima og 25606 í vinnu og þeir gefa einnig frekari upplýsingar um mótið. Knattspyrna: Nýir menn til Leifturs Leiftur heldur áfram að styrkja knattspyrnulið sitt fyrir kom- andi keppnistímabil. Þeir Þor- steinn Geirsson miðvallar- leikmaður úr Breiðabliki og Lúðvík Bergvinsson miðvallar- leikmaður úr ÍBV, hafa gengið til liðs við félagið og munu leika með því í 1. deildinni í sumar. Áður höfðu þeir Árni Stefáns- son varnarmaður úr Þór og Hörður Benónýsson framherji úr 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Sölvi skorar á Samúel Siguróli Kristjánsson var Sölva Ingólfssyni auðveld bráð í get- raunaleiknum um helgina enda hefur hann frekar lítið vit á ensku knattspyrnunni, sem kannski sést best á því að hann held- ur með Liverpool. Sölvi heldur því áfram enn einu sinni og hann hefur skorað á mág sinn, Samúel Jóhannsson listmálara og húsvörð í íþróttahúsi Glerárskóla. Samúel er eins og Þorleifur Ananíasson sérfræðingur okkar í ensku knattspyrnunni, dyggur aðdáandi Leeds United sem leikur í 2. deild. Þeir reikna þó báð- ir með því að liðið leiki í þeirri 1. að ári. Samúel sagðist alls óhræddur við að mæta Sölva í þessu sem öðru og við skulum sjá hvernig þeim félögum tekst upp um helgina. Sölvi: Samúel: Arsenal-Luton 1 Charlton-Wimbledon 1 Chelsea-Man.United x Coventry-Sheff.Wed. 1 Newcastle-Norwich 1 Oxford-Tottenham x Southampton-Nott.Forest 1 Watford-Liverpool 2 West Ham-Portsmouth 1 Barnsley-Blackburn x Leicester-Leeds 2 W.B.A.-C.Palace 2 Arsenal-Luton 1 Charlton-Wimblcdon 2 Chelsea-Man.United x Coventry-Sheff.Wed. x Newcastle-Norwich 1 Oxford-Tottenham x Southampton-Nott.Forest 2 Watford-Liverpool 2 West Ham-Portsmouth 1 Barnsley-Blackburn x Leicester-Leeds 2 W.B.A.-C.Palace x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Völsungi einnig gengið til liðs við Leiftur. Þorsteinn og Lúðvík eiga báðir rnarga leiki í 1. deild að baki, Þorsteinn með Breiðabliki en Lúðvík með ÍBV og ÍA. Þeir koma örugglega til með að styrkja lið Leifturs í sumar og ljóst er að liðið verður ekki árennilegt í komandi baráttu. Kristinn Hreinsson handarbrotnaði í leiknum gegn ÍR og er að öllum líkind- um úr leik í vetur. Mynd: kga Handbolti: Krístinn handar- brotnaði gegn ÍR - leikur varla meira með Þór í vetur Kristinn Hreinsson handknatt- leiksmaður úr Þór meiddist illa í leiknum gegn ÍR á laugardag- inn og leikur varla meira með liðinu á þessu keppnistímabili. Kristinn var að skjóta að markinu, sló hendinni í varn- armann IR og við höggið brotnaði út úr beini á þumal- putta hægri handar. Kristinn skoraði fyrstu tvö mörk Þórsliðisins í leiknum og slysið varð einmitt er hann sendi boltann öðru sinni í markið. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli í vetur en þetta er í þriðja sinn sem hann meiðist. í haust meiddist hann á öxl og gat því ekki leikið með Þórsliðinu fyrr en í 6. umferð íslandsmóts- ins. Þá meiddist hann á ökkla í afmælismóti KA fyrir skömmu og missti af fyrri leiknum við KA í Akureyrarmótinu. Það er mjög bagalegt fyrir Þórsara að missa Kristin en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í þeim fáu leikj- um sem hann hefur getað tekið þátt í. Liðið sem sigraði í firmakeppninni afhendir Skarphéðni Jónassyni framkvæmdastjóra Bifreiðastöðvar Ilúsavíkur bikarinn. Mynd: im Firmakeppni handknattleiksráðs Völsungs: Bífreiðastöð Húsavíkur bikarhati Um síðustu helgi stóð hand- knattleiksráð Völsungs fyrir firmakeppni í handbolta. Um 100 þátttakendur voru á mót- inu og kepptu þeir fyrir fyrir- tæki sem styrktu handknatt- leiksráð með auglýsingum í vetur. í liðinu sem vann voru 11 og 12 ára börn og á mánudag hélt allur hópurinn á Bifreiðastöð Húsa- víkur en það var fyrirtækið sem þau kepptu fyrir. Skarphéðni Jónassyni framicvæmdastjóra var afhentur farandbikar. Bikarinn gaf HSÞ á 60 ára afmæli Völsungs í fyrra og stjórn Völsungs afhenti síðan handknattleiksdeild bikar- inn. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.