Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 15
ifc. feÖhiar 1088 - DAQUR - 15
fþróffir
Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu:
Stefan Hafsteinsson fráfarandi formadur USAH, afhendir Daníel Guö-
mundssyni bikarinn sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaður USAH 1987.
Mynd: fh
Ársþing USAH:
Daníel
maður
Daníel Guðmundsson frjáls-
íjiróttaniaður var valinn
Iþróttamaður USAH 1987 og
var kjörinu lýst á ársþingi sam-
bandins um síðustu helgi. Dan-
íel sem er einn besti millivega-
lengdahlaupari landsins, var
mjög sigursæll á mótum á síð-
asta ári og er vel að þessum
titli kominn.
I öðru sæti varð Guðbjörg
Gylfadóttir frjálsíþróttamaður og
í þriðja sæti Hermann Arason
knattspyrnumaður Hvatar á
íþrótta-
ársins
Blönduósi. Guðbjörg er í
fremstu röð bæði í kringlukasti
og kúluvarpi og lét mikið að sér
kveða á árinu. Hermann Arason
lék geysilega vel með liði Hvatar
í 4. deildinni í sumar og átti stór-
an þátt í sigri liðsins í 4. deild-
inni.
Einnig var veitt viðurkenning
fyrir góðan árangur í unglinga-
flokki og þau verðlaun hlaut að
þessu sinni, Sunna Gestsdóttir. í
blaðinu á morgun verður nánar
sagt frá ársþinginu.
- og Grenvíkingar leika á Blönduósi
Dalvíkingar sem hafa nú tekið
sæti í B-riðli 3. deildar í knatt-
spyrnu í sumar, sækja Sauð-
krækinga hcim í fyrstu umferð
Mjólkurbikarkeppninnar í vor.
Þá mætast Hvöt og Magni á
Blönduósi en Siglfirðingar sitja
hjá í 1. umferð. Eftirtalin lið
leika saman í 1. umferð:
Bikarkeppni BLÍ:
Völsungur
og KA leika
- í kvöld kl. 20.30
Kvennalið Völsungs og KA í
blaki leika í kvöld í íþróttahöll-
inni á Húsavík. Þetta er síð-
asti leikurinn í 8 liða úrslitum
bikarkeppninnar og hefst hann
kl. 20.30.
Leik þessum var frestað fyrir
skömmu þar sem KA-stelp-
urnar komust ekki austur. Liðið
sem sigrar í kvöld fær síðan
heimaleik gegn Víkingi á laugar-
dag í undanúrslitum.
Leiknir R-FH
Afturelding-ÍBV
Grindavík-Breiðablik
Ægir-Fyrirtak
ÍBI-Stjarnan
Hveragerði-Grótta
Selfoss-Haukar
Njarðvík-Víkverji
Reynir S-ÍK
Léttir-Hafnir
Árvakur-Skotf. Rvk.
Ernir-ÍR
Fylkir-Snæfell
Hvatberar-Þróttur R
Hvöt-Magni
Tindastóll-Svarfdælir
Valur Rf.-Höttur
Einherji-Huginn
Sindri-Austri E
Þróttur N-KSH
Auk KS, sitja Víðir og Augna-
blik hjá í 1. umferð.
Dalvíkingar hafa nú ákveðið
að senda lið í bikarkeppni
kvenna og í 1. umferð fær liðið
Hvöt frá Blönduósi, sem einnig
er með í fyrsta skipti, í heim-
sókn. Liðið sem sigrar í þeirri
viðureign, fær síðan Stjörnuna í
heimsókn í 2. umferð.
Innanhússknattspyrna:
Laugamótið
- um aðra helgi
Hið árlega Laugamót kvenna í
innanhússknattspyrnu verður
haldið að Laugum í Reykjadal
laugardaginn 27. febrúar næst-
komandi. Öllum félögum er
heimil þátttaka.
Þátttökugjald er kr. 3000 fyrir
eitt lið en kr. 5000 fyrir tvö lið.
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast til Kristjáns Sigurðssonar í
síma 43116 eða 43120 fyrir 24.
febrúar.
Mjög mikill áhugi hefur jafnan
verið fyrir þessu móti en síðustu
tvö ár hefur kvennalið KA farið
með sigur af hólmi.
Fimleikar:
Tvær úr FRA á
verðlaunapall
Fjórtán stúlkur frá Fimleika-
ráði Akureyrar tóku þátt í
miklu fímleikamóti í Laugar-
dalshöllinni uin síðustu helgi.
Fjórar þeirra kepptu í 3. gráðu
en hinar tíu í 4. gráðu.
Stúlkurnar náðu ágætis árangri
og komust tvær þeirra á verð-
launapall. í keppni í stökki yfir
hest í 3. gráðu hafnaði Elva Jón-
asdóttir í öðru sæti með einkunn-
ina 8,40 og Harpa María Örlygs-
dóttir varö í þriðja sæti í sömu
grein, með einkunnina 8,15.
Sesselja Jarvela úr Gerplu sigraði
en hún fékk 8,70 í einkunn.
Þrír hinna nýju leikmanna Lcifturs ■ knattspyrnu. F.v. Hörður Bcnúnýsson, Arni Stefánsson og Lúðvík Bergvins-
SOn. Mynil: KK
Sölvi enn á
sigurbraut
Ekki tókst Samúel Jóliannssyni að vinna mág sinn Sölva Ingólfs-
son í getraunaleiknum uin helgina. Sölvi var nieð fjóra leiki
rétta en Saniúel þrjá. Sölvi heldur því áfram enn eina vikuna og
að þessu sinni hefur hann skorað á Gunnar Jónsson á Felli hf.
Gunnar er mikill aðdáandi Derby County, einn þriggja á Akur-
eyri. Hann er ekki alveg sáttur við gengi sinna manna að undan-
förnu en þykist þess fullviss að hlutirnir fari að ganga betur á
næstunni. Sölvi hefur verið óstöðvandi í getraunaleiknum að
undanförnu en hvort svo verður áfram, kemur ekki í Ijós fyrr en
á laugardag. Leikirnir á seðlinum eru frá 5. umferð bikarkeppn-
innar og úr 1. og 2. deild.
Sölvi:
Gunnar:
Arsenal-Man.United 2
Birmingham-Nott.Forest 1
Newcastle-Winibledon 1
Port Vale-Watford 2
Q.P.R.-Luton 1
Charlton-Sheff.Wed. 1
Oxford-Derby 1
Blackburn-Aston Villa 1
Milhvall-Oldham x
Shefl'.Utd.-Barnsley 2
Shrewsbury-Swindon 2
Stoke-Leeds x
Arsenal-Man.United 2
Birmingham-Nott.Forest 2
Newcastle-Wimbledon 1
Port Vale-Watford 1
Q.P.R.-Luton x
Charlton-Sheff.Wed. x
Oxford-Derby 2
Blackburn-Aston Villa 2
Millwall-Oldham x
Sheff.Utd.-Barnsley 1
Shrewsbury-Swindon x
Stoke-Leeds 2
Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudög-
um svo enginn verði nú af vinningi.
Blak:
Lokastaðan
1. deild kvenna
Keppni í 1. deild kvenna í
blaki lauk um helgina og fram-
undan er úrslitakeppni fjög-
urra efstu liðanna. Breiðablik
sigraði í deildakeppninni og
liðið tapaði aðeins einum leik.
Urslit síðustu leikjanna um
helgina urðu þessi:
Þróttur R-Þróttur N 3:1
HK-KA 3:0
UBK-Víkingur 1:3
Víkingur-Þróttur N 3:0
Víkingur-HK 3:0
Lokastaðan í dcildinni varð
þessi:
UBK 12 11- 1 34: 4 22
Víkingur 12 10- 2 32: 8 20
Þróttur R 12 8- 4 26:17 16
ÍS 12 7- 5 24:19 14
HK 12 4- 8 13:27 8
Þróttur N 12 1-1111:35 2
KA 12 1-11 6:35 2
Dalvíkingar
á Krókinn
Nýir leikmenn Leifturs
Eins og komiö hefur fram í
fjölmiölum, hafa knatt-
spyrnufélög víðs vegar um
landið verið að fá til sín nýja
leikmenn fyrir komandi
keppnistímabil. Norðanliðin
fjögur sem leika í 1. deild,
hafa öll fengið nýja leikmenn
en einnig þurft að sjá á eftir
góðum mönnum.
Á Bautamótinu í innanhúss-
knattspyrnu um síðustu helgi
flaggaði Leiftur frá Ólafsfirði
fjórum nýjum leikmönnum,
þeim Árna Stefánssyni, Herði
Bemínýssyni, Lúðvík Berg-
vinssyni og Torfa Halldórssyni
markverði. Birgir Skúlason lék
með Þórsurum og Antony Karl
Gregory iék með KA. Allt eru
þetta snjallir leikmenn sem
örugglega eiga eftir að gera það
gott með liðum sínum í sumar.