Dagur - 14.03.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 14.03.1988, Blaðsíða 11
14. mars 1988 - DAGUR - 11 FA-bikarinn, fjóröungsúrslit: Liverpool, Luton, Nott. Forest og Wimbledon í undanúrslit Yfir 50.000 áhorfendur sáu leik Arsenal og Nottingham For. á Highbury, flestir á bandi Arsenal. Þeir urðu þó fyrir vonbrigðum með úrslit leiksins, því leikmenn Forest, ákveðnir í að láta draum fram- kvæmdastjóra síns Brian Clough um að komast í úrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti rætast, unnu óvæntan sigur. Ekta bikarleikur, gífurleg bar- átta og spenna frá upphafi til enda og ekkert gefið eftir. Loka- mínútur leiksins æsispennandi. Þegar tvær mín. voru til leiksloka og Forest yfir 2:0, náði David Rocastle að koma boltanum í gegnum þvögu leikmanna í mark Forest og Arsenal gerði örvænt- ingarfulla tilraun til að jafna. Það munaði aðeins hársbreidd að Alan Smith tækist að jafna á lokasekúndum leiksins, en Steve Sutton í marki Forest varði glæsi- lega í horn. Varnarleikur Forest Vegna bikarleikjanna voru aðeins fimm leikir á dagskrá í 1. deild á laugardag. Alex Ferguson stjóri Man. Utd. hef- ur verið óhress með sína menn að undanförnu og reiði hans náði hámarki sl. laugardag eft- ir tap gegn Norwich þar sem hann sagði liðið hafa leikið sinn lélegasta leik síðan hann tók við. Eftir leikinn skipaði hann leikmönnum að þrífa búningsklefann og þeir létu sér það að kenningu verða, allt annar blær var á liðinu gegn Sheff. Wed. um helgina. Eftir aðeins 6 mín. var liðið komið tveim mörkum yfir, Clayton Blackmore skoraði eftir hornspyrnu frá Jesper Olsen og síðan Brian McClair eftir að Gordon Strachan hafði skotið í stöng. McClair var í miklum ham, átti skot í stöng áður en hann skoraði sitt annað mark 7 mín. eftir leikhlé með skalla eftir sendingu Colin Gibson. Lee Chapman lagaði aðeins stöðuna fyrir Sheffield, en Peter Daven- port átti lokaorðið í leiknum. Cheisea og Everton hafa átt í vandræðum með að skora í vetur og því kom markalaust jafntefli þeirra ekki á óvart. Chelsea var þó nær sigri, en Kerry Dixon brenndi af fyrir opnu marki. Fæstir trúðu framkvæmda- stjóra Charlton, Lennie Lawr- ence er hann sagði að lið sitt gæti enn forðast fallið. En eitthvað virðist liðið vera að hressast þessa dagana og sigraði West Ham auðveldlega 3:0. Garth Crooks virðist vera að komast í sitt gamla form eftir meiðsli og það var hann sem skoraði á 29. mín. og rétt á eftir bætti Mark Stuart öðru marki við er hann fór í gegnum slaka vörn West Ham. Crooks gerði síðan út um leikinn með sfnu öðru marki í síðari hálf- leik. Tottenham fékk enn einn rass- skellinn á heimavelli, nú frá Norwich. Jeremy Gough náði var mjög sterkur í leiknum, ris- inn Colin Foster var frábær og þeir Des Walker og Stuart Pearce léku einnig mjög vel. Fyrir fram- an sig höfðu þeir síðan Terry Wilson sem barðist eins og ljón á miðjunni. Arsenal var mun meira með boltann, en tókst ekki að skapa sér hættuleg færi fyrr en í lokin. Forest náði forystu í leikn- um 3 mín. fyrir leikhlé, Nigel Clough renndi þá boltanum út til Paul Wilkinson sem lét vaða á markið utan vítateigs og þrumu- skot hans fór í stöng og inn. David O’Leary miðvörður Arsenal fór meiddur útaf og kom Paul Davis inn í hans stað. Arsenal lagði allt í sóknina í síð- ari hálfleik, en allt strandaði á sterkri vörn Forest, sem síðan beitti skyndiupphlaupum. Úr einu þeirra slapp Brian Rice í gegn um vörn Arsenal og lyfti boltanum yfir John Lukic sem kom út á móti. Sanngjarn sigur- forystu fyrir Norwich með skalla, Robert Fleck bætti öðru við og Kevin Drinkell skoraði það þriðja, en Tottenham hefur mik- inn áhuga á að fá hann til sín. Mark Tottenham skoraði Nico Claesen, en Tottenham sigraði Everton fyrr í vikunni. Southampton hefur ekki unnið heima síðan fyrir áramót. Danny Wallace náði þó forystu fyrir lið- ið eftir að Colin Clarke hafði mis- notað vítaspyrnu. En Coventry sem keypti Gary Bannister frá Q.P.R. fyrir £300.000 fyrir helgi hafði ekki sagt sitt síðasta orð, David Smith jafnaði og Brian Kilcline skoraði síðan sigur- markið. Maurice Evans sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri Oxford lausu í vikunni, hann verður þó áfram hjá félaginu og sér um unglingastarfið. Þá keypti Watford, neðsta lið- ið í 1. deild, Stuart Rimmer frá Chester fyrir £210.000, en hann er sá leikmaður sem flest mörk hefur skorað í vetur í Englandi og á nú að forða Watford frá falli. Leeds Utd. kom verulega á óvart með að sigra efsta lið 2. deildar Aston Villa á útivelli í Brian McClair skoraði tvö mörk fyr- ir Man. Utd. gegn Sheff. Wed. og er nú markahæstur í 1. deild með 23 mörk. Terry Wiison barðist af miklum krafti gegn Arsenal og átti stóran þátt í sigri Forest. mjög fjörugum og spennandi leik þar sem Leeds Utd. lagði allt í sóknarleikinn. Það virtist koma Villa í opna skjöldu og Leeds skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. Bæði mörkin komu eftir horn- spyrnur frá Glynn Snodin sem hinn hávaxni John Pearson skall- aði áfram inn í teiginn. Peter Swan skoraði fyrra markið, en Bob Taylor það síðara eftir að hafa áður skallað í stöng. Mervyn Day markvörður Leeds Utd. sem áður lék með Aston Villa hafði nóg að gera í markinu, en sókn- arleikur Villa var of einhæfur, háar sendingar sem Day réð vel við. Alan Mclnally lagaði stöðuna fyrir Villa 10 mín. fyrir leikslok eftir lélega sendingu ætlaða markverði, en dagurinn var aðkomuliðsins. Það var eftir því tekið og þótti til marks um spennuna í leiknum að hinir fjöl- mennu fylgismenn Leeds Utd. gerðu engar athugasemdir við lit- arhaft svartra leikmanna í liðið Villa, sem þeir eru þó vanir að gera. Blackburn komst upp að hlið Villa með sigri á Bournemouth, Simon Barker, Chris Price og Steve Archibald skoruðu mörk liðsins. .Bradford vann góðan sigur gegn W.B.A. með mörkum Lee Sinnott, John Hendrie og tveim frá Mark Leonard. Middlesbrough sigraði Hudd- ersfield í baráttuleik, Dean Glover víti og Paul Kerr skor- uðu. Tommy Tynan skoraði tvö mörk fyrir Plymouth gegn Stoke á tveim mín., það síðara hans 200. deildarmark. í 3. deild eru Notts County og Sunderland efst með 71 stig, síð- an koma Walsall með 68 og Wigan 63 stig. Á botninum eru Southend með 37, Doncaster 29 og York City 20 stig. í 4. deild hefur Wolves 68 stig og Cardiff City og Bolton 59 stig. Þ.L.A. Nottingham liðsins sem þó slapp með skrekkinn í lokin. Wilkinson fékk þó dauðafæri í einni skyndi- sókn Forest í síðari hálfleik, en skot hans fór naumlega framhjá, þannig að Forest hefði getað gull- tryggt sigurinn fyrr en raun varð á. Það leit ekki vel út hjá Wimble- don í leikhléi á heimavelli gegn Watford, marki undir og einum manni færri. Malcolm Allen hafði skorað fyrir Watford á 20. mín. eftir sendingu frá Luther Blissett. Brian Gayle miðvörður Wimbledon var síðan rekinn af velli rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fyrir að lemja Allen. í leikhléinu var miðherjinn Allan Cork tek- inn útaf hjá Wimbledon og hörkutólið Eric Young sendur inn á í staðinn. Þessi skipting skilaði strax árangri, því á 3. mín. síðari hálfleiks fékk Wimbledon aukaspyrnu, Young fór inn í teiginn og skallaði auka- spyrnu Dennis Wise í mark. 10 leikmenn Wimbledon höfðu í fullu tré við leikmenn Watford og 16 mín. fyrir leikslok bar harka þeirra og dugnaður ávöxt, John Fashanu braust í gegnum vörn Watford af miklu harðfylgi og skoraði sigurmark liðsins. Luton hefur staðið sig frábær- lega í bikarleikjum vetrarins og á nú möguleika til að leika fjórum sinnum á Wembley í vor. Liðið er í úrslitum deildabikarsins gegn Arsenal, í síðustu viku komst Luton í úrslit Simod Cup gegn Reading auk þess sem Luton er eitt þeirra liða er leika í 100 ára afmælismóti enska knattspyrnu- sambandsins á Wembley í apríl. Nú er liðið komið í undanúrslit FA-bikarsins eftir sigur gegn Portsmouth á laugardaginn. Hörkuleikur þar sem Luton iék mjög vel og sjálfstraust liðsins mikið jafnvel þótt Brian Stein léki ekki með. Danny Wilson náði forystu fyrir liðið strax á 4. mín. með góðu skoti. Mark Stein bætti öðru marki við á 23. mín. þegar Mick Harford skallaði boltann fyrir fætur hans. Portsmouth virt- ist vera að missa móðinn, en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Mike Quinn að minnka muninn eftir undirbúning Terry Connor. Quinn var síðan rekinn af leik- velli á 1. mín. síðari hálfleiks fyr- ir brot á Steve Foster, en hann hafði áður verið bókaður í fyrri hálfleik. Eftir það átti Portsmo- uth ekki möguleika þrátt fyrir góða baráttu og þrem mín. fyrir leikslok skoraði Harford þriðja mark liðsins með skalla eftir sendingu Tim Breacker. Fjóröi og síðasti leikurinn í fjórðungsúrslitunum var síðan leikinn á sunnudag. Liverpool vann þá auðveldan sigur á útivelli gegn Man. City eina liðinu utan 1. deildar sem eftir var í keppn- inni. Það var aðeins fyrsta hálf- tímann sem 2. deildarliðið stóð í Liverpool, en eftir að Liverpool náði forystu á 32. mín. með glæsilegu marki Ray Houghton sem skaut viðstöðulausu skoti af stuttu færi upp í bláhornið á marki City eftir fyrirgjöf John Barnes, var sýnt hvert stefndi. Gamla brýnið John Gidman var sett til höfuðs Barnes í leikn- um, en tókst ekki að halda hon- um niðri frekar en öðrum varn- armönnum í vetur. Síðari hálf- leikur var eign Liverpool sem oft lék vörn City grátt og 44.000 áhorfendur gátu ekki kvartað yfir úrslitum leiksins. Á 53. mín. skoraði Peter Beardsley af öryggi úr vítaspyrnu eftir mistök í vörn City. Craig Johnston slapp þá einn í gegn, en eftir að hafa leikið á markvörðinn var hann felldur af Paul Lake sem átti mjög slak- an leik hjá City. Johnston fékk síðan annað dauðafæri áður en honum tókst að skora sjálfur á 77. mín. eftir mistök Lake, komst í gegn, lék á markvörðinn og skoraði. Lokaorðið átti síðan Barnes er hann hljóp inn í send- ingu Beardsley innfyrir vörn City og átti ekki í vandræðum með að skora fjórða og síðasta mark Liverpool í leiknum. Klassamun- ur var á liðinum og City fékk aðeins tvö marktækifæri allan leikinn, í bæði skiptin var Paul Stewart að verki, en Bruce Grobbelaar sá við honum í bæði skiptin. Völlurinn var blautur og háll, en dæmigert fyrir gang leiks- ins var að miðverðir Liverpool, þeir Alan Hansen og Gary Gilliespie gengu af leikvelli einir manna í tandurhreinum búning- urn. Þ.L.A. Þau leika á Wembley I tilefni af 100 ára afmæli enska knattspyrnusambands- ins verður haldið mikið hátíð- armót á Wembley helgina 16. og 17. aprfl. 16 lið taka þátt í mótinu og verða vegleg pen- ingaverðlaun í boði auk bikars. Þátttökuliðin eru 8 úr 1. deild, 4 úr 2. deild og 2 frá 3. og 4. deild. Rétt til þátttöku unnu þau lið er bestum árangri náðu í deildar- leikjum á tímabilinu 1. nóvember til loka febrúar. Hér er um útsláttarkeppni að ræða og verða jafntefli útkljáð með vítaspyrnu- keppni. Leiktími verður 2x20 mín., en undanúrslit og úrslita- leikurinn sjálfur verða 2x30 mín. Þátttökuliðin verða þessi. 1. deild: Liverpool, Manchester Utd., Everton Wimbledon, Luton, Sheffield Wed., Newcastle, Nott- ingham For. 2. deild: Blackburn, Aston Villa, Leeds Utd., Crystal Palace. 3. deild: Sunderland, Wigan. 4. deild: Wolves, Tranmere. Deildarleikjum sem fram áttu að fara þessa helgi hefur verið frestað. Þ.L.A. Leikmenn Man. United sluppu við uppvaskið - óvænt tap Aston Viila

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.