Dagur - 22.03.1988, Page 2
2 - DAGUR - 22. mars 1988
H ún vetni n gar —
Húnvetningar
Almennur fundur um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga verður haldinn að Hótel Blönduós
fimmtudaginn 24. mars nk. kl. 20.30.
Frummælendur:
Guðni Ágústsson alþingismaður og Valgarður Hilm-
arsson oddviti.
Allt áhugafólk um framtíð landsbyggðarínnar er
hvatt til að mæta.
Aðalfundur
Sjómannafélags Eyjafjarðar
verður haldinn í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 24.
mars 1988 kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
3. Uppsögn samninga.
4. Önnur mál.
Akureyri 18/3 1988.
Stjórnin.
r
Klukku-
fjöltefli
Tíundi stigahæsti skákmaður heims Mikhail Gur-
evich (2625) stórmeistari frá Sovétríkjunum, teflir
klukkufjöltefli við tíu af bestu bestu skákmönnum
Akureyrar í dag kl. 15.00 í Alþýðuhúsinu 4. hæð og
lýkur kl. 19.00.
Spennan hefst kl. 17.30 er tímahrak keppenda
fer að byrja. Fylgjumst með spennandi keppni.
Skákfélag Akureyrar.
v_________________________________________________y
Styrkir til háskóla-
'WSf: náms í Portúgal
Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum
sem eiga aðild að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í
Portúgal háskólaárið 1988-’89. Ekki er vitað fyrirfram hvort
einhver þessara styrkja muni koma í hlut fslendinga. Styrkir
þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms í háskóla.
Umsóknareyðublöð fást í sendiráði Portúgala í Ósló, utan-
áskrift: Ambassade du Portugal, Josefines Gate 37, Oslo-2,
Norge, og þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní nk.
Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1988.
Lyfsöluleyfi
er forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfi Vesturbæjar Apóteks í Reykjavík er
auglýst laust til umsóknar.
Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11.
gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi
húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala (húseign-
in Melhagi 20-22).
Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar
1. janúar 1989.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 18. apríl
1988.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
17. mars 1988.
Klakabrynjaðir klárar. Mynd: gb
Grásleppuveiðar aftur háðar leyfum:
Sjómenn varaðir við að
byrja fyrr en sala er tryggð
I fyrradag máttu sjómenn á
Norðaustur- og Austurlandi
hefja grásleppuveiðar. Veið-
arnar eru nú að nýju háðar
leyfum frá sjávarútvegsráðu-
neyti en undanfarin tvö ár hef-
ur ekki þurft nein leyfi. Á
þessum svæðum hafa um 110
leyfi verið gefín út en alls eru
komnar um 290 umsóknir um
leyfí.
Eins og áður er miðunum skipt
í fimm svæði. Svæðin sem máttu
byrja 20. mars eru svæðið frá
Skagatá í vestri að Fonti í austri
og frá Fonti að Hvítingum.
Fyrsta apríl mega hefjast veiðar á
Húnaflóasvæðinu en fyrir Suður-
landi, Vesturlandi og Vestfjörð-
um mega veiðar hefjast 20. apríl.
Veiðitímabilið er 3 mánuðir á
hverju tímabili.
í reglugerðinni eru einnig
ákvæði um fjölda og stærð neta.
Leyfisveitingin er háð því að
menn hafi skilað inn skýrslum
fyrir síðustu vertíð og gert að
fullu upp við greiðslumiðlunar-
sjóð.
Að sögn Arnar Pálssonar
framkvæmdastjóra Landssam-
bands smábátaeigenda er helsti
Hótel-
ráðstefnu
frestað
Eins og skýrt hefur verið frá í
Degi, er fyrirhugað að halda
ráðstefnu um fjárhagsvanda
landsby ggðarhótela.
Nú hefur verið ákveðið að
fresta ráðstefnunni, sem haldin
verður á ísafirði, til miðvikudags-
ins 27. apríl. Er það gert vegna
nálægðar páskanna og fermingar-
tímans sem í hönd fer.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um hinn mikla fjármagnskostnað
sem er að sliga landsbyggðar-
hótel og hvað til ráða er í þeim
efnum. VG
kostur þess að veiðarnar eru nú
háðar leyfum, sá að þannig er
hægt að fylgjast betur með veið-
unum og auðveldara er að koma
upplýsingum til þeirra sem þær
stunda. Landssambandið hefur
varað veiðimenn við að leggja út
í grásleppuveiðar nema þeir hafi
tryggt sér kaupanda að hrognun-
um.
„Horfurnar eru alls ekki
bjartar,“ sagði Örn í samtali við
„Líklega eru lárétt skil á fárra
metra dýpi undir eyjunni og að
þessi skil séu veikleiki, sem
valdi því að smám saman grafíst
undan eyjunni, blokkir losni
og hverfí í sjóinn. Sé þessi til-
gáta rétt, er ekki nægjaniegt til
að hefta niðurbrot eyjunnar,
að styrkja yfírborð hennar
með steinsteypu.“
Þetta kom fram í svari Matthí-
asar Mathiesen samgönguráð-
herra við fyrirspurn Stefáns
Guðmundssonar um framtíð
Kolbeinseyjar. í svari ráðherra
kom fram að ef niðurbrot eyjar-
innar haldi áfram, verði hún að
mestu horfin um miðja næstu
öld.
Árið 1982 var samþykkt þings-
ályktunartillaga frá Stefáni
Guðmundssyni um rannsóknir á
Kolbeinsey. Vitastofnun íslands
sendi því leiðangur til Kolbeins-
eyjar árið 1985 og gerði þar ýms-
ar rannsóknir. Teiknuð voru kort
af eynni á grundvelli þessara
mælinga og loftmynda frá Land-
mælingum íslands teknum árin
1958 og 1985.
Þar kom fram að eyjan er nú
um 40 m frá austri til vesturs, 42
metrar frá norðri til suðurs og um
5 metrar á hæð. Til samanburðar
má geta þess að árið 1933 var eyj-
Dag. Ástæðuna sagði hann fyrst
og fremst vera gífurlega mikla
veiði á síðustu vertíð, en þá
veiddust í heiminum um 57 þús-
und tunnur af hrognum. Heims-
markaðurinn tekur hins vegar
aðeins við um 40 þúsundum.
Aflahorfur eru að sögn Arnar
ekki góðar og svo virðist sem
rauðmaginn og grásleppan séu
um mánuði seinna á ferðinni en í
fyrra. ET
1 an 48 metrar frá austri til vesturs,
71 metrar frá norðri til suðurs og
um 8 metrar á hæð. í ræðu Stef-
áns Guðmundssonar kom fram
að fyrstu mælingar á eyjunni eru
frá árinu 1580 og mældist eyjan
þá um 753 metrar frá n-s, 113
metrar frá a-v og um 113 metra
há. Ef heldur sem horfir verður
því eyjan horfin um miðja næstu
öld.
Eins og fram kom fyrst í þess-
ari frétt segir Vitastofnun að ekki
sé nóg að steypa yfir eyjuna til að
bjarga henni. Það yrði að reka
niður teina í gegnum veiku lögin
og þannig styrkja eyjuna. Stofn-
unin telur einnig að rannsóknum
varðandi heftingu niðurbrots
verði að halda áfram, því ekki sé
unnt að gera raunhæfar tillögur
um úrbætur á grundvelli fyrir-
liggjandi gagna. Leggur hún til
að næsta skrefið sé dýptarmæling
umhverfis eyjuna og að samhliða
uppsetningu sjómerkis verði bor-
að svo kanna megi jarðlögin und-
ir eyjunni.
í svari samgönguráðherra kom-
fram að óskum Vitastofnunar um
3 milljóna króna framlags til þess-
ara rannsókna hafi verið hafnað á
þessum fjárlögum en hann kvaðst
vilja berjast fyrir því að fjármagn
fengist á næsta ári til að hefja
þessar rannsóknir. AP
Kolbeinsey:
Verður horfin um
miðja næstu öld
- Samgönguráðherra svarar fyrirspurn
Stefáns Guðmundssonar