Dagur - 22.03.1988, Qupperneq 3
22. mars 1988 - DAGUR - 3
Frétt Stjörnunnar frá Sauðárkróki:
„Viðkvæm einkamál
dregin fram á særandi hátt“
- segir siðanefnd Blaðamannafélags fslands
Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað
að frétt Stjörnunnar frá 28.
desember sl. um hagi á heimili
einu á Sauðárkróki sé alvarlegt
brot á siðareglum Blaða-
mannafélagsins. Með fréttinni
hafi fréttamaður Stjörnunnar
brotið þau ákvæði reglnanna
sem fjalla um mannleg sam-
skipti, vöndun upplýsinga-
öflunar og tillitssemi sem
blaðamanni ber að sýna í
vandasömum málum. Að hann
forðist að valda saklausu fólki,
eða fólki sem á um sárt að
binda, óþarfa sársauka og van-
virðu.
Fréttin fjallaði um hagi manns
sem þá nýlega hafði unnið 9
milljónir í HHÍ. Sagði að hann
hefði nú keypt bíl sem þætti einn
sá glæsilegasti á staðnum, enda
kostað tæpar 2 milljónir. En það
væri fleira gott en bíllinn sem
vinningurinn hefði fært mannin-
um, því nú væri konan komin
heim. Pau höfðu verið skilin í 2
ár og konan búið á Suðurlandi.
Sagði að þegar konan hefði heyrt
af vinningnum hafi hún sam-
stundis haldið norður og dvelji
nú á sínu gamla heimili. í lokin
var haft eftir vinningshafanum;
að hann eigi ekki von á að konan
sé alkomin, en vel hafi farið á
með þeim um jólin og yngri son-
ur þeirra verið hjá þeim. Konan
sé frá Sauðárkróki og eigi þar
heima, en um frekari sambúð
hafi ekki verið rætt.
Nefndin segir að fréttin greini
ekki frá því að erindi konunnar
norður í land um hátíðarnar hafi
verið að dvelja hjá sonum sínum,
systkinum og öðrum skyldmenn-
um sem búsett séu á Sauðár-
króki. Né því að konan vakti um
nokkurn tíma yfir veikum syni
sínum á heimili eiginmannsins
fyrrverandi.
Konan segir siðanefnd að ferð
hennar norður hafi ekki verið í
neinum tengslum við happdrætt-
isvinninginn og hafi hún aldrei
farið fram á hlutdeild í honum.
Staðfesti vinningshafinn það.
Ummæli þau sem höfð voru eftir
honum í fréttinni eru að hans
sögn og konunnar, sem heyrði
samtalið við fréttamanninn, til-
hæfulaus og hvort konan væri
alkomin hefði aldrei komið til
tals. í fréttinni voru þau bæði
nafngreind svo og maður sem í
fréttinni var sagður sambýlismað-
í sumar verður hafin bygging á
einu einbýlishúsi í Grímsey.
Framkvæmdir við annað hús
eru á lokastigi og verður flutt í.
það með vorinu.
í báðum þessum tilfellum er
um að ræða ung hjón sem ætla
sér að setjast að í eynni. Húsið
sem byggt verður í sumar verður
um 170 fermetrar að stærð, með
kjallara og bílskúr, sem líklega
verður þó aðallega notaður sem
geymsla.
Af öðrum byggingafram-
kvæmdum er það að frétta að
einn útgerðaraðili ætlar að
byggja um 130 fermetra veiðar-
færageymslu í sumar.
Framkvæmdum við sundlaug-
arbygginguna miðar vel og sagð-
ist Þorlákur Sigurðsson oddviti
vonast til að hún yrði tekin í
notkun á árinu, í sumar er gert
ráð fyrir að framkvæmdir hefjist
við endurbyggingu á fiskverkun-
arhúsi KEA sem brann í haust.
Endurbætur á höfninni í
Grímsey, eru nú orðnar mjög
aðkallandi. „Þetta stendur orðið
öllu öðru fyrir þrifum,“ sagði
einn viðmælenda blaðsins þar
ytra. Þorlákur sagðist vonast til
að hægt væri að bjóða út í sumar
ur konunnar. Siðanefnd segir
slfkt hafi ekki tíðkast í íslenskum
fjölmiðlum um persónulega hagi
fólks. Viðkvæm einkamál séu á
særandi hátt dregin fram í frétt-
inni.
Fréttastjóra Stjörnunnar var
afhentur úrskurðurinn þar sem
viðkomandi fréttamaður er ekki
félagi í Biaðamannafélaginu. -þá
steypu á „kerum“ til lengingar á
viðlegukanti hafnarinnar. „Þörf-
in er mikil,“ sagði Þorlákur. ET
Múlagöngin:
Rafmagns-
lína lögð
að fyrir-
huguðu opi
Undirbúningur fyrir jarö-
gangagerð í Ólafsfjaröarmúla
er nú kominn í gang þótt ekki
fari eiginlcgar framkvæmdir í
gang fyrr en síðar á árinu. Raf-
magnsveitur ríkisins hafa nú
lagt rafmagnslínu að fyrirhug-
uðu gangaopi Ólafsjarðarmeg-
in en þaðan verða göngin öll
unnin.
Að sögn Ingólfs Árnasonar,
rafveitustjóra Rafmagnsveitna
ríkisins á Akureyri er um að ræða
þriggja fasa línu en síðar í vor
verður einnig lagður jarðstrengur
að gangaopinu og verður raf-
magn því til staðar þegar verk-
takinn við jarðgöngin vill hefjast
handa.
Ingólfur sagði að línan væri
tengd inn á bæjarlínuna í Ólafs-
firði norðanlega í kaupstaðnum.
Áætlað er að mikið rafmagn
verði notað við jarðgangagerðina
því talið er að rafmagnsaflþörf
við framkvæmdirnar verði jafn
mikil og fyrir Ólafsfjarðarkaup-
stað. Vegna þessa þarf að styrkja
línuna frá aðveitustöð rafmagns-
veitnanna til kaupstaðarins svo
ekki verði truflun á rafmagni í
bænum þegar framkvæmdir í
jarðgöngunum standa yfir. JÓH
Borgarbíó
Þriðjud. 22. mars.
Kl. 9.00 Full metal jacket
Kl. 11.00 Full metal jacket
Kl. 9.10 Ishtar
Kl. 11.10 The gate
Grímsey:
Eitt einbýlishús
byggt í sumar
... ...........—
Gefið nytsamar og skemmtilegar
fermingargjafir
Svefnpokar. verð uá kr. 2.518,
Bakpokar. Verð Uá kr. 1.885,
Tjöld. Verð frá kr. 6.079,
Einnig veiðistangir, veiðihjól,
veiðivesti og sitthvað fleira.
Fermingar-
tilboð
Kodak EF í gjafakassa, gullfilma og
rafhlöður fylgja á aðeins kr. 3.300,
Kodak MD í gjafakassa, gullfilma,
rafhlöður og taska á aðeins kr. 4.950,
Einnig úrval af öðrum myndavélum.
Verð frá kr. 2.200,
Sjónaukar frá kr. 3.100,
Myndaaibúm í úrvali.
Myndarammar nýkomnir
t.d. 5 gerðir gylltir í stærðinni 18x24.
Við framköllum páskamyndirnar
fyrir ykkur í venjulegri stærð
eða super - Ykkar er valið.
^PediðSrnyncfir*
Hafnarstræti 98 ■ Sími 23520.
eiólun jSíi
uinunnaz.
Hafnarstræti 98 - Akureyri - Sími (96) 22214 '
er
nýtt:
Stakir jakkar,
hvítir,
svartir,
bláir og gráir.
Kjólar, dress
og dragtir.
Stutt pils
og blússur
í tugatali.
Kappklæddir í kuldanum.
Mynd: TLV