Dagur - 22.03.1988, Page 4

Dagur - 22.03.1988, Page 4
4 - DAGUR - 22. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) ÐRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Af Ijótum húsum á Akureyri Akureyri hefur löngum haft orð á sér fyrir að vera fallegur bær. Oft líta menn til gamla Innbæj- arins í þessu sambandi, nefna trjágróður og láta hugann reika í Lystigarðinn að lokum. Sjaldan er rætt um nýrri hverfi bæjarins enda lítil ástæða til. Tilfellið er að í þeim nýrri er ótrúlega mikið af miður fallegum húsum, sumir myndu segja að þau væru óásjáleg og jafnvel ljót. Á síðari árum hafa bæjar- búar nefnilega byggt mikið af sviplausum stein- köstulum og virðast ætla að halda því áfram. Kveikjan að þessu upphafi er viðtal við Finn Birg- isson, skipulagsstjóra á Akureyri, en viðtal þetta birtist í Degi í síðustu viku. Þar ræðir skipulagsstjóri hispurslaust um hús og stíl eða stílleysu þá sem viðgengst í höfuðstað Norðurlands. Hann nefnir að bæjarbúa vanti metnað til að byggja falleg hús, sem er alveg hárrétt og sést mæta vel ef menn aka um nýrri hverfi bæjarins. Það er eins og bæjarbúar hafi haft á því mun meiri skilning fyrir hálfri öld að vel þurfi að vanda til útlits húsa en gert er í dag. Finnur telur að bæjarbúar séu hræddir við að notfæra sér þjónustu arkitekta og leiti frekar til aðila sem taki ögn minna fyrir teikningarnar. Það sé hins vegar lit- ið fram hjá þeirri staðreynd að þegar upp er staðið kann teikning kunningjans að vera nokkuð mikið dýrari. „Það má vera að þessi hús þjóni hlutverki sínu sæmilega, en það vantar þennan þátt að húsin séu falleg og geri bæinn um leið fallegan. Ef við byggjum eintóm ljót hús í bænum þá hættir bærinn smám saman að vera fallegur, “ segir Finnur Birgis- son. Þáttur fjölmiðla hvað varðar skipulagsmál og húsagerðarlist er athyglisverður. Finnur nefnir réttilega að fagleg umfjöllun fjölmiðla á þessu sviði sé afar lítil. Þessi gagnrýni skipulagsstjóra er rétt- mæt og tímabær. „Stundum fæ ég á tilfinninguna að blaðamönnum finnist öll hús sem á annað borð eru komin upp úr jörðinni, vera stórglæsileg. Það er engu líkara en menn séu svona þakklátir fyrir að loksins rísi hús. Almenningur hefur áhuga á þess- um málum en það vantar einhverja kveikju að umræðu. Ef hún væri þá myndu menn frekar vanda sig og þarna finnst mér tvímælalaust að fjölmiðlar eigi að hafa frumkvæði. Þeirra ábyrgð er mikil á mörgum sviðum. “ Auðvitað hlýtur Dagur að taka þessi orð Finns Birgissonar til sín. Það skal fúslega viðurkennt að fagleg umfjöllun um húsagerðarlist og skipulags- mál hefur ekki verið mikil á síðum blaðsins. Úr þessu verður reynt að bæta að svo miklu leyti sem það er hægt. Sömuleiðis ætti Bygginganefnd Akur- eyrarbæjar að skoða gagnrýni þá sem birtist í við- talinu við skipulagsstjóra. Með samstilltu átaki er hægt að búa svo um hnúta að fagurfræðileg sjón- armið ráði meiru þegar hafin er bygging húsa. Við skulum hafa í huga að sum þeirra eiga e.t.v. eftir að standa í hundrað ár eða svo og því skiptir útlit þeirra verulegu máli svo ekki sé meira sagt. ÁÞ. Af Hóladómkirkju í tilefni af því, að nú standa yfir umfangsmiklar viðgerðir og endurbætur á Hóladómkirkju, er ekki úr vegi að rifja upp í stuttu máli sögu þessarar merku bygg- ingar, en í ár eru liðin 225 ár frá vígslu hennar. Meginheimildir að þessu sinni eru ritin: Landið þitt, ísland og Steinhúsin gömlu á ís- landi. Þar sem heimildir um sögu þessarar byggingar eru miklar að vöxtum og fyrir ýmsra hluta sakir athyglisverðar, ekki síst í sam- bandi við vinnubrögð íslendinga, verður ekki hjá því komist að skipta pistlinum í tvennt. Birtist hér fyrri hlutinn, en sá seinni að hálfum mánuði liðnum. Núverandi dómkirkja var reist á dögum Gísla biskups Magnús- sonar og vígð þann 20. nóvember árið 1763. Þessi elsta steinkirkja á íslandi er sjöunda kirkjan, sem reist hefur verið á Hólum, en sú fimmta í röð dómkirknanna. Jafnframt er hún sú minnsta. Eins og fyrr segir eru heimildir um kirkjusmíðina mjög ítarlegar og eigum við það m.a. að þakka verktakanum, þýskum múrara- meistara Sabinsky að nafni. Hann hélt dagbók um verkið og sendi yfirvöldum reglulega skýrslu um framgang byggingar- innar. Sú dómkirkja, sem fyrir var Guðbrandskirkjan, var reist 1628 úr timbri. Hún var orðin mjög hrörleg og í stað þess að endur- nýja hana, eins og fyrst stóð til, samþykkti danska kirkjustjórnar- ráðið að leggja gjald á allar kirkj- ur í Danmörku og Noregi til að byggja nýja kirkju úr steini, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Mun þessi ákvörðun ekki síst hafa verið tekin fyrir atbeina Magnúsar Gíslasonar amtmanns, en hann segir m.a. svo í bréfi til kirkjustjórnarráðsins um þann rauða sandstein sem finnst í fjall- inu upp af bænum, Hólabyrðu: „Náttúran hefur gætt Hólastað fegurra og endurbetra byggingar- efni en unnt er að panta frá öðr- um löndum. Nefnilega hinum yfirmáta fagra rauða sandsteini sem þar finnst gnótt af í næsta nágrenni.“ í framhaldi af þessari ákvörð- un var Lauritz de Thurah yfir- húsameistari danska ríkisins Umsjón: Jón Gauti Jónsson p Fyrri hluti. fenginn til að teikna kirkjuna. Hann afhenti teikningar sínar árið 1757 með kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 1952 rdl. og 88 sk. Thurah gerði einnig tillögu um að ráða þýska múrarameist- arann Johan C. Sabinsky til verksins. Kirkjustjórnarráðið samþykkti það og gerði við hann skriflegan samning um að ljúka byggingunni, með aðstoð íslend- i'nga, á Mikjálsmessu 29. sept- ember 1759. Sabinsky fór sama ár til íslands með kalktunnur og verkfæri og hófst þegar handa, en ýmsir erf- iðleikar komu fljótlega í ljós. Það sem tafði hann öðru fremur var það, að enga verkamenn var að fá til launalausrar vinnu eins og gert hafði verið ráð fyrir í verk- samningnum við Sabinsky. Á Um þessar mundir standa lista- dagar yfir í MA. I dag þriðjudag sýnir Alþýðu- leikhúsið leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“. Þetta íeikrit fjallar um AIDS. Leikendur eru Viðar Eggerts- son og Harald G. Haraldsson. Sýningin hefst kl. 17.00 í Möðruvallakjallara MA. Allir eru velkomnir. Miðaverð 400 kr. þessum tíma virðist það hafa ver- ið alþekkt í Danmörku að menn ynnu þegnskylduvinnu fyrir konung. Að bjóða íslendingum slíkt þýddi hins vegar lítt, ef marka má fyrstu skýrslu Sabinskys til kirkjustjórnarráðsins. „Nú vil ég tilkynna hinu háa stjórnarráði hvers vegna ég get ekki fengið vinnukraft hjá amt- manninum og öðrum kirkjuyfir- völdum. Það ei af því að verka- mennirnir heimta kost og tvö mörk á dag. Og kosturinn er sem hér greinir: Brauð, smjör, fiskur, brennivín og tóbak, auk þess skór eins og þeir þurfa.“ Og þeir fáu sem Sabinsky tókst að ráða upp á þennan kost, fá m.a. þessi eftirmæli: „Ef málum verður ekki öðru vísi skipað, nefnilega um áður- greint efni, verð ég að fá tvo múr- arasveina til aðstoðar, því mér er lífsins ómögulegt að halda áfram með inönnum sem hafa svona lít- ið verksvit og eru auk þess svo furðulegir að þeir snerta ekki á nokkrum sköpuðum hlut fyrr en þeir eru búnir að láta á sig þykka vettlinga, og þeir eru svifaseinir og latir og hafi maður ekki sífellt auga með þeim setjast þeir eða leggjast. Þannig reyna þeir á þolinmæðina, því þeir tala eins og þeir væru konungbornir og láta ekki reka sig til eins eða neins.“ Svo mörg voru þau orð. Miðvikudagskvöld 23. mars kl. 20.30 verður listadögum slitið í Möðruvallakjallara. Verðlaun verða veitt í ljóða-, smásögu-, tónverka-, ljósmynda- og veggspjaldasamkeppni. Verð- launaverk verða lesin, flutt og sýnd. Lisfadagar MA. Helga Björg Jónasardóttir. Listadagar í MA: „Em tígrisdýr í Kongó?“ - sýnt í dag kl. 17.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.