Dagur - 22.03.1988, Side 5
22. mars 1988 - DAGUR - 5
tónlist
i
„Silesian duo“:
Skemmtilegir tónleikar
Fimmtu tónleikar Tónlistarfé-
lags Akureyrar voru haldnir á
Sal Menntaskólans á Akureyri
sl. laugardag. „Silesian duo“
lék, en dúettinn skipa þau
Waclaw Lazarz flautuleikari
og Dorota Manczyk píanóleik-
ari og var hann stofnaður árið
1980 í þeim tilgangi að flytja
pólska tónlist frá 19. og 20.
öld. Þróunin hefur síðan verið
sú að „Silesian duo“ flytur nú
fjölbreytta tónlist frá ýmsum
löndum.
Kristinn Örn Kristinsson, for-
maður Tönlistarfélags Akureyr-
ar, sagði að tónleikarnir hefðu
verið mjög skemmtilegir og efnis-
Dorota Maneczyk píanóleikari.
Waclaw Lazarz flautuleikari.
lesendahornið
skráin fjölbreytt, t.d. verk eftir
Johannes Sebastian Bach, John
Denver, ragtime lög, pólsk tón-
list og fleira. Bæði var um að
ræða samleik á píanó og flautu og
einleik á píanó.
Dorota og Waclaw völdu sjálf
húsnæði fyrir tónleikana og varð
Salur Menntaskólans fyrir valinu
því þau sögðu hljómburð þar
góðan, t.a.m. betri en í Borgar-
bíói sem gjarnan hefur verið not-
að til tónleikahalds.
Kristinn sagði að það hefði
verið mikil lyftistöng fyrir tónlist-
arlífið að fá þetta frábæra tónlist-
arfólk til bæjarins, en Dorota
kennir píanóleik við Tónlistar-
skólann á Akureyri og Waclaw
starfar við tónlistarkennslu á
Dalvík og Akureyri. SS
„Krafbniklir tónleikar“
- takk fyrir mig
Helgin 5.-6. mars var góð helgi.
Pótt frostið færi í tæp tuttugu
stig, yljuðu norðlenskir tónlistar-
menn okkur allrækilega með lofs-
verðu framtaki sínu.
í Borgarbíói léku þrjár sveitir
framsækið rokk. Sérstaklega leist
mér vel á sveitina „Lost“ og
verða þeir betri og betri með
hverjum tónleikum. Kraftmikil
tónlist þeirra fékk ólíklegustu
menn til að dilla höfði og slá sam-
an lófum og mega þeir vera stolt-
ir af einu afkvæmi sínu; „Nýju
fötin keisarans“.
Þennan laugardag skreyttu
sviðið einnig „Rock Brothers".
Eru þetta bræður eins og nafnið
gefur til kynna og fluttu þeir óraf-
magnaða tónlist við góðar undir-
tektir. í lokin flutti svo hljóm-
sveitin „N.Ánýrómantík“ nokk-
ur lög. Frumsamin tónsmíð
þeirra hefði mátt vera betri.
Söngurinn var af ráðnum hug
gerður full-brothættur, kannski
fyrirgefanlegt því söngvarinn er
einlægur Cure aðdáandi, en það
er önnur saga. Það besta við tón-
leikana var að þeir voru yfir höf-
uð haldnir. Til hamingju!! Og
takk fyrir mig, segi ég nú bara.
Það er gott að vita til þess að
maður þarf ekki lengur að leita
suður til að geta hlýtt á lifandi
tónlist, vitandi að Akureyringar
eiga nóg af tónlistarmönnum sem
fela sig í leikvallarskúrum og bíl-
skúrum.
Þegar þetta er ritað er ég rétt
komin af veitingastaðnum Upp-
anum, þar sem fjórir stórgóðir
jazzleikarar léku af innlifun og
heilluðu áheyrendur upp úr
kuldaskónum.
Það er mín von að þeir endur-
taki þetta sem fyrst og verði
hvatning til annarra „jazz-
geggjara“.
Kaffið var gott á Uppanum
þetta kvöld. Trausti.
Þankar eftir sjúkrahúsvist
Nýlega þurfti ég inn á sjúkrahús
til skurðaðgerðar og eðlilega
lenti ég inn á gjörgæsludeild. Það
var mér ný reynsla, þangað hafði
ég ekki komið áður. Þarna voru
allir mjög elskulegir og vildu allt
fyrir mig gera, samt fannst mér
ekki allt sem skyldi.
Ég man ekki vel hvernig fyrsti
sólarhringurinn leið, en það man
ég að allan tímann sem ég var
þarna þótti mér ótrúlegur hávaði
á nóttunni. Ég er kvöldsvæf og
þykir gott að geta sofið 1 til 2
tíma fyrir lágnætti, en það brást
ekki að þegar ég var nýsofnuð
hrökk ég upp við skraf og hlátra-
sköll. Öll kvöld stóð sá hávaði
meira og minna fram yfir mið-
nætti og eina nóttina þagnaði
fólkið lítið fyrr en um fimmleytið.
Alltaf stóðu dyrnar á sjúkrastof-
unni galopnar, það var líkast því sem einhver mundi kalla duttl
að blessað fólkið héldi að við,
sjúklingarnir, værum heyrnar-
lausir. Mér gekk því afar illa að
sofa, hrökk upp ef ég náði blundi
og var svo orðin andvaka þegar
þögn komst á. Mikið hlakkaði ég
til að komast aftur inn á hand-
lækningadeild þar var oftast nær
hljótt á nóttunni.
Ég kvartaði yfir hávaðanum en
því var ekki ansað og það sárnaði
mér. Ég heyrði - því ég var ekki
heyrnarlaus þótt þau virtust álíta
það - að ein stúlkan sagði að ég
væri hysterísk, það samþykki ég
ekki. Én í sambandi við jjau orð
vil ég bara segja að ég held, að
það ætti alltaf að vera nr. 1 hjá
öllum sem annast sjúka að reyna
að sjá til þess að þeir séu ánægð-
ir, hvort sem óskir þeirra eru það
unga, eða ekki.
Eg álít að sálræn og líkamleg
líðan okkar sé svo nátengd að
e.t.v. veikist yfirleitt enginn án
þess að sálin hans hafi áður átt í
erfiðleikum og þess vegna þarf að
taka tillit til andlegra þjáninga
ekki síður en líkamlegra.
Að endingu þetta: Ég veit að
fólkið þ.e. læknar og starfsstúlk-
ur, er ekki með hávaða af nein-
um illvilja, heldur af hugsunar-
leysi.
Ég óska þess að þetta starfs-
fólk leiði hugann að því, að þegar
sjúklingur er þjáður eftir
skurðaðgerð og taugaslappur eft-
ir svæfingu þarf svo lítinn hávaða
til þess að koma honum úr jafn-
vægi og/eða raska svefnró hans.
Fyrrverandi sjúklingur.
Náttúrulækningafélag
Akureyrar
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Laxdalshúsi
þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 20.00.
Félagar fjölmennið. Takið með nýja félaga.
Stjórn N.L.F.A.
Ilflf Konur á Akureyri
og nágrenni!
Fundur verður haldinn í Hafnarstræti 90, þriðjudag-
inn 22. mars kl. 20.30.
Fundarefni: Norræna kvennaráðstefnan í Ósló.
Önnur mál.
Nefndin.
Útsölunni lýkur
á föstudag
Ný munstur í ódýrum sængurveraefnum.
Lakaefni 140 og 220 á breidd.
ÓDÝRIMARKAÐURENN
Strandgötu 23, gengið inn frá Lundargötu.
JHHI&F /ÉraWCT állllll
Vinningstölur 19. mars
Heildarvinningsupphæð kr. 11.200.412.-
1. vinningur kr. 6.795.288.-
Skiptist á milli 12 vinningshafa sem fá 566.274,-
2. vinningur kr. 1.326.820.-
Skiptist á milli 814 vinningshafa kr. 1.630.-
3. vinningur kr. 3.078.304.-
Skiptist á milli 18.544 vinningshafa sem fá 166 kr. hver.
WS5/32
Upplýsingasími 91-685111