Dagur - 22.03.1988, Page 12

Dagur - 22.03.1988, Page 12
Noack rafgeymar í bílinn, bátinn og vinnuvélina. Noack er viðhaldsfrír. þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun Vid Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Tveir með sama númerið á Króknum Þeir eru ófáir sem eru fast- heldnir á bílnúmer sín, enda eiga menn að vera öruggir með að halda því númeri sem þeir hafa fengið afhent. Það var því ekki nema von að mönnum sem hittust fyrir utan sýslu- skrifstofuna á Sauðárkróki á dögunum brygði í brún þegar þeir sáu að bílar þeirra voru með sama númerinu, K- 3005. Eigandi annars bílsins er Sól- berg Steindórsson bóndi í Birki- hlíð í Staðarhreppi. Númerið fékk hann fyrir einu og hálfu ári þegar hann keypti bílinn nýjan. Þessar myndir tók GB um hádegis- bilið í gær. Þarna var á ferðinni ein af AWACS ratsjárvélum varnarliðs- ins. Hvort ætlun flugmannanna var að mynda Ólympíumerkið á himni hátt skal ósagt látið en vélin hring- sólaði í nokkurn tíma ■ 29 þúsund feta hæð yfir svæðinu norðan við Akureyri. Þetta svæði er einmitt eitt af þremur sem vélar þessar halda sig á þegar þær fylgjast með flugumferð fyrir norðan og austan land. ET Þorsteinn Birgisson fékk svo þetta sama númer afhent fyrir mánuði og var því búinn að aka í mánuð með númerið þegar mistakanna varð vart. Var hon- unr umsvifalaust gert að skipta um númer. „Þetta er alveg djöfullegt og á auðvitað ekki að geta gerst. Og ég sem var farinn að kunna svo virkilega vel við þetta núrner," sagði Þorsteinn rétt áður en hann skilaði númer- inu. „Þetta á ekki að vera hægt og það er fremur sjaldgæft að þetta gerist. En raunar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hér á Sauðárkróki. Mér þykir trúlegt að þessi mistök eigi sér stað vegna þess að hér fara skráning- arnar um hendur fleiri en eins aðila og því verði ruglingur í kerfinu," sagði Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn þegar blaðið kannaði vitneskju hans varðandi þessa hluti. andi þrifin í Höllinni sem ég get talið óeðlilegt,“ sagði Valdimar. Heilbrigðiseftirlitið fram- kvæmir öðru hverju skoðanir á hreinlæti í Höllinni. Þá eru sér- staklega skoðuð búnings- og bað- herbergi hússins, snyrtingar og salur. Valdimar sagðist ekki telja mögulegt að starfsfólk hefði get- að þrifið sérstaklega fyrir komu hans. Hann hefði auk þess skoð- að staðinn fyrir skömmu og væri þar að auki tíður gestur á kapp- leikjum. Um þrif á áhorfenda- svæðum sagði Valdimar að ekk- ert væri við það að athuga að þau væru látin bíða næsta dags eftir að leikir hefðu farið fram. Þar væri eingöngu um vinnuhagræð- ingu að ræða. „Mergurinn málsins er að það vantar peninga til að geta lokið við húsið og jafnvel til þess að geta sinnt viðhaldi sem skyidi,“ sagði Valdimar. Hann mun skila skýrslu um skoðun sína til íþrótta- ráðs. ET Þrifnaður í íþróttahöllinni: - segir heilbrigðisfulltrúi Vegna fréttar um vanhöld á þrifum í íþróttahöllinni á Akureyri fór Valdimar Brynj- óifsson heilbrigðisfulltrúi á staðinn að beiðni Hermanns Sigtryggssonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, og fram- kvæmdi ítarlega könnun á þrif- um í húsinu. „Ég á þetta númer,“ sagði Þorsteinn Birgisson, en hann þurfti samt að láta sig hafa það, að fara á stöðina og fá nýtt númer. Mynd: -þá „Ég gat ekki séð að þarna væri neitt út á þrifnað að setja. Það er hins vegar hverjum manni ljóst að húsið er ekki fullklárað og alls staðar þar sem slíkt er þá líta vel þrifin svæði jafnvel út eins og þau séu óþrifin," sagði Valdimar í samtali við Dag. Valdimar nefndi sérstaklega í þessu sambandi for- stofu, þar sem vantar hillur undir skó, og anddyri að áhorfenda- svæði sem væri auðvitað allt ann- að en aðlaðandi. „Það er alltaf þannig að við nákvæma skoðun að það er hægt að finna að einhverjum hlutum. Það getur maður hins vegar hvar sem er. Það er því ekkert varð- „Högg fyrir neðan beltisstað“ - segir Sigbjörn Gunnarsson formaður íþróttaráðs um ummæli Sigríðar Stefánsdóttur „Ég er sár fyrir hönd starfs- fólksins. Mér finnst við ekki eiga þetta skilið,“ sagði Aðal- steinn Sigurgeirsson forstöðu- maður Iþróttahallarinnar á Akureyri, þegar frétt um slæma umgengni þar var borin undir hann. í fréttinni var m.a. haft eftir Sigríði Stefánsdóttur bæjarfulltrúa að mörg dæmi væru um slæma umgengni, og vanhöld á þrifum. Aðalsteinn sagðist geta fullyrt að þrif á húsinu væru algjörlega í samræmi við kröfur. Um skort á tækjum sagðist hann ekki geta sagt enda væru þau mál ekki í höndum starfsfólks. Aðalsteinn sagði að það kæmi sér mjög á óvart að Gísli Bragi Hjartarson, sem sæti á í íþróttaráði, hefði tekið undir ummæli Sigríðar. Sig- björn Gunnarsson formaður íþróttaráðs tók í sama streng og sagðist vera ósáttur við þátt Gísla í þessari umræðu. „Ég fagna því að málefni íþróttahallarinnar skuli vera til umræðu í bæjarstjórn. Það hryggir mig hins vegar að bæjar- fulltrúar skuli nota þennan vett- vang til þess að ráðast að heiðri starfsmanna og saka þá um að sinna ekki sínu starfi. Þetta finnst mér vera högg fyrir neðan belt- isstað," sagði Sigbjörn. Hann sagði að þegar um væri að ræða hús sem 1000-1500 manns sæktu daglega, og væri opið í nær 100 klukkustundir á viku, þá væri auðvitað ekki við því að búast að umgengnin væri eins og í stássstofu. Þarna væri ekkert út á þrifnað að setja og raunar væri til þess tekið af gest- um Hallarinnar að þessi mál væru í góðu horfi. Um síðustu helgi var í Höllinni úrslitakeppni í 4. flokki karla í handknattleik. Janus Guðlaugs- son, námsstjóri í íþróttum, var einn þeirra sem þar voru með lið til keppni. „Maður tekur fljótt eftir því ef þrifnaði í íþróttahús- um er ábótavant og eftir að hafa farið um Höllina get ég ekki ann- að sagt en að þar sé þrifnaður til fyrirmyndar. Þetta er með því besta, sem ég hef séð,“ sagði Jan- us í samtali við Dag. I sama streng tók Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins og sagðist harma þessa umræðu. ET Þrif í [þróttahöllinni: í góðu lagi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.