Dagur - 12.04.1988, Page 2

Dagur - 12.04.1988, Page 2
2 - DAGUR - 12. apríl 1988 Iðnaðarhúsnæði til leigu á besta stað í bænum Möguleiki á að leigja húsnæði í tvennu lagi. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt „Iðnaðar- húsnæði" fyrir 18. apríl. í Lamba, Glerárdal - dagsferð, verður farin laugardaginn 16. apríl kl. 10.00. Prófið eitthvað nýtt. Þetta er snjóbíla- og göngu- skíðaferð. Snjóbíllinn sér um að létta fólki sporin. Upplýsingar og skráning í ferðina er í Skipagötu 13, sími 22720 fimmtudag 14. apríl og föstudag 15. apríl kl. 18-19. Ferðanefndin. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Almennur félagsfundur verður í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 4. hæð þriðjudaginn 12. apríl kl. 20.30. Fundarefni: 1. Nýgerðir kjarasamningar. 2. Önnur mál. Félagar mætið öll. Stjórn F.V.S.A., Akureyri og nágrenni. Tilkynning um iónfulltrúa Marinó Jónsson hefur tekið við störfum iðnfull- trúa í Norðurlandskjördæmi eystra af Guðmundi Gunnarssyni. Viðtalstími hans er frá kl. 16 til kl. 17.30 á þriðjudög- um á skrifstofu Meistarafélags byggingarmanna Norðurlandi, Hafnarstræti 107 Akureyri, símar 26722 og 21022. Iðnfræðsluráð. Geymið auglýsinguna. Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti í tölvunarfræði við stærðfræðiskor Háskóla íslands er laust til umsóknar. Prófessornum er eink- um ætlað að starfa að fræðilegum þáttum tölvunarfræði, t.d. algoriþmafræði, forritunarmálum, gagnasafnsfræði, hugbún- aðarfræði eða kerfisforritun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferill og störi, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. júní 1988. Menntamálaráðuneytið. 7. apríl 1988. Nauðungaruppboð Eftirtaldar fasteignir í Húnavatnssýslu verða boðnar upp og seldar á nauðungaruppboði sem hefst á sýsluskrifstof- unni á Blönduósi kl. 14.00 miðvikudaginn 13. apríl. Jörðin Uppsalir í Fremri-Torfustaðahreppi, eigendur Björg Árnadóttir og Margrét Christiansen. Jörðin Gröf í Þorkelshólshreppi, eigandi Sigfús Sigfússon. Húseignin Hlíðarvegur 13, Hvammstanga, eigandi Eggert Karlsson. Þetta er annað og síðara uppboð á þessum eignum. Jörðin Grund í Þverárhreppi, eigandi Kristín Jósteinsdóttir. Fyrra uppboð. Sýslumaður Húnavatnssýslu. Börkur Emilsson verkstjóri og Elín ívarsdóttir. (slenskir sjávarréttir: Aukið úrval fiskrétta Nýir fískréttir fást nú í fiskbúð- inni á Húsavík og eru réttirnir tilbúnir beint í ofninn. Fyrir nokkrum vikum kom á mark- aðinn ýsa í ostasósu og papriku- sósu og í síðustu viku bættist við ýsa í hvítvínssósu. Einnig fæst rækjupaté sem tilvalið er sem forréttur eða smáréttur. Það er Börkur Emilsson mat- reiðslumaður sem átt hefur veg og vanda að þessari nýbreytni. Börkur hóf störf sem verkstjóri hjá íslenskum sjávarréttum í janúar sl., fyrirtækið er í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur og framleiðir um tólf tegundir af síld undir vörumerkinu Kúttersíld. Dagur kom í stutta heimsókn í fyrirtækið í síðustu viku en það er til húsa við Höfða, í sama húsi og rækjuvinnslan. Alls er um sex heil störf að ræða við framleiðsl- una og sagði Börkur að varla hefði hafst undan að framleiða fyrir markaðinn eftir áramótin. Megnið að framleiðslunni fer á markað á Reykjavíkursvæðinu og á næstunni á að reyna að auka söluna enn frekar, í framhaldi af kynningu á vörunni í stór- mörkuðum fyrir sunnan í apríl og maí. Verslunarfólk fundar um kjarasamninginn I kvöld verður haldinn fundur hjá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri þar sem greiða á atkvæði um nýgerð- an kjarasamning. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og verður að Skipagötu 14. Jóna Steinbergsdóttir formað- ur félagsins sagði í samtali við Dag, að samningurinn væri svo til samhljóða samningi Verslunar- mannafélags Reykjavíkur sem samþykktur var um helgina. Hún sagði að á fundinum kæmi í ljós hvernig fólk tæki þessum samn- ing og vildi ekki spá fyrir um úr- slit atkvæðagreiðslunnar. VG „Síldin er holl og góð og svo er hún ódýrt álegg,“ sagði Börkur um leið og hann sýndi blaða- manni framleiðsluna. Síldin er seld í ýmsum umbúðastærðum, í margs konar sósum eða bragð- tegundum. Aðspurður um tilbúnu fiskrétt- brotum í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar um helgina. Þá voru sömuleiðis brotnar margar rúð- ur í tveim húsum í Kaupvangs- gili og í Lundarskóla. Að sögn rannsóknarlögreglunnar stend- ur rannsókn yfír og eru líkur á að málin upplýsist fljótlega. Að sögn Sverris Pálssonar, skólastjóra GA voru flestar rúð- urnar sem brotnar voru, í kjall- ara hússins. Þá voru nokkrar rúð- ur á annarri og efstu hæð brotnar. Sem fyrr segir voru steinar notað- ir til verksins. Sverrir sagði ekki títt að rúður væru brotnar í ina sagði Börkur að þeim hefði verið vel tekið, mikil sala hefði verið fyrstu vikuna en nú væri salan jöfn. Á næstu vikum ætlar Börkur að setja fleiri gerðir af fiskréttum á markaðinn og mega neytendur fyrst eiga von á ýsu í karrýsósu og síðan ýsu í bernaise- sósu. IM skólanum. Frá því á pálmasunnudag hefur alda rúðubrota gengið yfir Lundarskóla. Hörður Ólafsson skólastjóri sagði að alls hefðu 14- 15 rúður verið brotnar fram til þessa. „Aðfaranótt pálmasunnu- dags voru 6 rúður brotnar. Síðan hefur þetta verið meira og minna, m.a. á páskadagskvöld.“ í Lundarskóla voru fyrstu rúð- urnar brotnar með því að í þær var sparkað þannig að þær sprungu. í aðrar virtist hafa verið lamið í sífellu með grjóti. „Það er erfitt þegar svona kemur upp og er ákaflega hvimleitt," sagði Hörður að lokum. VG 'Þetta er of algeng sjón á Akureyri. Akureyri: Rúðubrotin í GA rannsökuð - Lundarskóli hefur sömuleiðis fengið að kenna á þeim í Degi í gær er skýrt frá rúðu-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.