Dagur - 12.04.1988, Side 16
Skíðamót íslands:
Keppni
hefst á
fimmtudag
- fjórir erlendir kepp-
endur á mótinu
Skíðamót íslands, hið 50. í
röðinni, verður sett í Akureyr-
arkirkju n.k. fimmtudags-
kvöld. Mótið sjálft hefst þenn-
an dag með skíðagöngukeppni
en mótinu lýkur á sunnudags-
kvöld með lokahófi og verð-
launaafhendingu í Sjallanum.
Fjórir erlendir gestir verða á
Skíðamóti íslands að þessu
sinni, tveir frá Júgóslavíu og
tveir frá Svíþjóð.
Frá Júgóslavíu koma Mojca
Dezman og Cujes Matej en þau
keppa í alpagreinum. Dezman
keppir í kvennafiokki en hún er
númer 33 á lista alþjóða skíða-
sambandsins í svigi og númer 98
á sama lista í stórsvigi. Dezman
varð í 9. sæti í svigi kvenna á
Olympíuleikunum í Calgary og í
18. sæti í stórsvigi.
Cujes Matej mun keppa í
karlaflokki á Skíðamóti Islands
en hann vann í vetur í Euro Cup
keppninni í svigi og stórsvigi.
Þessi keppni er svæðakeppni
Evrópu, næsta stig fyrir neðan
heimsbikarmótin.
í skíðagöngu munu keppa tveir
Svíar, þeir Lars Holand og Andr-
es Larsson sem eru báðir lands-
liðsmenn í göngu.
Keppni mun hefjast kl. 10 alla
keppnisdagana og vonast aðstand-
endur mótsins til að sjá sem flesta
áhorfendur. Skíðaráð Akureyrar
sér um framkvæmd mótsins en
Skíðaráðið er einmitt 50 ára á
þessu ári. JÓH
Kristján
gerir samning
við Scala
Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari hefur gert samning
við Scala óperuna í Mílanó um
að syngja hjá henni á næsta
leikári. Kristján mun gefa út
plötu á árinu en segist ekki
ætla að syngja á Islandi í bráð.
Kristján mun syngja aðalhlut-
verkið í óperu sem æfð verður
um jólin og frumsýnd í lok janú-
ar. „Þar er ég númer eitt,“ sagði
Kristján í samtali við Rás 2 í gær.
Hann mun síðan vera varamaður
Pavarottis í að minnsta kosti fjór-
um sýningum á óperunni Tosca
sem sýnd verður um miðjan
febrúar. ET
Þursteinn EA var færður í slipp síðdegis í gær til þess að kanna
skemmdir og Ijúka við að ná trollinu úr skrúfunni. Myndiii sýnir gatið
á skuthorninu stjórnborðsmegin og dældirnar á síðunni. Á innfelldu
myndinni eru þeir félagar Stefán Stefánsson og Helgi Jónsson sem
fluttir voru ásamt tveimur félögum sínum með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar til Isafjarðar. Myndir: tlv
Jakar á stærð við einbýlishús lömdu Þorstein EA:
„Sjáum nú hvað okkur
bráðvantar stærri þyrlu“
- segja þeir Stefán og Helgi sem voru teknir um borð í TF SIF - Sjópróf fara fram í dag
Togarinn Arnar HU kom til
hafnar á Akureyri um klukkan
7 í gærmorgun með togarann
Þorstein EA í togi. Skipin
höfðu þá verið rúman sólar-
hring á leiðinni úr Reykja-
fjarðarál þar sem Þorsteinn
lenti í verulegum háska vegna
hafíss. Fram yfir hádegi var
unnið að því að reyna að ná
trollinu úr skrúfu skipsins en
síðan var farið að undirbúa
töku þess í slipp.
Það var um klukkan hálfeitt
aðfaranótt sunnudagsins sem
Þorsteinn lenti í vandræðunum.
Verið var að láta trollið út þegar
skipstjórinn kallaði skyndilega
„taka trollið." Það var hins vegar
um seinan því fyrr en varði var
ísinn farinn að lemja skipið. Isinn
var á mikilli t'erð og ýtti skipinu
til með þeim afleiðingum að troll-
ið festist í skrúfunni. Skipið rak
stjórnlaust innan um ísjaka sem
sumir hverjir voru á stærð við
einbýlishús og var strax leitað
aðstoðar nærstaddra togara.
Þyngstu höggin dundu á skip-
inu aftanverðu stjórnborðsmeg-
in. og fljótlega kom gat á hornið
þeim megin.
Togarinn Arnar var fyrstur á
staðinn og í fjórðu tilraun tókst
að koma taug á milli skipanna.
Fyrsta skotið geigaði en í tveimur
næstu tilraunum slitnaði tauginn
þar sem hún festist í ísnum.
Áhöfnin var öll komin upp á
dekk í flotgalla og björgunarbát-
ar voru gerðir klárir.
„Það mátti ekki miklu muna og
værum við ekki hér. Nú fyrst ger-
ir maður sér grein fyrir því hvað
það er mikilvægt að Gæslan eign-
ist stærri þyrlu,“ sögðu þeir
Stefán Stefánsson háseti og Helgi
Jónsson kokkur í samtali við
Dag. Þeir voru meðal þeirra
fjögurra skipverja sem teknir
voru um borð í þyrlu Landhelgis-
gæslunnar þegar hún kom á
staðinn.
Veður var slæmt á þessum
slóðum og skyggni lítið. Skipið
sneri upp í veðrið og því sökk
afturendinn og sjór flæddi inn.
Eftir að útúr ísnum var komið og
skipinu hafði verið snúið, var
mesta hættan afstaðin. Dælurnar
höfðu þá undan lekanunt og
heimferðin gekk vel.
Vegna þess hve djúpt Þor-
steinn risti gekk erfiðlega að
koma skipinu fyrir í sleðanum í
slippnum. Það var ekki fyrr en
um klukkan 19.00 að flætt hafði
nóg að og skipinu var kornið í
slipp. Fulltrúi frá tryggingafélag-
inu var kominn á staðinn og eftir
að skemmdirnar hafa verið metn-
ar verður líklega leitað tilboðs
Slippstöðvarinnar í viðgerðina.
Auk gatsins á afturendanum er
stjórnborðshlið skipsins öll mjög
dælduð.
Skipið verður sett á flot aftur
síðdegis í dag og landað þeim 20
tonnum sem veiðst höfðu þegar
ósköpin dundu yfir.
Fulltrúi frá rannsóknanefnd
sjóslysa kom til Akureyrar í gær
og kynnti sér málsatvik. Sjópróf
verða haldin í dag hjá embætti
bæjarfógeta. ET
ef ekki hefðu verið skip nálæg þá
Einn þcirra „Samherjafrænda“, Kristján Vilhelmsson, vann að því í gær að
losa trollið úr skrúfu Þorsteins.