Dagur - 12.04.1988, Síða 7
Húsavík:
Reyklaus dagur
- Fræðslufundur um skaðsemi reykinga
í tilefni af reyklausum degi 7.
apríl sl. efndi Heilsugæslustöð-
in á Húsavík og Krabbameins-
félag Suður-Þingeyinga til
fræðslufundar um skaðsemi
reykinga. Sigríður Birna Ólafs-
dóttir, ritari stjórnar krabba-
meinsfélagsins, setti fundinn
og las ávarp Guðmundar
Bjarnasonar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra í tilefni
dagsins. Gísli G. Auðunsson
heilsugæslulæknir flutti fróð-
legt erindi. Fjallaði hann um
áhrif hvers einstaklings á eigin
heilsu, skaðsemi reykinga og
síðan kynnti hann námskeið
fyrir þá sem vilja hætta að
reykja. Slíkt námskeið verður
haldið á Húsavík á næstunni
og létu 16 fundarmenn skrá sig
á námskeiðið en alls sóttu um
30 manns fundinn. Upplýsing-
ar um námskeiðið er hægt að
fá á Heilsugæslustöðinni á
Húsavík.
Sýndar voru tvær fræðslu-
myndir af myndböndum og síðan
voru málin rædd yfir kaffibolla. í
lok fundarins söng Ósk Þorkels-
dóttir nokkrar gamanvísur um
reykingar og fleira við gítarundir-
leik Line Werner.
Lilja Guðlaugsdóttir.
Lilja Guðlaugsdóttir
Dagur ræddi við fjóra fundar-
menn, fyrst Lilju Guðlaugs-
dóttur sem ásamt dóttursyni
sínum, Asmundi Gíslasyni, var
að skoða ýmsa bæklinga og
plaköt sem lágu frammi.
„Ég reyki ekki og hef áhuga á
að fólk hætti þessu. Mér finnst
hræðilegt að vita til þess að nokk-
ur maður sé að gera sjálfum sér
svo illt að vera að reykja. Mér
finnst verst hvað margir reykja
og taka ekkert tillit til hinna."
— Hefur þú orðið fyrir .óþæg-
indum vegna reykinga annarra? ^
„Maður hefur auðvita'ð óþæg-j
indi af þessu, t.d. áð vetaþar sem
margir reykja og ég hef unniö á
vinnustað þar sem maðúr þurfti
að sitja í reykjarkófi í kaffitím-
unum.“
- Hvernig líkar þér þessi
fræðslufundur?
„Mjög vel og mér finnst alveg
synd að ekki skuli fleiri koma.
Vérst að hér skuli ekki vera fleira
ungt fólk, það sem er nýbyrj-
að að reykja. Eg/hef lengi fylgst
með fræðsluefni um þessi mál og
verið á móti reykingum og ég hef
mjög gaman af því hvað yngsta dótt-
ir mín sýnir þessum málum mik-
inn áhuga og það hefur hún gert
síðan hún fór að hafa vit á. Hún
er í skólanum í Lundi í Öxarfirði,
þar reykja börnin ekki og það er
talið mjög óvenjulegt að skólinn
skuli vera alveg reyklaus.
Ég vildi óska þess að sem flest-
ir sæki námskeiðið sem á að
lialda hér og nái góðum árangri
því það er öllum fyrir bestu að
hætta þessum ósóma og sóðaskap
sem reykingarnar eru.“
Björn Guðmundsson
„Ég reyki ekki lengur, hætti
fyrir 16 mánuðum en þá var ég
búinn að reykja í 41 ár,“ sagði
Björn Guðmundsson.
„Ég reykti alltaf mjög svipað,
svona um pakka á dag.“
- Voru reykingarnar farnar að
há þér?
„Trúlega hefur það verið, ég
var tímunum saman með viðvar-
andi hósta sem ég hef losnað við,
aftur á móti hef ég bætt illilega
utan á mig síðan ég hætti að
reykja.“
- Hvernig gekk þér að hætta?
„Það var í rauninni ekkert mál
fyrir mig. Ég fann ákaflega lítið
fyrir þessu en býst við að það sé
mjög einstaklingsbundið hvernig
þetta gengur. Fyrir mína mann-
gerð er ábyggilega mjög mikil-
vægt að ekki sé um neinn utanað-
komandi þrýsting að ræða en það
kann að vera að aðrir þurfi slíkt.
Það er kannski bara meðfædd
þrjóska að bregðast alltaf önd-
verður gegn þrýstingi.“
- Hvað ráðleggur þú fólki sem
reykir og langar til að hætta
núna?
„Ég veit ekki hvort ég get ráð-
lagt nokkuð, eins og ég sagði
áðan held ég að þetta sé einstakl-
ingsbundið. Eitt held ég þó að sé
mjög mikilvægt og það er að
Björn Guðmundsson.
reyna ekki að hætta nema menn
séu í raun tilbúnir til þess.“
- Hvernig hefur þér líkað
þessi fundur?
„Fundurinn er góður, ég kom
nú svona af forvitni. Ég er samt
ekki ánægður með myndböndin
sem voru sýnd, mér fannst vera
mikill munur á málflutningi Gísla
annars vegar og myndböndunum
hins vegar. Málflutningur Gísla
var mjög góður og raunhæfur en
myndböndin fundust mér of
áróðurskennd á vissum sviðum."
Angela Sveinbjömsdóttir
og Jakobína Krístjánsdóttir
Angela Sveinbjörnsdóttir og Jak-
obína Kristjánsdóttir mættu á
fræðslufundinn. í spjalli við Dag
sagðist Angela reykja um einn og
hálfan pakka á dag og hafa reykt
um það bil í 15 ár eða síðan hún
var fimmtán ára gömul.
- Langar þig til að hætta?
„Já, ég hef áhuga á því, hef
ekki hætt nema þá örfáa daga í
einu."
- Finnst þér reykingarnar vera
farnar að há þér?
„Það fylgir þessu alltaf mæði
og rnaður getur ekkert reynt á sig
án þess að mæðast. Svo fylgir
þessu sóðaskapur í kring um
mann. Sonur minn sem er tíu ára
er mikið á móti reykingunum."
- Hvernig hefur þér líkað
þessi fundur?
„Mér finnst alveg sjálfsagt að
koma og kynna sér málin og
prófa að hætta ef maður getur.
Ég lét skrá mig á námskeið fyrir
þá sem vilja hætta."
„Ég reyki pakka á dag og er
búin að reykja í sautján ár og
mér finnst ég mæðast ef ég reyni
á mig,“ sagði Jakobína.
- Langar þig að hætta?
„Ég er svona að skoða það en
mér finnst gott að reykja. Auð-
vitað vil ég vera laus við þetta,
börnin eru á móti þessu. mér
finnst mjög rnikill söðaskapur af
þéssu og íhér leiðist íyktin sem
angar af manni en samt er gott að
reykja."
- Hvernig líkar þér þessi
fræðslufundur?
„Alveg ljómandi vel og ég lét
skrifa mig á námskeiðið en ég hef
þó umhugsunarfrest." IM
Angela Sveinbjörnsdóttir og Jakobína Kristjánsdóttir.
12. apríl 1988 - DAGUR - 7
Amstrad - Epson
tölvur & búnaður
■Bókabúðin EddaH
— Hafnarstræti 100 - Akureyri ■ Sími 24334 ■■■
vðr'j;!
Ferðastyrkur
til rithöfundar
Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns samstarfs í
fjárlögum 1987 verði varið 60 þús. kr. til að styrkja
rithöfund til dvalar á Norðurlöndum.
Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja-
vík, fyrir 1. maí n.k.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig
umsækjandi hyggst verja styrknum.
Menntamálaráðuneytið.
5. apríl 1988.
Vísindastyrkír
Atlantshafsbandalagsins 1988.
Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að
styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða framhaldsnáms
erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið í hlut íslend-
inga í framangreindu skyni nemur um 2,4 millj. ísl. kr. og mun
henni varið til að styrkja menn er lokið hafa kandídatsprófi í
einhverri grein raunvísinda til rannsókna eða námsdvalar við
erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins.
Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science Fellows-
hips“ - skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 20. maí n.k. Fylgja skulu staðfest afrit
prófskírteina og meðmæla, svo og upplýsingar um starfsferil
og ritverkaskrá. Þá skal tekið fram hvers konar rannsóknir
eða framhaldsnám umsækjandi ætli að stunda, viö hvaða
stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan
dvalartíma. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytiö.
7. apríl 1988.
Blómabúðin
Laufás auglýsir
Nú er búðín fúD
af nýjum pottaplöntum
Nýtt frá Danmörku, kaktusar,
þykkblöðungar og ágræddir kaktusar.
„Nýtt“ burknarætur sem bíða eftir
góðum fóstrum í heimahúsum.
Þess virði að prófa.
★ ★ ★★ ★★
Pottamold!
Sáðmold - kaktusmold - vikur, 3 tegundir
Fræ í hundraðavís, matjurtafræ og fleira.
★ ★ ★★
Vorum að fá nýja sendingu af vorlaukum.
Dalíur - Liljur - íris - Animoníur -
Begoníur - Glosseníur - Amarillis
. og fleira.
★ ★ ★★
Blómapottar í úrvali.
Keramikpottahlífar og margt fleira.
Blómabúðin Laufás
Hafnarstræti 96, sími 24250
Sunnuhlíð 12, sími 26250