Dagur - 12.04.1988, Side 9
8 - DAGUR - 12. apríl 1988
„Samkvæmt útreikningum Hag-
stofu íslands hefur vísitala
framfærslukostnaðar hækkað
um 5,2% síðustu þrjá mán-
uði.“ Flest okkar hafa heyrt
þessa setningu eða einhverja
svipaða henni. Þegar hún
heyrðist enn einu sinni í fjöl-
miðlum fyrir skömmu vakti
hún forvitni blaðamanns og
ákvað hann því að heimsækja
Hagstofuna og kynnast starf-
semi þessarar stofnunar.
Hagstofunni má skipta í tvær
stofnanir; annars vegar aðalskrif-
stofuna sem sér um hagskýrslur
en þar er safnað saman öllum
mögulegum upplýsingum um t.d.
inn- og útflutning, mannfjölda,
atvinnu, verðlag, framleiðslu,
fiskveiðar, menntamál o.fl. Hins
vegar er svo það þjóðskráin sem
skráir upplýsingar um alla íbúa
hér á landi; hvar þeir búa, aldur,
kyn, heimilisfang og trúfélag.
Hagstofan stundar öfluga út-
gáfustarfsemi en þó ekki í sam-
keppni við bókaútgáfur eða aðrar
útgáfustofnanir. Starafsfólk
stofnunarinnar er mjög duglegt
að safna ýmsum upplýsingum um
menn og málefni en þær upplýs-
ingar eru fáum til gagns ef þær
koma aldrei fyrir sjónir almenn-
ings. Hagstofan gefur því út
Hagtíðindi sem er stórmerkilegt
plagg fyrir grúskara og aðra sem
hafa gaman af tölulegum upplýs-
ingum. í Hagtíðindum má m.a.
lesa um farþegaflutninga til
landsins, heildartölur inn- og út-
flutnings, mannfjöldatölur, verð-
lagsþróun, fjölda íslendinga er-
lendis, verslun við einstök lönd
o.fl.
Síöan gefur Hagstofan út
skýrslur í ritröðinni Hagskýrslur
íslands, en það eru yfirleitt þykk-
ir doðrantar sem fæstir nenna að
lesa nema sérfræðingar og opin-
berir embættismenn sem þurfa
þess starfs síns vegna.
Hagstofan er til húsa í Alþýðu-
húsinu að Hverfisgötu í Reykja-
vík og tókum við þar hús á Hall-
grími Snorrasyni hagstofustjóra,
Vilhjálmi Ólafssyni skrifstofu-
stjóra og einnig spjölluðum við
þar við nokkra hressa starfsmenn
stofnunarinnar. Allir voru boðnir
og búnir að veita upplýsingar um
starfsemina og var greinilegt að
þar ríkir góður vinnuandi. AP
„Hér er engu safiiað
að íilefnisliULSii*
- segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri
Hallgrímur Snorrason er hag-
stofustjóri. Hann tók vel í þá
bón Dags að sitja fyrir svörum
í sambandi við starfsemi Hag-
stofunnar. Fyrsta spurningin
sem við lögðum fyrir Hallgrím
var hvort allar þær upp upplýs-
ingar sem Hagstofan safnaði
væru nauðsynlegar.
„Þaö er rétt að við fáum gít'ur-
legt magn upplýsinga í okkar
hendur, en ég held að ég geti full-
yrt að hér er reynt að safna ekki
upplýsingum að tilefnislausu.
Talandi um talnaflóð þá má geta
þess að við fáum í okkar hendur
um 250 þúsund tollskýrslur á ári
og verður að fara yfir hverja ein-
ustu og koma þeim inn í kerfið
hjá okkur. Petta er nauðsynlegt
til þess að hafa nákvæmar tölur
um inn- og útflutning hér á landi.
Petta er nú bara eitt dæmi um
hve mikla vinnu þarf að leggja í
það að koma út nákvæmum hag-
tölum.
Hér á Hagstofunni starfa hins
vegar ekki nema 50 manns og til
gamans má geta þess að á dönsku
hagstofunni starfa milli 700 og
800 manns, á þeirri sænsku um
1800, og á þeirri frönsku starfa
um 7000 manns. Auðvitað er allt
mikið minna í sniðum hjá okkur
en það er samt gaman að bera
þessar tölur saman. Pá má ekki
gleyma því að stofnanir eins og
Pjóðhagsstofnun og Seðlabank-
inn sjá um vissa hluti sem þessar
erlendu hagstofur sjá um."
- Nú koma stundum upp efa-
semdaraddir um rétt opinberra
aðila til að safna upplýsingum um
einstaklinga. Pað urðu t.d. mikl-
ar umræður um þessi mál í
Þýskalandi fyrir nokkrum árum.
Hvað viltu segja um það?
„Umræðan kom upp í Pýska-
landi í sambandi við manntal sem
sambandsstjórnin stóð fyrir og
mörgum fannst spurningarnar
full nærgöngular. Það er alltaf
álitamál hve langt eigi að ganga.
Besta svarið við þeirri spurningu
er að safna ekki meiri upplýsing-
um en nauðsynlegt er. Eg tel að
Hagstofan fylgi þessu í dag.
Þjóðskráin skráir t.d. aðeins þær
lágmarksupplýsingar um einstakl-
inga sem stjórnvöld, þ.e. trygg-
inga- og skattayfirvöld, þurfa á
að halda. Pessar upplýsingar eru
nafn einstaklinga, fæðingardagur
og ár, fæðingarstaður, heimilis-
fang, kyn, hjúskaparstétt og trú-
félag. Það síðastnefnda er ein-
göngu vegna laga um sóknar-
gjöld, annars myndum við ekki
skrá það.
Pær upplýsingar sem við höf-
um á skrá her eru lágmarksupp-
lýsingar fyrir stjórnkerfið og
nauðsynlegar til þess að núver-
andi velferðarþjóðfélag gangi
snurðulaust fyrir sig. Margir aðil-
ar styðjast mikið við þjóðskrá og
raunar fyrirtækjaskrá einnig og
þannig má nefna að það verður æ
algengara að stofnanir hafi bein-
an tölvuaðgang að þessum upp-
lýsingum t.d. Tryggingastofnun
ríkisins, ríkisskattstjóri, mennta-
málaráðuneytið og bankarnir í
landinu.
Svo getur að sjálfsögðu allur
almenningur í landinu fengið
þessar upplýsingar með því að
koma hingað í Hagstofuna, eða
hringja ef fólk býr úti á landi.“
- Nú er allt kerfið tölvuvætt
hjá ykkur. Bandaríkjamenn hafa
nú miklar áhyggjur af því hve
auðvelt er að komast inn í opin-
ber tölvukerfi í landinu. Hvernig
verjið þið ykkur gegn slíkum
„innbrotum“?
„Þau kerfi sem við rekum eiga
að vera þannig úr garði gerð að
utanaðkomandi aðilar komist
ekki inn í þau. Hins vegar eru
þær upplýsingar sem við geymum
þar engin leyndarmál í sjálfu sér
og við heimilum aðgang að þeim
upplýsingum í gegnum skrifstofu
okkar. Pess vegna er engum akk-
ur í því að brjótast inn í kerfið
hjá okkur.
Pað eru miklu frekar stofnanir
eins og bankar, ríkisskattstjóri og
Tryggingastofnun ríkisins, sem
Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri.
þurfa að verja sig gegn tölvuinn-
brotum. Því er hins vegar ekki að
leyna að við höfum hugleitt þessi
mál, en ekki talið nauðsynlegt að
eyða frekari fjármunum en þegar
hefur verið gert til að verja okkui
gegn tölvuinnbrotum, því við
teljum það öruggt að engin utan-
aðkomandi komist inn í kerfið
hjá okkur.‘l
12. apríl 1988 - DAGUR — 9
Minna og íninna af ráðstöfiinar-
tekjunum er eytt í matvöru
- Rætt við Vilhjálm Ólafsson skrifstofustjóra Hagstofunnar
Vilhjálmur Ólafsson skrifstofustjóri Hagstofunnar.
Vilhjálmur Ólafsson er skrif-
stofustjóri Hagstofunnar og
hefur starfað þar í 12 ár. Hann
er yfirmaöur „vísitöludeildar“
Hagstofunnar og sér um að
koma frá stofnuninni hinni
frægu vísitölu framfærslu-
kostnaðar.
- Vilhjálmur, nú virðist vísi-
tala framfærslukostnaðar oft
vekja upp deilur í sambandi við
kaup og kjör. Hvað viltu segja
um það?
„Tilgangur vísitölu framfærslu-
kostnaðar er að fylgjast með
almennum verðlagsbreytingum í
þjóðfélaginu en ekki að meta
hvað meðalfjölskylda þarf til að
lifa. Pað er almennur misskiln-
ingur, meira að segja stundum
hjá alþingismöiinum, að þessi
tala sem nú er 117 þúsund á mán-
uði, sé eitthvað sem fólk verði að
hafa til að „komast af“ á sóma-
samlegan hátt. Útgjöld vísitölu-
fjölskyldunnar eru einungis not-
uð sem mælikvarði til að reikna
út almennar verðlagsbreytingar á
þeim vöru- og þjónustuliðum,
sem í framfærsluvísitölunni eru,
en útgjöld innan framfærsluvísi-
tölunnar eru byggð á almennri
neyslukönnun, sem framkvæmd
er á 5-6 ára fresti.
Núgildandi vísitölugrunnur er
byggður að neyslukönnun, sem
fram fór á höfuðborgarsvæðinu
1979-1980 hjá hjónum með eða
án barna og var meðalfjölskyldu-
stærðin 3,6 þ.e.a.s. hjón með
1,66 barn. Hér er um að ræða öll
útgjöld til neyslu, burtséð frá því
hvort þau geta talist „nauðsyn-
leg" eða ekki enda leggur Hag-
stofan ekki mat á það. Þessi
útgjöld eru síðan framreiknuð
eftir verðlagi hvers tíma og sam-
kvæmt því breytist framfærslu-
vísitalan frá mánuði til mánaðar.
Fyrirhugað er að nýr vísitölu-
grundvöllur, sem byggður er á
neyslukönnun 1985-1986 taki
gildi 1. maí 1988. Sú neyslukönn-
un er byggð á útgjöldum einstakl-
inga og/eða fjölskyldna í landinu
í heild, en ekki einungis í
Reykjavík eða á höfuðborgar-
svæðinu eins og í fyrri könnun-
um."
Ónógar upplýsingar
skapa misskilning
- Fyrst þessi vísitala er misskilin
jafn oft og raun ber vitni er þá
ekki hægt að finna eitthverja
aöra viðmiðun?
„Þetta er sú aðferð sem notuð
er á hinum Norðurlöndunum og
hefur verið notuö hér á landi síð-
an 1939. Við höfum ekki fundið
betri aðferð til að reikna almenn-
ar verðlagsbreytingar, enda er
umræddur misskilningur byggður
á því að sumir sem hafa fjallað
opinberlega um þessi mál hafa
ekki kynnt sér þau ítarlega.
Vísitala framfærslukostnaðar
gefur góða mynd af hvernig verð-
lagið hefur breyst á þessum tíma.
Athyglisvert er að sjá hvernig
hinir ýmsu útgjaldaliðir breytast
með tímanum. Nú eru t.d. mat-
arútgjöld vísitölufjölskyldunnar
aðeins um 25% af heildarupp-
hæðinni en þetta hlutfall hefur
farið lækkandi með árunum.
Hins vegar hafa útgjöld til „rekst-
urs eigin bíls", utanlandsferða og
ýmissa tómstundaiðkana o.fl.
aukist að sama skapi." AP
Skuldinni oft skellt á Hagstofima
- rætt við þær Svanhildi Jónsdóttur og Guðnýju Stefánsdóttur
Svanhildur Jónsdóttir og
Guðný Stefánsdóttir eru yfír-
menn yfir þeim deildum Hag-
stofunnar sem mest snúa að
almenningi í landinu. Svan-
hildur er yfir afgreiðslunni en
Guðný er yfir þjóðskránni.
Þær tóku vel í þá bón blaða-
mannsins að spjalla um starfið.
Þær sögðu að mjög mikið hefði
verið að gera hjá Hagstofunni
síðan um áramótin vegna breyt-
inga frá gamla nafnnúmerakerf-
inu yfir í kennitölukerfið. Janúar
og febrúar hefðu verið mjög
annasamir, en í mars hefði erill-
inn farið að minnka.
Sögðu þær að fólk þyrfti oft að
leita til Hagstofunnar með hin
ýmsu málefni t.d að tilkynna
aðsetursskipti, fá fæðingarvott-
orð eða aðrar upplýsingar. Mikið
væri um að fólk utan af landi
hringdi inn til að fá þessa þjón-
ustu og væri alltaf reynt að
aðstoða fólk eftir megni.
Pegar blaðamaðurinn spurði
hvort fólk kæmi oft til að kvarta
við þær brostu þær og sögðu að
það væri næstum daglegur við-
burður. Oftast væri það vegna
þess að fólk er ekki skráð á rétt
heimilisfang og vildu menn skella
skuldinni á Hagstofuna. Viður-
kenndu þær báðar að auðvitað
kæmi fyrir að starfsfólkið þar
gerði mistök en oftast væri þetta
fólkinu sjálfu að kenna því það
fyllti tilkynningarnar um aðset-
ursskipti vitlaust út. Sögðu þær
Svanhildur og Guðný að oftast
væri málinu kippt í liðinn á staðn-
um og allir skildu sáttir að
lokum.
Svona í lokin bað blaðamaður-
inn þær að rifja upp einhverjar
kátlegar sögur úr í starfinu en
bæði Svanhildur og Guðný báð-
ust undan því. Sögðust þær vera
undir „þagnareið" í starfinu og
best fyrir alla aðila að vera ekki
að fara í blööin með slík mál.
Það var sama hvað blaðamaður-
inn nauðaði í þeim, ekki var hægt
að hagga þeim í þessu máli. Þær
voru þó til í að láta blaðamannin-
um í té vísur sem starfsfólk Þjóð-
skrárinnar hefði fengið frá
ónefndum „aðdáanda" þess:
Pjóðskrárbiðin þykir löng
þangað margir leita ráða
adressan er oft svo röng
að enginn getur fundið snáða.
Kært er mér það kvennaval,
klárar leysa sérhvern vanda.
Einhvemtíma inn ég skal
með eðla gjöf á milli handa.
Eftir þennan Ijóðatíma kvödd-
um við með virktum og yfirgáfum
Hagstofuna eftir að hafa rætt við
hinar hressu stúlkur Svanhildi og
Guðnýju. AP
i I 1
B j ( 1 1 I
w | f '
■ L 1 ff i 1
HHi 1 : 1 1 1 f 1 s
1 '1 1 1 1
Svanhildur Júnsdóttir.
Guðný Stefánsdóttir.